Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981
Önundur Ásgeirsson í ræðustól. Til hægri á myndinni má sjá alþingismennina Þorvald Garðar
Kristjánsson og Pál Pétursson.
Orkuþing í gær:
Átta fangar í
Belfast flýja
Kelfast. 10. júná. AP.
ÁTTA hryðjuverkamönnum írska
lýðveldishersins tókst að brjóta
sér leið út úr Grumlin Road
fangelsinu í Belfast í dag. Hryðju-
verkamennirnir biðu þess að rétt-
arhöld í máli þeirra hæfust, en
þeir eru sakaðir um að hafa ráðið
lögregluþjón af dögum.
Ljóst þykir að flóttinn hafi verið
skipulagður og undirbúinn utan
fangelsismúranna, því bifreiðar
biðu þess fyrir utan fangelsið að
flytja fangana á brott. Var föngun-
um ekið á miklum hraða til hverfa
kaþólskra í vesturhluta Belfast.
Til skotbardaga kom við flótt-
ann, og særðust tveir fangaverðir.
Lögregluþjónn er reyndi að veita
föngunum eftirför, varð frá að
hverfa vegna skothríðar.
Vitni herma, að „til mikils skot-
bardaga" hafi komið innan fangels-
ismúranna meðan á flóttatilraun-
inni stóð. I einni óstaðfestri fregn
hermdi, að sveit vopnaðra manna
hafi ráðist inn í fangelsið til þess
að frelsa fangana.
Strauss biðlar
aftur til FDP
Tuttugu og tvö erindi
TUTTUGU og tvö erindi vóru
flutt á Orkuþingi i gær, á öðrum
degi þess. Árdegis starfaði þignið
í tveimur deildum. I hinni fyrri
stýrði Guðmundur Einarsson
störfum. Þar fjallaði Baldur
Líndal um not af jarðhita, Ágúst
Valfells um not af raforku. Bragi
Árnason um eldsneytisfram-
leiðslu, Magnús Magnússon um
háhitaefnavinnslu með rafmagni,
Jónas Elíasson um upphitun
húsa, Sigurður Briem um hag-
kva-mni raforkusölu til stóriðju
og Pétur Reimarsson flutti erindi
Jónasar Bjarnasonar um hugs-
anleg not innlendra orkulinda til
að knýja fiskiskipaflotann.
í annarri deild var Tryggvi
Sigurbjörnsson við fundarstjórn.
Þar talaöi Björn Friðfinnsson um
orkusparnað, Davíð Egilsson um
undirbúningsrannsóknir fyrir
vatnsaflavirkjanir, Helgi Björns-
son um jöklarannsóknir í þágu
vatnsaflsvirkjana, Valgarður
Stefánsson um skipulag jarðhita-
rannsókna, Sigurjón Rist um
langæislínur, Kristján Sæmunds-
son um framtíðarhorfur í nýtingu
jarðhita og Björn Kristinsson um
útboð í orkuiðnaði og innlenda
framleiðslu.
Eftir hádegið stýrði Ragnar
Halldórsson sameiginlegum fundi
um orkufrekan iðnað, gildi og
áhrif. Þar fjallaði Finnbogi Jóns-
son um samkeppnisstöðu Islands,
Ólafur Davíðsson um þjóðhagslegt
gildi og efnahagsleg áhrif, Sveinn
Valfells um frjálsan sparnað og
fjármögnun, Jón Steingrímsson
um samstarf við erlenda aðila,
Vilhjálmur Lúðvíksson flutti er-
indi Gylfa Þ. Gíslasonar um áhrif
á fjárhag, sjálfstæði og menningu,
Tryggvi Gíslason um áhrif á
lífsviðhorf og menningu, Árni
Reynisson um áhrif á umhverfi og
Þorsteinn Vilhjálmsson um stað-
arval orkufreks iðnaðar og gildi
hans fyrir byggðaþróun.
Á morgun hefst Orkuþing kl. 9
árdegis. Þá fjallar Jakob Björns-
son um grundvallaratrið í stefnu-
mótun í orkumálum og Tryggvi
Sigurbjarnarson um hlutverk
orkustefnunefndar. Þá er dag-
skráratriði sem nefnist: þjóðfé-
lagsleg markmið í orkumálum en
þar verða kynnt viðhorf íslenzkra
stjórnmálaflokka. Síðan verða
pallborðsumræður. Þinginu lýkur
svo með yfirliti Vilhjálms Lúð-
víkssonar um markverð atriði á
Orkuþingi og lokaorðum Páls
Flygenrings, ráðuneytisstjóra.
