Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 37
SKÓLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT —- SKÓLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT — SKÓLASLIT
Héraðsskólanum á
Laugarvatni slitið
Ur smiðastofu vélskóla Iðnskólans á ísafirði.
Iðnskólanum á
ísafirði slitið
IIINN 28. maí síðastliðinn var
Iðnskólanum á tsafirði slitið. Út-
skrifaðir voru 16 nomar úr bók-
legu iðnnámi, þar á mcðal nemar i
fámennum iðnffreinum. Skóla-
stjóri er Valdimar Jónsson.
í skólaslitaræðu skýrði Valdimar
frá því að Iðnskólinn eða fyrirrenn-
ari hans, Kvöldskóli iðnaðarmanna,
sé einhver elzti iðnskóli landsins, en
hann var stofnaður af samtökum
iðnaðarmanna árið 1905. Flestir
grónir iðnaðarmenn og forstöðu-
menn iðnfyrirtækja á ísafirði og
nágrenni hafa átt leið um Iðnskól-
ann.
Iðnskólinn á ísafirði var lengst af
eini starfrækti framhaldsskólinn
þar vestra eða þar til Menntaskól-
inn á Isafirði komst á laggirnar
haustið 1970. Um svipað leyti flyzt
Iðnskólinn í ísfirðingahúsið úr
Gagnfræðaskólanum, þar sem hann
var rekinn sem kvöldskóli frá árinu
1957. Starfar skólinn nú í mörgum
deildum.
Við skólann nú lauk Frakkinn P.
Robert bóknámi 1. stigs stýri-
mannaprófs sem valgrein til stúd-
entsprófs. Var frá þessu skýrt í
Morgunblaðinu sunnudaginn 31.
maí. Fyrirsögnin þar gaf til kynna
að Frakkinn hefði hlotið réttindi
sem stýrimaður á 120 tonna bát, en
slík réttindi eru bundin 24 mánaða
hásetatíma eftir 15 ára aldur. Því
er ekki rétt að franski nemandinn
hafi hlotið stýrimannaréttindi. Er
þetta leiðrétt hér með og hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á mis-
herminu.
Héraðsskólanum á Laugarvatni
var slitið föstudaginn 22. mai
síðastliðinn. og lauk þar með 53.
starfsári skólans. Benedikt Sig-
valdason skólastjóri rakti i skóla-
slitara'ðu sinni helstu atriði skóla-
starfs vetrarins. — Héraðsskólinn
á Laugarvatni hefur tvo efstu
bekki grunnskóla og framhalds-
deildir: iþrótta- og félagsmála-
braut, uppeldisbraut og fornáms-
deild.
Nemendur voru á síðasta skólaári
99 talsins, þó ekki allir samtímis.
Voru þeir að vanda úr öllum lands-
hlutum. — Fastakennarar skólans
voru 6 auk skólastjóra og 8 stunda-
kennarar, en skólaþorpið á Laugar-
vatni gefur umtalsverða möguleika
til samnýtingar sérhæfðra kennslu-
krafta, t.d. fer kennsla í heimilis-
fræði fram í Húsmæðraskóla Suður-
lands. — Nemendur uppeldisbraut-
ar og 9. bekkjar sóttu starfskynn-
ingu hjá ýmsum skólum og fyrir-
tækjum — allar götur til Akureyr-
ar, og nemendur íþróttabrautar
sóttu einnar viku skíðanámskeið á
Siglufirði. — Vel heppnuð og all-
fjölsótt sýning á handavinnu nem-
enda var haldin sunnudaginn 3. maí.
Skólastjóri gat þess sérstaklega,
að langveigamesta sameiginlega
hagsmunamál Laugarvatnsstaðar
væri fyrirhuguð bygging íþrótta-
mannvirkja við íþróttakenn-
araskólann, en skortur á nýtísku-
legri íþróttaaðstöðu stendur starf-
semi allra skólanna þar fyrir þrif-
um.
