Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981
41
fclk í
fréttum
+ Svo sem lesendur kann að reka minni til særðust
tvær konur á Péturstorginu er Jóhannesi Páli páfa
var sýnt banatilræði á dögunum. Þessi mynd var
tekin fyrir fáum dögum í Páfagarði. Þá kom þangað
í heimsókn önnur þessara kvenna, frú Ann Odre,
sem er frá Bandaríkjunum. Var henni ekið í
hjólastól til fundar við Jóhannes Pál páfa. Hún er
ekki búin að ná sér að fullu, blessuð konan. Myndin
er tekin er páfi tók á móti henni. Með henni til
fundar við páfa fór dóttir hennar (í hægra horni).
Maðurinn í baksýn er ítalskur læknir, sem stundað
hefur amerísku konuna, sem enn er í sjúkrahúsi og
undir læknis hendi.
Pólitískur
flóttamaður
+ Þetta er Walter Polovchak, 13
ára drengur frá Sovétríkjunum,
sem ákvað í fyrrasumar, er hann
var í Bandaríkjunum ásamt for-
eldrum sínum, að neita að snúa
heim aftur. Bað hann þá um hæli
þar sem pólitískur flóttamaður.
Foreldrar hans voru þessu gjör-
samlega mótfallin. Síðan hafa
farið orðsendingar milli stjórn-
valda í Moskvu og Washington.
Síðasta orðsendingin frá sovét-
stjórninni var afhent í bandaríska
sendiráðinu í Moskvu ekki alls
fyrir löngu. Amerísk stjórnvöld
hafa ekki enn orðið við kröfum
sovétstjórnarinnar um að senda
drenginn heim til foreldra sinna.
Þetta óvenjulega mál mun koma
enn á ný til kasta dómstóla í
Bandaríkjunum nú bráðlega. Þessi
mynd af sveininum unga var tekin
af honum að leik í stórborginni
Chicago fyrir skömmu.
/ E1 Salvador
+ Þessi fréttamynd var tekin í San Salvador, höfuðborg
Mið-Ameríkuríkisins E1 Salvador. Þar hefur ríkt hin mesta skálmöld
svo mánuðum skiptir, vegna innanlandsátaka. Maðurinn á miðri
myndinni er nýr sendiherra Bandaríkjanna þar, sem heitir Deane R.
Hinton, og myndin er tekin daginn sem hann afhenti forseta
landsins, Jose Napoleon Duarte, embættisbréf sitt. Við ameríska
sendiráðið í San Salvador hefur ekki verið starfandi amerískur
sendiherra frá því í janúarmánuði síðastl., er þáverandi sendiherra
var kallaöur heim og látinn hætta störfum. Bandaríkjastjórn hefur
veitt stjórn Duarte margvíslegan stuðning. Þar er nú t.d. rúmlega 50
manna sendinefnd hernaðarsérfræðinga. Myndin er tekin er
sendiherrann kannaði heiðursvörð. En i sambandi við afhendingu
embættisskilríkja, kvað hann það von sína að draga myndi úr
hernaðaraðstoð Bandaríkjanna. Hinton sendiherra er 58 ára gamall.
Áður en hann gekk í utanríkisþjónustuna fyrir mörgum árum,
starfaði hann við blaðamennsku.
Nýkomið
Teryleneblússur kr. 226.-. Peysur, margar geröir frá kr. 74.-.
Gallabuxur kr. 145.-. Flauelsbuxur kr. 136.-. Terylenebuxur 148.-,
168.-. Sokkar kr. 8.-. Bolir, skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavörðustíg 22.
Juno—-n
Komið og kynnið
yður kosti JUNO
eldavélanna með
sjálfhreinsandi blást-
ursofni.
JUNO
eldavélar.
Vestur-þýzk-
gæöavara.
Jón Jóhannesson & Co. sf.
Hafnarhúsinu.
Símar 15821
og 26988.
V________________________I____________^
Kjarakaupatilboð
Bókaútgáfunnar Rökkurs
fellur úr gildi 1. júlí nk.
Bækurnar sex samtals allar í bandi:
ÆVINTÝRI ÍSLENDINGS og aðrar sögur eftir AXEL
THORSTEINSSON 2. útgáfa.
GAMLAR GLÆÐUR, eftir Jack London og sögur frá
írlandi og Englandi
Astardrykkurinn, eftir Rafael Sabatini og sögur frá ítalíu,
Rússlandi, Belgíu, Spáni, Búlgaríu, Frakklandi og Englandi. Paul
Busson.
Skotið á heiðinni, sögur dulræns efnis. N.J. Crisp.
Tveir heimar, hugnæm saga frá Englandi, varö mjög vinsæl eftir
lestur í útvarpi.
Loziana Prole Ég kem í kvöld, skáldsaga um örlög Napóleons og
Jósefínu fyrrv. drottningar. Sagan bregöur upp átakanlegum
lýsingum af vináttu þeirra.
Bækur sendar gegn póstkröfu, pantandi greiöi póstkröfugjald.
Ofangreindar bækur eru samtals 1100 blaösíöur. Kjarabókatilboð
útgáfunnar var áöur 5000 gamlar kr. og er því nú 50 nýkr.
Nokkrar aðrar bækur ó sérlega hagstæðu verði, skrifið eða
hringið, Bókaafgreiðsla Rökkurs kl. 4—7 daglega. Góður
kaupbætir.
Rökkur, Flókagötu 15, Reykjavík,
sími 18768.
Skrifstofa Eimskips í Pósthússtræti 2 er nú
opin frá kl. 8.30-16.30 allavirkadaga.
EIMSKIP
SÍMI 27100