Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 39

Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981 39 Minning: Guðrún Grímsdóttir frá Oddsstöðum Fædd 10. júní 1888. Dáin 4. maí 1981. Atvik höguðu svo til, að ég fór ekki til útfarar minnar gömlu nágrannakonu Guðrúnar Gríms- dóttur frá Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum. Við fráfall hennar og útför hafa leitað sterkt á hugann gamlar minningar. Að verðleikum var Guðrúnar minnst á útfarardegi af tengdasyni hennar Jóni Aðalsteini Jónssyni ritstjóra Orðabókar Há- skólans. En fædd var Guðrún 10. júní 1888 á Fljótsdalshéraði og átti ættir að rekja til Austurlands. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 4. maí sl. og var útför hennar gerð að viðstöddu miklu fjölmenni ættingja og vina hinn 23. maí sl. frá Landakirkju. Óðum fer nú fækkandi því heiðursfólki, sem setti svip á mannlíf í Vestmannaeyjum fyrir 35—40 árum og bar þá þunga dagsins. Margfaldlega átti merkis- og dugnaðarkona skilið að hennar væri minnst við útför hennar, en svo talaðist til meðal nokkurra okkar sem erum utan hinnar stóru Oddsstaðafjölskyldu, og ólumst upp í næsta nágrenni við Oddsstaðaheimilið, að vel færi á að einhver okkar skrifaði kveðjuorð um látna samferða- konu, sem átti svo stóran þátt í æsku okkar. Frá mér og minni fjölskyldu átti Rúna það inni fyrir auðsýnda vinsemd og alúð eftir að ég varð uppkominn, þó að hún sem fleiri húsmæður, sem vinna hljóð- lát störf, hafi aldrei ætiast tii umbunar né lofs. Hún var ei þannig gerð, en þegar hugsað er til Rúnu á Oddsstöðum og liðinna daga er hægt að taka undir með Jónasi Hallgrímssyni, þar sem hann segir, að svo vermi fögur minning manns, sem vorsólin hlý, Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargrcinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubiii. er nærir blóm og gróður og færi sveitum landsins blessun. Á gömlu býlunum uppi á bæjum á austurhluta Heimaeyjar, var allt fram undir 1950 búið að gömlum búskaparháttum og þar var mikil samheldni og sérstætt mannlíf. Þegar komið var upp úr Skarði við Presthús blasti við sjónum fagurgræn austureyjan með tún og býli. Af Vesturhúsahólnum í háaustri voru Oddsstaðir, mynd- rlegt hús og gamalt höfuðból sem það og var á þessum árum í eiginlegum og óeiginlegum skiln- ingi, en fyrr meir hafði þar verið sýslumannssetur. Guðrún Grímsdóttir eða Rúna á Oddsstöðum eins og hún var ávallt nefnd var sú sem lagði einna drýgstan þátt í þá reisn, sem fylgdi Oddsstaðaheimilinu á mín- um uppvaxtarárum og fram til þess tíma að búskapur var þar aflagður um 1950. Hún kom við bágar aðstæður að Oddsstöðum — fyrri kona Guð- jóns bónda, Guðlaug Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, hafði átt við mikið heilsuleysi að stríða og andaðist frá stórum hópi barna þeirra Guðjóns. Þau voru 8 talsins og þau yngstu á barnsaldri. Guð- rún gekk þeim í móðurstað og giftist nokkru síðar Guðjóni Jónssyni bónda og líkkistusmið Vigfússonar frá Túni. Þeim Guðrúnu og Guðjóni varð 4ra barna auðið, en auk barna af fyrra hjónabandi Guðjóns ólu þau upp 2 fósturbörn. Oddsstaðaheim- ilið var því fjölmennt og yfirleitt 15—20 manns í heimili. Má nærri geta hvað hvílt hefur á húsmóður- inni, en á veturna voru auk fjölskyldunnar oft vermenn á Oddsstöðum. Þeim líkaði svo vel þar vistin, að sumir settu að