Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 24

Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 piisirgMiilíIWiil* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Útsvör hækkuð að óþörfu t' Asl. ári samþykkti vinstri stjórnin í Reykjavík að hækka útsvör borgarbúa úr 11% í 11,88%. Þá héldu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins því fram, að vinstri stjórnin hefði vanáætlað tekjur borgarinnar og að ekki væri nauðsynlegt miðað við fyrirhuguð útgjöld að hækka útsvörin. Það var engu að síður gert með atkvæðum borgarfulltrúa Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í síðustu viku voru reikningar borgarinnar fyrir síðasta ár lagðir fram og kynntir. Þá kom í ljós, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu haft rétt fyrir sér, ekki var nauðsynlegt vegna áætlaðra útgjalda að hækka útsvörin eins og gert var. Vinstri stjórnin í Reykjavík er því staðin að því verki að hafa hækkað útsvör á borgarbúa án þess að nokkur þörf væri á. Sjálfsagt finnst ýmsum útsvarsgreiðendum í höfuðborginni illt að búa við slíka ónauðsynlega skattheimtu. Umræður í borgarstjórn á dögunum um reikninga borgarinnar leiddu einnig í Ijós, að auk stóraukinnar skattheimtu hafa skuldir borgarinnar aukizt verulega frá því að vinstri stjórnin tók við völdum. Birgir Isl. Gunnarsson, fyrrv. borgarstjóri, vakti athygli á því í þessum umræðum, að skuldir borgarinnar hafa aukizt úr 2,9 milljörðum gkr. í rúmlega 7 milljarða gkr. undir vinstri stjórn. Til viðbótar þeirri sérstöku fjármálastjórn að auka jöfnum höndum skattheimtu og skuldir leiddu þessar umræður um reikninga borgarinnar í ljós, að stjórnendur borgarinnar höfðu ekki haft dug í sér til að nota þá peninga, sem áætlaðir höfðu verið til framkvæmda á sl. ári. Voru verulegar fjárhæðir ónotaðar af því fé, sem ganga átti til margvíslegra og nauðsynlegra framkvæmda. Sú mynd sem við blasir í reikningum borgarinnar um stjórn vinstri manna á fjármálum og verklegum framkvæmdum er því í stuttu máli þessi: skattar eru hækkaðir að óþörfu, jafnframt eru skuldir auknar en vinstri menn hafa ekki framtakssemi í sér til þess að nota þessa peninga, sem þannig eru fengnir í framkvæmdir, sem ákvörðun hefur verið tekin um. Áhugaleysi um félagslega þjónustu Ut af fyrir sig þarf kannski engum að koma á óvart, þótt vinstri stjórnin í Reykjavík hafi hækkað skatta að óþörfu og stóraukið skuldir borgarinnar. Við því mátti búast. En eftir allt tal vinstri manna um áhuga þeirra á félagslegum málefnum hefði mátt búast við, að þeir mundu nota meirihlutaaðstöðu sína í borgarmálum Reykjavíkur til þess að koma fram umtalsverðum umbótum á því sviði. Það hefur hins vegar ekki orðið. Á þeim þremur árum, sem vinstri menn hafa stjórnað Reykjavík hafa þeir ekki haft frumkvæði um nokkra þá nýjung í félagslegri þjónustu eða félagsmálum almennt, sem máli skiptir. Allt starf núverandi borgarstjórnarmeirihluta er byggt á þeim grunni, sem lagður var í tíð sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Til marks um þetta áhugaleysi vinstri manna um félagsleg málefni má nefna, að þeir sáu ekki einu sinni ástæðu til að notfæra sér á síðasta ári allt það fé, sem þá var áætlað til byggingar barnaheimila. Þetta voru 122 milljónir gkr. sem ónotaðar voru á síðasta ári og er þetta ónótaða fé hæfilegur minnisvarði um þann áróður vinstri manna í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn hefðu engan