Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 31 Jóhanna Vigfúsdóttir Munaðarhóli — Sjötug Frú Jóhanna Vigfúsdóttir, Mun- aðarhóli á Hellissandi, er 70 ára í dag. Foreldrar hennar voru merkishjónin Kristín Jensdóttir og Vigfús Jónsson húsasmíða- meistari á Gimli á Hellissandi. Jóhanna er elzt 13 systkina, en auk systkinanna ólst upp á heimili þeirra Kristínar og Vigfúsar fóst- urdóttir. Heimilið á Gimli var mikið atorku- og menningarheim- ili. Það verður jafnan svo, þar sem barnahópur elst upp eins og á Gimli, að eldri börnin taka að sér að hjálpa til við heimilisstörf og hafa umsjón með sínum yngri systkinum. Jóhanna naut þessa hlutskiptis og vandist því á sínum æskuárum á það að taka þátt í stjórn og rekstri heimilis og um leið að tileinka sér þá reisn og myndarskap, sem einkenndi heim- ili foreldra hennar á Gimli. Úr foreldrahúsum fylgdi Jó- hönnu áhugi hennar á tónlist og söng. Þar var mikið sungið. Faðir hennar söng í kirkjukór Ingjalds- hólskirkju yfir 60 ár, yngsti bróðir hennar, Erlingur, er söngvari við óperuna í Köln. 16 ára gömul gerðist hún organisti við Ingjalds- hólskirkju, eftir að hafa stundað tónlistarnám hjá Sigfúsi Einars- syni tónskáldi í Reykjavík. 17. maí 1930 giftist Jóhanna Hirti Jónssyni hreppstjóra á Mun- aðarhóli. Heimili þeirra á Munað- arhóli var þekkt fyrir rausn og myndarskap. Þar var jafnan gestkvæmt, frænda- og vinahóp- urinn stór og þau bæði í forystu í félagsmálum. Hjörtur sýslunefnd- armaður og hreppstjóri auk ým- issa annarra starfa og Jóhanna áður en varði orðin forystukona í kvenfélagi, sunnudagaskóla og safnaðarstarfi. Þau Jóhanna og Hjörtur eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi: Snorri, rafvirkja- meistari á Akureyri, kvæntur Helgu Bjarnadóttur, Hreinn, sóknarprestur í Fella- og Hóla- prestakalli, Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur, Rafn, lögreglumaður á Akranesi, bú- fræðingur að mennt og trésmíða- meistari, kvæntur Elsu Guð- mundsdóttur, Hróðmar, rafvirkja- meistari á Akranesi, kvæntur Svövu Finnbogadóttur, Jón, kenn- ari og leikari í Reykjavík, kvæntur Elísu Þorsteinsdóttur, Aðalheiður, húsfreyja, gift séra Valgeiri Ast- ráðssyni í Seljasókn í Reykjavík, Vigfús, kvæntur Bryndísi Sigurð- ardóttur, starfsmaður við Lands- banka Islands á Hellissandi. Sumarið 1963 andaðist Hjörtur langt um aldur fram. Það var mikill missir fyrir Jóhönnu og börn hennar, sem öll treystu á samfylgd hans mikið lengur. Við svipaðar aðstæður og blöstu við Jóhönnu við fráfall Hjartar, þar sem börnin voru flest uppkomin og flutt burt, hefðu sjálfsagt margir kosið þann kostinn að flytjast til fjölmennari staða þar sem meira val var um atvinnu auk þess sem þar var liklegra, að hún gæti verið í nálægð fleiri barna sinna. Jóhanna valdi ekki þann kostinn. Hún hafði ung valið sér starfsvettvang á æskustöðvunum við Breiðafjörðinn undir Snæ- fellsjöklinum tignarlega. Nú réðst hún í það að byggja sér nýtt íbúðarhús skammt þar frá sem bærinn hennar stóð. Hún nefndi húsið Hjartarlund. Starfinu skyldi haldið áfram þótt við nýjar og óvæntar aðstæður væri. Þar hefur hún haldið heimili síðan. Yngsti sonur hennar, Vigfús, var hjá henni þar til hann stofnaði sitt eigið heimili. Vigfús, faðir Jó- hönnu, var hjá henni síðustu ár ævi sinnar og fóstursystir hennar, Helga Níelsdóttir, kom þá einnig og er hjá henni enn. Jóhanna var organisti og söng- stjóri við Ingjaldshólskirkju yfir 50 ár og er enn jafnan reiðubúin til að sinna því starfi, ef á þarf að halda. Heimili Jóhönnu var aðset- ur sóknarpresta við störf þeirra í Ingjaldshólssókn. Hún hefur verið í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi, fyrst varafulltrúi og svo fulltrúi á Kirkjuþingi um árabil. Hún hefur stjórnað sunnudagaskóla fyrir börn frá 1930. Jóhanna hefur verið lífið og sálin í söng- og