Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI1981 17 Hægt er að bregða sér í skoðunarferð með þyrlum. Það er yfirleitt frjálslegt fólk sem maður mætir í hjarta New York. Empire State-turninn. Dorriet Kvanna Kristján Jóhannssun Ldoardn Miillor Stórkostlegir tónleikar Gunnar Kvaran sellóleikari lét þess getið í sjónvarpsvið- tali fyrir stuttu, að á næstu 20 árum væri að vænta mikilla tíðinda á sviði tónlistar hér á landi. Tuttugu ár eru langur tími í skammri þróunarsögu og þegar þess er gætt, að fyrir aðeins 55 árum, heyrðu Reyk- víkingar í fyrsta sinn til sin- fóníuhljómsveitar, og að á þessum stutta tíma hefur svo skipast, að nýlokið er ferð íslenskrar sinfóníuhljómsveit- ar til Vínarborgar, er ljóst að framsýni Gunnars er ekki óraunhæf draumsýn, heldur það sem er í rauninni að ske. Meðal þeirra viðburða er hæst ber þessa dagana eru tónleik- ar Dorriet Kavanna og Krist- jáns Jóhannssonar. Það ríkti spenna og eftirvænting á tón- leikunum og eftir tónleikana voru allir í sjöunda himni af hrifningu. Dorriet Kavanna er mikill „tekniker", eins og kom fram í glæsilegum söng henn- ar í aríu Zerbinettu, úr óper- unni Ariadne auf Naxos, eftir Richard Strauss. Zerbinetta hefur það motto, að njóta lífsins og var flutningur söng- konunnar frábær í þessari erfiðu aríu. Annar hápunktur tónleikanna var söngur Kav- Tónllst ef tir JÓN ÁSGEIRSSON /7Það verður spennandi, hversu þessum ágætu söngvurum tekst að kveða sér hljóðs úti í hinum stóra heimi, hvernig þeim tekst að festa sérþað, sem þau hafa hæfileika f^46 \ anna í aríu Ofelíu, úr óperunni Hamlet, eftir franska tón- skáldið Thomas. Það er að bera í bakkafullan lækinn að telja fram fleira, en allur söngur Kavanna er borinn upp að sterkri tilfinningu fyrir tónlistinni og leikrænu inni- haldi. Hún hefur frábæra rödd, hefur hlotið gríðarlega góða þjálfun, hefur allt til að ná því marki að verða stór- stjarna. Kristján Jóhannsson söng einnig mjög vel. Það má merkja mikla framför í tón- taki og túlkun hjá Kristjáni, frá því hann „debúteraði" í Gamla Bíó. Best tókst honum upp í lógum eftir Giordano og í Recondita Armonía, úr óper- unni Tosca, eftir Puccini. Una furtiva lagrima, eftir Doni- setti, var vel sungið, en ekki tókst Kristjáni að „kóróna" lagið. Dúettarnir tveir, eftir Verdi, úr Rigoletto og La Traviata og dúettinn úr Lucia di Lammermoor voru mjög glæsilega fluttir. Það verður spennandi, hversu þessum ágætu söngvurum tekst að kveða sér hljóðs úti í hinum stóra heimi, hvernig sem þeim tekst að festa sér það, sem þau hafa hæfileika til. Undirleik- arinn Edoardo Muller er auð- heyrilega vel heima í allri óperutónlist og lék undir í bestu merkingu orðsins og var samspil og öryggi í tónlflutn- ingi frábærlega af hendi leyst. Það verður fróðlegt að heyra Kristján Jóhannsson í La Bohéme, sem nú verður tekin aftur upp í Þjóðleikhús- inu, á þriðjudaginn kemur. lætur gull sitt skína prýða fegurðardrottningu Islands í auglýsingatíma sjónvarpsins í kvöld. H> mun fást í flestum apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. fyrir sólarlandaferðina, fyrir sólar- lampann, fyrir sundlaugina, fyrir skíðaferðina, eitt sér. Viltu verða brún(n)?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.