Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 Nei, nei, þú truflar mi>{ ekki neitt! TM R©g u S Pat Ott all MQhts roserved • 1970 Los Angetes T»mes Syndicato ást er... ... að hjálpa henni að lesa undir loka- prófið. Ef eldur brýst út, miilvið rúft- una inn! míns. sem væru þa-r opin biik, en ég hef meiri ánægju af eldhúsreyfurum! HÖGNI HREKKVtSI „Þ£TTA ER KIRKJUM05 / “ Eina skrauífjtiðiir í íjaðralaiisan hatt Vesturbæingur skrifar: „Kæri Velvakandi! Svo er mál með vexti, að ég hef nýverið tekið til við heilsurækt skv. læknisráði og iðka ég sund. Vegna búsetu minnar sæki ég Vesturbæjarlaugina og get ég ekki nógsamlega dásamað laugina og heitu pottana. ísköld gusa eða brennheit En það er annað, sem ég get ekki borið lof á, en það er sú aðstaða sem boðið er upp á í sturtuklefum laugarinnar. Tvennt vil ég nefna: í fyrsta lagi er ekki hægt að fá samræmdan hita á sturturnar. Maður stendur kannski í makindum undir nota- legri bununni, þegar konunni í næstu sturtu dettur í hug að breyta hitanum sín megin. Hellist þá yfir mann ísköld gusan eða brennheit, allt eftir því hvort frúin hefur aukið heita eða kalda rennslið hjá sér. Ná mér ekki nema tæplega í öxl í öðru lagi vil ég nefna að sturtur þessar eru allt of lágar. Ég er meðalkona á vöxt, en það eru einugis þrjár sturtur nægjanlega háar fyrir mig í klefanum. Hinar allar ná mér ekki nema tæplega í öxl. Höfum við konurnar rætt þetta okkar í milli og erum sammála um að ástand þetta sé óforsvaranlegt. Það er ekki hægt að skola almennilega á sér hárið undir sturtunni og maður fer einnig á mis við þá hollustu að láta snarpheitt vatnið lemjast á axlir og háls. Ekki mun af veita Með tilliti til að ekki er langt til borgarstjórnarkosninga trúi ég ekki öðru en núverandi borgar- stjórnarmeirihluti muni fúslega fá sér eina skrautfjöður í fjaðra- lausan hatt sinn og láta lagfæra þetta smáræði, sem snertir svo marga borgara Reykjavíkur. Ekki mun af veita fyrir alla aðila. Með von um jákvæðar undir- tektir.“ bessi mynd var tekin í íyrravetur þegar nokkrir Gaflarar voru að blóta þorra i heitu pottunum í SundhöII Hafnarfjarðar. Þessir hringdu .. . Talandi skáld Þórunn Kristinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg las í Morgunblaðinu á þriðjudaginn um hann Símon Dalaskáld; það var kynning á útvarpsþætti sem fluttur var þann sama dag kl. 11. Mig langar til að segja þér frá því, að einu sinni kom Símon þessi á bæ, þar sem ég var seinna í sveit og gætti barna. Þetta var á Heiði í Holtum í Holtahreppi. Símon Dalaskáld. Þar bjuggu þrjár miðaldra syst- ur með öldruðum föður sínum og þóttu fremur ólaglegar. Sím- on kastaði fram þessari vísu, svona í gamni og kannski af stríðni líka: Systur þrjár á Heiði hér hreinar í fegurð glóa. Jómfrú hverja játum vér, Jónína, Björg og Gróa. Símon var ákaflega fljótur að yrkja, bókstaflega talandi skáld. Sundhöllinni lokað þegar síst skyldi Hafnfirðingur hringdi og sagði: — Það er kurr í okkur fastagestum Sundhallarinnar hér í Firðinum. Við erum alveg undrandi á því að loka eigi eina sundstaðnum hér í bæ frá miðj- um júlí til ágústloka, á besta tíma sumarsins, eða þegar síst skyldi. Sundhöllin nýtur geysi- legra vinsælda og er til dæmis mikið sótt af gigtarsjúklingum, sem eiga allt sitt undir heitu pottunum. Er ekki að efa að margur þeirra mun sakna þess að geta ekki liðkað sig þar fyrir daginn. Ekki veit ég um þær ástæður sem að baki liggja hjá forsvarsmönnum Sundhallar- innar, nema verið sé að horfa í það að borga sumarfólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.