kirkju- starfi Ingjaldshólssóknar í yfir 50 ár. Frá þessu starfi eiga margir góðar minningar. Konan mín minnist margra skemmtilegra stunda með glöðu kórfólki, einkum kvöldanna sem Jóhanna bauð kórnum heim, en það gerði hún á hverjum vetri. Þá var nú aldeilis glatt á hjalla og mikið sungið. Æskuminningar úr sunnudaga- skóla hjá Jóhönnu eru gott vega- nesti. I 25 ár var Jóhanna formaður Kvenfélags Hellissands og enn starfar hún þar af áhuga og krafti. Verkefni Kvenfélags Hellissands, sem unnið var að, voru svo marg- þætt, að þau verða ekki upp talin. Þó má nefna sjúkrahjálp, þjón- ustu við héraðslækni, jólatrés- skemmtanir, stuðning og þjónustu við Ingjaldshólskirkju, forystu fyrir leikvallagerð, stuðning við læknamóttöku og skrúðgarðsrækt. Fundir félagsins voru jafnan fjöl- breyttir og þar flutt margþætt efni. T.d. tóku konurnar sig til undir stjórn Jóhönnu og héldu kvöldvökur upp á gamla mátann, útbjuggu sér baðstofu og komu með uliarkamba, snældur og rokka og ýmsa gamla muni og svo spunnu konurnar og unnu úr ull. Við vinnuna var svo sungið. Ein- hver las úr þjóðsögum og íslend- ingasögum. Svo lauk kvöldvökunni með því að Jóhanna las húslestur. Jafnframt organista- og safnað- arstarfsemi og starfi í kvenfélagi hefur Jóhanna gefið sér tíma til ýmissa annarra félagslegra starfa svo sem verið sóknarnefndarfor- maður, varaformaður í sýslunefnd og formaður í heilbrigðisnefnd og er alls staðar tekist á við verkefn- in af einurð og krafti. Jóhanna hefur jafnan haft fal- legan blómagarð við heimili sitt, fyrst á Munaðarhóli og nú á nýjum stað við nýtt hús. Það gleður hana örugglega nú, að hún sér í auknum mæli ávöxt vinnu sinnar í því að fleiri og fleiri nábúar hennar fylgja fordæmi hennar og rækta blóm og fagrar jurtir á lóðum sínum. Garðurinn hennar sjálfrar fer nú senn að skarta sínu fegursta á þessu sumri. Jóhanna hefur undanfarin ár starfað og starfar enn sem læknaritari við læknamóttökuna á Hellissandi. Á þessum afmælis- og heiðurs- degi Jóhönnu Vigfúsdóttur erum við ábyggilega mörg, sem hugsum til hennar með hlýhug, vináttu og virðingu. Er ég fluttist til Hellis- sands fyrir um 30 árum var sú byggð mér með öllu ókunn og íbúar hennar. Við slíkar aðstæður sjá menn oft skýrt þá hina sérstöku þætti, sem setja svip á staði og byggðir. Mér féll staður- inn strax vel og fyrr en varði var ég farinn að kynnast íbúum, sumum með beinum kynnum, öðr- um af orðspori og eftirtekt. Jó- hönnu kynntist ég ekki persónu- lega fyrr en að nokkrum tímum liðnum. En það fór ekki hjá því að starf hennar, umgengni og fram- koma vekti strax athygli komu- manns. Dugnaður hennar við fé- lagsmálastörf eða annað slíkt sem hún tók sér fyrir hendur var strax eftirtektarverður og sömu sögu var að segja um starf hennar sem húsmóður á stóru heimili. Það er gott að gerast nýr þegn í byggð, sem á fólk, sem vinnur af áhuga og trúfestu að betra mannlífi og bættum hag þeirrar byggðar og setur um leið svip sinn á staðinn. Þannig kynntist ég Jóhönnu. Við sem höfum notið þess að hafa samfylgd Jóhönnu í stússi okkar og starfi í byggðinni okkar, í Neshreppi utan Ennis undir Snæ- fellsjökli, þökkum henni samfylgdina og forystuna og væntum þess, að njóta hennar sem lengst. Við óskum henni og hennar fólki góðra daga. Jóhanna dvelur í dag á heimili sonar síns, sr. Hreins Hjartarson- ar að Asparfelli 8, Reykjavík. Skúli Alexandersson. Ekki má minna vera, kæra Jó- hanna, en ég sendi þér kveðju á þessum heiðursdegi þínum, þegar þú með fjölskyldu þinni lítur yfir litríkt starf að baki. Margt á ég að þakka frá því ég kom á Snæfellsnes og vann hjá sýslumanni. Þá var heimili þitt griðastaður okkar. Þar leið okkur vel, allt með þeirri hlýju og rausn sem þér og þínum sómdi. Og komur mínar og minna héldu áfram og þess notið í ríkum mæli. Sannarlega var heimilið