áhuga á því að byggja barnaheimili. Annað dæmi um þetta áhugaleysi vinstri manna á félagslegri þjónustu er þó kannski enn alvarlegra, en það er sú ákvörðun vinstri stjórnarinnar í Reykjavík að leggja niður meðferðarheimilið við Kleifarveg, sem rekið hefur verið síðan 1975 með það markmið að endurhæfa út í lífið og skólanám þau börn á skólaaldri, sem verst eru stödd andlega og á taugum. Forstöðukona þessa heimilis, Stefanía Sörheller, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag: „Það sýnir mikið skilnings- leysi á þessu heimili að ætla að leggja það niður ... Nú hef ég áhyggjur af þeim börnum, sem þurftu að komast hér í meðferð og hrædd við hvað um þau verður. Ég skil ekki hvers vegna þessi hjálp, sem hér er veitt er allt í einu orðin óþörf." Forstöðukonan lýsir starfsskilyrðum heimilisins sl. þrjú ár með þessum orðum: „Undanfarin 3 ár hefur heimilið aldrei þúið við öryggi. Alltaf komið upp á hverju ári hugmyndir um að leggja það niður og staðið barátta um fjárveitingar til þess.“ Undrun manna á afstöðu vinstri stjórnarinnar til félagslegra mála er komin á það stig, að Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur, varpar fram eftirfarandi spurningu í blaðagrein í fyrradag: „Hefur hin „vinstrisinnaða" þrenning, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, gleymt öllu, sem kallast félagsleg þjónusta eða réttur einstaklinga til mannsæmandi lífs?“ THE OBSERVER Harðlínumenn kveða sér hljóðs í Póllandi Nú um nokkurt skeið hefur mikil frelsisalda farið um Pólland, sem náð hefur til allra stétta þjóðfélagsins, jafnt til þeirra, sem átt hafa aðild að kommúnistaflokknum, og þeirra, sem utan hans hafa staðið. Það hefur því komið mörgum Pólverjum á óvart, að enn skuli fyrirfinnast menn, sem láta sig dreyma um hina „góðu, gömlu daga“, þ.e.a.s. þegar alræði kommúnistaflokksins var algert. Nú hafa fulltrúar þessara afturhaldssömu skoðana, harðlínumennirnir, loksins ákveðið að láta að sér kveða. Það hefur þó aldrei verið neitt leyndarmál, að gamla kerfið átti og á sína formælendur, þó að fáir séu, og nefna má það, að forystan fyrir tveimur stærstu flokks- deildunum í Póllandi, í Varsjá og Katowice, hefur ekkert verið að flýta sér um of við að hrinda í framkvæmd þeim umbótum, sem fólkið hefur krafist. Einnig má minna á, að miðstjórn pólska kommúnistaflokksins, sem ræður skipan framkvæmdanefndarinn- ar, hefur litlum sem engum breytingum tekið síðan í verkföll- unum í ágúst sl. Flokksþing pólska kommún- istaflokksins verður haldið í næsta mánuði og er almennt talið, að þá verði helmingur miðstjórnarmanna, eða jafnvel skottulæknir aftan úr miðöldum réði ríkjum á nýtísku skurðstofu, búinn blóðsugum og tautandi fyrir munni sér um hina illu vessa líkamans. Hið aukna frjálsræði i Póllandi hefur valdið því, að nú eru uppi ýmsar hugmyndir og skoðanir og hvers kyns félög og samtök hafa runnið upp eins og fíflar í túni, nokkuð sem með öllu var óhugs- andi bara fyrir tæpu ári. Eitt þessara félaga eða klúbba er „Varsjá 80“, sem 150 mennta- menn í höfuðborginni standa að, og annað er Grúnwald, þjóðernis- sinnuð samtök, sem telja að eigin sögn meira en 100.000 félaga. Að því er einn aðstandenda „Varsjár 80“ sagði fréttamanni Observer, eru glögg skil í pólska hans í Póllandi". Þessi fullyrðing er komin frá „Varsjá 80“. Poreba tekur enn dýpra í ár- inni og segir, að margir fyrrver- andi stalínistar stefni nú að því að ná aftur