Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 38

Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 + Móöir mín og tengdamóöir, JENNÝ GUDRUN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Kárastöðum, síöast til heimilis aö Tunguvegi 8, andaöist í Borgarspítalanum 8. júní. Jenný Ólafsdóttir, Ragnar Zophaníasson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, BJARNI KOLBEINSSON, Míklubraut 13, andaöist 9. júní í Hátúni 12. Ingibjörg Guðmundsdóttir og börn. + VIGGÓ BJERG lézt 9. júní í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Vinir hins látna. + Eiginmaður minn, HÁLFDÁN HANNIBALSSON, fyrrverandi bóndi á Hnausum, sem lést 9. júní, veröur jarðsettur 13. júní kl. 2 e.h. Salome Björnsdóttir, Búð Arnarstapa. + Hjónin ELÍSABET JÓNSDÓTTIR og ODDURJÓNASSON, forstjóri, Reynimel 35, veröa jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. júní kl. 1.30. Jarösett veröur í kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Gyða Jónsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Magnús Jónsson, Gyða Jónasdóttir, Óskar Jónsson. + Útför fööur okkar, stjúpföður og afa, ALBERTS B.J. ALEN frá Eskifirði, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 12. júní kl. 3 e.h. Baldvin E. Albertsson, stjúpbörn og barnabörn. + Eiginkona mín, ' KRISTÍN SIGURDARDÓTTIR frá Skógarnesi, sem lést 7. júní, veröur jarösungin frá Miklaholtskirkju laugardag- inn 13. júní kl. 2. Kristján Kristjánsson. + Þökkum af alhug þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug og veittu okkur ómetanlega aöstoö viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, SIGURJÓNU PÁLSDÓTTUR FRÍMANN, Ásvegi 22, Akureyri. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Jóhann Frímann. Lokað verður föstudaginn 12. júní vegna jaröarfarar ODDSJÓNASSONAR OG ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR. Eflalaugin Glæsir. Ingimundur Vigfús Sigurjónsson - Minning Kveðja írá FimleikafélaKÍ Ilafnarfjarðar. Óljósar fréttir um að Ingimund- ur Vigfús Sigurjónsson, fyrrv. skipstjóri, hefði drukknað í sund- laug suður á Spáni, settu ugg að okkur eldri FH-ingum, því ef rétt væri, var með Ingimundi fallinn í valinn einn af beztu, svipmestu og fimustu íþróttamönnum fyrri ára FH. Sorgarfregnin reyndist á rök- um reist og því kveðjum við góðan og tryggan vin í dag. Ingimundur var sonur þeirra kunnu Hafnfirðinga, Sigurjóns Jónssonar, skipstjóra og Ingi- bjargar Magnúsdóttur, er lengi bjuggu að Hverfisgötu 55, en eru nú bæði látin. Ingimundur var ókvæntur, en bjó hjá systur sinni Svanhvíti og manni hennar Þorvarði S. Guð- mundssyni, að Suðurgötu 77 hér í Hafnarfirði. Ingimundur eða „Mundi á Hól“, eins og hann var oftast nefndur, var einn þeirra „Hólsbræðra", sem settu hvað mestan svip á íþrótta- starfið í FH á fæðingarárum félagsins fyrir rúmum 50 árum. Með eldri bræðrum sínum kynntist Mundi því fljótt fimleik- um og töfrum þeirra, er hann ásamt Haraldi bróður sínum, sem var einu ári eldri, og því ávallt að passa litla bróður, fór niður í fimleikahús, til að horfa á æfingar hjá fimleikaflokki FH, en þar voru t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, OLGEIR GUNNAR GUOJÓNSSON, andaöist 31. maí aö Vífilsstööum. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Gunnar Olgeirsson, Emilia Jóhannesdóttir, Hilmar Olgeirsson, Erla Jensdóttir, Sóley Olgeirsdóttir, Gunnar Sigurjónsson. og barnabörn. t Maöurinn minn og faöir okkar, BJARNI P. SIGURÐSSON, Uppsalavegi 3, Sandgeröi, veröur jarösunginn frá Hvalsneskirkju föstudaginn 12. júní kl. 14.00. Unnur Ósk Valdimarsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Jóna Guörún Bjarnadóttir. t Eiginmaöur minn og bróðir, BJARNI GÍSLASON, fyrrum stöövarstjóri, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. júní kl. 3 e.h. Guðný Gestsdóttir, Jóhanna Gísladóttir. + Faöir okkar og afi, EINAR E. GUDMUNDSSON, bifreiðastjóri, Rauðalæk 38, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. júní kl. 1.