Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI1981 15 Spurt er: Hvers vegna lætur Guð almáttugur allt þetta illa viðgangast? Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. á neina þá skoðun, sem með einu eða öðru móti gerir hið illa að rökrænni nauðsyn í tilverunni og réttlætir það þar með. Vissulega vita kristnir menn að mannleg sjón dreg- ur skammt og að framundan er önnur yfirsýn. Ó. blossuð stund. or burtu þokan líftur. si m hlindar þossi dauAlfK auKU vor. söguhugtak eða tákn, sem segir: Hið illa er uppreisn gegn góðum Guði. Mannleg synd, hver vond hvöt og gjörð og öll grimmileg örlög, er gagnstæð vilja hans. Með þessu er þá jafnframt sagt, að það sé svigrúm í tilverunni fyrir annan vilja en Guðs. Þar er m.ö.o. frjálsræði. Það er dýrmæt gjöf. En engin gjöf er eins misnotuð. Það þekkja allir af nærtækum dæmum og reynslu. Hverju sinni sem þú ferð með Faðir vor minnir þú þig á, að lífið á jörð er ekki í samræmi við vilja Guðs: Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Þú biður hér, að vilji Guðs sigri í lífi þínu og lífi jarðar eins og hann ræður á himni. Og himininn er ekki staður. Hann er sú tilvera, sem lýtur vilja Guðs að fullu. Þar er ríkið hans og dýrðin. Svo er ekki hér á jörð. En hugmyndin eða táknið um fallinn heim hefði aldrei fæðst, ef vér hefðum ekki fengið að vita um fullkomna tilveru, albjartan heim. Jesús Kristur hefur svipt hulunni af þeirri veröld. Og hann Allir krossberar skyldu muna aö Guð hefur tekið á sig þeirra vegna Hér er spuming, sem flest- ir myndu spyrja. Hvar er fullnœgjandi svar aö finna við henni? Þrautir og þján- ingar hafa fylgt mannkyni alla tíö, meinleg örlög hafa blasaö viö og margan þjáö. Hvaö veldur? Svo hefur veriö spurt síðan menn fóru aö finna til og hugsa. En nú á dögum er sjónar- sviðið stærra en áður. Menn hafa ekki aðeins vitneskju um það, sem gerist hið næsta. Vér fáum daglega fréttir af hvers kyns hörmungum og djöfulskap. Fréttaburður nútímans sér um það, að öll brjálsemi, illviki og hrika- legar slysfarir hvar sem er á hnettinum bylja í eyrum og blasa við augum daginn út og inn. Sú mynd af mannheimi, sem vér fáum með þessu móti, er ekki fögur. Sem betur fer er hún mjög ein- hliða. Það gerist ekki illt eitt í heimi hér. En hin af- skræmda mynd frétta- mennskunnar er ekki búin til úr engu. Öðru nær. Og allir lifa í skugga hryllilegra at- burða, sem dunið hafa yfir á þessari öld. Þeir skuggar minna á það náttsvarta myrkur, sem ný stórstyrjöld myndi steypa yfir jörðina. Af hverju er þetta svona? Hver svarar því? það þarf reyndar ekki að hugsa um skelfilegusut ódæmi til þess að spurningin vakni og svíði. Nægir ekki að horfa upp á eitt sært barn, jafnvel eina kvalda skepnu? Hermdarverk og fantabrögð í pólitískum tilgangi eru óðra manna æði, þótt stundum megi skilja þær tilfinningar og hvatir, sem að baki eru. Allt drápið á fiski og fénaði er ill nauðsyn. En hvers vegna þarf náttúran að líða svona mikið til þess að við getum lifað? Ennþá síður skil ég það, a menn skuli hafa gaman af því að drepa. Ég get ekki skilið þá, sem skjóta fugla eingöngu af því að þeir hafa ánægju af að hæfa þá og sjá þá falla, oft þannig særða, að þeir eiga kvalafullt