Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 Skýrslutæknifélag íslands, félag áhugamanna um tölvur ÁhuKamenn um tölvur og notkun þeirra. Talið frá vinstri óttar Kjartansson, ritari Skýrslutœknifélags ísiands, dr. Jón Þór Þórhallsson, formaður og Sigurjón Pétursson, varaformaður. Ljtom. Mbi. Guflión. Verður skrifstofa framtíðarinnar i skjalatösku forstjórans? að hræðast tölvur Mikilvægt er að fólk sé ekki hrætt við tölvuna, heldur búi sig undir að vinna við breytt skilyrði. Töivukennsla er nú orðin fastur þáttur í vinnslu hinna margvís- legustu verkefna og stórþjóðirnar mæla oft getu sína í svonefndum tölvuvæðingarstigum. Tölvuvæð- ingarinnar gætir einnig þó nokkuð á ýmsum sviðum í íslensku þjóðlifi. Nægir þar að nefna bankastarf- semi, margskonar bókhaldsverk- efni og opinbera stjórnsýslu. Ef tölvurnar gerðu verkfall einn góð- an veðurdag mundi margt fara úr skorðum og það svo um munaði. Skýrslutæknifélag íslands er fé- lag áhugamanna um tölvur og notkun þeirra, en tiigangur þess er fyrst og fremst að stuðla að hagkvæmum vinnubrögðum, notk- un tölva og tölvubúnaðar í við- skiptalífinu og á sviði framleiðslu- stýringar, en einnig í sambandi við vísindaiðkun af ýmsu tagi. Til þess að fræðast svolítið um þetta félag fór blaðamaður Mbl. á stúfana og hitti að máli dr. Jón Þór Þórhallsson formann félagsins, Sigurjón Pétursson varaformann og Óttar Kjartansson ritara. Sögðu þeir að Skýrslutæknifélag íslands hefði verið stofnað árið 1968 og voru stofnfélagar þess liðlega 100 talsins. Aðdragandinn að stofnun félagsins var sá að Hjörleifur Hjörleifsson, þáverandi fjármála- stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hafði áhuga fyrir stofnun slíks félags og leitaði í því skyni fyrir sér um áhuga manna á því máli. Tólf menn mættu á fyrsta undirbún- ingsfundinn, en á honum var kosin fimm manna undirbúningsnefnd, sem meðal annars samdi drög að lögum fyrir væntanlegt félag. Stofnfundinum, sem haldinn var þann 6. apríl árið 1968 stýrði Klemens Tryggvason, hagstofu- stjóri, og hefur hann verið fundar- stjóri á aðalfundi félagsins alla tíð síðan. Fyrsti formaður félagsins var Hjörleifur Hjörleifsson og gegndi hann því embætti í sjö ár eða til ársins 1975. Hann var mikill áhugamaður um gagnavinnslumál- efni og átti þátt í stofnun Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkurbæjar (eins og SKÝRR hétu upphaflega) og sat þar í stjórn um árabil. Hjörleifur mun vera fyrsti og til þessa eini Islendingurinn, sem sæmdur hefur verið Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf að gagna- vinnslumálefnum, en hann lést árið 1979. Rúmlega 400 félagsmenn Félagsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því sem var við stofnun félagsins, en í dag eru þeir rúmlega 400 talsins. Skýrslutækni- félag íslands er fagfélag og öll vinna í sambandi við félagið er unnin í sjálfboðavinnu af áhuga- mönnum, en félagsmenn eru eink- um tæknimenntaðir menn, stjórn- endur fyrirtækja, endurskoðendur og aðrir sem að gagnavinnslu starfa. Á vegum Skýrslutæknifélagsins eru haldnir 7—8 fundir á ári, en fundirnir eru haldnir í Norræna húsinu. Beitir félagið sér einkum fyrir því að halda námsstefnur og námskeið, þar sem fólki er gefinn kostur á að kynnast hinum ýmsu nýjungum, sem stöðugt eru að koma á markaðinn og snertir það faglega. „Endurskoðun tölvukerfa" var t.d. yfirskriftin á einni slíkri námsstefnu, sem haldin var nýlega, en þar gafst endurskoðendum tæki- færi til þess meðal annars að kynnast því hvernig tölvukerfi eru endurskoðuð og gengið er úr skugga um að tölvan skili frá sér réttum upplýsingum. í vetur bauð Skýrslutæknifélagið einnig upp á námsstefnu þar sem fjallað var um gerð forrita og kerfa. Námsstefnuna