Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK •rawnWbikUtí 119. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Wyszynski syrgður í Póllandi Varsjá. 29. mai. AP. PÓLSKA kirkjan og verkalýðs- hreyfingin Samstaða hófu i dag undirbúning útfarar Stefáns kardinála Wyszynski, sem lézt i gær af krabbameini. 79 ára að aldri. Útförin verður gerð frá Sigurtorginu í Varsjá. þar sem Jóhanncs Páll páfi II söng sögu- lega messu fyrir tveimur árum. hina eiiiii þar frá stríðslokum. Samstaða hefur boðizt til að reisa 13 metra háan kross á torginu, nokkur hundruð metra frá grafhýsi óþekkta hermanns- ins. Utförin verður gerð kl. 4 á sunnudaginn. Blöðin segja mjög ítarlega frá láti Wyszynskis og pólska útvarp- ið flutti sérstaka minningarþætti um hann. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið fyrirskipuð. „Zycie Warszawy" sagði að með láti Wyszynskis væri „lokið kafla í sögu kirkjunnar er kardinálinn hefði sett mark sitt á með sterkum persónuleika og þeirri miklu virð- ingu, sem hann hefði notið í þjóðfélagslegu og pólitísku lífi." Samstaða tilkynnti í dag að könnun yrði gerð á því hvað til væri af birgðum af matvælum og vörutegundum sem mikil eftir- spurn væri eftir. Margir Pólverjar halda að vörur séu ekki settar í verzlanir til að auka spennu. Izvestia sagði í dag að Samstaða hefði grafið undan yfirvöldum og valdið auknum glæpum sem gætu leitt tiJ stjórnleysis. Trud sagði að samtökin Kor settu fram ósann- gjarnar verkamanna-kröfur til að grafa undan socialista-kerfinu. .. Mþýðukardinálinn": sjá grein á bls. 21. Flugumferðar- stjórar á Kastrup semja Kaupmannahofn, 29. mai. AP. Flugumferðastjórar við Kastrupflugvöll i Kaup- mannahöfn og samgöngu- málaráðuneytið danska hafa náð samkomulagi um að binda endi á deilur vegna yfirvinnuálags flugumferðar- stjóra. Frá því i marz síðast- liðnum hafa flugumferðar- stjórar verið með ýmis konar aðgerðir til að tef ja og hindra eðlilega umferð um Kastrup- flugvöll. Flugumferðarstjórar boðuðu veikindaforföll og neituðu að fallast á að vinna yfirvinnu. Talsmaður þeirra sagði, að yfirvöld hefðu fallist á að setja sameiginlega nefnd á laggirnar til að endurskoða yfirvinnu- álag og bætur fyrir yfir- og helgidagavinnu. Nefndin verð- ur að skila áliti áður en samningar flugumferðarstjóra falla úr gildi í apríl á næsta ári. SAS varð að draga allt að 70% úr flugi til Kaupmanna- hafnar vegna aðgerða flugum- ferðarstjóra. Flugfélagið hót- aði í síðustu viku að hætta flugi til Kastrup ef deilan yrði ekki leyst. Miðað við sama tíma í fyrra hefur verulega dregið úr fjölda flugfarþega til Kastrup vegna aðgerða flug- umferðarstjóra. Símamynd AP. Heiðursvörðinn við kistu Stefáns Wyszynski kardinála í gær skipuðu hermenn úr pólska Heimahernum (AK) í síðari hoimsstyrjoldinni. nánar tiltekið „Kamipinos" -herdeildinni sem kardinálinn var herprestur í. 19 hafa lát- ist af völdum ókennilegs sjúkdóms Madríd. 29. mal. AP. NÍTJÁN manns hafa nú látist á Spáni af völdum sjúkdóms. sem ekki hefur tekist að bera kennsl á. Yfir 2 þúsund manns hafa verið lagðir á sjúkrahús en sjúkdómur þessi stakk sér niður í úthverfum Madrid fyrir liðlcga mánuði. Talið er, að vírus sé valdur að sjúkdóminum, sem er sagður um margt svipaður. lungna- bólgu. Sjúkdómseinkenni eru hár hiti, ákafur hósti, höfuð- verkur og brjóstverkur. Sjúk- dómsins hefur einkum orðið vart á Mið-Spáni og í suður- hluta landsins. Hundruð lækna og vísindamanna vinna nú að því að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins. Heimildir frá Spáni segja, að ferðamálayfirvöld þar í landi hafi þungar áhyggjur af far- aldri þessum, því hann kunni að fæla fólk frá því að koma til landsins. Búist er við 35 millj- ónum ferðamanna til Spánar í ár. ísraelskar loftárásir á stöðvar Sýrlendinga Beirut. Tel Aviv. 29. mai. AP. ÍSRAELSKAR orrustuþotur gerðu í kvöld árásir á stöðvar Sýrlend- inga í Bekaa-dal i Libanon. Sjónarvottar sogðust hafa séð að minnsta kosti fjórar israelskar orrustuþotur fljúga lágt yfir dalinn. Sýrlend- ingar hófu skothrið á þoturnar. Himininn lýstist upp þegar Sýrlendingar hófu skothrið á þoturnar og miklar drunur fylgdu i kjölfarið. Fréttir voru óljósar þegar Mbl. fór i prentun en ljóst að þoturnar komust allar undan. árásir á stöðvar PLO í