Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 19 Villandi frásögn af fundi sexmannanefndar í Morgunblaðinu þ. 28. maí sl. birtist á baksíðu grein með yfir- skriftinni: Fundur í sexmanna- nefnd leysist upp. Astæðan var bókun fulltrúa kaupmannasam- takanna, þar sem krafist er hækk- unar smásöluálagningar á land- búnaðarvörur. Því miður er greinin mjög villandi. Aðeins er rétt skýrt frá einu atriði. Rétt er, að Magnús E. Finnsson lagði fram tillögu að bókun, að vísu ekki þá sem birt er í Morgunblaðinu, samanber það sem síðar segir. Atburðarás var þessi: Um kl. 11.15 f.h. þann 27. maí komu þrír fulltrúar kaupmanna- samtakanna á fund með sex- mannanefnd. Eftir að menn höfðu ræðst við á formlegan og rólegan hátt um þær hækkanir á dreifing- arkostnaði smásöluverslunar, sem óvefengjanlega hafa átt sér stað síðan smásöluálagning var síðast ákvörðuð, án þess að Magnús E. Finnsson tæki markverðan þátt í þeim umræðum, dró hann upp úr pússi sínu og lagði fram vélritað plagg, sem sé fyrri útgáfu af umræddri bókun. Sú útgáfa var öðru vísi orðuð — og ef unnt er meira móðgandi — en sú sem birt er í Morgunblaðinu. Sexmannanefndarmenn, bæði fulltrúar framleiðenda og neyt- enda, voru sammála um, að bók- unin gæfi ranga mynd af þeim samskiptum, er reglulega hafa átt sér stað milli kaupmannasamtak- anna og sexmannanefndar undan- farin ár. Fundarstjóri, Torfi Ásgeirsson, gaf því fundarhlé, þótt matmáls- tími væri kominn, þannig að menn gætu áttað sig og komið umræðum í eðlilegan farveg, þ.e. um hvernig meta bæri dreifingarkostnað í smásölu við væntanlega verðlagn- ingu í byrjun júnímánaðar. Þegar klukkan var langt gengin í eitt kom Magnús E. Finnsson inn í fundarsal og afhenti ritara áðurnefnt plagg, þó nokkuð breytt. Plaggið var undirritað af honum einum af þeim þrem fulltrúum kaupmannasamtakanna, er fund- inn sátu. Ég hirði ekki að rekja allar þær skekkjur, sem heimildarmanni Morgunblaðsins hefir tekist að troða inn í greinina. Til gamans má þó geta þess, að Magnús er talinn fulltrúi kaupmannasamtak- anna í sexmannanefnd. Ef svo er, þá hefir öðrum nefndarmönnum ekki áður verið kunnugt um það. Máske hefir „heimildarmaðurinn", sem gloprað hefir niður nafni eins viðstaddra nefndarmanna, þ.e. Þórarins Þorvaldssonar, þótt við- eigandi að fylla töluna með því að gera Magnús að sexmannanefnd- armanni. Við þetta vil ég bæta, að næsti fundur nefndarinnar um vanda- mál kaupmanna við væntanlega verðlagningu í júníbyrjun var haldinn næsta dag með fulltrúum kaupmannasamtakanna og fór þá að sögn vel á með mönnum. Magnús E. Finnsson mætti ekki á þeim fundi. F.h. sexmannanefndar, Torfi Ásgeirsson. Ferðamálaráð Islands Unni0 að aukningu ferða- laga Islendinga um landið FERÐAMÁLARÁÐ tslands vinn- ur nú ötullcga að aukningu ferðalaga íslendinga um eigið land, cnda er það ekki síður vcrkefni Ferðamálaráðs en að vinna að aukningu á ferðalögum útiendinga til landsins. Ludvig Hjálmtýsson ferðamála- stjóri hélt nýlega fund með framá- mönnum í ferðamálum á ísafirði, þar sem ræddir voru möguleikar á aukinni og bættri