Prófum í grunnskóiabekkjum
lauk 9. maí. í 8. bekk náðu einkar
góðum árangri Margrét Svein-
björnsdóttir frá Heiðarbæ í Þing-
vallasveit, Laufey Böðvarsdóttir frá
Búrfelli í Grímsnesi og Lóa Ólafs-
dóttir frá Þorlákshöfn, en í 9. bekk
Guðný Þ. Ólafsdóttir, Sigrún
Óskarsdóttir, Sigurður Kristinsson,
öll frá Laugarvatni, og Guðný Rún
Sigurðardóttir frá Felli í Stranda-
sýslu.
I uppeldisbraut voru 5 nemendur,
og hlaut þar hæstu einkunn Ósk
Eiríksdóttir frá Miðdalskoti í Laug-
ardal, 7,0.
í íþrótta- og félagsmálabraut 1.
árs voru 15 nemendur, þar hlaut
hæstu einkunn Svava Arnórsdóttir
frá Höfn í Hornafirði, 7,5 — en af 8
manna hópi sömu námsbrautar á 2.
ári var hæstur Aðalsteinn Norberg
frá Reykjavík, 7,3.
Afhentar voru verðlaunabækur,
sem danska og vestur-þýska sendi-
ráðið í Reykjavík veittu fyrir góðan
árangur í dönsku og þýsku — sem
og verðlaunabækur frá skólanum
fyrir besta námsárangur í fram-
haldsdeildum.
Verknámsskóli í bókiðn:
Utskrifar samkvæmt nýju kerfi
Nemendur þurfa ekki lengur að fara á samning hjá meistara
NÝLEGA voru útskrifaðir 14 sveinar 1 bókagerð frá Verknámsskóla
bokiðna við Iðnskóla íslands. Er þetta fyrsti árgangurinn sem
útskrifast eftir að hafa eingöngu stundað nám viö Iðnskólann. en
fram til þessa hafa nrmendur í bókagerð þurft að vera á samningi
hjá meistara.
Hér sjást hinir nýútskrifuðu sveinar i bókhandsgerð með skírteini
sín. Tveir þeirra höfðu þegar farið til Noregs í atvinnulcit.
Að sögn Óla Vestmanns Ein-
arssonar deildarstjóra bókagerð-
ardeildar Iðnskólans er kennslan
sameiginleg fyrir allar fimm
greinar bókagerðarinnar fyrstu
önnina, en þær eru: bókband,
hæðarprentun, offsetprentun,
offsetljósmyndun, setning, skeyt-
ing og plötugerð. „Með þessu
kynnast nemendur framangreind-
um iðngreinum áður en eiginlegt
iðnnám hefst," sagði Óli. „Vinnu-
staðir eru heimsóttir þar sem
nemendur kynnast iðngreinunum
í raun. Önnur önn hefst með vali
milli þriggja námsbrauta, bók-
bands, prentunar og undirbúnings
fyrir prentun. Þar er verklega
náminu skipt milli þessara náms-
greina og hið eiginlega iðnnám er
Gerður Garðarsdóttir
hafið. Bóklegt nám er sameigin-
legt í öllum greinunum."
Þriðja og fjórða önn eru ein-
göngu miðaðar við fagkennslu.
Eftir lokapróf á 4. önn hefja
nemar 18 mánaða starfsþjálfun
úti í atvinnulífinu, sem lýkur með
sveinsprófi.
„Það á eftir að koma í ljós
hvernig þetta nám reynist, þegar
út í atvinnulífið kemur og gerir
reynslan það ein,“ sagði Óli enn-
fremur.
„Þetta kerfi byggir á samstarfi
skóla og atvinnulífs og hefur það
hingað til verið mjög gott. Ég
vona jafnframt að þetta kerfi
leysi ýmis þau vandamál sem
gamla meistarakerfið hafði svo
Óli Vestmann Einarsson
sem að gera öllum kleift að hefja
nám í þessari iðngrein."
