Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 Eitt af púnssettum Steinunnar. LjÓKin. Mbl.: RAX. „Miðla f egurðaráhrif - um á minn hátt til fólks" Sýning Steinunnar Marteinsdóttur leirkerasmiðs á Kjarvalsstöðum Mikil aðsókn hefur verið að sýningu Stein- unnar Marteinsdóttur leir- kerasmiðs á Kjarvals- stöðum, en hún sýnir þar um 100 Irirmuni auk teikninga við ijóð Túmasar Guðmundssunar í Stjörn- um vorsins. Sýningu Steinunnar lýkur á sunnudagskvöld. „Flestir þessara muna eru unnir á þessu ári." sagði Steinunn, „það komst verulegur skriður á mi>í þegar óií hóf vínnu fyrir Hásselby- sýninguna, sem var í lok febrúar og að henni lok- inni ákvað ég að halda áfram því striki, sem ég hafði tekið, sérstaklega varðandi postulín og steinleir. Hef satt að segja djöflast í þessu síð- an. Þegar fólk er að tala um Steinunn Marteinsdóttir að ég hafi breytzt, þá tel ég það fyrst og fremst eðlilega þróun frá því sem ég hef verið að gera undanfarin ár. Ég nota allt aðrar aðferðir við brennsluna, en viðfangs- efnin vinn ég mikið út frá náttúruformum, reyni að miðla fólki í mínu efni á minn hátt þeim fegurð- aráhrif um sem ég hef orðið fyrir. Mest eru þetta hlut- ir sem flokkast undir nytjalist. þótt vasarnir séu á sinn hátt skúlptúrar og byggðir upp eftir lög- málum höggmyndalistar- innar. Það nýjasta á þessari sýningu eru lágmyndir og ég mun halda áfram á þeirri braut. Svo er eitt og annað, sem kemur við sögu, t.d. nota ég vikur úr nýja hraun- inu í Eyjum til þess að fá ákveðna áferð á gler- unginn, en það er aðferð sem ég hef lært af kollegum mínum og mér finnst ákaflega skemmtileg. Sýningin sjálf hefur gengið vel, það er gott að sýna í þessum stóru og björtu göngum og ekki skemmir, að það eru fleiri að sýna í húsinu, líf og f jör í þessu. Hitt er svo, að það eru líklega alltaf mikil læti i manni, næsta sýning með Hásselby-hópnum er á næstu grösum í Kjarvals- stöðum í sumar, en þetta er skemmtilegt þó það sé erfitt." - á.j. Vasar. Skúlptúrvasi með mynstri ..» GosauKnamynstrið í vösum Steinunnar. Ungir sýninKargestir skoða vasa og skálar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.