Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981
Galeiðan
í Norræna húsinu hefur verið
komið fyrir í anddyri nokkrum
skreytingum við sögu Ólafs
Hauks Símonarsonar „Galeið-
an“. Þessi verk eru ekki mörg að
tölu, níu ef mér ekki förlast
minni, og eru dúkristur gerðar
af grafíkkonunni Sigrid Valting-
ojer. Hún mun upprunnin í
Þýskalandi og hefur sest að hér
á landi. Það munu vera orðin ein
tuttugu ár, síðan við fengum
þessa listakonu til landsins, og
má hún því fremur teljast til
íslendinga en Þjóðverja.
Þetta er ekki veigamikil sýn-
ing, en hún er snyrtileg og hefur
viðfelldin svip. Þarna eru hlut-
irnir natnislega unnir, og dúkur-
inn skilar sínum séreinkennum
vel í myndfletinum. Listakonan
kann sitt fag og vinnur myndir
sínar eftir því. En það vantar
eitthvert verulegt átak til að
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
gera þessar myndir eftirminni-
legar, og þær verða ækki taldar
til þess besta, er gert er í grafík
hér á landi. En þessi blöð, sem
þarna eru á veggjum, skila sér
samt miklu betur en þegar
myndirnar hafa verið prentaðar
í bókinni. Það er því skemmti-
legt að sjá, hvað handverkið
hefur mikið að segja í þessu
listformi og má sannarlega
draga ályktanir af þessu. Það
blasir nefnilega hér við, að
44 En það vantar
eitthvert verulegt átak
til að gera þessar myndir
eftirminnilegar, og þær
verða ekki taldar til þess
besta, er gert er í graf-
ík hér á landi.
grafísk vinna er allt önnur en
sjálft prentverkið, en sumir hafa
haldið því fram, að grafík væri
ekkert annað en prentverk. Þeir
hinir sömu ættu að gera sér ferð
í Norræna húsið og skoða grafík-
myndir Sigrid Valtingojer og
gera samanburð við hinar prent-
uðu myndir í bókinni, en hún
liggur þar einnig frammi.
Það hefur verið mikið líf í
grafíkmyndagerð hér á landi að
Nýju fötin keisar-
ans til skiptanna
BÓKAORMURINN
Timarit um ba'kur og samtíma-
málcfni — málgagn Páls Skúla-
sonar, sem er ritstjóri og ábyrgð-
armaður. Reykjavík 1981.
I ávarpi sínu, Til lesarans,
bendir ritstjóri Bókaormsins, Páll
Skúlason, á þann góða sið að
senda vinum sínum bréf og segir í
framhaldi af því að nýútkominn
Bókaorm megi „skoða sem sendi-
bréf útgefandans til vina sinna".
Einnig segir Páll: „Eg hef gert
mér far um að birta efni sem ég
hef séð hjá vinum mínum og ég tel
að hafi varanlegt gildi."
Þetta er hreinskilni sem ber að
virða og óvenjuleg er hún í ávarpi
nýs tímarits, en slíkum ritsmíðum
hættir oft til að vera hátíðlegar og
lofa of miklu.
Gengið upp á Höfða nefnist
grein eftir Þórhall Guttormsson. í
henni kynnir hann írska skáldið
Seamus Heaney sem er liklega
þekktasta núiifandi skáld Ira þótt
lítið hafi farið fyrir honum í
íslenskri bókmenntaumræðu. Það
44 Þetta er hrein-
skilni sem ber að virða
og óvenjuleg er hún í
ávarpi nýs tímarits, en
slíkum ritsmíðum hættir
oft til að vera hátíðleg-
ar og lofa of miklu.
ætti að minnsta kosti að vera
forvitnilegt fyrir okkur að lesa
það sem Heaney yrkir um norræn
efni, oft með beinum tilvitnunum í
íslendingasögur. Þórhallur birtir
þýðingu sína á einu slíku ljóði
eftir Heaney: Horft í norður, og er
það „myrkt og njörvað" eins og
hann kemst að orði.
Sveinn Pálsson birtir eigin þýð-
ingu á smásögu Tsékovs: Brúður-
in, en framhalds er að vænta í
næsta hefti Bókaormsins. Sagan
tekur mikið pláss í ekki stærra
riti, en það er fengur að lesa hana.
Ljóð Óskars Árna Óskarssonar
þyja mér athyglisverð og meira að
segja nokkuð góð. Óskar Árni fer
sínar eigin leiðir í skáldskap.
Hann segir í ljóðinu Nýju fötin
keisarans að hann kunni ekki að
klæða Ijóð sín í búning annarra,
en eigi „nýju fötin keisarans/ til
skiptanna inní skáp“.