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðin en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Öryrkjabandalagiö eöa aörar góðgerðarstofnanir. Gunnar G. Einarsson, Guðleifur Einarsson, Gústaf Þ. Einarsson, Magnús Einarsson, Þorgerður Einarsdóttir. + Hjartans þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur hlýhug og vináttu og fyrir alla veitta aöstoð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓLAFS PÁLMA ERLENDSSONAR. Guö blessi ykkur öll. Dagmar Gunnlaugsdóttir, Guörún Ó. Regan, James Regan, Vilhelmína Ólafsdóttir, Albert Sígurösson, Eyjólfur Ólafsson, Guöný Karlsdóttir, Olafur Valur Ólafsson, og barnabörn. eldri bræðurnir, Guðjón, Sigurður og Eiríkur vel liðtækir. Fimleikaflokkurinn var að mörgu leyti „uppeldisstöð" ungra FH-inga þeirra tíma, en þar urðu drengirnir fyrir áhrifum þeirra „Hólsbræðra", Gísla Gunn- bræðra, Gamalielsbræðra, Eiðs- bræðra, Grófarbræðra og Jó- hanns-bræðra, en allt voru þetta frábærir leikfimi- og íþróttamenn og margir hverjir rómaðir um land allt fyrir leikni sína á rá, dýnu og stökkum á hesti. Frá fimleikum fluttist áhugi Munda, sem annarra jafnaldra hans, til stundunar frjálsíþrótta, handknattleiks, sunds og knatt- spyrnu. I öllum þessum fylkingum voru það „Hólsbræðurnir" sem gáfu tóninn hver á sínu sviði. Guðjón var sá er allt gat gert bezt og því fyrirmyndin, Sigurður var laginn og skipuleggjari góður, Eiríkur kraftmikill og kjarkinn vantaði aldrei, Haraldur hafði dugnaðinn og seigluna. Yngsti bróðirinn „hann Mundi á Hól“ réði yfir frábærum léttleika, yfirvegun og marksækni. Þannig var Mundi þegar sem drengur, litríkur og bráðefnilegur íþróttamaður, er hafði óefað hæfi- leika til að verða keppnisafreks- maður í þeirri íþróttagrein, sem hann hefði valið sér, t.d. knatt- spyrnu. En tíðarandinn var ekki sá sami og nú og sjórinn lokkaði hann. Að vera sjómaður og keppnismaður í íþróttum gat ekki farið saman. Þrátt fyrir það náði Mundi að vinna til nokkurra verðlauna áður en hann gaf sig alveg að sjónum, varð m.a. íslandsmeistari í stang- arstökki, auk annarra verðlauna í frjálsíþróttum. I Knattspyrnumóti Hafnar- fjarðar og í RAFHA-keppninni varð „Mundi" oftar en flestir til að eiga hvað mestan þátt í því að innsigla sigur FH yfir Haukum og þá ávallt á sinn sérstæða hátt. Um 1940 léku „Hólsbræðurnir" fimm í meistaraflokki FH og auk þess mágur þeirra, Gísli Hildibrands- son. Er enginn vafi á að íþrótta- legur frami þessara manna, starf þeirra og fjölskyldu þeirra var giftudrýgra en margir kunna frá að segja eða skilja, og mun seint gleymast þeim sem til þekktu. Leikvangur Lækjarskólans var athvarf ungra FH-inga í þá daga öðrum stöðum fremur og var heimili þeirra bræðra tímunum saman allt undirlagt. Margir leik- bræðranna áttu langt heim að sækja í mat og drykk, en þeir voru ekki látnir bíða svangir. Þetta virkaði allt eins og ein fjölskylda. Það var því oft margt i mat og kaffi hjá Ingibjörgu húsfreyju að Hverfisgötu 55. FH hefur verið blessunarlega lánsamt að eiga á hverjum tíma fjölskyldur, sem tekið hafa „tón- inn“ upp frá „Hólsbræðrafjöl- skyldunni", og dásamlegt til þess að vita að þessi fjölskyldueining er enn við lýði í FH og jafnframt ef til vill sterkasti og traustasti félagslegi þáttur félagsins. Megi hinum yngri kynslóðum, sem eru að taka við félaginu, auðnast að viðhalda hinum fornu dyggðum, vináttu og tryggðarböndum, sem óvefengjanlega má rekja til flestra hinna eldri FH-inga. „Mundi á Hól“ var einn þeirra sem hvarf aldrei á braut frá félaginu. Þrátt fyrir það að hann yrði að leggja íþróttirnar á hill- una, hætti hann ekki að fylgjast með starfi félagsins. Meðan hann var á sjónum var hugurinn allur hjá „FH“ og þegar hann vissi að þeir væru að keppa og eftir að hann hætti á sjónum og hóf að vinna í landi, voru það ekki margir leikir, sem ekki var farið að horfa á, ef FH var annars vegar, og skipti þá litlu hvort yngri eða eldri flokkar félagsins áttu í hlut. Stjórn FH flytur öllum ættingj- um Ingimundar V. Sigurjónssonar innilegustu samúðarkveðjur um leið og hún vonar, að hin órjúfan- lega tryggð megi haldast í fram- tíðinni sem hingað til milli FH og ættingja Ingimundar V. Sigur- jónssonar. Óskum við hinum látna fararheill til hins ókunna, og ættingjum hans huggunar í sorg þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.