Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 33 Hilmar Jónsson sjómaður 75 ára í dag, 30. maí, er einn kunnasti leiðtogi sjómanna, Hilmar Jóns- son, frv. formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur 75 ára. Hilmar Jónsson fæddist á Ytri- Vogum í Vopnafirði 30. maí árið 1906 og voru foreldrar hans þau Jón Jónsson, útvegsbóndi og síðar verkamaður í Reykjavík, og kona hans Helga Ólafsdóttir. Hilmar Jónsson hóf sjómennsku á unga aldri, fyrst á mótorbátum og síðan á togurum. Fyrsta fleyt- an sem hann sigldi á var Njörður frá ísafirði, en með honum fór hann á síldveiðar. Hilmar fór af bátnum um haustið og varð það honum til lífs, því skömmu síðar fórst báturinn með allri áhöfn. Var Hilmar eftir það við sjósókn á ýmsum bátum næstu fimm árin, en fór þá á togarann Andra með Kristjáni Kristjánssyni, skip- stjóra, en með honum var hann næstu 25 árin, þar af seinustu 15 árin sem bátsmaður. Hilmar Jónsson mun snemma hafa byrjað að skipta sér af kjaramálum sjómanna, enda ekki vanþörf á. Kjör sjómanna á fyrstu áratugum þessarar aldar voru vond, og spanna raunar aftur til miðalda. Sjómenn fóru í verið, á skútur og um borð í togara sem vinnumenn bænda, en ekki sem frjálsir menn. Bóndinn, húsbóndi þeirra, samdi um kjörin, tók launin og greiddi síðan venjulegt vinnumannskaup til sjómannsins. Þetta var að vísu aflagt, þegar Hilmar Jónsson fór fyrst til sjós, en vinnutími var þó ótakmarkað- ur, eða allt að því og kjörin voru bágborin, svo ekki sé meira sagt. Árið 1954 fór Hilmar í land eftir góðan sjómennskuferil og gerðist starfsmaður Sjómannafélags Reykjavíkur, en hann hafði þá átt sæti í stjórn félagsins um nokk- urra ára skeið, eða frá árinu 1951. Hefur hann síðan verið starfs- maður félagsins og einnig formað- ur þessa merka stéttarfélags, en það segir nokkuð um það traust, er honum var þar sýnt. Hilmar hefur nú látið af for- mannsstarfi, en vinnur enn að hagsmunamálum sjómanna. Þá hefur hann um margra ára skeið átt sæti i Sjómannadagsráði og í stjórn þess, og í tilefni af 75 ára Guðrún Þórðar- dóttir - I gær, 29. maí, varð áttræð frú Guðrún Þórðardóttir, Túngötu 30. Guðrún er af sunniensku bergi brotin. Faðir hennar var Þórður Eyjólfsson, bóndi í Vogsósum, Selvogi, og síðar að Vindheimum, Ölfusi, en móðir hennar var Guð- rún Sæmundsdóttir, síðari kona hans. Guðrún var mjög ung, er fjölskylda hennar fluttist úr Sel- voginum og í Ölfusið með stuttri viðkomu í Hvassahrauni og Hafn- arfirði. Er samt undravert, hve margs Guðrún minnist frá bernskustöðvum sínum og er ákaf- lega gaman að heyra hana rifja upp minningar og greina frá þeim. Um tvítugt hélt Guðrún til Reykjavíkur, þar sem hún kynnt- ist brátt mannsefni sínu, Eggert Kristjánssyni, síðar stórkaup- manni. Þau gengu í hjónaband árið 1922 og nutu samvista, þar til Eggert lést árið 1966. Lengst af bjuggu þau á Túngötu 30, en það hús byggðu þau árið 1929. Eggert Kristjánsson var með mestu athafnamönnum þessa lands um sína daga og var heimili þeirra Guðrúnar annálað rausnar- heimili. Var tíðum mjög gest- kvæmt þar og einnig áttu margir leið í hús þeirra, sem þurftu á ráðum eða aðstoð að halda og voru þau hjón samhent um að greiða götu slíkra eftir bestu getu. Standa margir í þakkarskuld við þau hjón og þá ekki síður Guð- rúnu, sem er gefin mikil höfð- ingslund ásamt trygglyndi. Guðrún og Eggert voru sam- áttræð rýnd mjög. Ferðuðust þau mikið saman bæði innanlands og utan. Gestrisin voru þau og héldu ekki aðeins myndarlegt heimili hér í borg, heldur áttu og glæsilegan sumarbústað við Laxá í Kjós, þar sem þau eyddu sumrunum. Það var því Guðrúnu þungur missir, er Eggert féll frá árið 1966. Guðrún Þórðardóttir ber aldur sinn mjög vel. Hún er gáfuð kona, stálminnug og ákaflega ættfróð. Hefur hún haldið góðri heilsu, sem hefur gert henni fært að halda sínu fallega heimili að Túngötu og sumrunum hefur hún eytt í Kjós- inni, þar sem börn hennar og ekki síður