Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981
25
Sambandið og KRON:
Sækja um leyfi
fyrir stórmark-
að í Holtagörðum
Á FUNDI borgarráðs í
gær var tekið fyrir erindi
frá KRON og Samband-
inu, en fyrirtækin óska
eftir að fá leyfi til að setja
á laggirnar stórmarkað í
Iloltagörðum. Ilugmyndir
komu fram um að vísa
málinu til hafnarstjórnar
og umferðarráðs, en meiri-
hlutinn vildi ræða málið
nánar áður en því yrði
vísað til umsagnaraðila.
Síðastliðinn vetur óskaði
Sambandið eftir að fá leyfi til
að byggja stórt hús í Holtagörð-
um m.a. fyrir stórmarkað, en
fallið var frá þeirri hugmynd,
m.a. eftir mótmæli Sundasam-
takanna. Nú hefur Sambandið, í
samvinnu við KRON, hug á að
fá leyfi til að reka stórmarkað í
byggingu þar sem nú er starfs-
mannaverzlun Sambandsins og
fyrirtækið Holtakex. Er leyfi
var veitt til þeirrar byggingar
var ein af forsendunum að þar
færi fram „hafnsækin starf-
semi“.
Landsstjóri Kanada til Is-
lands í opinbera heimsókn
LANDSTJÓRI Kanada Edward
R. Schreyer og kona hans munu
dveljast hér á landi i opinberri
heimsókn dagana 3.-5. júni nk.
eins og áður hefur verið tilkynnt.
I fylgdarliði þeirra verður m.a.
Mark MacGuigan utanrikisráð-
herra Kanada.
Heimsóknin hefst með opinberri
móttöku á Keflavíkurflugvelli
miðvikudaginn 3. júní kl. 11.15.
Ekið verður til Bessastaða, þar
sem forseti íslands Vigdís Finn-
bogadóttir býður til hádegisverð-
ar, en síðdegis munu gestirnir
heimsækja Árnastofnun, Háskóla
íslands og Þjóðminjasafn íslands.
Að því loknu munu landstjóra-
hjónin taka á móti forstöðu-
mönnum sendiráða í Reykjavík.
Um kvöldið kl. 20.00 heldur forseti
íslands kvöldverðarboð að Hótel
Sögu -til heiðurs landstjóra og
konu hans.
Á fimmtudagsmorgun 4. júní
verður dælustöð Hitaveitu
Reykjavíkur að Reykjum í Mos-
fellssveit heimsótt árdegis, en
síðan ekið til Þingvalla. Þar verð-
ur þingstaðurinn forni skoðaður
og síðan snæddur hádegisverður í
Valhöll í boði ríkisstjórnarinnar.
Frá Þingvöllum verður haldið til
Hveragerðis og m.a. skoðaðar bor-
holur á vegum Orkustofnunar og
Garðyrkjuskóli ríkisins heimsótt-
ur. Að kvöldi þess dags hefur
landstjóri kvöldverðarboð að Hót-
el Sögu.
Föstudagsmorguninn 5. júní
verður ekið til Svartsengis og
orkuverið þar skoðað. Um kl. 12.30
er áætluð brottför landstjórans
frá Keflavíkurflugvelli og lýkur
þar með hinni opinberu heimsókn.
3 prestar vígð-
ir á sunnudag
BISKUP íslands vigir guðfræði-
kandídatana Döllu Þórðardóttur,
Torfa Stefánsson Iljaltalin og
Ólaf Þór Ilallgrímsson til prests-
þjónustu á sunnudaginn. Vigslan
fer fram í Dómkirkjunni og hefst
kl. 11.00.
Vígsluvottar verða sr. Auður
Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Bernharð-
ur Guðmundsson, sr. Lárus Þor-
valdur Guðmundsson, prófastur,
og dr. Kjell Ove Nilsson frá
Norrænu kirkjustofnuninni í Si-
gtuna, auk sr. Þóris Stephensens,
dómkirkjuprests sem þjónar fyrir
altari.
Fylgt verður prestsvígsluformi
hinnar nýju handbókar.
Dalla Þórðardóttir vígist til
Bíldudalsprestakalls. Hún er 23
ára gömul, lauk guðfræðiprófi sl.
föstudag. Foreldrar hennar eru
Þórður Örn Sigurðsson og sr.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir í
Þykkvabæ.
Torfi Stefánsson Hjaltalín vig-
ist til Þingeyrarprestakalls. Hann
er 28 ára að aldri, Reykvíkingur,
sonur Stefáns Hjaltalins Uluga-
sonar og Marsibilar Bernharðs-
dóttur. Hann lauk guðfræðiprófi
vorið 1980.
Ólafur Þór Hallgrímsson er 42 ára
að aldri, Austfirðingur, sonur
Laufeyjar Ólafsdóttur og Hall-
gríms Helgasonar að Drop-
laugarstöðum í Fljótsdal. Ólafur
lauk guðfræðiprófi nú í vor, og
mun nú vígjast til Bólstaðar-
hlíðarprestakalls.
