Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JUNI1981
15
Ekki
inum
eftir Sigríði
Theodórsdóttur
Maðurinn minn skrifaði grein í
blaðið okkar um daginn, svo nú
langar mig til þess að vera ekki
minni manneskja — jafnréttið þið
skiljið. Hann (maðurinn minn) er
læknir á Borgarspítalanum og
hefur hátt kaup (og fær líklega
bráðum hærra). Það vita allir að
hann er hátt launaður, og heimtar
hærra, og eru alltaf að tala um
það við mig (þeir sem ég hitti á
götu og svoleiðis). Mér finnst það
ágætt, því ég finn samt að þeir
öfunda mig af því að vera gift
svona tekjuháum manni. Og svo er
nú lika annað. Hann þarf ekki að
vinna fyrir þessu kaupi, það segja
allir, meira að segja Þröstur
Ólafsson og ráðherrarnir. Það er
nefnilega eiginlega ekkert að gera
á spítalanum, eins og Þröstur veit
manna best. Hann sagði meira að
segja frá því í sjónvarpinu um
daginn. Og svo er hann líka
ægilega kærulaus (maðurinn
minn, ekki Þröstur) og er satt að
segja næstum sama hvort sjúkl-
ingarnir lifa eða deyja, nema
auðvitað fækkar viðskiptavinun-
um ef margir deyja, svo ég held að
hann reyni að minnsta kosti að
gleyma ekki hnífum inni í þeim,
svona oftast, þótt bæði hann og
hjúkkurnar séu víst ægilega kæru-
laus þegar þau eru að telja
grisjurnar sem fara inn í sjúkling-
inn og út aftur. Enda ku spítalarn-
ir tapa þó nokkuð miklu fé á ári
hverju i týndum grisjum — (segja
kunningjar mínir, sem allir kunna
ótrúlegustu sögur af kæruleysi
læknanna).
Jæja, svona er nú þetta. Maður-
inn minn heldur að hann og hans
líkar séu ómissandi þótt þeir séu
auðvitað sníkjudýr á þjóðfélaginu
(sem hefur kostað miklu til þess
að mennta þá). Og allir þessir
dýru spítalar og dýru áhöld eru
auk þess til þess eins að hlaða
undir rassinn á þeim (eins og
Dagblaðið réttilega hefur bent á),
þótt þeir ættu vitanlega sjálfir að
hafa fyrir því að koma sér upp
þeirri aðstöðu sem þarf (eins og
allir aðrir gera) tii þess að geta
féflett sársjúkt fólk, oftast gamal-
menni og börn sem ekkert kaup
hafa.
En nú kemur grínið. Hann
(maðurinn minn) veit alls ekki
neitt um fjármál. Það er auðvitað
ég sem sé um skattaframtalið og
allt það. Hann veit hreint ekki,
hvað hann fær í sinn hlut í raun
og veru, og má satt að segja alls
ekki komast að því. Þess vegna
ætla ég að biðja blaðið að prenta
þessa grein á hentugum tíma, þ.e.
þegar hann er búinn að hanga,
helst allan sólarhringinn, á spítal-
anum til þess að fá borgaða
yfirvinnuna. Þá er hann svo aga-
lega syfjaður að ég get fleygt
blaðinu án þess að hann taki eftir.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
hann hefur ekkert hátt kaup,
þrátt fyrir þetta sífellda hangs á
spítalanum. Og þið ættuð bara að
vita hvað hann er oft þreyttur
eftir hangsið, enda veit ég vel sjálf
að fátt er jafnþreytandi og sitja og
bíða eftir engu. Jæja, ég var sem
sagt rétt áðan að bera saman
síðustu launaseðlana okkar, með-
an hann var að kjafta í símann við
einhvern sjúkling, sjálfsagt fer
hann út í bæ til þessa sama
sjúklings. Ég vona bara að hann
fái kvöldkaffi þar, ekki nenni ég
að hanga uppi til þess að hella upp
á könnuna seint og síðar meir.
Jæja, ég verð að fara að koma
að þessu sniðuga sem hann má
alls ekki frétta, því þá fær hann
kannski minnimáttarkennd og
hættir jafnvel að „lækna" og nællr
sér t.d. í vel launað starf hjá
Svavari eða Ragnari eða reynir að
komast í framboð, sem mér þætti
AlGLVSINí.A
SIMINN KR:
22480
Sigríður Theodórsdóttir
„Sannleikurinn er
nefnilega sá, að hann
hefur ekkert hátt
kaup, þrátt fyrir
þetta sífellda hangs á
spítalanum. Og þið
ættuð bara að vita
hvað hann er oft
þreyttur eftir hangs-
ið, enda veit ég vel
sjálf að fátt er jafn-
þreytandi og sitja og
bíða eftir engu“
þeim lært og ætla að nota hér
heima í framtíðinni). Mér finnst
alveg rétt hjá þeim að kalla
mennina á skrifstofuna og láta
Þröst og fleiri mannvitsbrekkur
úthúða þeim rækilega (eins og ég
hef líka heyrt að þeir hafi óspart
gert). Ég veit að það verkar vel.
