Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981
11
Aðild íslands að sameiginlegum
vinnumarkaði Norðurlanda í athugun
Til vinstri er dr. David Woods með dulcimer sem er handariskt
alþýðuhljóðfæri. til hæ«ri er Njáll Sinurðsson með íslenskt langspil.
Mynd tekin í Þjóðminjasafni (Egill Sigurðsson ljósm.).
til tónlistarkennslu
DAGANA 26. og 27. maí
sl. hélt Norræna vinnu-
markaðsnefndin (NAUT)
íund sinn í Reykjavík, en
nefndin heldur reglulega
fundi tvisvar á ári, til
skiptist í aðildarlöndun-
um.
í frétt frá félagsmálaráðuneyt-
inu segir, að helsta mál fundarins
að þessu sinni hafi verið tillaga
um endurskoðun á samningi frá
árinu 1954 um sameiginlegan
vinnumarkað á norðurlöndum,
sem öll löndin eru aðilar að, að
íslandi undanteknu.
A fundinum var gerð grein fyrir
þeim viðræðum sem félagsmála-
ráðuneytið hefur átt við aðila
vinnumarkaðarins í því skyni að
kanna með hvaða hætti ísland
geti gerst aðili að samningnum.
í þeim samningsdrögum, sem nú
liggja fyrir, er gengið út frá því að
viðhalda rétti til frjálsra flutn-
inga milli norðurlanda og réttin-
um til að ráða sig í vinnu í hverju
landanna sem er, samkvæmt nán-
ari ákvæðum í samningnum. Á
þeim 25 árum, sem samningurinn
hefur verið í gildi, hefur um ein
milljón manna hagnýtt sér þenn-
an rétt.
Norræna vinnumarkaðsnefndin
samþykkti að senda tillöguna til
umsagnar aðila í hverju landi um
sig og er stefnt að því að haust-
fundur vinnumálaráðherranna,
sem áformað er að halda í Reykja-
vík um mánaðamótin nóvember/
uesember 1981, geti fjallað um
tillöguna og umsagnirnar og lagt
endanlegar tillögur fyrir þing
Norðurlandaráðs í Finnlandi 1982.
Af íslands hálfu sátu fundinn:
Hallgrímur Dalberg ráðuneytis-
stjóri, Óskar Hallgrímsson, deild-
arstjóri og Jón S. Ólafsson,
skrifstofustjóri.
Langspil
Hér á landi hefur dvalið banda-
riskur tónlistarmaður, dr. David
Woods, prófessor og deildarstjóri
við tónlistarkennaradeild háskól-
ans í Ames í Iowa. Hann hefur
hlotið styrk frá Fulbright-stofn-
uninni til að vinna hér á landi um
tveggja mánaða skeið að athugun-
um á íslenska langspilinu.
Markmiðið með þessu rann-
sóknarverkefni er að smíða eftir-
líkingu af íslenska langspilinu og
nota slík hljóðfæri síðan við tón-
listarkennslu. Undirbúningur
hófst með því að dr. Woods kynnti
sér helstu heimildarrit um lang-
spilið, sögu þess og uppruna. Nú
fyrir skömmu hóf hann athuganir
á þeim hljóðfærum sem tiltæk eru
í söfnum og hjá einstaklingum
víðs vegar um land. Athugun á
hverju hljóðfæri felst m.a. í ná-
kvæmri mælingu á stærð þess og
lögun, útlitsteikningu og ljós-
myndun, greiningu viðartegunda,
svo og upplýsingum um aldur
hljóðfærisins, sögu þess og upp-
runa. Einnig eru gerðar segul-
bandsupptökur til að bera saman
tónstiga og tónblæ hljóðfæranna.
Á grundvelli þessara rannsókna
verður gerð eftirlíking sem smíðuð
verður í nokkrum eintökum nú í
sumar. Ætlunin er að hafa þessa
eftirlíkingu nógu einfalda til þess
að síðar megi kaupa efnið í
hljóðfærið tilsniðið og setja það
saman samkvæmt teikningu og
vinnulýsingu. Geta tónlistarnem-
endur þá sjálfir smíðað sín eigin
langspil og leikið á þau líkt og
sambærileg skólahljóðfæri sem
eiga uppruna sinn að rekja til
ýmissa alþýðuhljóðfæra. Einnig er
ætlunin að leita til tónskálda um
að semja tónverk sem hentað
gætu til notkunar við nám og
kennslu.
Þeir sem aðstoða dr. Woods við
rannsóknir hans hér á landi eru
m.a. Njáll Sigurðsson, Stefán
Edelstein, Jón Hlöðver Áskelsson,
Auðunn H. Einarsson og Hreinn
Steingrímsson.
Langspil eru víða til á landinu
og tilmælum er beint til allra
eigenda slíkra hljóðfæra, bæði
stofnana og einstaklinga, að hafa
samband sem allra fyrst við Njál
Sigurðsson í menntamálaráðu-
neytinu, en hann hefur hug á að
taka saman heildarskrá um ís-
lensk langspil.
(Fréttatilky nning)
Einn eigenda Parma hf., Hilmar
Friðriksson. ásamt Ingibjörgu
Kristjánsdóttur i hinni nýju
verslun.
Parma hf.
í nýtt
húsnæði
VERSLUNIN Parma hf., sem
áður var til húsa að Ileliisgötu
16, Ilafnarfirði. hefur nú flutt
starfsemi sína í ný og glæsileg
húsakynni að Reykjavíkurvegi
64.
Verslunin sem hefur að sérgrein
sinni sölu gólfteppa frá einum
stærsta teppaframleiðanda
Bandaríkjanna, World Carpets, og
mun jafnframt því að auka þar
úrvalið bæta við t.d. þýskum
alullarteppum.
Baðherbergið verður önnur að-
alsérgrein verslunarinnar með
söluumboð í Hafnarfirði fyrir hin
þekktu GROHE-blöndunar- og
hitastýritæki og sænsku hreinlæt-
istækin frá IFÖ.
Á hinum nýja stað mun öll
aðstaða verslunarinnar batna
mjög, enda húsrými meira.
(Fréttatilkynning)
Sædýrasafnið:
Óvissa um
framhaldið
SÆDÝRASAFNIÐ í Hafnar-
firði hefur nú vcrið lukað frá
því i byrjun febrúar sl. og
kvaðst Jón Gunnarsson for-
stöðumaður safnsins ekki
vita gjörla hvenær búast
mætti við að það opnaði á ný
og taldi það alls óvíst. Sagði
hann útilokað að opna að
óbreyttu ástandi og kvað
hann fjármálin þar vega
þyngst, sífclldan rekstrar-
fjárskort. Jón kvaðst þó
hafa haldið öllum dýrastofni
og ef rekstrargrundvöllur
fengist yrði sótt um áfram-
haldandi starfsleyfi fyrir
safnið.
aaaa 127
hefur svo sannarlega sannaö ágæti sitt á
íslandi, enda hefur hann veriö einn vinsælasti
smábíll hér á landi síðan 1972.
aaaalZl
hefur eitt hæsta endursöluverð notaöra bíla.
aanalZl
eyðir u.þ.b. 5—6 lítrum á hverja 100 km.
I
FlAT EINKAUMBOÐÁ ISLANDI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
SMIDJUVEGI4, KÓPAVOGI. 8|MI 77200