Notkunarsvið jarðvarmans
MIÐAÐ við aðstæður á íslandi
spannar notkunarsvið jarðhita
húshitun. ísvarnir (hitun gatna
og gangstétta), sund- og baðstaði,
groðurhús, fiskrækt (eldi göngu-
seiða og ræktun matfiska).
vinnslu búvöru (sútun, niðursuða
o.fl.), frystingu matvæla (notkun
jarðhita við ís og frystingu),
vinnslu sjávarafurða (fiskimjöls-
þurrkun. soðkjarnavinnslu o.fl.),
vinnsla jarðefna (kísilgúr. salt,
súrál, brennisteinn), efna og iðn-
aðarframleiðsla (þurrkað þang,
pappir, etanól, magnesiumklórið
o.fl.) og loks raforkuvinnslu.
Þetta kom fram í erindi Baldurs
Líndals á Orkuþingi um not af
jarðhita og nýt tækifæri.
í sambandi við nýiðnaðarmögu-
leika drap hann einnig á eftir
farandi notkunarmöguleika:
1. í þungavatnsvinnslu er jarð-
gufan notuð til hitunar á
vatni, sem er hitað og kælt á
víxl. Gufu með 150°C
þéttihitastigi má nota.
2. í sykurvinnslu er jarðgufan
notuð til eimingar og til
þurrkunar á vinnslu sykurúr-
gangs. Hitastig þarf að nema
um 135°C.
3. í súrálsvinnslu er gufan bæði
notuð til eimingar og til hitun-
ar. Hitastig þarf að vera
180°C.
4. í saltvinnslu og í vinnslu
aukaefna þeirra, sem því
fylgja þarf allt fra 100°C og
upp í 200°C. Gufan er nær
einvörðungu notuð til eim-
ingar.
5. Vítissódavinnsla krefst gufu
til eimingar. Hiti þarf að
nema 160°C eða meira.
6. Sódavinnsla krefst gufu til
hitunar, þurrkunar og
splundrunar bikarbónatsins.
Hiti þarf að nema 200°C.
7. Magnesíumklórið-vinnsla
krefst gufu til eimingar og til
þurrkunar. Því hærra hitastig
því betra.
8. Blaðapappírsvinnsla þarf gufu
til þurrkunar. Hiti þarf að
nema 120°C til 140°C.
9. Móþurrkun kemur til greina
með heitu vatni, en gufa
myndi betri að öðru jöfnu.
10. Etanólvinnsla úr trjákenndum
efnum getur notfært lágþrýsta
gufu til eimingar, en þarf
venjulega 180°C gufu að auki
til forvinnslu.
11. Brennisteinssýruhreinsun
myndi þarfnast all heitrar
gufu til eimingar á brenni-
steinssýru þótt með undir-
þrýstingi væri unnið.
Bonn. 10. júni. AP.
KANZLARAEFNI Kristilega
demókrataflokksins (CDU) í
kosningunum í október i
fyrra, Franz-Josef Strauss,
hefur á ný biðlað til Frjálsa
demókrataflokksins (FDP),
samstarfsflokks Sósíaldemó-
kratafiokks (SPD) Helmut
Schmidts kanzlara i rikis-
stjórn.
Strauss sagði í viðtali við kaup-
sýslutíðindin „Wirtschaftswoche"
að kristilegir demókratar væru
ennþá reiðubúnir til samstarfs
með FDP í ríkisstjórn, sem hefði
meirihluta á þingi.
Hann sagði að CDU gæti sætt
sig við stefnu FDP undir forystu
formanns flokksins, Hans-Diet-
rich Genschers. „CDU og CSU
(bræðraflokkurinn í Bæjaralandi)
eru án nokkurs vafa tilbúnir til
samstarfs með FDP í samsteypu-
stjórn," sagði Strauss.
Ummæli Strauss eru síðasta
tilraun CDU/CSU til að fá liðsinni
FDP, sem hefur 53 þingsæti og
tryggir stjórn Schmidts þing-
meirihluta. Hingað til hefur
Genscher hafnað öllum tilboðum
um að slíta 12 ára gömlu stjórnar-
samstarfi flokksins við SPD á
þeirri forsendu að það yrðu svik
við vestur-þýzka kjósendur.
En síðan í kosningunum í októ-
ber hefur komið upp ágreiningur
milli stjórnarflokkanna í varn-
armálum og gjaldeyrismálum og
við það hafa komizt á kreik
sögusagnir um að samstarfinu
verði hugsanlega slitið.