Úr ljóðaflokknum Vísur úr
sveitinni birtir Óskar Árni tvö
ljóð sem eiga að spegla heimþrá,
annað nefnist í tjaldi:
Lpiikí vol sat ók flotum boinum
»K mændi út um tjaldskorina
loks laKÚist ók á maKann
ok Mtist vora járnbrautarlost
á loið til Roykjavíkur.
Meðal annars efnis er viðtal
ritstjórans við Ólaf Jónsson og
kallast það: Stigið á bókaorm Ólaf
Jónsson. Af bókum og mönnum,
spjall ritstjórans, er m.a. sér-
kennilegt fyrir það að mikið er
lagt upp úr þeim íslenska sið að
segja deili á mönnum og birta brot
úr ættartölu þeirra; ekki að lasta.
Stefán Snævarr, höfundur Sjálf-
salans, er „sonur Ármanns Snæv-
arr, hæstaréttardómara". Val-
gerður Þóra Másdóttir, sem ný-
lega sendi frá sér skáldsöguna
Óra, er „sonardóttir Einars Bene-
diktssonar, skálds". Kristín
Bjarnadóttir, þýðandi Ástarsögu
aldarinnar, er „frá Haga í Þingi".
Kanar og Tjallar
Heimsstyrjöldin 1939—1945:
INNRÁSIN MIKLA
eftir Douglas Botting
og ritstjóra Time-Life boka.
Björn Jónsson íslenskaði.
Almenna bokafélagið 1981.
I Innrásinni miklu er frá því
sagt að undirbúningur innrásar-
innar í Frakkland hafði það í för
með sér að á enskri grund voru
hálf önnur milljón bandarískra
hermanna.
Bandaríkjamennirnir voru
fyrirferðarmiklir í London og það
versta við þá að dómi Englendinga
var hve þeim varð vel ágengt í
kvénnamálum. Ríkidæmið spillti
ekki þeirri hlið enda höfðu Banda-
ríkjamenn nærri fimm sfhnum
hærra kaup en enskir hermenn.
44 / hluta sem nefn-
ist Kanar á Bretlandi
er kafli sem nefnist
Kanahersetan í Englandi.
Nokkurrar ónákvæmni
gætir hjá þýðandanum,
Birni Jónssyni, m.a. með
því að tala jafnhliða um
Bretland og England.
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hagmælsku sinnar og fer ekki verr
út úr því en ýmsir vísna- og
limrugerðarmenn sem láta að sér
kveða í dálkum blaðanna.
Það er mjög í anda þessa
bókaflokks, Heimsstyrjöldin
1939—1945, að eyða miklu rúmi í
sögur og myndir af kvennafari
bandarískra hermanna í London:
„Svo margar breskar konur urðu
ófrískar að heilsugæslustöðvar og
hjálparstofnanir áttu erfitt með
að hafa nákvæma tölu á því.“
Skopteiknarar gerðu grín að
barnaskap Bandaríkjamanna og
því hve þeim var tamt að móta allt
samkvæmt eigin hugsunarhætti.
Kvikindislegar voru sumar þessar
myndir, en segja töluvert uih
landlæga fordóma Evrópubúa í
garð Bandaríkjamanna — án efa
eitthvað til í sumum þeirra. Til
dæmis þegar bandarísk flugvél
brotlendir á Þýskalandi og flug-
mennirnir stíga glaðbeittir út og
veifa til næsta leigubíls eins og
ekkert sé sjálfsagðara.
Innrásin mikla er saga um
blóðsúthellingar þar sem menn
voru sendir beint í dauðann, sumir
kvíðnir, aðrir með bros á vör.
Þetta er ein leiðiniegasta bókin í
flokki heimsstyrjaldarbókanna,
sérstaklega vegna þess hve mikil
áhersla er lögð á ýmis herfræðileg
atriði. En þegar á allt er litið eru
margar verðmætar heimildir í
henni, ekki síst á myndasviðinu
sem er lifandi að vanda.
En margir Englendingar lofuðu
glaðværð Bandaríkjamannanna
sem voru frjálsmannlegir að
vanda.
í hluta sem nefnist Kanar á
Bretlandi er kafli sem nefnist
Kanahersetan í Englandi. Nokk-
urrar ónákvæmni gætir hjá þýð-
andanum, Birni Jónssyni, m.a.
með þvi að tala jafnhliða um
Bretland og England. Betur fer á
því að velja annað hvort orðið.
Sama er að segja um Kanaupp-
nefnið. Bandarikjamenn eru kall-
aðir Kanar, en heimamenn ýmist
Englendingar eða Bretar. I sömu
andrá og Bandaríkjamenn eru
kallaðir Kanar færi vel á því að
tala um Englendinga sem Tjalla,
en það er orð sem Islendingar
þekkja vd.