þorpinu Majdal Zoun í Líbanon við sólar- upprás í morgun. Þá voru einnig gerðar árásir á stöðvar PLO frá sjó. Að sögn PLO féllu 9 skærulið- ar í árásunum og 18 óbreyttir borgarar biðu bana. Menachim Begin, forsætisráðherra ísraels, sagði, að árásunum hefði verið beint gégn líbýskum hermönnum og SAM-9 eldflaugunum. Yasser Arafat, leiðtogi frelsis- samtaka Palestínu, PLO, viður- kenndi á fundi með fréttamönnum í dag, að líbýskir hermenn væru í stöðvum PLO í Suður-Líbanon. Hann sagði, að Líbýumenn hefðu verið með eldflaugar í Líbanon síðastliðin níu ár. ísrael hefur hvað eftir annað haldið því fram, að líbýskir hermenn væru stað- settir í Líbanon en PLO og Líbýumenn hafa ávallt neitað því þar til nú. Menachim Begin, forsætisráð- herra Israels, hélt því fram í gær, að Líbýumenn hefðu komið fyrir mjög fullkomnum sovéskum eld- flaugum í Líbanon. Hér er um SAM-9 eldflaugar að ræða. ísra- elska herstjórnin sagði í gær, að fjórir eldflaugapallar Líbýu- manna hefðu verið eyðilagðir í loftárásum á Líbanon. Israelskar orrustuþotur gerðu Harðar Rússa á Nýju-Dclhi. 29. mai. AP. SOVÉSKT herlið, stutt skriðdrck- um, stórskotaliði og orrustuþotum. hefur hafið harðar árásir á Ghazni. hofuðborg samefnds héraðs. Að sogn heimilda. sem hafa reynst áreiðanlegar, þá hafa að minnsta / • Níu IRA^skagruliðar í framboð á Irlandi Belía.st. 29. mai. AP. FJÓRIR IRA-skæruliðar. sem nú eru í mótmælasvelti í Maze-fangels- inu, hyggjast fara í framboð til þingkosninganna í írska lýðveldinu þann 11. júní næstkomandi. Þá hafa aðrir fjórir skæruliðar írska lýðveldishersins i hyggju að fara í framboð og auk þess kona, sem nú afplánar dóm i Armagh-fangelsinu. Níumenningarnir verða til- nefndir á fundi í Dyflinni á þriðjudag af stuðningsnefnd, sem berst fyrir því, að skæruliðar írska lýðveldishersins hljóti rétt- indi sem pólitískir fangar. Faðir Piaras O'Duill, sem er formaður stuðningsnefndarinnar, sagði við fréttamenn, að framboð fanganna væri til að vekja athygli á málsstað skæruliða írska lýð- veldishersins og kröfu þeirra um réttindi sem pólitískir fangar. Ekki er búist við að fangarnir nái kosningu til írska þingsins þar eð stuðningur við málstað þeirra er ekki eins mikill og á N-írlandi. Þó er búist við, að einhverjir þeirra kunni að fara nærri því. Sam- kvæmt nýjum lögum á Irlandi, þá er hverjum þegni bæði á írlandi og N-írlandi heimilt að fara í framboð í írska lýðveldinu. Martin Hurson, IRA-skæruliði sem árið 1977 var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk, hóf í dag mótmælasvelti í Maze-fang- elsinu. Hann kemur í stað Brend- an McLaughlins, sem hætti mót- mælasvelti vegna innvortis blæð- inga. Hurson er einn níumenning- anna í framboði. David Steel, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins var í Belfast í dag. Hann heimsótti Joe McDonnel, sem nú er í mótmælasvelti í Mazefangelsinu. Steel ræddi í um 5 mínútur við McDonnell. Hann sagðist hafa reynt að fá McDonnel til að hætta mótmælasvelti sínu en án árangurs. arasir Ghazni kosti 50 sovéskir hermenn fallið í bardögum um borgina og Sovét- menn hafa misst 20 skriðdreka auk annarra vopna. Ekki höfðu borist fréttir af mannfalli i liði skamliða en óstaðfestar fregnir segja, að "margir hafi fallið". Ghazni er um 130 kílómetra suð- vestur af Kabúl, höfuðborg Afgan- istan. íbúar borgarinnar eru rétt um 50 þúsund. Árásirnar á borgina eru liður í umfangsmikilli sókn Sovét- manna í héraðinu. Ghazni hefur lengi verið þyrnir í augum Sovét- manna. Skæruliðar hafa ráðið borg- inni um nokkurt skeið og þaðan hafa farið umfangsmiklir birgðaflutn- ingar til skæruliða, sem hafast við í fjöllum. Skæruliðar hafa ráðið allri borginni að nóttu og stórum hluta hennar að degi til. Þeir náðu borg- inni á sitt vald fyrir nokkrum mánuðum þegar heilt herfylki, nokk- ur þúsund hermenn, snerust til liðs við frelsissveitir Afgana. Þá hafa skæruliðar verið að- sópsmiklir í Kabúl. Að sögn heim- ilda, felldu þeir 52 meðlimi kommún- istaflokksins í síðastliðinni viku. Þá réðust skæruliðar í vikunni á sovéska hermenn, sem nú annast öryggisvörzlu í borginni, og felldu 12 þeirra. Einnig herma fréttir, að skæruliðar hafi myrt 3 sovéskar konur á markaðstorgi síðastliðinn sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.