Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981
Flugkeppnin yfir Atlantshafið Flugkeppnin yfir Atlantshafið Flugkeppnin yfir Atlantshafið Flugkeppnin yf
Síðustu vélarn-
ar á austurleið
í keppninni kennir margra grasa
Um hádoRÍsbilið í gær
voru síðustu fluRvélarnar
í Transat-flugkeppninni
að leggja upp frá Banda-
ríkjunum austur yfir Atl-
antshaf til Parísar, en
búist er við að síðustu
vélarnar komi til Parísar
á föstudaR. Hafði kcppnin
KenRÍð tiItöluleRa vel fyrir
sír, ef undan er skilið að
ein fluRvél lenti í hafinu
skammt frá Skotlandi á
austurleið. Um borð í
fluRvélinni, sem var eins
hreyfils ojí af Rerðinni
Piper Comanche, var þotu-
flugstjóri með 20 þúsund
flujítíma að baki, or þaul-
vanur fluRkennari honum
til aðstoðar. Þeir lentu á
Reykjavíkurflugvelli á
vesturleið, en ætluðu að
fljúga í einum áfanga það-
Flug
Texti:
Ágúst xisgeirsson
Myndir:
Kristján Einarsson
Um hádegi á þriðjudag höfðu
rúmlega 40 flugvélar náð til
Bridgeport-flugvallar í Stratford í
Connecticut, þar sem snúið var
við. Fimmtán flugvélar voru þá á
leiðinni austur um, en sú kvöð
hvíldi á flugmönnum, að þeir
tækju sér 24 klukkustunda hvíld
vestra.
Margar flugvélanna ætluðu að
freista þess að ná i einum áfanga
frá Bandaríkjunum til Parísar og
hafa því færri viðkomu hér á
austurleiðinni.
um að fjöldaframleiða flugvélina,
og takist honum að sigra i keppn-
inni verður það ekki svo lítil
auglýsing.
Fyrsta flugvélin, sem lenti á
Islandi á austurleið, kom til
Reykjavíkur rúmlega sjö á þriðju-
dagsmorgun og stanzaði í innan
við 30 mínútur til að taka elds-
neyti, en hún var af gerðinni
Mooney 201 og ætlaði í einum
áfanga til Parísar. Flugmennirnir
eru bandarískir. Von er á flestum
flugvélanna að vestan í dag.
Misjafnlega búnir
Flugmennirnir sem hér höfðu
viðkomu voru misjafnlega búnir.
Langflestir þeirra voru í sérstök-
um klæðnaði, sem gerir þeim
kleift að velkjast um í hafi í
jafnvel margar vikur. En innan
um voru flugmenn sem voru ein-
ungis í gallabuxum og stutterma-
skyrtu.
Um borð í flugvélunum öllum
u fUlMG CLUtí
Lou Miller, flugmaður bandarísku flugvélarinnar er fór hér fyrst um
á leiðinni til baka til Parísar.
Pil.,k;r flugmenn á italskri einshreyfilsflugvél af gerðinni Sia
Marchetti 2G0 borga benzináfyllingu eftir 8'/2 klst. flug frá París með
millilendingu i Prestwick.
an.
Flugkeppnin er haldin í tengsl-
um við flugsýningu sem nú stend-
ur yfir í París, og haldin er annað
hvert ár. Keppnin er haldin til að
minnast þess, að rösk hálf öld er
liðin frá því að frönsku flugmenn-
irnir Costes og Bellonte flugu
fyrstir manna vestur um Atlants-
haf, frá Evrópu til Bandaríkjanna,
en það gerðu þeir 1930, er þeir
flugu 4100 mílna vegalengd á 37
klukkustundum rúmum. Þremur
árum áður flaug Lindbergh hið
fræga einflug sitt austur yfir
Atlantshaf.
Þátttökuflugvélunum er skipt
upp í flokka eftir fjölda hreyfla og
þyngd. í öllum flokkum er keppt
annars vegar um hver er fljótast-
ur að fljúga fram og aftur um
hafið og hins vegar er flugvélun-
um veitt forgjöf sem ákvarðast af
uppgefnum flughraða við ákveðna
aflsetningu hreyfilsins. Fyrstu
verðlaun í hverjum flokki eru
jafnvirði tíu þúsund dollara. „Við
fengjum fyrir benzínkostnaðinum
ef við sigruðum, en lítið meira,"
sagði aðstoðarmaður tveggja
kvenkeppenda í spjalli við Mbl.
um helgina. Hann sagði kostnað
við þátttöku í keppninni mikinn,
en í flestum tilfellum hefðu hin
ýmsu fyrirtæki hlaupið undir
bagga og staðið straum af kostn-
aði. Af þessum sökum voru flug-
vélarnar skreyttar nöfnum og
merkjum fyrirtækja í bak og fyrir.
Árla á þriðjudag kom fyrsta
flugvélin aftur til Parísar og var
hún af gerðinni Cessna Centurion,
eins hreyfils flugvél frá Luxem-
borg, og var hún 24 klukkustund-
um á undan upphaflegri áætlun.
Á leiðinni vestur um haf stönz-
uðu flugmennirnir í 31 mínútu í
Reykjavík til að taka eldsneyti, en
annars höfðu þeir ekki aðra við-
komu á leiðinni, og voru 22 klst. og
42 mínútur vestur um haf.
Þeir flugu austur um í einum
áfanga frá Bridgeport-flugvelli,
þar sem byr reyndist hagstæður
og voru 17 klst. og 52 mínútur á
leiðinni, eða 40 klst. og 34 mínútur
báðar leiðir. Vélin flýgur á um 180
hnúta hraða.
Á hádegi í gær höfðu 64 flugvél-
ar lagt af stað frá París. Ein hætti
í Manchester vegna vélarbilunar
og ein sneri við í Reykjavík í gær.
