Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1981 Leikfélag Reykjavíkur: Fjórar sýningar eftir á Ofvitanum í kvöld verður Ofvitinn sýndur í 159. sinn hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Þetta vinsæla leikrit, — meistaraverk Þórbergs i leikgerð og leikstjórn Kjartans Ragnars- sonar, hefur verið sýnt hjá Leikfé- laginu hátt á annað ár og ævin- lega fyrir fullu húsi. Nú eru aðeins 4 sýningar eftir á Ofvitanum, og þeim sem af einhverjum ástæðum hafa dregið það að sjá sýninguna eða þurft frá að hverfa vegna þess að það var uppselt, er því ráðlagt að geyma sér það ekki öllu lengur, því nú eru síðustu forvöð. Það eru þeir Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guðmundsson sem túlka meistarann á sviðinu, og hafa þeir báðir hlotið einróma lof fyrir frammistöðu sína. Á sunnudagskvöldið er svo sýn- ing á revíunni og eins og ævinlega Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guðmundsson hafa hlotið ein- róma lof fyrir að túlka meistar- ann á sviðinu. er uppselt á löngu. þá sýningu fyrir Tónleikar vísnavina í Hafnarbíói í dag halda Vísnavinir tón- leika í Hafnarbíói og hefjast þeir kl. 15. Þar verður kynnt efni þrettán laga hljómplötu, sem nýlega kom út á vegum félags- manna og nefnist „Heyrðu ..." Að útgáfunni standa átta fé- lagar Vísnavina, þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Bergþóra Árnadóttir, Eyjólfur Kristjáns- son, Gísli Helgason, Hjalti Jón Sveinsson, Ingi Gunnar Jóhann- esson, Jóhannes Hilmisson og Örvar Aðalsteinsson, og koma þau flest fram á tónleikunum. Öll lögin að einu undanteknu eru samin af þeim félögum og er allur flutningur árangur sam- starfs þeirra síðastliðinn vetur. Til aðstoðar við söng og hljóð- færaleik var fengið eftirtalið heiðursfólk: Bergþóra Ingólfs- dóttir, Egill Jóhannsson, Erna Guðmundsdóttir, Helgi E. Krist- jánsson, Kristján Þ. Stephensen, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Sigurður Rúnar Jóns- son og Wilma Young. Vísnavinir bregða á leik. W Segðu PANG" i Borgarnesi og Stykkishólmi Á morgun sýnir Breiðholtsleik- húsið fjölskylduleikinn „Segðu PANG!!" í Borgarnesi og hefst sýningin kl. 16. Á mánudagskvöld verður svo sýnt í Stykkishólmi og hefst sýningin þar kl. 20.30. Þetta eru 3. og 4. sýning Breið- holtsleikhússins á „Segðu PANG!!" úti á landi, en þegar hefur verið sýnt á Akranesi og í Garði og gengu þær sýningar vel. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson, en með hlutverk Sigga og Fíu, barn- anna í leiknum, fara þau Þröstur Guðbjartsson og Þórunn Pálsdótt- ir. Eftir hvítasunnu verður svo haldið áfram um landið með þennan vinsæla fjölskylduleik. Keramiksýning i Gallerí Langbrók í gær opnuðu þær Ragna Ingi- mundardóttir, Rósa Gísladóttir og Sóley Eiríksdóttir keramiksýn- ingu í Gallerí Langbrók í Bern- höftstorfu. Þær stöllurnar luku prófi frá keramikdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands á þessu vori, en þar hafa þær numið síðastliðin fjögur ár. Aðalkennari þeirra í vetur var Sören Larsen, en þær hyggjast ailar halda áfram frek- ara námi í keramiklistinni. Sýningin í Gallerí Langbrók er fyrsta sýning þeirra Rögnu, Rósu og Sóleyjar utan skóla síns og var þeim boðið að halda hana af hálfu gallerísins. Opið er virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14—18. Sýningin stendur til 12. júní. Úr leikritinu „Söiumaður deyr". Framreiðslumaður ber Loman-feðg- uniim veitingar. F.v. Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason, Andri örn Clausen og Hákon Waage. ÞjóðleikhúsiÖ: Sölumaður deyr - fáar sýningar eftir Þróstur Guðbjartsson og Þórunn Pálsdóttir í hlutverkum sinum i -Segðu PANG!!" í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið leik- rit Arthurs Millers, Sölumaður deyr. Er fólki bent á, að nú eru aðeins fáar sýningar eftir, en afar góð aðsókn hefur verið að verkinu frá því það var frumsýnt í febrúar sl. I aðalhlutverkunum eru Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Hákon Waage, Andri Örn Clausen, Árni Tryggvason, Róbert Arnfinnsson, Bryndís Pétursdótt- ir og Randver Þorláksson. Leik- Eden í Hveragerði: Síðasta sýn- ingarhelgi hjá Colin Porter Um helgina lýkur sýningu Col- ins Porter í Eden í Hveragerði. Þar sýnir hann 32 landslags- og blómamyndir málaðar með akrýl- litum. Þetta er önnur sýning Colins Porter í Eden og hefur aðsókn verið góð. Colin Porter á sýningu sinni í Hveragerðí. stjóri er Þórhallur Sigurðsson, leikmyndin er eftir Sigurjón Jó- hannsson og búningar eftir Dóru Einarsdóttur, tónlist er eftir Ás- kel Másson, en Dr. Jónas Krist- jánsson þýddi leikinn. Gustur á f jölunum annað kvöld Annað kvöld verður sýning á söngleiknum Gusti, sem frum- sýndur var í síðustu viku. Leikur- inn fjallar, sem kunnugt er, um ævi hests sem var öðruvísi en stóðið sem hann ólst upp með. Verkinu hefur verið mjög vel tekið og eru þegar búnar sex sýningar. I aðalhlutverkum eru Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Arn- ar Jónsson, Sigríður Þorvaldsdótt- ir, Sigurður Skúlason, Flosi Ólafsson, Róbert Arnfinnsson og Gunnar Eyjólfsson. Þá er hópur ungra leikara sem leikur hesta- stóð. Söngleikurinn er eftir Mark Rozovskí og er byggður á sögu eftir Tolstoj. Leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikmynd og búningar eftir Messíönu Tómas- dóttur og Árni Baldvinsson sér um lýsinguna. Árni Bergmann hefur þýtt leikinn úr rússnesku. Sóley Eiriksdóttir, Rósa Gísladóttir og Ragna Ingimundardóttir, sem um þessar mundir sýna keramikmuni i Galleri Langbrók i Bernhöftstorfu. Tón- leikar í Hafnar- bíói í kvöld verða haldnir tónleikar í Hafnarbíói við Skúlagötu og hefjast þeir kl. 20.30. Hljómsveitin Þeyr mun þar með leik sínum gera tilraun til að seiða til jarðar eldvagn Elía spámanns. Auk þess koma fram á þessum tónleikum hljómsveitarinnar Clitoris, Tappi tíkarrass og Bruni B.B. Þá mun fjöllistamaðurinn Rúnar Guðbrandsson stýra fjölda-ritu- ali. ^ \\ m milinivv4'a\ j!»mi .íoisb f-t: iu i ted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.