Morgunblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1981 45 Á tónleikum í vetur: Oftast fullt hús — hlut- ur unga fólksins mikill Á. J. skrifar á annan í hvítasunnu: „Þessa dagana er að ljúka hinni lengstu og viðamestu tón- listarvertíð, sem sögur fara af á íslandi. Síðan á mörsug höfum við, sem búum í Reykjavík og nágrenni, átt þess kost að sækja tónleika flesta daga vikunnar og oft orðið að velja milli þeirra, auk margra annarra kosta í listum, bæði í leikhúsum og myndlistarsölum. Við lifum sannarlega á góðum og gleðirík- um tímum. tónlist frá ýmsum tímum, bæði sígildri og nútímalegri tónlist? Vona að Ríkisútvarpið haldi áfram að flytja fjölbreytta tónlist Ég er að rifja þetta upp fyrir mér og öðrum vegna þess að hér í Velvakanda og víðar „sjást“ stundum þær upphrópanir, að sígild tónlist og „sinfóníugaul" eigi sér enga áheyrendur á íslandi og Ríkisútvarpinu beri að taka tillit til þeirrar „stað- V r-æ 1a Hljóðfæraleikararnir sem fram Noca á Kjarvalsstöðum á annan i Er þetta ekki gleði- legur vottur um áhuga fólks fyrir tónlist? Ég hygg að það hafi verið á fárra færi að sinna öllum þeim tónleikum, er í boði voru, að minnsta kosti ekki mínu. Þegar að er gáð hef ég þó sótt býsna marga. Ekki þori ég að fullyrða neitt um hlut svonefndrar sí- gildrar tónlistar í tónleikahaldi vetrarins en leyfi mér að giska á 70—80 prósent. Ég hef gert það mér til gamans og fróðleiks að gaum- gæfa aðsókn þeirra tónleika, sem ég hef verið á og einnig hlut ungs fólks í henni. (Ég miða þá helst við 15—25 ára aldur.) Niðurstaðan er í stuttu máli þessi: Aðsókn er ákaflega góð. Oftast er fullt hús, hvort sem farið er í Háskólabíó, Austur- bæjarbíó, Kjarvalsstaði, Nor- ræna húsið, Félagsheimili stúd- enta, Tónlistarskólann eða kirkjurnar og fleiri staði mætti nefna. Hlutur unga fólksins hefur verið mikill, gæti verið frá tæpum helmingi og upp í tvo þriðju. Er þetta nú ekki skemmtileg- ur og gleðilegur vottur um áhuga fólks á öllum aldri fyrir ..'/V . Wkísí!sj(* ■ komu á stofntónlcikum Musica hvitasunnu. reyndar“ við tónlistarflutning. Það væri fróðlegt að vita hverjir eiga þessar raddir. Grunur minn er, að það séu menn, sem aldrei gefa sér tíma til þess að hlusta raunverulega á eitt eða neitt eða njóta neins sem eyrað nemur og þurfi því á hávaða að halda til þess að fylla upp í tómarúm sálarinnar. Það er von mín að þær lognist út af af sjálfu sér og fái leg í eigin eyðimörk, en Ríkisútvarpið haldi áfram að færa landsmönn- um fjölbreytta tónlist. Að það auki fremur en rýri hlut þeirrar tónlistar, sem í daglegu tali er nefnd sígild og einnig hinnar nýju og skapandi tónlistar líð- andi stundar. Fenjíur bæði fyr- ir auga ok eyra Nú á þessum lokadægrum tónlistarvertíðar vetrar og vors eru jafnframt að hefjast sumar- tónleikar á vegum Musica Nova. Þeir standa, með hvíldum, fram að sólstöðum og nefnast „Skerpla ’81“. í efnisskrá músik- hópsins er margt til þess að örva og gleðja geð. Því er ráð að leggja við hlustir. Stofntónleikarnir voru í dag, annan í hvítasunnu. Þar var flutt skemmtilegt og eftirtekt- arvert tónverk um mánuði árs- ins — Árgerð ’81 — í tólf þáttum eftir jafnmörg nútíma- tónskáld íslensk. Allstór hópur ágætra listamanna flutti tón- verkið. Þessara sumartónleika hefur verið getið bæði í blöðum og hljóðvarpi. Ég bjóst því við að sjá til ferða sjónvarpsmanna á Kjarvalsstöðum í dag. Svo varð þó ekki. Þvílíkt tómlæti! Það hlýtur að vera leitun á stofnun, sem sleppir jafnmörg- um og góðum tækifærum til gagns og gamans eins og ís- lenska sjónvarpið gerir. Þau hafa m.a.s. verið óvenju mörg í vetur og á mörgum sviðum. Tækifærið til þess að flytja landsmönnum fyrrnefnt árstíðatónverk er nú varla farið hjá og ég heiti á sjónvarpið að grípa það. Þar er fengur bæði fyrir auga og eyra.