Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981_1 1 Skattheimtuþvingunum mótmælt eítir Gunnar Snorrason, íormann Kaupmannasamtaka íslands Á fyrstu vordögum staðfestu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar með hjásetu Alþýðuflokksmanna, skattastefnu ríkisstjórnarinnar, með því að framlengja lög um sérstakan skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, þrátt fyrir ein- dregin mótmæli Kaupmannasam- taka íslands, allt frá því að þessi óréttlátu skattalög tóku gildi, en það var í fyrsta skipti við álagn- ingu gjalda á árinu 1979 og aftur 1980 og svo enn aftur nú á árinu 1981. Um óréttmæti þessara laga greindi ég ítarlega frá í grein í Morgunblaðinu þann 8. nóvember sl., og mun ég því ekki endurtaka það nú, en vil hins vegar undir- strika mismunun og það óréttlæti sem fylgir þessari skattheimtu. Sem dæmi um hvernig þessi lög virka, mætti hugsa sér þjónustu- miðstöð í einu úthverfi borgarinn- ar, sem væri í leiguhúsnæði. Ef eigandi húsnæðisins leigir út hluta af byggingunni undir ýmis þjónustufyrirtæki sem þörf er fyrir í hverfinu, til dæmis skó- verzlun, bóka- og ritfangaverzlun, vefnaðarvöruverzlun, blóma- og gjafavöruverzlun, búsáhalda- eða raftækjaverzlun, þá greiðir hús- eigandinn áðurnefndan skatt. Ef húseigandinn hins vegar leigir húsnæði sitt undir rakarastofu, hárgeiðslustofu, þvottahús, fata- hreinsun, pökkun á hverskonar varningi, kjötvinnslu, saumastofu, skóvinnustofu, eða einhvern iðnað, sleppur hann við skattinn. Hér er beinlínis verið að vinna að því að flæma ákveðnar þjónustugreinar úr hverfunum og úr verzlunar- miðstöðvunum, hvar sem þær eru á landinu. Það er því ekki hægt annað en líta á þessa innheimtu sem beina árás á verzlunina í landinu og ekki sú síðasta ef að líkum lætur, áður en þetta ár er l'ðið. er £ afkomu smásölu- verzlunarinnar og stuðst við tölur Þjóðhagsstofnunar, þá er spurn- ing hvort afkoman fyrir árið 1980 er í plús eða mínus, svo nálægt núllpunktinum er hún og er þá átt við samanlagða útkomu allra greina smásölu. Þetta vita ráða- menn mæta vel og hafa viður- kennt opinberlega, að eitthvað verði að gera, svo væntanlega fyrirtækin iognist ekki út af, sem því miður dæmi eru nú fyrir. En þrátt fyrir allt og allt, þá er ekkert horft á afkomu og getu fyrirtækj- anna, svo ég tali nú ekki um, að hlustað sé á forystumenn hinna ýmsu atvinnurekendasamtaka. Á hinn bóginn heldur ríkisbáknið áfram að mergsjúga hvern þann sem færi gefst á og nú síðast með sérstökum eignaskatti á fast- eignamatsverð á þá sem eru svo seinheppnir að hafa fjárfest í húsnæði undir verzlun. Hvað skyldi næsti skattur heita, sem skattasérfræðingarnir senda frá sér, það væri fróðlegt að vita, en eitt er víst, að það virðist vera sama hvað peningainnstreymið er ört í rikiskassann, hann er alltaf tómur. Þakka ber þó það sem vel er gert, en nú nýlega gaf ríkisstjórn- in leyfi til uppfærslu vörulagera í smásölu til raunvirðis. Hér er um Gunnar Snorrason „Hvað skyldi næsti skatt- ur heita sem skattasér- fræðingarnir senda frá sér, það væri fróðlegt að vita, en eitt er víst að það virðist vera sama hvað peningainnstreymið er ört í ríkiskassann, hann er alltaf tómur“. áratugagamalt baráttumál Kaup- mannasamtaka íslands að ræða, sem nú er loks komið í höfn. En það grátbroslega í þessu öllu saman er svo það, að með þessari sérstöku skattlagningu á skrif- stofu- og verzlunarhúsnæði, er ríkisvaldið að ráðast á sína bestu innheimtumenn sem eru kaup- mennirnir og aðrir þeir, sem við verzlun og viðskipti fást, því þeir innheimta söluskattinn fyrir ríkið ásamt mörgum öðrum sköttum, í sjálfboðavinnu. Kaupmenn fáeng- in innheimtulaun fyrir fjöldann allan af sköttum, sem þeir eru þvingaðir til að innheimta fyrir ríkið og einnig launþegafélög í landinu. Þessar skattheimtu- þvinganir hafa ýmist verið settar á beint með löggjöf, eða þá, að þær hafa borist í svokölluðum „félags- málapökkum", þegar hlaupið hef- ur á ríkisstjórnina. Fyrir hönd Kaupmannasamtaka íslands og kaupmannastéttarinn- ar, mótmæli ég þessum aðförum að stéttinni og bendi viðkomandi ráðamönnum á, að það hefur aidrei gefist vel að slátra bestu mjólkurkúnni. VWNvreVTWIVC----- "GöÖflN WöNNÁftj 'Mm.mft 0ÁW' Patreksfirð- ingar óánægð- ir með Skipa- útgerðina PatreksHrfti. 2f». maí. KAUPMENN hér á Patreksfirði eru heldur óhressir með þjón- ustu Skipaútgerðar ríkisins. Finnst mönnum að lítt sé hægt að treysta á Ríkisskip, þjónust- an geti verið góð í nokkrar vikur, en svo með afbrigðum léleg þess á milli. Finnst þeim hart að búa við slíka þjónustu og hafa verður í huga, að við Patreksfirðingar verðum að treysta á þessa þjónustu átta mánuði á ári. Vöruflutningabíl- ar geta t.d. ekki flutt vörur hingað fyrr en eftir mánaðamót vegna þungatakmarkana. Ef- laust myndu menn nota sér flutninga á landi meira en hægt er vegna hinna bágu sam- gangna, sem við búum við. Nú bjóðum við ykkur að líta við í versluninni um helgina bæði laugardag og sunnu- dag og kynnast nýjustu tækni í sambandi við mat- reiðslu í örbylgjuofnum. Einnig verður boðið upp á pizzur og Seven-Up, sem ætti að renna Ijúflega niður. VIÐ BJÓÐUM YKKUR AÐ HEIMSÆKJA VERSLUN KALMAR-INNRÉTTINGA H/F í SKEIFUNNI 8, REYKJAVÍK NÚ UM HELGINA OG NJÓTA ÞESSARA ELDHUSDAGA OKKAR. Einar Farestveit h/f kynnir örbylgjuofna hjá okkur í versluninni í dag, laugardag, kl. 14—16 og sunnu- dag kl. 15—17. Dröfn Farestveit kynnir þá nýja tækni í matreiöslu meö notkun örbylgjuofna frá TOSHIBA. Halti haninn gefur okkur aö smakka á pizzum bæöi laugardag og sunnudag og Sev- en-up frá Sani- tas hjálpar okkur svo aö renna þessu niður. c ískalt Seven up. hressir betur. Opið laugardag kl. 10—16 og sunnudag kl. 13—17. ka|mar Innréttingar hf. EINAR FARESTVEIT A. CO HF MRGSTAOASrtATI lOA SlMl i»«ts Halti ninn Sanitas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.