ERLENT
Forlani
gaf st upp
RómahorK. 10. júní. AP.
ARNALDO Forlani, sem
gegnir starfi forsætisráð-
herra á Ítalíu. gafst í dag upp
á stjórnarmyndunartilraun
sinni. Sandro Pertini forseti
hefur ákveðið að biðja Gio-
vanni Spadolini ritara Lýð-
vcldisflokksins. um að taka
upp þráðinn þar sem Forlani
varð frá að hverfa.
Forlani gafst upp er jafnað-
armenn og lýðveldissinnar
lýstu því yfir, að þeir væru
ófúsir til stjórnarsamstarfs
fyrr en meiri upplýsingar um
frímúrarahneykslið, er leiddi
til falls stjórnarinnar, lægju
fyrir.
ísraelar hljóta stuðning
bandarískra þingmanna
Trl Aviv. 10. júní. — AP.
ÍSRAELAR sendu í dag öllum
fulltrúum í Öryggisráðinu útskýr-
ingar sínar á árásinni á kjarn-
orkuverið í írak. þar sem því var
haldið fram að árásin hefði verið
gerð í sjálfsvörn og verið full-
komnlega lögmæt. Öryggisráðið
mun ra'ða málið á föstudag.
í bréfi til fulltrúanna voru þau
sjónarmið sctt frcm, að ísraelar
hefðu í fimm ár reynt árangurs-
laust eftir diplómatiskum leiðum.
að fá Frakka ofan af þvi að selja
írökum Osirak kjarnakljúfinn.
Þar kom fram, að handariskir
diplómatar hefðu lagt tsraelum
lið. við þessar tilraunir.
ísraelsk blöð sögðu í fréttum frá
Washington, að þótt Bandaríkja-
menn myndu endurskoða vopna-
sölusamninga sína við Israela, muni
þeir ekki hætta vopnasölu til
þeirra. Samkvæmt bandarískum
lögum er hægt að taka fyrir vopna-
sölu til rikja sem ekki takmarka
notkun bandaríska vopna við sjáfs-
varnaraðgerðir.
Franskir tæknimenn er störfuðu
að byggingu kjarnorkuversins
sögðu að árásin hefði verið mjög
hnitmiðuð og mestur hluti stöðvar-
innar verið lagður í rúst. Efri hluti
kjarnakljúfsins hefði stórlaskast og
neðri hlutinn gjöreyðilagst. Einn
tæknimaðurinn sagði vonlaust að
fara að verinu um sinn, þar sem ein
sprengjan, sem varpað hefði verið,
hefði ekki sprungið.
Menachem Begin forsætisráð-
herra Israels réðist harðlega að
Frökkum og ítölum fyrir að aðstoða
Hussein, er hann kallaði „blóð-
þyrstan erkióvin", við að gera
kjarnorkudraum sinn að veruleika.
Sagði Begin, að hann mundi kalla
frönsku og ítölsku sendiherrana á
sinn fund, þar sem þeim yrði veitt
„lexía í alþjóðasiðfræði".
Shimon Peres leiðtogi Verka-
mannaflokksins gagnrýndi í dag
árásina á kjarnorkuverið og sakaði
Begin um atkvæðaveiðar.
Sendiherra ísraels í Alexandríu
afhenti Anwar Sadat Egyptafor-
seta bréf stjórnarinnar í Tel Aviv
þar sem árásin var réttlætt. Sadat
hefur gagnrýnt árásina.
Howard Baker leiðtogi repúblik-
ana í Öidungadeild Bandaríkja-
þings hvatti þingmenn í dag til að
hlaupa ekki upp til handa og fóta og
dæma ísraela of hart og ýmsir
þingmenn urðu til að hrósa ísrael-
um fyrir hugrekki.
Enn voru ísraelar hart dæmdir í
ríkjum Araba, og þess krafist að
Bandaríkjamenn létu þeim ekki í té
fleiri orrustuþotur af gerðinni F-16.
Khaled konungur Saudi Arabíu
veittist harðlega að ísraelum í dag
en hann er nú í heimsókn í
Lundúnum. ísraelar flugu um loft-
helgi Saudi Arabíu er þeir fóru til
árásarinnar.
Blaðið Wall Street Journal í New
York, er flytur frengir úr fjármála-
heiminum, sagði í dag í leiðara, „að
það væri gott til þess að vita, að ein
þjóð a.m.k. lifði í raunveruleikan-
um,“ er blaöið lýsti aðdáun sinni á
árásinni.