skilyrði, að fá að vera á Oddsstöð- um, ef þeir kæmu í skiprúm, enda var heimilið rómað fyrir glað- værð. Á vetrum var mikið spilað og sungið, en vor og haust farið í útileiki. Á Oddsstöðum var alltaf nokkur búskapur, 2 og 3 kýr í fjósi, mest fjórar og mikil garðrækt. Guðjón stundaði smíðar allt árið og var þekktur í Vestmannaeyjum og út fyrir Eyjarnar vegna hnyttni í tilsvörum og gamansemi. Hann var hrókur alls fagnaðar og hátíð í ranni, þegar hann kom í heim- sókn. Á sumrin stundaði hann lundaveiðar ásamt sonum sínum í Elliðaey. Búrekstur, heyskapur og hirð- ing kúnna og fuglsins, sem kom úr Elliðaey og fleiri leigumálum Oddsstaða hvíldi því að mestu á herðum húsfreyjunnar og þeirra sem heima voru. Yfir lundaveiði- tímann sem er á sama tíma og háheyannir í júlímánuði og fram í miðjan ágúst var því mikið að snúast á jarðaheimilum eins og á Oddsstöðum. Tvisvar í viku varð að taka á móti fugli og koma honum í lóg og senda úteyjakassa Svanhvít Ingibjörg Sigmundsdóttir Kveðja Fædd 26. september 1917. Dáin 30. april 1981. Þegar ég fékk þær sorglegu fréttir að vinkona mín væri látin, þá þyrmdi yfir mig. Svana vinkona mín var dásam- legur vinur, trygglyndi hennar verður ekki í fáum orðum lýst, glaðlyndi hennar og hjálpsemi verður mikið saknað. Eg kveð vinkonu mína og um leið þakka ég allar þær dásamlegu stundir sem við áttum saman. Hún verður ávallt í huga mínum. í Guðs friði. Krúsa. eða dalla, eins og þá var sagt, með vistum til veiðimanna. Eftir að ég varð uppkominn get ég ekki annað en dáðst að því hvað Rúna hefur sett sig eindæma vel inn í sérstætt líf Eyjamanna við verkun fugls og fiskjar, nokkuð sem hún sveitastúlka ofan af Héraði var ekki alin upp við, en allt virtist þetta og var henni sjálfsagt og eðlilegt. Mynd mín og okkar granna uppi á bæjum af Rúnu á Oddsstöðum er mynd af sívinnandi konu. Þegar ég lít yfir farinn veg og rifja upp svipmyndir æsku og fullorðinsára af Rúnu á Oddsstöð- um, þá fellur henni aldrei verk úr hendi og er alltaf í forystu við heyskap og bústörf á Oddsstöðum. Á sumrin er hún hvítklædd með stóra skuplu og keppist við á Oddsstaðatúnunum eða þá hún er úti við hænsnakofann eða í kál- garðinum að reita og hlúa að garðávöxtum. Þess á milli situr hún ásamt fleiri konum í þvotta- húsinu á Oddsstöðum með stórar hrúgur af lunda og reitir fuglinn og krýfur í salt og reyk. Á hlaðinu fyrir utan standa kýrnar nýkomn- ar af Haugum og bíða mjaltakon- unnar, sem ann þeim og strýkur og klappar. Þegar Rúna og frænka á Búastöðum töluðu um kýrnar sínar þá minnist maður þess að þær töluðu alltaf um þær eins og börnin sín og frænka grét, þegar lóga varð Huppu okkar. Þrátt fyrir fjölbreytt bústörf hafði Rúna alltaf tíma til hann- yrða og fatasaums og var öðrum konum fremri í þeirri grein. Dag- ur hennar var því oft langur og annríkur, en glaðværð og fögnuð- ur fylgdi störfunum. Frá unga aldri kom ég oft að Oddsstöðum til Dabba á Oddsstöð- um eins og ég sagði, þegar ég reyndi að segja nafni við Guðjón, sem var hverjum manni kátari og vinsamlegri og við börnin í ná- grenninu virtum sem væri hann afi okkar. Þrátt fyrir stóra fjöl- skyldu og barnmarga var alltaf pláss fyrir börn á Oddsstöðum og þó að Rúna væri alvörugefin og stjórnsöm fann maður ætíð hja- rtahlýju og gestrisni í viðmóti hennar. Eftir að ég stálpaðist minnist ég stunda