völdum í flokknum. „Úlfar í rauðhettuklæðum" kallar hann þá og ekki fer hjá því, að mönnum komi til hugar einhver hugmyndafræðileg tengsl við yf- irlýsingar Katowice-hópsins þar sem varað er við „trotskyistum og zionistum". Það hlálega og fjarstæðu- kennda við þetta allt saman er, að það eru aðeins örfáar þúsundir gyðinga eftir í öllu Póllandi, en þrátt fyrir það telja margir pólskir menntamenn og stúdent- ar, að tilgangurinn sé sá að klekkja á gyðingum með Stalíns- tímann að yfirvarpi en í raun Pólskir stúdentar krefjast frelsis fyrir pólitiska fanga. Dæmigerð mynd fyrir breytta tíma í Póllandi, tíma, sem sumum geðjast síður en svo að. fleiri, látinn víkja fyrir öðrum mönnum frjálslyndari. í augum þessara manna og annarra gam- algróinna kerfiskarla tákna um- bæturnar aðeins eitt: stöðumissi, og það í meira en einum skiiningi. Þó að afstaða harðlínumanna hafi ekki þurft að koma neinum á óvart, hefur orðbragðið, sem þeir hafa tamið sér, vakið undrun margra. í yfirlýsingu Katowice- hópsins er t.d. alvarlega varað við „valdatöku endurskoðunarsinna" í flokknum og sumir frammá- manna flokksins sagðir hafa greitt götu hennar með „andvara- leysi og óforsvaranlegri fram- komu“. Á meða) þess, sem veldur harðlínumönnum í Katowice hug- arangri, er „smáborgaralegt frjálslyndi, skoðanir, sem kenna má við trotskyista og zionista, aukin þjóðerniskennd, bætt hlut- skipti smábænda, aukið klerka- veldi, stéttasamvinna og andsov- ésk sjónarmið". Umbótasinnuð- um flokksmönnum finnst þessar ásakanir fáránlegar og sumir líkja þeim helst við það, að kommúnistaflokknum milli kommúnista annars vegar og Jafnaðarmanna" hins vegar, þ.e. umbótasinnanna, en ekki þarf á það að minna, að Jafnaðarmað- ur“ hefur löngum verið hið arg- vítugasta skammaryrði í munni allra sanntrúaðra kommúnista. Að sögn þessa manns mun sendinefnd flokksdeildarinnar í Varsjá á þinginu í júlí verða skipuð kommúnistum að meiri- hluta en í Kraká hafa Jafnaðar- mennirnir" hins vegar töglin og hagldirnar. Félögin „Varsjá 80“ og Grún- wald eiga ýmislegt sameiginlegt og sumir meðlimanna eru í þeim báðum. Þar á meðal er kvikmyndastjóri nokkur, að nafni Bohdan Poreba, einn helsti fram- mámaður Grúnwalds. Bæði félög- in berjast fyrir því, að gerðar verði upp sakirnar við Stalíns- tímann í Póllandi þegar „flokks- apparatið var í höndum gyðinga, eins og Stalín vildi hafa það. Hann taldi nefnilega, að gyðingar væru ólíklegri en aðrir til að skirrast við að beita aðferðum vegna þess, að þeir eru sagðir driffjöðrin í umbótakröfum pólskrar alþýðu, sem einnig er út í hött og barnaleg einföldun á ástandinu í flokknum. Yfirlýsingu Katowice-hópsins var ákaft mótmælt í Póllandi og þá ekki síst af blaðamönnum við Trybuna Ludu, málgagn pólska kommúnistaflokksins. Nú er það ólíklegt, að þeir hefðu komist upp með það án samþykkis einhvers háttsetts manns í flokknum í Katowice og reyndar birti forysta flokksins í Katowice yfirlýsingu þar sem ekki var tekið af eða á um nokkurn hlut. Sami tvískinn- ingurinn virðist einnig vera hjá flokksforystunni í Varsjá í af- stöðunni til „Varsjár 80“. Hvað er hér á ferðinni? Er verið að reyna að koma á fót öðrum harðlínuflokki? Eða er bara verið að reyna að hafa hemil á umbótasinnunum? Fyrri tilgát- an virðist ólíkleg eins og málum er nú háttað í Póllandi en sú seinni er e.t.v. ekki fjarri öllum sanni. - MARK FRANKLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.