Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 44
Sími á ritstjóm og skrifstofu: 10100 fllircgtsttliritafrifr Síminn á afgreióslunni er 83033 LAUGARDAGUR 30. MA| 1981 TryKKvi Páll Friðriksson, (ormaður Landssambands hjálparsveitar skáta. bendir á landsvæðið þar sem siðast sást til TF-ROM á miðvikudaKskvöid á austurleið norðvestan við Nýjabæjarfjall, en Nýjabæjarfjall er stóri hvíti flákinn fyrir ofan finKurinn á kortinu. Verður leitað i daK eins og unnt er á öllu svæðinu milli SkaKafjarðar ok Eyjafjarðar, en á myndinni, sem var tekin úr Kervihnetti, sést vel hvernÍK dalirnir skerast inn í hálendið sem er hvitt að lit. Mbl. RAX. Leitin að TF-ROM: Ferð vélariimar rak- in að Nýjabæjarf jalli Nýtt búvöruverð í burðarliðnum: Smjör, kart- öflur og mjólk hækka um 25% SEXMANNANEFND hefur undan farið rætt nýtt verð á landhúnaðar- afurðum. sem tekur «ildi á mánu- daK- llækkun til neytenda er á hilinu frá 14% upp í um 27%, en endanleKt verð hefur ekki verið reiknað ut. Mikil hækkun verður á smjori. kartöflum ok mjólk, um eða yfir 25%. Kindakjöt hækkar hins veKar um rúmleKa 14%. Litlar hreytinKar verða á niðurKreiðslum. VerðKrundvöllur til bænda hækk- ar um 14%. ok langstærsti þátturinn i honum er launaliður bóndans, eða um helmingur. Þá vegur 74% hækk- un áburðar mjög þungt í þessu dæmi, en áburðarhækkunin kemur nú öll inn í grundvöllinn. Ymiss annar tilkostnaður eins og olía, rafmagn, fóður og fleira hefur einnig hækkað undanfarið og tillit er tekið til þess í grundvellinum. Dollarinn 14,8% dýrari en i byrjun ársins FRA síðustu áramótum hefur Randaríkjadollar ha'kkað I verði um 14.8%. en á sama tíma hefur danska krónan lækkað um 5,2%. Rankastjórn Seðlahankans til- kynnti i gær um 4% hækkun meðalgengis erlendra gjaldmiðla miðað við vok út- og innflutninKs ok hefur hækkunin 3,85% gengis- lækkun krónunnar i för með sér, seKÍr í fréttatilkynningu frá Scðla- hankanum. Áformað er að halda þessu meðalKenKÍ óhreyttu næstu mánuðina. Sölugengi dollarans er nú 7,173 krónur, en var 6,248 krónur 1. janúar sl. Danska krónan kostar nú 0,9833 krónur, en kostaði fyrsta dag ársins 1,0370 krónur. Frá áramótum hefur verð sterlingspunds lækkað um 0,5%, það kostar nú 14,866 krónur, en var 14,933 krónur 1. janúar. Skráð sölugengi þýzka marksins var 3,0941 krónur í gærmorgun, en var 3,1910 krónur í byrjun ársins og er munur- inn 3,1%. Verð á peseta hefur lækkað um 1,8% frá áramótum, einn peseti kostar nú 0,0774 krónur, en kostaði 0,0788 krónur í ársbyrjun. Þá gaf Seðlabankinn í gær út fréttatilkynningu um vaxtabreyt- ingar frá og með 1. júní. Heildar- meðaltal ársávöxtunar á báða bóga lækkar um 1,5% samkvæmt þessum breytingum. Nafnvextir á spari- sjóðsbókum lækka úr 35% í 34% og vextir á 12 mánaða reikningum (vaxtaaukainnlán) lækka úr 42% í 39%. Vextir á vaxtaaukalánum lækka úr 43% í 40%, vextir á viðbótarafurðalánum lækka úr 35% í 33% og víxilvextir lækka úr 33% í 32% svo dæmi séu tekin. Með þessum vaxtabreytingum eru gerðar veigamiklar kerfisbreytingar og eru vaxtaaukalán m.a. felld niður sem sérstakur lánaflokkur Sjá nánar fréttatilkynningar Seðlahankans á hlaðsíðum 24 og5 og gengisskráningu á hlaðsiðu I. Hækkar fisk- verð um 8,1%? FUNDUR var haldinn í Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær um nýtt fiskverð, sem taka á gildi á mánudag, 1. júní. Nýr fundur hefur verið )x>ðaður síðdegis á sunnudag og er búist við, að fiskverð verði ákveðið einhvern næstu daga. Krafa sjómanna og útgerðarmanna er að fiskverð hækki til jafns við laun verkafólks í landi eða um rösklega 8%. STJÓRNENDUM leitar- innar að fjögurra manna fluRvélinni TF-ROM, sem saknað er síðan á miðviku- daRskvöld, hafði í gær tekizt að rekja ferð vélar- innar norður að Nýjabæj- arfjalli, sem er fjallgarður sunnan Öxnadalsheiðar á hálendinu milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar. Fólk á bæjum vestan Nýja- bæjarfjalls varð vart við fluRvélina á