þjónustu við ferðamenn þar og í nágrenni Isafjarðarkaupstaðar. Einnig hef- ur ferðamálastjóri nýverið haldið fund á Akranesi og voru sömu málaflokkar til umræðu á þeim fundi. Bæði á Akranesi og ísafirði, svo og í nágrenni þessara bæja, er margt forvitnilegt að sjá og er gistiaðstaða á hótelum beggja staðanna til fyrirmyndar. Ferðamálastjóri mun á næstu vikum og mánuðum heimsækja fleiri byggðarlög og er þess að vænta, að í kjölfar heimsókna hans fylgi stofnun ferðamálafé- laga og -nefnda, sem sérstaklega fjalla um úrbætur til bættrar aðstöðu varðandi móttöku ferða- manna. (Fréttatilkynning) Fundur um laxveidar í N-Atlantshafi: Enn deilt um veigamikil atriði Fjórði fundur starfshóps, er sér um undirbúning samnings um lax- veiðar á Norður-Atlantshafi, fór fram í Osló dagana 19. til 22. þ.m. Aðalmál fundarins voru veiðar strandríkja á laxi sem upprunninn er i ám annarra landa: annars vegar veiðar Grænlendinga á laxi sem upprunninn er í ám Kanada og Evrópulanda, en hins vegar veiðar Færeyinga á laxi, sem upprunninn er við ísland, Noreg, Sviþjóð og fleiri ríki. Sjö aðilar áttu fulltrúa á fundin- um: Efnahagsbandalag Evrópu, Kanada, Bandaríkin, Noregur, Is- land, Svíþjóð og Færeyjar. Er þetta annar fundurinn sem íslendingar taka þátt í. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings hjá utanríkis- ráðuneytinu, var á fundinum gert ráð fyrir, að samkvæmt samningum yrði starfrækt allsherjarráð og þrjár svæðanefndir, sem fjalla skyldu um laxveiðar við N-Ameríku, við V-Grænland og á Norðaustur- Atlantshafi. „Síðan verður það hlut- verk allsherjarráðsins að samræma starfs^mi nefndanna þriggja," sagði Guðmundur. „Óleyst mál í þessu sambandi eru einkum tvö; jafnvægi milli uppruna- ríkja og þeirra ríkja sem veiða lax í hafi. Þar er deilt um túlkun ákvæðis í drögum að hafréttarsáttmála, þar sem talað er um að það séu fyrst og fremst upprunaríkin er beri ábyrgð á hagnýtingu þeirra stofna sem um er rætt í samráði við önnur ríki sem veiða þá. Þá er deilt um hlutverk ráðsins — hvaða vald það hafi til að gera tillögur um veiðar á laxi fyrir hvert ríkjanna. í raun og veru kemur þetta þannig út, að sum ríki telja, að stofn samningsins eigi að fjalla um verndunarmál almennt en önnur, að samningurinn eigi aðeins að fjalla um laxveiðar í sjó, en ekki um laxveiðar í ám eða vötnum." ÖI^mí^eVRiMOrfEiq' hlÍÓmplaTaN INNIHELDUR L0GIN= LIFE TRANSMISSION &HEIMA ERBEZT láTiÐ nísta mi&iLsetjykldJr í sAmbAnd ÞEVR heldur tónleika í kvöld í Hafnarbíói og hefjast þeir kl. 8.30. Aö auki koma fram hljómsveitirnar Tóti Tíkarrass, Clitoris og Bruni B.B. Þá mun fjöllistamaöurinn Rúnar Guðbrandsson stýra fjölda „rítúali". FÁLKINN ESKVIMÓ Keramikhúsið h/f 10 ára Opnum í dag í nýju húsnæði að Sigtúni 3, Reykjavík. Kennsla hefst að nýju í næstu viku. Innritun í síma 26088. Mánudag Þriöjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga og 20—22 og 20—22 kl. 13—18 kl. 13—18 kl. 13—18 kl. 13—18 og 20—22 kl. 13—17 kl. 13—15.30 I Keramikhúsið hf. Sigtúni 3, sími 26088.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.