hel- stríð eftir. Og ég skil ekki, af . hverju það er svo mikil skemmtun að kvelja laxinn á önglinum, helst sem Iengst, áður en hann fær að deyja. Mínar spurningar eru ekki færri en þínar, það er víst. Og svör hef ég ekki fleiri og einhlítari en þú. Ekki slík svör, sem „skýri" neitt. Hér eru allir sömu ómálga börnin. Af hverju lætur Guð allt þetta gerast? spyrð þú. Ég orða ekki spurninguna þann- ig. Því mér finnst þá gefið í skyn, að Guð „Iáti“ menninga fremja ilivirki eða sæta illum sköpum. Það er ekki kristin trú. Eitt er það, sem Guð lætur mennina gera, annað hitt, sem hann verður að horfa upp á, að þeir geri. En hvers vegna er hið illa til, vondar hvatir og alls kyns böl af margvíslegum og al- gerlega huldum orsökum? Trúarbók og trúarhugsun kristinna manna hefur ekki skýringu á þessu. Og viður- kennir hiklaust, að hún hefur það ekki. Ekki skýringu. Þar með er ekki sagt, að kristnir menn hafi ekki fundið svar. En það er ekki þess háttar úrlausn, sem leysir gátuna. Hið kristna svar bregður samt ljósi yfir hana, sem nægir til þess, að maður getur horfst í augu við hana í allri hennar nekt og dimmu dýpt án þess að glata trausti á lífinu og á sigri hins góða. Ýmsar skýringar hafa komið fram á tilvist hins illa. Sumir hafa sagt: Það, sem vér köllum illt, er ekki eins vont og það sýnist vera. Það hefur sínar jákvæðu hliðar, Guð er jafnvel líka í synd- inni, böl og brestir, kvöl og illska eru skuggar í mann- legum augum af því að við erum á svo lágri þúfu. Þegar hærra kemur mun allt sjást betur. Þá mun koma í ljós, að myrkrið er líka birta, aðeins í öðru formi. Kristinn maður tekur ekki undir þetta. Hann fellst ekki en a*ðri da«ur dýrAarskær o»c bliður mcð Drottins IjÓKÍ skin á oll vor spor. Þetta er upphaf á kunnum sálmi (441 i Sálmabók). Þessi strengur ómar sterklega í öllum kristnum trúarvitnis- burði. Og þau sigurmál eru einmitt svo sterk vegna þess, að engin tilraun er gerð til þess að hjúpa staðreyndir eða falsa veruleikann með nein- um glitvefjum. Kristin trú veit að það eru andstæður í tilverunni, gagngerar. Myrkrið er ekki ljós á ófull- komnu stigi, illskan er ekki góðleikur í ófullgerðri mynd, grimmd er ekki gæska í dulargervi. Þetta þýðir ekki það, að neinn maður sé alls kostar illur. Illt og gott er blandað í hverjum manni. En það eru ósættanleg öfl að verki í tilverunni. Þau berj- ast um völdin og vígvöllurinn nær inn í hverja mannsál. Þessi skilningur, sem setur mót á orð og gjörðir Jesú, gerir málið ekki auðveldara fyrir hugsunina. Því Guð kristinnar trúar er algóður. Og hans er mátturinn. Þess vegna er sá heimur, sem hann vill og skapar, góður í grunni, að eðli til. Hið illa er brestur í tilverunni, krabbi í holdi heimsins. Hvaðan er það komið? Pascal spurði: Ef Guð er til, hvaðan er þá hið illa? Ef Guð er ekki til, hvaðan er þá hið góða? Það er kristnum manni engin spurning, hvaðan hið góða er. En einmitt þess vegna er hið illa óskýranleg gáta. Það eitt er unnt að skýra, sem býr yfir einhverj- um skynsamlegum rökum. Hið illa er samkvæmt krist- inni skilgreiningu rökleysan sjálf, sú botnlausa truflun eða brjálsemi, sem ekkert vit, ekki einu sinni guðlegt vit, getur komið heim við rök. Sú