sátu um 60 manns og komust færri að en vildu. Til hennar var boðið Englendingn- um Michaei Jackson, sem flutt hefur fyrirlestra víða um heim um málefni sem snerta tölvur og tölvu- notkun, einkum varðandi gerð hug- búnaðar fyrir vinnslu og stjórn- kerfi. Sá- þáttur starfseminnar, sem snýr að námsstefnu- og námskeiða- haldi hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum og er oft í samvinnu við önnur félög, aðallega Stjórnun- arfélag Islands. Kynnast tölvum í starfi Vettvangsferðir af ýmsu tagi eru einnig mikilvægur þáttur í starf- semi Skýrslutæknifélagsins og sögðu þeir félagar að mikið væri gert af því að halda fundi á stöðum, þar sem tölvuvæðing er að eiga sér stað. Slíkir fundir hafa meðal annars verið haldnir hjá Morgun- blaðinu, þar sem markmiðið var að kynnast notkun tölvu við texta- vinnslu, en einnig hafa fundir af þessu tagi verið haldnir í frystihúsi Isbjarnarins þar sem leitast var við að kynnast notkun tölvu í fisk- vinnslu, en síðasti vettvangs- fundurinn var haldinn í Iðnaðar- bankanum, þar sem félagsmönnum gafst kostur á að kynnast tölvu- stýrðu afgreiðslukerfi. Iðnaðar- bankinn hefur nýverið tekið upp slíkt kerfi, sem mun vera nýjung á íslandi. Auk námsstefna og vettvangs- funda eru haldnir almennir félags- fundir, þar sem fjallað er um þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni og viðkoma gagnavinnslu. Næsti félagsfundur mun t.d. verða helgaður kennslu í tölvunarfræði, gagnavinnslu og skyldum greinum hérlendis. Til hans verður sérstak- lega boðið fulltrúum frá þeim skólum sem hafa slíkt námsefni á boðstólum auk fulltrúa frá menntamálaráðuneytinu. Gefa út eina tölvu- tímaritið hérlendis Að sögn þeirra félaga er mikil- vægt í félagsskap sem slíkum að menn séu vel uppiýstir um hin ýmsu málefni, sem snerta félagið. t því sambandi þarf að senda félags- mönnum fundarboð, tilkynningar og upplýsingar af ýmsu tagi. Auk þess þarf að láta þá vita af ráðstefnum og útgáfustarfsemi hjá skyldum félögum og samtökum erlendis. Lengi framan af var enginn fastur rammi um það hvernig slíku efni var dreift til félagsmanna og fátt sem hjálpaði þeim til að fylgjast með því efni sem frá félaginu barst. Árið 1976 var ákveðið að bæta úr þessu, þannig að allt efni yrði sent til félags- manna í formi frétta- eða félags- bréfs, sem gefið var nafnið Tölvu- mál. Þetta hefur gefið góða raun, og nú kemur tímaritið Tölvumál reglulega út og er sent til félags- manna. Stærð blaðsins er að miklu leyti látin ráðast af því hve mikið efni liggur fyrir hverju sinni, þannig að Tölvumál geta farið út sem einblöðungur ef því er að skipta, en hefur náð því að verða allt að 16 blaðsíður. Starfsnefndir af ýmsu tagi Skýrslutæknifélagið hefur marg- sinnis stofnað ýmiss konar starfs- nefndir til að vinna eða koma í framkvæmd tilteknum málefnum. Tóku þeir félagar sem dæmi laga- nefnd, sem samið hefur umsagnir um lagafrumvörp er tengjast sviði Skýrslutæknifélagsins, fræðslu- nefnd, staðlanefnd og fleiri. Oftast hefur slíkum nefndum verið falið að leysa tiltekið afmarkað verkefni og þær því samkvæmt eðli máls ekki orðið varanlegar. Staðlanefndir hafa meðal annars unnið að því að útbúa staðlað form á kaupsamningum fyrir tölvubúnað og ennfremur hefur verið unnið að stöðlun á leigu- og viðhaldssamn- ingum. Auk þess hefur nefnd á vegum Skýrslutæknifélagsins gert tillögur að stöðluðu lyklaborði, sem staðladeild Iðntæknistofnunar ís- lands hefur nú tekið upp lítið breyttar. Ein nefnd hefur starfað lengur en allar aðrar nefndir á vegum Skýrslutæknifélagsins, en verkefni hennar er þess eðlis að því er enn ekki lokið og mun eflaust seint Ijúka, á meðan nýjungar eru að koma fram á þessi sviði. Nefndin ber nafnið Orðanefnd