Nú eru ósetin prestaköll aðeins
Arnes á Ströndum og Ásar í
Skaftártungu og Sauðlauksdalur,
en þar eru varla húsnæði í boði.
Auk þess er annað prestsembættið
í Vestmannaeyjum óskipað sem
stendur.
Lýsa stuðningi
við sjúkrahúslækna-
AÐALFUNDUR Læknafélags
Vesturlands var haldinn 23. mai í
Borgarnesi. Á fundinum voru
eftirfarandi samþykktir gerðar:
Að fundurinn lýsir yfir samstöðu
með sjúkrahúslæknum þeim sem
sagt hafa stöðum sinum lausum
vegna óánægju með kjör sín.
Lýsir fundurinn yfir stuðningi
við réttmætar kröfur þeirra um
breytingar á grunnlaunum.
Fundurinn skoraði einnig á heil-
brigðisyfirvöld að beita sér fyrir
breytingum á ákvæðum trygg-
ingalaga, þannig að vitjana-,
feröa- og dvalarkostnaður þeirra
sjúklinga, sem byggju langt frá
heilbrigðisstofnunum, yrði sam-
bærilegur við þá sem í þéttbýli
búa.
Lýsa stuðningi
við stjórn Skák-
*
sambands Islands
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing írá 16
skákmönnum: Við undirritaðir
skákmenn lýsum yfir fullum
stuðningi við núverandi stjórn
Skáksambands íslands og forseta
þess dr. Ingimar Jónsson. Jafn-
framt hörmum við vinnubrögð
þau, sem viðhöfð hafa verið að
undanfornu af hálfu nokkurra
manna og tilraunir þeirra til að
kasta rýrð á stjórn Skáksam-
bandsins.
Jóhann Hjartarson fyrrum ís-
landsmeistari, Guðmundur Sigur-
jónsson stórmeistari og fyrrum
Islandsmeistari, Helgi Ólafsson
aiþjóðlegur meistari og núverandi
Islandsmeistari, Jón L. Árnason
alþjóðlegur meistari og fyrrum
Islandsmeistari, Ingi R. Jóhanns-
son alþjóðlegur meistari og fyrr-
um Islandsmeistari, Ingvar Ás-
mundsson fyrrum Islandsmeist-
-ari, Haukur Angantýsson fyrrum
íslandsmeistari, Elvar Guð-
mundsson, Bragi Kristjánsson, Jó-
hannes G. Jónsson, Sævar Bjarna-
son, Jóhann Þ. Jónsson, Júlíus
Friðjónsson, Jón Pálsson, Jón
Torfason skákmeistari Norður-
lands og Gylfi Þórhallsson.
Seðlabanki íslands um gengislækkunina:
Svavar Garðarsson, fyrirliði Útsýnarliðsins. færir forstjóra Útsýn-
ar. Ingúlfi Guðbrandssyni, verðlaunagripinn. sem liðið fékk eftir
leikinn á Mallorca.
Útsýnarlið í fyrstu bikarkeppni Mallorca
FYRSTA bikarkeppni á Mallorca, þar sem áttust við lið skipað
farþegum Útsýnar og úrvalslið frá bænum Bunola — 3000 manna
bæ á Mallorca, fór fram á Mallorca 23. þ.m. í liði Útsýnar voru
knattspyrnukempur frá ýmsum stöðum landsins — sumir vel
þekktir að fornu og nýju. Þótt Útsýnarliðið ætti við ofurefli að
etja, sýndi það mikið baráttuþrek og baráttuvilja, en spilað var á
malarvelli í 25 stiga hita að viðstöddu fjölmenni. Fyrirliði
Útsýnarliðsins var Svavar Garðarsson frá Akranesi og fyrir
þátttökuna í leiknum fékk Útsýnarliðið fagran verðlaunagrip, sem
gefinn var af aðalhóteli Útsýnar á Mallorca — Porto ^ova í Palma
Nova.
Evrópugjaldmiðlar hafa lækk-
að gagnvart krónu um allt að 11%
og verðbætur launa hækka um 14,5% frá áramótum
MORGUNBLAÐINU barst í
gær eftirfarandi frá Seðla-
banka íslands.
„Frá síðustu áramótum
hefur gengi krónunnar verið
haldið föstu í samræmi við
efnahagsáætlun ríkisstjórn-
arinnar, fyrst gagnvart
Bandaríkjadollar en síðan 10.
febrúar gagnvart meðalgengi
gjaldmiðla í út- og innflutn-
ingi. Var við það miðað, að
með þessu móti gæti gengið
veitt útflutnings- og
samkeppnisatvinnuvegum
hæfileg rekstrarskilyrði
fyrstu mánuði ársins, jafn-
framt því að tekið var tillit til
viðleitni stjórnvalda til
hjöðnunar verðbólgu.