„Þessir rnenn" kunna ekki að taka
svoleiðis, verða bara klumsa og
skammast sin (vonandi), eða það
sem væri enn betra, fara til
Svíþjóðar og þá getum við lagt
niður þessi dýru sjúkrahús og
Læknaþjónustuna sf. Sú stofnun
sýnir nú líka best hvað þeir eru
einfaldir „þessir menn“. Ef þeir
hefðu átt snefil af sómatilfinningu
hefðu þeir séð í hendi sér að
réttlátara hefði verið, sérstaklega
gagnvart gamalmennum og börn-
um, að vinna annaðhvort kaup-
laust þangað til ráðherrann hafði
tíma til þess að athuga málið (þeir
halda víst að ráðherrar hafi ekki
annað að gera en funda með
ónytjungum) eða að minnsta kosti
ekki setja upp hærri taxta en þeir
geta gert sér einhverja von um að
fá ef samið verður (helst ætti þó
ekki að semja næstu árin). I þriðja
lagi gátu þeir bara hreinlega hætt
að sinna sjúklingum og leyft þeim
að batna í friði. Líklega hefði það
verið best fyrir alla parta.
Að * lokum (og þó fyrr hefði
verið) bið ég forláts á þessari
langloku. En satt að segja gat ég
ekki stillt mig um að taka undir
með öllum þeim sem hafa komið
að máli við mig og sjá eins og ég
að þessi rándýra „læknishjálp"
nær engri átt og oftast er miklu
ódýrara að láta a.m.k. gamal-
menni og börn, sem enn eru ekki
farin að gera gagn, deyja drottni
sínum hjálparlaust, því alltaf
kemur maður í manns stað hvort
eð er.
Reykjavík, 3. júní 1981,
alveg óþolandi, því mér leiðist svo
ógurlega í kokkteilboðum og ég
veit að ráðherrar og þingmenn eru
alltaf í þeim á daginn (kannski
fulltrúar líka). Grínið er sem sagt
að þótt hann hafi hærra kaup á
pappírnum og trúi því að hann
haldi heimilinu og öllu því gang-
andi, þá er það bara óvart ég sem
er aðalfyrirvinnan.
Þið trúið þessu sjálfsagt ekki,
en ég ætla þá bara að láta slag
standa og sýna ykkur þetta í
tölum. Ég er sannarlega montin af
hvað ég er dugleg (í mínu starfi)
en hann ekki. Ég held bara að ég
setji þetta upp í töflu, því hann
botnar ekkert í svoleiðis (ef hann
skyldi samt sem áður komast í
blaðið áður en ég fleygi því í
öskutunnuna).
læknatímarit og bækur séu svo
dýrar. Mér finnst nú líka óþarfi að
liggja í bókum tímum saman á
kvöldin, þótt einhvern eigi að
skera upp daginn eftir. Það er
varla svona mikill vandi, alltaf
þetta sama. Og svo er maðurinn
líka búinn að vera í löngu námi og
ætti að kunna þetta finnst mér.
Jæja, þetta er nú að verða heil
bók, en það var aldrei meiningin.
Ég vil bara að endingu taka undir
með Svarthöfða (sem mér finnst
bæði gáfaður og sanngjarn), Pétri
Gunnarssyni (sem skrifaði mál-
efnalega og af þekkingu í Dag-
blaðið þótt hann sé skáld), Jónasi
Kristjánssyni (sem ég tek mikið
mark á) og síðast og ekki síst
ráðherrunum báðum, Svavari og
Þarna sjáið þið. Ég hef fengið
10.000 krónum meira en hann frá
áramótum. Samt erum við bæði í
samskonar vinnu og við höfum
verið í í mörg ár og bæði með
nokkuð svipaða yfirvinnu frá ári
til árs og vinnum bæði bara á
einum stað, sem sagt engar tekjur
sem ekki koma fram i töflunni. En
hann horfir bara á álagningarseð-
ilinn og sér að samkvæmt honum
hefur hann þó nokkuð hærra kaup
en ég og er þar með hæstánægður
(nema nú vill hann meira).
Hann athugar bara ekki að
skatturinn er svo sniðug inn-
heimta, með fyrirframgreiðslur og
fleira sem erfitt er að botna í (ég
skil það meira að segja ekki) að
þessar 15.000 sem hann heldur að
hann fái eru ekki nema 6.000 í
budduna, sem er auðvitað samt
alltof mikið fyrir mann sem þykist
vinna þegar hann situr bara og
sötrar kaffi, því fyrirkomulagið á
spítalanum miðast við gamaldags
og mannfrekar lækningar (t.d.
þegar saumað var með saumnál
áður en allir eignuðust saumavél-
ar, vélsagir og fleiri stórvirk
verkfæri) og þessvegna eru alltof
margir læknar á spítölunum eins
og Þröstur réttilega tók fram.
Samt vill hann líka fá ótal fríð-
indi, sé ég í blöðunum, því hann
telur sig hafa allskonar kostnað,
sem hann vill fá dreginn frá
skatti. Fyrst er það nú gamli
bíllinn hans. Ykkur að segja notar
hann bílinn heilmikið bara fyrir
sjálfan sig. Þessar óþörfu nætur-
ferðir á spítalann (til þess að fá
yfirvinnuna) og heimsóknir til
sjúklinga úti í bæ (vísast bara til
að drepa tímann) eru bara her-
bragð í kjarabaráttunni. Trúið
mér, ég þekki það (hef ekki svo
sjaldan orðið að bíða með matinn
að óþörfu). Svo talar hann um að
Ragnari, sem ég kaus og sé
sannarlega ekki eftir að hafa gert.
Þeir hafa sýnt og sannað í þessu
leiðindamáli að þeir taka „þessa
menn“ (eins og Ragnar sagði)
réttum tökum (ég hef mikið af
Mánaðarlaun Laun frá áramótum Útborguð laun
+ yfirvinna frá áramótum
Ilann 12.8% 74.243 31.927
Ég 7.526 66.373 44.205
segja mann-
mínum það