og skipa hana nú Sigrún Helgadóttir for- maður, Baldur Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson og örn Kaldalóns. Nefndin hefur nú útgáfu orðalista yfir tækniorð í undirbúningi og er vonast til að hann geti fljótlega séð dagsins ljós. Verkefni nefndarinn- ar felst aðallega í því að þýða erlend tækniorð og hugtök, og þarf þá oft að finna upp ný orð, sem ekki hafa áður verið til í málinu. Oft eru þá gerðar tiliögur að nokkrum orðum og síðan séð til hvaða orð ná fótfestu og lifa áfram í málinu. Vinna af þessu tagi er mjög timafrek og til dæmis má geta þess að það tók nefndina 100 klukkustundir að þýða 600 orð. Skrifstofa framtíðarinnar Framleiðni í skrifstofuhaldi hef- ur aukist mjög lítið á undanförnum árum ef borið er saman við fram- leiðniaukningu í öðrum starfs- greinum, t.d. iðnaði og landbúnaði. Rannsókn, sem gerð var nýlega í Bandaríkjunum, leiddi i Ijós að á meðan framleiðniaukning í iðnaði var yfir 100% og um 80% í landbúnaði var hún aðeins 4% í skrifstofuhaidi. Aftur á móti bjuggust þeir félagar við miklum breytingum á þessu sviði með aukinni tölvunotkun. Mjög algengt er að fólk sé allt að því hrætt við að nota tölvur við hin ýmsu verkefni, sem hingað til hefur verið hægt að leysa án tölvu. Hins vegar er búist við miklum breytingum í skrifstofuhaldi á næstu árum og eru breytingarnar nú þegar farnar að gera vart við sig. Tölvur eiga eftir að skipa mun stærri sess í öllu skrifstofuhaldi í framtíðinni en nú tíðkast. Fólk er þó almennt ekki farið að hugsa um þessa hluti af alvöru og því er mikilvægt að það fari að vakna af dvala og velta þessu fyrir sér og búa sig þannig undir að vinna við breytt skilyrði. Hjá því verður ekki komist að sögn þeirra félaga i Skýrslutæknifélaginu. I því skyni að vekja fólk til umhugsunar um þessi málefni verður fyrstu vikuna í október haldin sýning á skrifstofutækjum á vegum Skýrslutæknifélags Islands og Stjórnunarfélags íslands. Á sýningunni er áformað að einungis verði kynntur búnaður, sem ætla má að notaður verði á skrifstofum framtíðarinnar. Margir aðilar hafa lýst áhuga á að taka þátt i sýningunni og má gera ráð fyrir að sýnendur verði um 20—30 talsins. Námsstefna um skrifstofu framtíð- arinnar verður haldin í upphafi sýningarinnar og þar munu erlend- ir fyrirlesarar meðal annars flytja erindi. Skrifstofa í skjalatöskunni Sem dæmi um það í hvaða átt stefndi á þessu sviði nefndu þeir félagar að nú nokkur síðustu árin hefðu tölvuframleiðendur haft á boðstólum ýmsar gerðir af því sem kallað hefur verið „skjalatösk- uútstöðvar". Sölumenn eða stjórn- endur fyrirtækja hafa þá á ferða- lögum getað tengt þær við tölvu fyrirtækis síns á heimaslóðum. Þessi tæki vega gjarnan um 10 kíló og er fyrirferðin þá svipuð og venjuleg skjalataska eða rúmlega það. Japanir hafa nú, eins og stund- um áður, skotið keppinautunum ref fyrir rass á þessu sviði, því nú hefur komið á markaðinn enn minna og fullkomnara tæki af þessu tagi. Tækið hefur samskonar leturborð og ritvél, er ekki fyrir- ferðarmeira en símaskráin og rúm- ast því auðveldlega í hvaða skjala- tösku sem er. Tækið má tengja við venjulega rafmagnsinnstungu eða knýja með rafhlöðum, en allt sem slegið er inn á lykilborð þess er skráð á míkrókassettu í tækinu sjálfu. Innbyggt minni gerir mögu- legt að kalla fram allt það sem áður hefur verið skráð í tækið. Sögðu þeir félagar að lokum að tæki sem þessi væru dæmi um það sem koma skal í framtíðinni og því væri nauðsynlegt fyrir fólk, sem starfar á þessu sviði, að fylgjast vel með nýjungum, þannig að það gæti haft sem mest gagn af. Ný tækni væri til þess að auðvelda fólki störfin en ekki til þess að hræða M. A.K.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.