Annars má segja það um þýð-
ingu Björns að hún er hvorki verri
né betri en almennt gerist. Björn
birtir meira að segja sýnishorn
Verður framtíðin svona með hjálp vina okkar að ofan?
Innrás líkamsþjófanna
Innrás líkamsþjófanna
Sýningarstaður: Tónabíó.
Nafn á frummáli: Invasion of thc
Body Snatchers
Kvikm.stjórn: Philip Kaufman.
Handrit: W.D. Richter. Byggð á
samnefndri sögu Jack Finney.
Framleiðandi: Roherto II. Solo.
Kvikmyndir byggðar á vísinda-
skáldskap hverskonar hafa á síð-
ustu tímum notið mikilla vindælda
víða um heim, nægir að nefna Star
Wars, The Empire Strikcs Back.
Close Encounters of thc Third
Kind og Alien þessu til sönnunar.
Ekki er gott að geta sér til af
hverju þessar feikivinsældir vís-
indaskáldskapar stafi. Mér dettur
helst í hug að við jarðarbúar séum
sjálfir að renna inn í þann heim
sem er sýndur í þessum skáldskap.
Að vísindaskáldsögur séu einskon-
ar riddarasögur nútímans. Þar
sem fararskjótinn er ekki meir
með fjóra fætur jafnfljóta heldur
aflmikla rakettuhreyfla og þar
sem hetjan er ekki skrýdd níð-
þungri brynju úr járni heldur
fisléttri silikonbrynju með ógagn-
sæan plasthjálm og í stað sverðs er
kominn lasergeislabyssa. Eins og í
riddarasögunum eru óvættir í fjar-
lægum álfum, munurinn er bara að
nú býr skrímslið á annarri plánetu
jafnvel í öðru sólkerfi.
í mynd þeirri sem nú skal rýnd
Invasion of the Body Scatchcrs er
óvætturinn einmitt frá fjarlægu
sólkerfi en hetjan ekki úr hátimbr-
uðum kastala heldur ríkisstarfs-
maður sem eltist vopnaður
tilraunaglasi við rottuskít í mat,
vinnur sum sé hjá heilbrigðiseft-
irlitinu. (Hefur okkur miðað fram
á veg?) Þessi opinberi starfsmaður
er að sjálfsögðu, hugumstór og
hjartahreinn andstætt geimverun-
um sem hafa það helst sér til
ágætis að skorta tilfinningar.
Þannig fylgir myndin d.vggilega
þeirri meginhugsun vísinda-
skáldskaparins að manneskjan
Homo Sapiens sé eina tilfinninga-
veran í alheimi. Vitsmunalega
standi Homo Sapiens að baki
Kvlkmyndlr
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
geimveru, aðeins tilfinningarnar
geri hann fremri. I Invasion of the
Body Snatchcrs eru þessi skil
dregin skýrt fram og gera þau
myndina býsna áhrifamikla.
Áhorfandinn fær samúð með bar-
áttu manneskjunnar við hið óper-
sónulega háþróaða vitsmunaafl,
sem ósjálfrátt minnir hann á
tölvuskrímslið sem nú teygir anga
sína inn í hvern krók og kima.
Við sjáum sem sé skáldskapinn
verða að veruleika. Hinu nýja
mannkyni sem koma skal, bregður
ljóslifandi fyrir í myndinni. Svo
skýrt að við þurfum ekki að bregða
okkur á tónleika nýbylgjuhljóm-
sveita til að sjá barnabörnin.
En innrás líkamsþjófanna er
ekki bara ætlað að lýsa inn í
framtíðina heldur og að hræra upp
í hinum dimmu skotum sálar
okkar þar sem skrímsli fortíðar-
innar hafa hreiðrað um sig. Er
leikstjórinn Philip Kaufmann
óspar á klassísk hryllingsmynda-
trix svo sem að láta tjöld bærast,
skugga líða með veggjum, konur
æpa svo sér ofan í kok. Tónlistin er
og nokkuð mögnuð og hverskyns
áhrifahljóð hvergi spöruð. Er hið
ágæta Dolby Tónabíós þanið til
hins ýtrasta. En of mikið má af
öllu gera. Ofnotkun áhrifabragða
getur komið fólki til að hlægja.
Hér er boginn þaninn til hins
ýtrasta svo sum staðar brestur í.
Það sem hins vegar gerir þessa
mynd listræna og fagra (á kostnað
hryllingsins) er frábær mynda-
taka. Er hrein unun að horfa á sum
skotin. Leikur þeirra Donald Suth-
erland og Brooke Adams er einnig
næsta eðlilegur. Hvað meira vilja
menn fá í einni hryllingsmynd
máski meiri hrylling?