ykkar Hjartar í þjóðbraut. Þangað komu margir. Þú hafðir alltaf tíma til að ræða við gesti og ganga um beina þótt heimilið væri mannmargt. Og börnunum ykkar gafstu gott vega- nesti. Hamingjan er mikil. Þú varst fædd og uppalin í kristnum anda á góðu heimili og fjölmennum og kátum systkinahóp við söng og hljóma. Úng lærðir þú að leika á hljóðfæri og þess hefir kirkja þín notið um hálfa öld. Margar eru ferðirnar upp að Ingjaldshóli til kirkju en það settir þú ekki fyrir þig, en bjóst til ferðar þeim mun fyrr. Fyrirhöfnina til æfinga og samstarfs við söngflokkinn talaðir þú ekki um enda svo sjálfsögð í þínum augum. Þú eignaðist góðan og samhentan lifsförunaut sem stóð með þér í einu og öllu, kirkjan og annað starf naut þess. Og ekki dró hann úr áhuga þínum. Snemma varð kristniboðshug- sjónin á leið þinni. Þeim málum hefir þér verið yndi að veita brautargengi. Sunnudagaskólinn átti iíka mikil ítök í þér og um- hyggja þín fyrir uppvaxandi æsku var mikil. Þú skildir vel hversu lífsbrautin getur stundum verið hál þegar freistingar eru í hverju fót- máli. Því þurfti mikla kjölfestu og þú vildir gefa æskunni þau ráð sem þér höfðu dugað best. Foreldrar þínir studdu þig og styrktu. Faðir þinn var með þér í kirkjunni og söngmaður var hann ágætur. Um það heyrði ég marga tala. Hann hafði eins og þú áhuga fyrir öllu sem glæddi hið góða meðal manna og þjóða. Þú hefir lifað byltinga- og umbrotatíma. Það hefir ekki haft áhrif á þitt hugarfar mótað í byrjun. Tölvuvæðingin hefir þar farið framhjá og þótt með henni megi reikna allt mögulegt út er ég ekki viss um að hún myndi reikna það sem Hellissandur og samferða- mennirnir eiga þér upp að unna, enda aldrei til þess ætlast. Ekki má gleyma starfi þínu fyrir Kvenfélag- ið. Þar varst þú sem annarsstaðar virk. Eg veit um margt annað sem ekki verður tíundað hér enda er satt að hinn fórnandi máttur er hljóður. Víst er og að „sorgin gleymir engum“. Af henni hefir þú ekki varhluta farið. En Guð hefir gefið þér að taka á móti henni í hans anda og styrk í öllu mótlæti. Þú veist að allt er gott sem gerði hann og með það í huga er ekki eins erfitt að mæta því mótdræga. Það er gaman fyrir þig í dag að horfa um öxl og sjá allan þann bjarma sem stafar af lífsgöngu þinni, ég veit að þakklætið er efst í huganum til guðs sem hefir gefið þér svo margt og veitt þér styrk til að geta komið ýmsu góðu til vegar. Við vinir þínir samfögnum þér og biðjum þér áframhaldandi blessun- ar og vitum að þrátt fyrir allt myrkur í heiminum, þá er bjart framundan, uppskeran er mikil, þetta vitum við bæði, en það vantar fleiri verkamenn á akur lífsins. Og væri sú ósk ekki þér best til handa á þessum degi að veruleg vakning, kristileg vakning, mætti fara um okkar hrjáða heim og leysa lýðinn úr fjötrum erfiðleika og synda? Jú, þess er ég alveg viss. Með það í huga og bæn sendum við hjónin þér okkar bestu hamingju- óskir og þökkum góða og skemmti- lega samfylgd. Árni Helgason. Fyrir réttri öld stofnaði Erlendur Magnússon gullsmiður gullsmíðaverkstæði sitt hér í Reykjavík, sem síöan hefur verið starfrækt óslitið fram til þessa dags, þó nafnaskipti hafi orðið á fyrirtækinu, fyrst Skrautgripaverslun Jóns Dalmannssonar, lengi á Skólavörðustíg, og nú Gullkistan Frakkastíg 10. Enn í dag vinnum við silfur á íslenska þjóð- nbúninginn eftir mótun Erlendar Magnússonar og notum mörg af verkfærum hans. í gegnum tíðina höfum við sérhæft okkur á íslensku kvensilfri, haldið við því besta og unnið ný mynstur í þjóðlegum stíl. 10% AFSLÁTTUR I tiiefni af þessu skemmtilega afmæli gefum við 10% AFSLÁTT á öllum viðskiptum í versluninni — en viljum þó sérstaklega vekja athygli á kvensilfrinu. Silfursmíði í 100 ár SKRAUTGRIPAVERSLUN JÓNS DALMANNSSONAR (Oullkistan FRAKKASTIG 10 SÍM113160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.