Nokkrar flugvélar sneru til
Reykjavíkur á sunnudag og mánu-
dag vegna bilana og vegna ísingar
og veðurs við Græniand. Þær
héldu þó allar áfram.
Flugmenn elztu ílugvélarinnar afklæðast sérlegum klæðnaði er gerir
mönnum kleift að lifa af margra daga volk á hafi úti.
Franskir flugmenn á Mooney 201-fIugvéI setja benzin á aukatank er
komið var fyrir i farþegaklefanum. Allar flugvélarnar voru með
aukatanka til að auka drægni vélanna.
Tilraunavél í forystu
Sú flugvél sem hafði forystu í
keppninni í gær átti að leggja af
stað síðdegis frá Bridgeport, eins-
hreyfilsflugvél af gerðinni Win-
decker Eagle. Flugmennirnir ætl-
uðu í einum áfanga til Parísar, um
16 klukkustunda flug, þar sem
vélin flýgur á 180 hnúta hraða.
Vélin er ein örfárra af .þessari
gerð, en það er bandarískur maður
að nafni Leo Windecker sem
hannað hefur flugvélina, en fram-
leiðandinn, Gerald Dietrich, flýg-
ur henni. Hefur hann uppi áform
voru hins vegar björgunarbátar.
Og allar voru þær vel búnar
leiðsögutækjum, af fullkomnustu
gerð, en í viðtölum við flugmenn-
ina kom fram, að þau voru flest
fengin að láni hjá framleiðendum.
Finnsk flugkona
Eins og fram kemur annars
staðar komu tvær franskar stúlk-
ur fyrstar til Reykjavíkur á vest-
urleið. Áhöfn annarrar flugvélar
var skipuð konum eingöngu,
tveimur fullorðnum finnskum
konum, og hafa íslendingar áður
heyrt annarrar þeirra getið,
Orvokku Kuortti, en hún nauð-
lenti einshreyfils vatnaflugvél
undan Reykjanesi 1976, eins og
skýrt var frá á sínum tíma.
Þá var bandarísk kona við
stjórnvölinn á einni flugvél, en
hún heitir Sigfried Sikorsky og
býr í Stratford í Connecticut, þar
sem flugvélarnar sneru við í
keppninni. Sigfried er flugkennari
að atvinnu, en hún er jafnframt
tengdadóttir frumkvöðuls á sviði
þyrluflugsins, Igor I. Sikorsky, er
hannaði og smíðaði fyrstu not-
hæfu þyrluna.
Þá flaug það fyrir, að flugstjóri
á Concorde-þotu væri aðstoðar-
flugmaður á einni einshreyfils-
flugvélinni, en við nánari eftir-
grennslan blm. Mbl. kom í ljós, að
svo var ekki, heldur var þar á
ferðinni alnafni hans.
Annars var það eftirtektarvert,
þegar rennt var yfir þátttakenda-
listann, að í langflestum flugvél-
anna voru atvinnuflugmenn,
meira að segja flugmenn sem
fljúga jafnan stórum farþegaþot-
um milli heimsálfanna. Inn á milli
voru hins vegar menn er stunda
hin margvíslegustu og ólíklegustu
störf, en allir hafa mikla reynslu í
flugi, og allir urðu að uppfylla
margvísleg og ströng skilyrði um
hæfni og þjálfun vegna þátttök-
unnar.
/
180 sinnum
yfir hafið
Nefna má, að einn flugmann-
anna er Mbl. spjallaði við á
Reykjavíkurflugvelli reyndist vera
ferjuflugmaður og hefur hann
ferjað 180 litlar flugvélar yfir
hafið um dagana.
Þá tóku mjög margir þátttak-
endur keppnina það alvarlega, að
þeir höfðu farið margar ferðir
fram og aftur yfir hafið í æf-
ingaskyni síðustu vikurnar fyrir
keppnina.
Misjöfn áherzla
óhætt er að segja, að
þátttakendurnir í flug-
keppninni hafi tekið
þátt af misjafnlega
mikilli alvöru. og marg-
ir þeirra voru einvörð-
ungu með ánægjunnar
vegna og til að réttlæta
skemmtilegan „flug-
túr“.
Þannig voru sumir
flugmennirnir með að-
stoðarmenn bæði i
Reykjavik og vestur á
Labrador og i Bridge-
port. Þessir menn sáu
um öll mál, útbjuggu
flugáætlanir, sáu um
benzinkaup, settu
smuroliu á hreyflana.
gengu frá tollskjölum,
grandskoðuðu veður-
kort o.þ.h. meðan þátt-
takendurnir rétt skut-
ust inn á salernin eða
teygðu úr sér.
Áf þessum sökum
höíðu flugvélarnar mis-
jafnlega langa viðkomu
hér, en aðrir gerðu allt
sjálfir og án þess að
flýta sér við hlutina. Sú
vél er stóð hér styzt við
var farin i loftið 14
mínútum eftir að hún
lenti.
Og keppendur voru
misjafnlega skapi farn-
ir þegar þeir Ientu á
Reykjavikurflugvelli.
Flestir voru hressir og
létu smávægileg vanda-
mál litið á sig fá, en
brezki blaðamaðurinn
John Hutchinson var
þar undantekning.
Hann lenti rétt fyrir
klukkan 15 á sunnudag
og steig bálvondur út
úr vél sinni:
„Þær bregðast alltaf
þessar veðurspár, sama
gamla sagan. Við feng-
um hullandi ísingu er
við fórum frá Skotlandi
og töpuðum talsverðum
tima vegna mótvinds,
sem ekki var i spánni,“
sagði hann og blússaði
inn til Flugþjónustunn-
ar til að athuga með
áframhaldið.