Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 18

Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 GerviauKa blásið út. Þýsku gerviaugna- sérfræðingarnir: Reynt að fáþáaftur næsta vor NÝLEGA komu hingað til iands tveir KerviaujínasérfræðinKar frá fyrirtækinu Muiler-söhne í Wiesbaden í Þýskalandi, en þeir hafa komið hingað á tveKKja til þrÍKgja ára fresti sl. 25 ár á veKum Elliheimilisins Grundar ok búið til gerviaugu fyrir þá sem á þurfa að halda. Ekki mun þó hafa verið hægt að veita öllum þessa þjónustu því sérfræð- ingarnir höfðu hér aðeins viðdvöl í tæpa viku. Að því er Gísli SÍKurbjörnsson, forstjóri Elli- heimilisins Grundar saKði, mun verða reynt að fá þá hinKað til lands aftur næsta vor. Gísli sagði, að i hvert skipti og þessir menn kæmu til landsins væri mikil eftirspurn eftir þjón- ustu þeirra, en þeir munu fram- leiða sérstaklega góð kúlulaga gerviaugu með því að blása út gler. „Þeir koma með nokkuð stóran lager augna frá Þýskalandi og breyta lit og stærð eftir þörfum, en því miður hefur ekki tekist að verða við beiðni allra," sagði Gísli. Yfirleitt þarf að skipta um gerviauga á tveggja til þriggja ára fresti og börn þurfa að skipta um oftar. Einnig þykir æskilegt að hafa gerviauga til vara ef augað brotnar eða skemmist. Þýsku gerfiaugnasérfræðingarnir seldu 168 augu hérlendis í ferðinni. Elliheimilið Grund hefur skipu- lagt komur þeirra hingað en Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt þjónustu þeirra. Orlof húsmæðra í Reykjavík verð- ur í Eyjafirði ORLOFSHEIMILI reykvískra húsmæðra sumarið 1981 verður að Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Rétt til að sækja um dvöl á heimilinu hafa húsmæður í Reykjavík, sem veita eða hafa veitt heimili for- stöðu. Eins og sl. sumar munu einnig dveljast þar húsmæður af Norðurlandi og Vestfjörðum. Þetta samstarf og tilhögun hef- ur enn aukið á reisn hins félags- lega þáttar orlofsins. Þegar er ákveðið um 7 hópa og þá miðað við 50 gesti frá Reykjavík og 10 að norðan hverju sinni. Fyrsti hópur- inn fer laugardaginn 4. júlí. Flogið verður með Flugleiðum til Akur- eyrar. Frá og með 11. júní verður tekið á móti umsóknum á skrif- stofu orlofsnefndar að Traðar- kotssundi 6 í Reykjavík, kl. 15—18 alla virka daga. Gullsmíða- verkstæði Jóns Dalmanns- sonar 50 ára 50 ár eru i dag, fimmtudag, liðin frá þvi Gullsmiðaverk- stæði Jóns Dalmannssonar var opnað. Dóttir Jóns, Dóra, rekur fyrirtækið nú undir heitinu Gullkistan. en faðir hennar lést fyrir 11 árum. Jón Dalmannsson gullsmiður fæddist í Fíflholtum á Mýrum 24. júní 1898. Hann stundaði gullsmíðanám í Reykjavík 1918- 22 hjá Jónatan Jónssyni gull- smið og vann nær eingöngu að þeirri iðn þar til hann lést 1970. Hann hafði þó einnig tekið sveinspróf í veggfóðrun og dúka- lagningu og sinnti eitthvað þeim störfum. Að loknu gull- smíðanámi vann hann um tíma með Óskari Gíslasyni sem einnig lauk námi um svipað leyti en réðst svo til Árna B. Björnssonar og vann þar í nokkur ár. Árið 1931 keypti Jón gull- smíðaverkstæði Erlends Magn- ússonar af syni hans, Magnúsi Erlendssyni, gullsmið og hóf þá rekstur eigin fyrirtækis í Þing- holtsstræti. Síðar flutti Jón verkstæðið að Grettisgötu og árið 1952 á Skólavörðustíg. 