á Oddsstöðum, þegar grúskað var í bókum og pólitík með Ingólfi, og ein skemmtilegasta og sérstæðasta matarveisla, sem ég hefi setið var á Oddsstöðum hjá þeim Rúnu og Guðjóni. Það var eftir eina síðustu ferð sem farin var af jarðabænd- um til súina í Súlnasker árið 1952 og ég var svo heppinn og alsæll að komast í. Mig minnir að 20 súlur hafi verið í hiut, en samtals var aflinn 450—500 súluungar. Daginn eftir ferðina bauð Rúna mér i súlusvið og er mér enn í fersku minni sú góða veisla. Þetta litla atvik sýnir betur en flest annað vingjarnleik húsmóður við 17 ára ungling og jafnframt nýtni og viðhald gamaila hefða. Oft naut ég síðar góðgerða og gistivináttu Rúnu. Guðjón andað- ist 1959 og bjó Rúna þá áfram á Odsstöðum með elsta syni sínum Ingólfi. Árið 1966, þegar gamla Oddsstaðahúsið var orðið henni of erfitt byggði Ingólfur af miklum dugnaði einnar hæðar einbýlishús í túnfæti Oddsstaða, þar sem sást til gamla býlisins. Við urðum þá næstu nágrannar eða sitt hvoru megin götu og get ég ekki hugsað mér betri granna. Við börn okkar og konu mína, sem lítið þekkti tii í Vestmannaeyjum, var Rúna ein- staklega almennileg og góð og lengi áttu drengirnir svellþykkar peysur, sem hún hafði prjónað þeim. Þessu góða nágrenni og um- hverfi splundraði eldgosið árið 1973. í gosinu sýndi Rúna nærri hálfníræð hetjulund og styrk. Þau mæðgin fluttu ásamt öðru Eyja- Þorvaldur Helgi Kolbeins — Minning Fæddur 2. janúar 1959. Dáinn 1. júní 1981. Hinsta kvoAja frá foAurommu: .Vers úr Ijóúi Jóns l»orstoinssonar“. Ék kvoó þÍK vinur kæri 4>K Kristi fol þitt ráð. t hæn ók varir hæri ok hió um Drottins náó. Frá lífi þÍK hann loiói á Ijossins foKru strónd. ok KónKU þina KroiAi. aó Kullnum sólarmoiói. við Drottins hol^u hönd. llildur kolhoins Fáein kveðjuorð til frænda míns, Þorvaldar Helga Kolbeins, hann var fæddur 2. janúar 1959, dáinn 1. júní 1981. Þorvaldur Helgi var yngstur barna Guðríðar Jensdóttur og Hannesar Kolbeins, en þau misstu dóttur, og er nú dóttirin, Hera Guðrún, eftir barna þeirra. Hún er búsett í Chicago, USA. Guðríður og Hannes skildu meðan Þorvald- ur Helgi var enn í barnæsku, og ólst hann upp hjá móður sinni og nú hin siðari ár einnig með seinni manni Guðríðar, Gunnari Guð- mundssyni. Þegar Þorvaldur Helgi var sjö ára gamall kenndi hann sjúkdóms þess, sem nú hefur leitt hann yfir landamærin. Þetta var langt og strangt strið við erfiðan sjúkdóm, sem engin lækning fæst við, þrátt fyrir allar framfarir í læknavís- indum síðari ára. Þrátt fyrir margar og strangar sjúkrahúslegur og baráttu í myrkri var hann ætíð hress og kátur á milli, og fylgdist mjög vel . meðo& allj^sem hjinn^u&a^í j . útvarpi, geymdist í sterku minni hans, og var hann vel heima á mörgum sviðum. Ungur lærði hann að lesa og skrifa á blindraletri, eflaust hefur það verið þung reynsla ungum pilti, sem rétt var orðinn læs og skrifandi, að missa sjónina og verða að byrja upp á nýtt að læra allt á blindraletri, en það tókst vel. Þorvaldur Helgi hafði yndi af góðri hljómlist, og allt vissi hann um það sem vinsælast var hjá ungu fólki, t.d. músík og íþróttir. Með þessum fáu kveðjuorðum óska ég honum góðrar heimkomu handan móðunnar miklu og bless- un Guðs fylgi honum. fólki til Reykjavíkur og fannst mér undarlegt að heimsækja þau upp á 7. eða 8. hæð háhýsis i Reykjavík þennan vetur. Rúna tók öllu