Meðan genginu hefur verið
haldið þannig föstu, hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað frá 31. desember til
1. maí um 10,8% og verðbæt-
ur launa munu nú um mán-
aðamótin hækka öðru sinni
og þá alls um 14,5% frá
áramótum. Gerir þessi fram-
vinda óhjákvæmilegt að rétta
við samkeppnisaðstöðu at-
vinnuveganna út á við, með
hliðsjón til verðlagsþróunar
erlendis og viðskiptakjara
þjóðarinnar út á við.
í þessu sambandi veldur
það einnig vanda, að gengi
Evrópugjaldmiðla hefur
beinlínis lækkað gangvart
krónu, um allt upp í 11%, og
bitnar það sérstaklega á ýms-
um framleiðslugreinum, sem
flytja út til Vestur-Evrópu
eða keppa við innflutning
þaðan. Hefur meðalgengi
þessara gjaldmiðla lækkað
um 5,7% frá áramótum, met-
ið eftir hlutdeild landanna í
útflutningi undanfarin ár.
Með hliðsjón af þessu, svo
og af nauðsyn þess að halda
gengislækkun í lágmarki með
tilliti til verðlagsþróunar,
hefur bankastjórn Seðla-
bankans ákveðið, að höfðu
samráði við bankaráð og
fengnu samþykki ríkisstjórn-
arinnar, að hækka meðal-
gengi erlendra gjaldmiðla um
4% miðað við áður greinda
vog út- og innflutnings, sem
hefur í för með sér 3,85%
gengislækkun krónunnar. Er
áformað að halda þessu með-
algengi óbreyttu næstu mán-
uðina, með sama hætti og
gert hefur verið frá áramót-
um. Breyting þessi tekur gildi
í dag, og var gengisskráning
gjaldmiðla í morgun miðuð
við það.“
Sinfónían komin heim úr vel-
heppnaðri ferð til Austurríkis
Sinfóníuhljómsveit íslands er
30 ára, en kom nú fram í fyrsta
sinn á alþjóðleKum vettvantfi i
tónleikaför um Þýzkaland og
Austurríki. Eins oií þegar hefur
komið fram i fréttum. hófst
þessi för með tónleikum hljóm-
sveitarinnar á listahátið í Wies-
baden i Þýzkalandi, og fyrst og
fremst var þó förin farin vegna
þess, að hljómsveitinni var boð-
ið að leika á 8 stöðum i
Austurríki.
I Vínarborg lék hljómsveitin í
Grosser Musikvereinsaal og var
það stór stund, því þetta hús er
einskonar Mekka í hugum
margra atvinnumanna í klass-
ískri tónlist. Tónleikarnir þar
tókust afburða vel og var ekki
ráðizt á garðinn þar sem hann er
lægstur: Flautukonsertinn sem
Manuela Wiesler lék einleik í er
mjög erfiður í flutningi og sama
má segja um hina glæsilegu
orgelsinfóníu eftir Saint-Sáens.
Þriðju þýðingarmestu hljómleik-
arnir fóru fram í Graz, en auk
þess lék hljómsveitin í Eis-
enstadt, Judenburg, Blundens,
Dornbirn, Egg og Zell am See.
Stofnun í Austurríki hafði veg
og vanda af undirbúningi og réði
hún einnig efnisskránni. Eitt
íslenzkt verk var þar með: Minni
Islands eftir Jón Leifs. Stjórn-
andinn á hljómleikunum í Áust-
urríki, Páll P. Pálsson, hafði þó
fyrir fasta venju að leika eitt
aukalag: Á Sprengisandi eftir
Sigvalda Kaldalóns í mjög fjör-
ugri útsetningu Páls. Hljóm-
sveitinni var mikill sómi sýndur;
þrívegis sat hljómsveitarfólk og
aðrir gestir í förinni boð opin-
berra aðila og í tvígang mætti
þessi rúmlega 100 manna hópur
þeim höfðingsskap, að einstakl-
ingar höfðu boð inni fyrir allan
hópinn. Fararstjórar voru Sig-
urður Björnsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníunnar og Björn Sv.
Björnsson, en eins og áður er
sagt, var Páll P. Pálsson stjórn-
andi á tónleikunum í Austurríki,
en í Wiesbaden stjórnaði Jean-
Pierre Jacquillat. Hljómsveitin
kemur heim ánægjulegri reynslu
ríkari og var það mál hljóðfæra-
leikaranna, svo og annarra, sem
slógust í förina, að ótrúlegur
munur væri að heyra hljóm-
sveitina leika í hinum frægu
hljómlistarhúsum, Kurhaus í
Wiesbaden og Musikvereinsaal í
Vín eða Háskólabíói, sem er
einasta athvarf hljómsveitarinn-
ar hér.