Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1981 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Starfsfólk óskast til vélritunar- og afgreiðslustarfa. Tilboö, meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu fyrir 1. júnínk. merkt: „Áhugi — 4114". Atvinnuljósmyndari með meistararéttindi í Ijósmyndun óskar eftir atvinnu. Uppl. ísíma 39388. Hárskerasveinn og hárgreiðslusveinn óskast, hlutastörf koma til greina. Rakara- og hárgreiöslustofan Klapparstíg 29, sími 12725, 71669. Sendiráð í Reykjavík óskar eftir heimilishjálp. Nánari upplýsingar veittar í síma 13216 virka dagamillikl. 13.30—16.30. Röntgentæknir óskast á röntgendeild F.S.A. sem allra fyrst. Upplýsingar gefnar á aðalskrifstofu F.S.A. Sími 21000 Hótelstörf í Noregi Óskum eftir áreiöanlegum og reglusömum stúlkum um tvítugt til starfa á missjónshóteli okkar. Vinna getur hafist strax. Útvegum herbergi. Hafiö samband við: Midstuen Hotell, Ankerveien 6, Holmenkollen, Oslo 3, NORGE. Sími: 02-143290. Umboðsmaður óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Ytri-Njarövík. Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 3424 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033. Kjötiðnaðarmaður Kjötiðnaöarmaður eöa maður vanur kjöt- skurði óskast. Uppl. í síma 1598. Kaupfélag Suðurnesja. Atvinna Vanur starfskraftur óskast í heildverslun. Framtíðarstarf. Atvinnusvið: Vélritun, símavarsla og almenn afgreiðsla. Tilboð merkt: „F — 9597" sendist augld. Mbl. fyrir n.k. miðvikudag. Atvinna Heildverslun óskar eftir að ráða vanan og röskan lagermann til frambúðar meö vélrit- unarkunnáttu. Reglusemi áskilin. Tilboö merkt- „L — 9596", sendist augld. Mbl. fyrir 3. júní. Múrari óskast strax til að múra einbýlishús að innan. Uppl. í síma 93-6243 á kvöldin. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða vélvirkja, plötusmiði, rafsuðumenn og nema í plötusmíði. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 20680. Landssmiðjan. Yfirverkstjóri Prentsmiðjan Edda hf. óskar eftir að ráða prentiðnlærðan yfirverkstjóra. Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar fyrir 3. júní. C^ddo PRENTSMIÐJAN ^ClClCi HF. Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogi Óskum eftir að ráða starfskraft nú pegar í bókaverslun. Vinnutími frá 1—6. Tilboð sendist Mbl. merkt: „T.M. — 9903". Bókarar óskast Áhugsamir bókarar óskast til starfa sem allra fyrst. Góð bókhaldskunnátta og reynsla nauðsynleg. Tilboð, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Morgunblaðinu fyrir 1. júnínk. merkt: „Bókhald — 4115". Bílstjóri óskast Óskum að ráða vanan bílstjóra meö meirapróf. Uppl. aðeins veittar hjá yfirverkstjóra á staðnum. ísbjörninn hf., Norðurgaröi. Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli óskar eftir skrifstofumanni til afleysinga í sumar. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta áskilin. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 6. júní nk. Fjármálaráðuneytið. . Texasbúar í heimsókn Tcxasbúar sex að tölu eru nú staddir hcrlendis í boði Rótary- klúbbsins á íslandi til að kynnast landi og þjóð. Blm. Morgunblaðs- ins hitti þá að máli og spurði hvenær og hve lengi þeir hygðust dvelja hérlendis. Sógðust þeir hafa komið 19. maí til landsins hk hcfðu í huga að dvelja hér í sex vikur. Ferð þeirra til ísiand.s i þetta sinn, byggist á því að á liðnu ári fóru jafnmargir íslend- ingar til Texas á vegum Rótary- hrcyfingarinnar í Texas. Blm. spurði hvernig þeim hefði Al (;|.VSI\<,\SIMI\N KR: £"i 224ID líkað dvölin hér, og kváðust þeir vera mjög hrifnir af landinu, fersku loftinu, hreina vatninu, yfir því hve fólkið væri sérstaklega vinsamlegt og hve fljótt þeir hefðu eignast sanna og trausta vini. Það sem þeir undruðust hvað mest við ísland var öryggið sem þeim fannst ríkja hér, börnin gætu óhrædd leikið sér úti er kvölda tæki, og fólk gæti gengið óhult. Meira að segja lögreglumenn gengju um óvopnaðir. Þrátt fyrir að þeir hefðu undir- búið för sína til íslands í marga mánuði og lesið sér til voru þeir undrandi yfir litadýrð landsins og sögðust ekki geta hætt að taka myndir af náttúrufegurð landsins. Hálfskrítið fannst þeim þó að heyra íslendinga dæma Texasbú- ann hið lýsandi dæmi kúreka með tilheyrandi hatt og stígvél, byssu og á hesti. Texasbúarnir munu ferðast um landið og fá að kynnast landi og þjóð næstu rúmlega 4 vikurnar. Texasbúarnir, talið frá vinstri: Bob Payne, David Brabham, Terry Shannon, Gene Terry, og Ck)llin Flatt. Liia Steve Sutton Mbl. Guðiön.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.