sveimi á mið- vikudagskvöld, en þeir, sem síðast sáu til vélarinn- ar, töldu hana hafa verið á austurleið. Á hálendinu þar or yfir að Eyjafirði var þoka. Ekkert hefur heyrzt frá neyðarsendi vél- arinnar. Mennirnir með vélinni eru: Magnús Ind- riðason, kaupmaður, Lundahólum 6 Reykjavík, sem er flugmaður, Iljör- leifur Einarsson, skrif- stofumaður, Langholts- vejfi 14 Reykjavík, Rafn Haraldsson, tannsmiður, Hjallabrekku 43 Kópa- vorí, og Jóhann Kr. Briem, matreiðslumaður, Gyðufelli 6 Reykjavík. Mjög víðtæk leit hefur staðið yfir síðan á miðvikudagskvöld og hefur verið leitað úr lofti á um það bil 30.000 ferkílómetra svæði, eða um einum fjórða hluta íslands. Þá hafa leitarflokkar, skipaðir hundruðum manna, farið yfir hluta af þessu svæði, en þar sem upplýsingar bárust smátt og smátt fram eftir degi í gær, þrengdist leitarsvæðið stöðugt og síðustu upplýsingar um ferðir vélarinnar vestan Nýjabæjarfjalls komu í gær. Um fimm hundruð leitarmenn viðs vegar að af landinu munu í dag leita á hálendinu milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar, en svarta- þoka hefur hamlað leit þar til þessa. Sveit snjósleðamanna beið átekta í gærkvöldi á Öxnadals- heiði, en komst ekki á Nýjabæjar- fjall vegna þoku og í dag fara sveitir Þingeyinga og Eyfirðinga til Nýjabæjarfjalls úr austri. Yfirstjórn leitarinnar er frá flugmálastjórn í Reykjavík, en einnig eru stjórnstöðvar á Blöndu- ósi, í Skagafirði og á Akureyri. Strax á miðvikudagskvöld leit- uðu flugvélar fram í myrkur, en þoka hamlaði þá verulega leit. í fyrradag leituðu um 25 flugvélar daglangt, en í gær urðu flestar leitarflugvélanna að hverfa frá sínum leitarsvæðum vegna þoku. Sjá frásögn I miðopnu. „Allt í einu gat ég hreyft mig og ég var héma megin“ segir rafvirkinn á Akranesi sem varð fyrir 6000 volta spennu F) SI.YS varö í aóveitiiKtöö Rafveitu Akranesa siðastliöinn A hessnm snennnm unm #í Ketta HnfnaAi Allt í oinn rrot ócr ÞAÐ SLYS varð I aðveitustöð Rafveitu Akraness síðastliðinn miðvikudagsmorgun. að verkstjóri hjá Rafveitunni fékk I gegnum sík fi þúsund volta spennu. Arnfinnur Arnfinnsson heitir maðurinn, 52 ára rafvirki. sem starfað hefur 1 12 ár hjá fyrirtækinu. Arnfinnur hrenndist á hamllcgg og hnjám. en var I Kær kominn heim til sín af sjukrahúsinu. Það þykir ganga kraftaverki næst. að hann skyldi sleppa lífs ok auk þess næsta lítið slasaður úr þessum háska. „Við vorum tveir að vinna þarna hreyft mig. Félagi minn, Birgir saman, ég kraup inn í nokkuð þröngum skáp og var að víxla fösum,“ sagði Arnfinnur í samtali við Mbl. í gær. „Þarna á bak við voru spennar, sem ég vissi ekki að straumur var á. Ég kom við þessa spenna og allt í einu gat ég ekki Guðnason, brá skjótt við, áttaði sig strax á því hvað var að gerast og tók allan straum af Akraneskaup- stað með sérstökum rofa. Þetta tók einhverjar sekúndur, en ég missti aldrei meðvitund og vissi af mér allan tímann. A þessum spennum voru 6 þús- und volt og þau fóru í handlegginn á mér og svo fékk ég jarðsamband í gegnum hnén. Ég er brenndur á hnjám, en einnig á handlegg, en heim er ég kominn og má fara að vinna aftur eftir viku. Mér finnst það stórkostlegt, að ég skuli hafa sloppið svona vel og segi það hreint út, að einhvern tíma hefði ég haldið, að maður væri dauður eftir svona atvik. Ekki þar fyrir, að meðan á þessu stóð hugsaði ég, að nú væri ég að drepast, nú væri þetta búið, en svo fann ég hvernig þetta dofnaði. Ailt í einu gat ég hreyft mig og var hérna megin," sagði Arnfinnur Arnfinnsson. Hann og Birgir Guðnason voru að tengja kapal utanhúss og voru búnir að jarðbinda hann, er þeir fóru inn í aðveitustöðina til að víxla fösum, en kapallinn gengur inn í rofaskáp í aðveitustöðinni. Þeir töldu sig vera búna að rjúfa alla spennu, en í ljós kom, að spenna var á hluta búnaðarins. Engin aðvörun var um, að straum- ur væri á fyrrnefndum spennum baka til í skápnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.