veröld, sem er vor, er „fallinn heimur", segir krist- in trú. Það er engin skýring. Ég bið þig að strika rækilega undir það. En það er leið- hefur vakið kristnum mönn- um það bjargfasta traust, að ríkið, sem hann birti, muni sigra. Hið illa á ekki heima í sköpun Guðs. Öll gæska kemur Guði frá, öll grimmd á rætur hér, segir sr. Matthías og túlkar næsta vel það, sem Biblían boðar um fallinn heim. Reyndar boðar hún ekki þann heim, heldur hinn fullkomna, ríkið, þar sem hvorki harmur né kvöl er framar til. Þann heim er Guð að skapa með mætti sínum. Og það er vissa og reynsla kristinnar trúar, að engin takmörk séu fyrir því, hvernig hann getur snúið illu til góðs, böli í blessun. Það sést best á Golgata. Oft er sagt, að erfitt sé að koma því heim og saman, að Guð sé bæði almáttugur og algóður, úr því að heimurinn er eins og hann er. En hvernig vitum við, að Guð er algóður og almáttugur? Það er einn, sem hefur kennt þetta og gefið trúna á það, einn smáður, kvalinn, dæmd- ur, krossfestur maður. Það er myndin af þeim krossfesta manni, sem birtir þann föður, sem á máttinn og kærleik- ann. Þann máttuga kærleika, að hann getur breytt öllu, sem er grimmt og dimmt og gagngert andstætt vilja hans, í líkn og ljós og sigur. Og mun gera það. Mannlegar hugmyndir um guðlegt almætti eru ófull- komnar. Það er kross, sem í augum kristins manns er lykillinn að hjartalagi Guðs. Og allur máttur stjórnast af hjartalagi. Vegur Guðs al- mættis getur sem sé verið krossferill, leiðin að því marki hans, þegar öll tilver- an ljómar í páskasól. Allir krossberar skyldu muna, að Guð hefur tekið á sig kross- inn þeirra vegna. Ög taka undir þá dýru játningu krist- innar trúar, að ekkert geti gjört oss viðskila við kær- leika Guðs í Kristi Jesú, Drottni vorum. TIL ÍSLAI ■k LESTUNÍ ERLENDUM fiw AMERÍKA PORTSMOUTH Berglind 15. júní Bakkafoss 22. júní NEW YORK Berglind 17. júní HALIFAX Goöafoss 1. júní Hofsjökull 22. júní BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Álafoss 1. júní Eyrarfoss 8. júní Álafoss 15. júní Eyrarfoss 22. júní ANTWERPEN Álafoss 2. júní Eyrarfoss 9. júní Álafoss 16. júní Eyrarfoss 23. júní FELIXSTOWE Álafoss 3. júní Eyrarfoss 10. júní Álafoss 17. júní Eyrarfoss 24. júní HAMBORG Álafoss 4. júní Eyrarfoss 11. júní Álafoss 18. júní Eyrarfoss 25. júní WESTON POINT Urriöafoss 3. júní Urriöafoss 17. júní Urriöafoss 1. júlí Urriöafoss 15. júlí NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 1. júní Dettifoss 15. júní Dettifoss 29. júní KRISTIANSAND Mánafoss 8. júní Mánafoss 22. júní Mánafoss 6. júlí MOSS Dettifoss 2. júní Mánafoss 9. júní Dettifoss 16. júní Mánafoss 23. júní GAUTABORG Dettifoss 3. júní Mánafoss 10. júní Dettifoss 17. júní Mánafoss 24. júní KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 4. júní Mánafoss 11.júní Dettifoss 18. júní Mánafoss 25. júní HELSINGBORG Dettifoss 5. júní Mánafoss 12. júní Dettifoss 19. júní Mánafoss 26. júní HELSINKI Múlafoss 10. júní irafoss 22. júní VALKOM Múlafoss 11. júní írafoss 23. júní RIGA Múlafoss 13. júní írafoss 25. júní GDYNIA Múlafoss 5. júní írafoss 26. júní THORSHAVN Dettifoss frá Reykjavík 20. júní VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.