Að lokum sagði Óli Vestmann
vilja geta þess að vel hafi verið
búið að deildinni af skólans hálfu.
Bæði núverandi og fyrrverandi
skólastjórar hafa sýnt henni
mikla alúð og skilning á þörfum
deildarinnar.
Langaði að læra eitthvað meira
Gréta Garðarsdóttir er ein
hinna fjögurra kvenna sem út-
skrifuðust. Af því tilefni átti blm.
Mbl. við hana stutt spjall og
spurði hana fyrst hvað hafi valdið
því að hún hóf nám í bókagerð.
„Ég var búin með skyldunámið
og langaði að læra eitthvað meira
og þar sem ég hafði unnið við
bókagerð samhliða náminu og
hafði kynnst bókagerðinni fannst
mér eðlilegast að fara út í þetta
nám. Hóf ég því nám við Iðnskól-
ann og eftir að hafa kynnt mér
það sem í boði var valdi ég
offsetskeytingu og plötugerð.
„Jú, þetta hefur verið hefðbund-
in karlagrein en ég sé ekkert því
til fyrirstöðu að kvenmaður vinni
þessi störf fullt eins vel,“ sagði
Gréta að lokum.
Nýja kcríið enn í mótun
Að loknu spjalli við Grétu átti
blm. tal af Hafsteini Guðmunds-
syni, en hann hefur verið formað-
ur prófnefndar í bókagerð sl. 32
ár. Hafsteinn hóf kennslu í bóka-
gerð við Iðnskólann árið 1940 og
var fyrsti kennarinn í þessari
grein.
„Þetta nýja kerfi er enn í mótun
og erfitt að segja hvernig það
reynist, en ég á von á því að það
skili faginu áfram, þ.e. leiði til
framfara. Það er alveg lífsnauð-
synlegt að nemendur kynnist öll-
um greinum bókagerðarinnar og
þar er hæpið að slíkt gerist á
einum stað hjá meistara. — Einn-
ig er mikill munur á því besta og
því erfiðasta í prentiðnaðinum,
nýjungar eru það miklar líka að
erfitt gæti verið að „forma“ allt
þetta á einum og sama vinnu-
staðnum.
Eitt stórt atriði í þessu er líka
það að nemendur geta gengið
beint inn í námið, án þess að
þekkja helst einhvern í iðninni til
þess að koma sér á samning hjá
meistara," sagði Hafsteinn að
lokum.
„Deildin hefur þróast
á miklum umbrotatímum'*
Að lokum var rætt við Þuríði
Magnúsdóttur, formann skóla-
nefndar Iðnskólans og fulltrúa í
Iðnfræðsluráði.
Kvað hún helstu breytinguna á
námi bókagerðarmanna vera þá,
að nú gætu nemendur lokið námi
án þess að þurfa að fara á
samning og væru þeir nemendur
Iðnskólans allt þar til þau hefðu
lokið sveinsprófi.
„Þessi deild hefur þróast á
miklum umbrotatímum í þessari
iðngrein, bæði á félagslega svið-
inu og því tæknilega. Hefur það
haft geysimikil áhrif á þróun
þessarar deildar.
Nú er stefnt að ráðstefnu um
bókagerðarnám. Reyn-t verður að
meta stöðuna eins og hún er í dag
og síðan móta framtíðarstefnu í
Evrópu. Víðast hvar er stefnan sú
að hafa greinar innan bókagerð-
arinnar þrjár, en ekki fimm eins
og hér er, þ.e. undirbúning fyrir
prentun, bókband og prentun.
Yrði sú breyting til mikillar
hagkvæmni. Um þessa stefnu-
mörkun viljum við hafa samráð
við bókagerðarfélögin vegna
hinna mismunandi hagsmuna
þeirra. — En fyrst af öllu er að
skapa umræðu um þessi mál,“
sagði Þuríður að lokum.