með æðruleysi og ró og hélt um vorið með reisn upp á 85 ára afmæli sitt á heimli Vilborgar dóttur sinnar og Jóns Aðalsteins. Ingólfur, deildarstjóri Útvegs- bankans í Eyjum, og einn traust- asti starfsmaður bankans í öllu því umróti sem á dundi þennan gosvetur, festi strax í gosinu íbúð í eina fjölbýlishúsinu sem þá var í Eyjum. Þangað fluttu þau strax á haustdögum 1973. Þó að þau mæðgin misstu mikið í eldgosinu bjuggu þau sér strax þarna hlýlegt og notalegt heimili og naut ég þar sem oftar frábærr- ar gistivináttu þeirra en fram eftir árum var lítinn bilbug á Rúnu að finna, þó að smám saman mæddi hana elli. Fram yfir nírætt hélt hún heimili með Ingólfi. Með Guðrúnu Grímsdóttur frá Oddsstöðum er horfinn enn einn fulltrúi tíma og lífshátta sem var og ekki kemur aftur. Gott er að hafa alist upp og lifað með slíku fólki. Á heimili hennar og í nágrenni öllu ríkti eindrægni og samhugur og mikil hjálpsemi meðal granna. Óvenju sterkt og innilegt samband er enn milli óskyldra, sem þarna bjuggu. Allir voru sem ein fjölskylda og þegar maður mætir einhverju af þessu fólki er sem hittist nánir vinir og ættmenni. Hraðfleyg stund nú- tímans máir slík tengsl út. Guðjón og Rúna á Oddsstöðum og fjöl- skylda þeirra átti sinn þátt í að móta þetta góða viðhorf til manna og málefna. Eina skiptið, sem ég minnist að hafa séð Rúnu á virkum degi sitja án þess að hafa verk í höndum var, er ég heimsótti hana á Sjúkrahús Vestmannaeyja fyrir ári síðan. Þá sat hún í hlýju skini siðdegissólar, róleg og æðrulaus og milt bros færðist yfir tiltölu- lega slétt andlit, þegar ég heilsaði. Hún hafði lokið löngu dagsverki. Eilífri birtu og hlýju er hún nú umvafin. Með Guðrúnu Gríms- dóttur er heiðurskona kvödd. Ég og fjölskylda mín vottum börnum hennar og fjölmennum hópi ætt- ingja innilegar samúðarkveðjur. Minning sómakonu lifir í huga allra, sem henni kynntust. Guðjón Ármann Eyjólfsson Samúðarkveðjur sendi ég for- eldrum hans og fjölskyldum þeirra svo og systur hans í Vestur- heimi. Július Kolbeins Mig langar með örfáum orðum að þakka Helga fyrir þau fáu ár er leið okkar lá saman. Hann var einn af fyrstu nemendum mínum og verður mér sá hópur alltaf hugstæður. Þegar kynni okkar hófust, en þá var Helgi 11 ára, var sá sjúkdómur er síðar lagði hann í rúmið, þegar farinn að marka djúp spor. Helgi var þá orðinn blindur og jafnvægið byrjað að gefa sig. En á bak við sjúkdóminn var greindur og duglegur drengur sem barðist við örlög sín með þvílíkum viljastyrk, að ég á ekki eftir að kynnast mörgum slíkum á lífsleiðinni. Helgi var fróðleiksfús, hafði gaman af bókum og vildi vita sem mest um fræga menn, fyrr og nú. Edison og hans líkar voru vinir hans. Hann var ákaflega gaman- samur, kunni marga brandara og kom okkur til að skellihlæja. Ég hef ekki séð Helga í hartnær sjö ár, en fylgst méð veikindum hans af afspurn. En þann tíma sem við vorum saman vil ég þakka fyrir, því þessi kynni kenndu mér enn á ný, að meta og þakka fyrir góða heilsu, um leið og ég sá hvernig móðurástin á, að því er virðist, endalaust þrek til að hjúkra og gera lífið eins bærilegt og frekast er unnt í erfiðum veikindum. Við hjónin biðjum góðan guð að styrkja móður Helga, Guðríði Jensdóttur, og stjúpföður hans, Gunnar Guðmundsson, á erfiðum tímamótum. Margrét F. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.