11. júní 1976 flutti Dóra fyrirtækið í húsnæði við Frakkastíg þar sem það er enn. „Við vitum því miður ekki nákvæmlega hvenær Erlendur Magnússon hóf rekstur gull- smíðaverkstæðis síns en það mun hafa verið í kringum 1880," sagði Dóra Jónsdóttir er blm. heimsótti hana í vinnustofu hennar. „Við vitum heldur ekki ná- kvæmlega hvenær faðir minn keypti fyrirtækið en það var munstur eftir eldri hlutum, oftast í blý. Ný munstur voru ýmist tálguð í blý eða tré. Eftir þessum munstrum var mótaö í sand og steypt í silfur með því að hella bræddu silfrinu í mótin. Þetta var eitt af því sem var unnið á hverju gullsmíðaverk- stæði en árangurinn var misgóð- ur. Erlendur og Jónatan höfðu Gullsmíðaverkstæði Jóns Dalmannssonar er til húsa að Frakkastig báðir unnið mikið af steypu- 1®* Ljósm. Kristján Helgi Árnason silfursteypumaður og Dóra Jónsdóttir gullsmiður við vinnu sína á gullsmiðaverkstæð- inu. Dóra Jónsdóttir við nokkur af þeim gömlu smiðaáhöldum sem enn eru i notkun. Þau elstu eru meira en 100 ára. einhverntíma í byrjun árs 1931 og við miðum afmælisdaginn við 11. júní og fyrirtækið flutti í eigið húsnæði." I Gullkistunni vinna auk Dóru silfursteypumaðurinn Helgi Árnason og gullsmíðaneminn Júlíana Karlsdóttir. í verslun- inni vinna þær Elín Ástmars- dóttir og Aðalheiður Árnadóttir. Helgi Árnason mun vera eini íslendingurinn sem hefur haft titilinn silfursteypumaður. „Það var gömul hefð í íslenskri gullsmíði að steypa ýmsa muni,“ sagði Dóra. „Voru þá gerð vinnu og voru báðir mjög rómað- ir fagmenn. Er faðir minn keypti gull- smíðaverkstæði Erlends Magnússonar 1931 var það þegar orðið hálfrar aldar gamalt og því fylgdi mikið mótasafn. Hann kom sér þvi upp steypuaðstöðu á verkstæði sínu. Helgi er uppeld- isbróðir föður míns og vann hann hjá honum, fyrst nokkra vetur, og lærði að ná tökum á steypunni með slíkum árangri að aðrir gullsmiðir sóttust eftir að láta hann steypa fyrir sig. Þann- ig var til sérstakt steypuverk- stæði þar sem Helgi var í fullu starfi og er óhætt að fullyrða að hann sé sá eini sem hefur haft sjálfstætt silfursteypustarf. Hann hefur nú unnið við þetta í meira en 40 ár og má allt eins búast við að þetta verk leggist niður þegar hann hættir störf- um.“ Á verkstæðinu eru ýmis gömul áhöld sem fylgt hafa því gegnum árin. Þau elstu eru yfir 100 ára og eru enn notuð. Dóra var spurð að því hvort störf gullsmiða hefðu lítið breyst á sl. 100 árum og hvort lítil tækniþróun hefði orðið þar á. „Það verður náttúrulega alltaf einhver tækniþróun í iðngrein- um á þessum tímum. En gull- smíðin er sú iðngrein sem mest hefur haldið gamalli hefð. Það sést kannski best á því að við getum enn notað þessi gömlu áhöld. — Hver eru dagleg störf gullsmiða? „Þau eru margvísleg og fara eftir verkefnum hverju sinni. Þar til á sl. ári var t.d. hjá okkur gullsmiður sem vann einungis við víravirki. Hann hafði því mun afmarkaðra verksvið en þeir sem sjá um viðgerðir." — Hafa gullsmiðir alltaf nóg að gera? „Verkefni gullsmiða eru að miklu leyti árstímabundin. Áður var aðalannatíminn um jól og 17. júní er stúdentar voru að út- skrifast. En nú eru oftar miklar annir, stúdentar eru nú útskrif- aðir á ýmsum tímum árs og fyrir páska er líka oft mikið að gera þegar fólk er ,að endurnýja búningasilfur eða koma sér upp búningum fyrir fermingar. Það er líka mikið um að fólk komi sér upp búningum fyrir utanlands- ferðir t.d. kóra. Mér finnst áhugi á þjóðbún- ingum fara vaxandi. Ungar stúlkur vilja gjarnan fermast og giftast í þeim og stúdentar eru einnig oft í búningum." — Hefur hækkandi gullverð haft í för með sér að fólk kaupir minna af gullmunum? „Það kaupir minna af þeim að því leyti að það kaupir minni hluti. Tískan hefur kannski eitt- hvað að segja í þeim efnum einnig en hún hefur verið ákaf- lega fíngerð upp á síðkastið,“ sagði Dóra að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.