barnabörn hafa notið margra ánægjustunda með henni fyrr og síðar. Við hjónin og börn okkar árnum „Mjög athyglis- verð hugmynd“ - segir Þór Magnússon, þjóð- minjavörður um fornleifagröft í grunni gömlu Reykjavikurkirkju afmælinu, býður Sjómannadags- ráð til kaffidrykkju ásamt afmæl- isbarninu kl. 16.00 í dag, laugar- dag, 1 Hrafnistu í Hafnarfirði. Verður þar eflaust margt um manninn. Kona Hilmars er Sigurlaug Jónsdóttir, Tómassonar úr Reykjavík. Guðmundur II. Oddsson, skipstjóri. Guðrúnu allra heilla á þessum degi og biðjum henni Guðs bless- unar til framtíðar, sem við vonum að gefist henni björt og hlý. E.S. NOKKUR áhugi er fyrir því að framkvamidur verði fornleifa- gröftur í grunni gömiu Reykja- vikurkirkju við Aðalstræti og útlínur gömlu kirkjunnar hlaðnar upp. Reifaði séra Þórir Stephensen þessa hugmynd í útvarpsprédikun á sunnudag og var í framhaldi af því fjallað um málið hér í Morgunhl. á þriðjudag. í því skyni að kanna málið nánar hafði Mbl. sam- band við Þór Magnússon. þjóð- minjavörð. og var hann spurður hvort Þjoðminjasafnið hefði áhuga fyrir þessari fram- kva'md. „Já, við höfum vissulega mik- inn áhuga fyrir að þarna verði gerður fornleifagröftur og það er mjög skemmtileg hugmynd að útlínur kirkjunnar verði hlaðnar upp,“ sagði Þór. „Það hafa sem kunnugt er farið fram nokkrar fornleifarannsóknir á gamla Reykjavíkur-bæjarstæðinu við Aðalstræti og einmitt verið tal- að um að æskilegt yrði að síðasti áfangi þeirra rannsókna væri að framkvæma rannsókn á gamla kirkjugrunninum við Aðal- stræti. Fyrsta kirkjan sem reist var þarna hefur trúlega verið meðal fyrstu kirkna hérlendis en þarna stóð kirkja allt til ársins 1796 en þá var reist kirkja á sunnanverð- um Austurvelli og var það elsta mynd núverandi dómkirkju. Ég held að það standi ekkert sérstakt í vegi fyrir þessari hugmynd nema það vantar fjár- magn og mannskap til að fram- kvæma þetta, — og svo þyrfti náttúrulega að gera miklar breytingar á skipulaginu þarna ef það ætti að hlaða útlínur kirkjunnar upp. Rannsókn á þessum kirkjugrunni er mjög merkilegt verkefni því það er ekki mikið vitað um kirkjur hér á íslandi fyrr á öldum og lítið verið gert af rannsóknum á gömlum kirkjugrunnum. Ef sæmileg mynd fengist af grunnfleti kirkjunnar þá væri hægt að sjá greinilega hversu stór hún hefði verið og hvernig í laginu — það gæti komið mjög Þór Magnússon, þjóðminjavorð- ur. vel út að hlaða útlínur hennar upp. Mér finnst þessi hugmynd semsé mjög athyglisverð og sjálfsagt að taka hana til athug- unar. Ég á hins vegar ekki von á að það verði farið í þetta verk- efni næstu árin en þarna verður örugglega einhvern tíma fram- kvæmdur fornleifarannsókn — það liggur alveg beint við þar sem rannsókn á þessum kirkj- ugrunn yrði örugglega mjög merkilegt framlag til byggðas- ögu Reykjavíkur," sagði Þór Magnússon að lokum. Afmæli: Kristján Þorvalds- son stórkaupmaður Einn af góðborgurum Reykja- víkur, Kristján Þorvaldsson, er sextugur í dag, 30. maí. Kristján hefur rekið fyrirtæki sitt, Kr. Þorvaldsson & Co, af alkunnum dugnaði um áratugi, og nýtur mikils trausts viðskipta- manna sinna. Hann hefur m.a. verið vara- formaður Félags ísl. stórkaup- manna og formaður Lions-klúbbs- ins Baldurs, sem eins og kunnugt er hefur unnið mikið að líknar- málum. Heimili Kristjáns og eiginkonu hans, Guðnýjar Eyjólfsdóttur, ber fagurt vitni hinum listræna áhuga þeirra. Hjálpsemi hans og dreng- lyndi er mörgum kunn. Við vinir hans samfögnum hon- um og fjölskyldu hans á þessum merkisdegi. Á.K. Kristján og Guðný dveljast um þossar mundir hjá dúttur sinni og tengdasyni i Handarikjunum. og er heimilisfang þeirra: C/o Ásgeir Theódórs. MD, 3802 Freemont Rd.. South Euclid. Cleveland, 11121 Ohio. USA ÍSLANDSMÓTIÐ 1.DEILD - ÁFRAM FRAM! Laugardalsvöllur kl. 14 Fyrsti leikur sumarsins á Laugardalsvelli. Fram - Þór, Akureyri VALINN VERÐUR LEIKMAÐUR LEIKSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.