“ Er þetta ekki vel athugandi? Sigrún Magnúsdóttir, Klepps- vegi 70, skrifar: „Háttvirta sjálfstæðisfjöl- skylda. Þá á ég að sjálfsögðu við Sjálfstæðisflokkinn, því að mörgu leyti er stjórnmálaflokkur eins og ein fjölskylda — eða þannig finnst mér að það ætti að vera. Og auðvitað koma upp vandamál á flestum heimilum. Til þess að geta greitt ykkur mitt atkvæði er mér farið áð finnast að ég þyrfti annaðhvort að vera Gunnars- eða Geirsdóttir, — en það er ég ekki. Eg er á hvorugan ykkar að halla. Þið eruð (sennilega) báðir ágætismenn og vitið og kunnið örugglega margt gott sem þið gætuð miðlað yngri félögum ykkar. Hví þá ekki að draga sig í hlé eftir langt og frekar farsælt starf og leyfa yngri og óþreyttari mönnum að taka við. Þið þurfið ekki þar með að hætta öllum afskiptum af þjóðmálunum. Standið á bak við yngri mennina og gefið þeim góð ráð. Ér þetta ekki vel athugandi?" Sjónvarp og útvarp: Ættu að taka meira tillit til krakka - þó að barnaárið sé búið „Vopnafirði, 3. júní '81. Halló Velvakandi. Ég heiti Ingibjörg Reynisdóttir og er 10 ára. Mér finnst sjónvarpið voðalega leiðinlegt, og útvarpið er ekki skárra. T.d. á fimmtudögum eru sinfóníur í útvarpinu. Sjón- varpið er ekki skárra. T.d. sunnu- daginn 31. maí ’81 var sjónvarp næstu viku, og svo ópera, sem ég hef enga trú á að nema örfáum hafi þótt gaman af. Mér finnst að sjónvarp og útvarp ættu að taka meira tillit til krakka, þó að barnaárið sé búið.“ Gullfiskur veldur eldsvoða Doncaster. 9. júní. AP. SLÖKKVILIÐSMENN á Englandi kenndu gullfiski um eldsvoða um helgina. Fiskabúr hans hafði endurvarpað sólargeislum, sem skinu inn um gluggann, í glugga- tjöld herbergis hans, og eldur varð af. Eigandi fisksins vaknaði furðu lostinn og vakti foreldra sína. Brunaliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út, en miklar skemmdir urðu á hús- inu. Gullfiskurinn lézt í eldsvoð- anum. Brúðgumi deyr í veizlunni Stnkkhólmi. 9. júni. AP. MATARBITI stóð í hálsi brúð- guma í Nora í Svíþjóð um helgina og kæfði hann til dauða. Maðurinn var 25 ára og sat eigin brúðkaups- veizlu með ættingjum og vinum á veitingastað, þegar hann greip um hálsinn og hljóp fram. Hann fannst látinn skömmu síðar. frlfifrifr í Kaupmannohöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI KINDAKJÖT Á GAMLA VERÐINU: Verö Kr. kg. Læri ............................ 38.95.— Hryggir ........................ 38.95.— Lærissneiöar .................... 45.95.— Framhryggir ..................... 44.45.— Kótelettur ...................... 42.00.— Súpukjöt ........................ 32.15.— ’A frampartar ................... 28.30.— Hangilaeri ...................... 52.70.— Hangiframpartar ................. 34.70.— LJrb. hangilaeri ............... 72.00.— Úrb. hangiframpartur ............ 83.00.— Marineruð rif ................... 23.60.— Sviö ............................ 16.75.- Nýru ............................ 21.55.- Lifur ........................... 32.55.- Söltuö rúllupylsa ............... 26.50.— Reykt rúllupylsa ................ 29.50.— Saltkjöt ........................ 34.70.- HAKKAÐ KJÖT: Lambahakk ................... 34.70.— Saltkjötsbakk ............... 34.70.— /Erhakk ..................... 26.00.— Svínahakk ................... 49.00.— Kálfahakk ................... 37.00.— Nautahakk ................... 55.00.— Nautahakk 10 kg.............. 49.50.— ÝMISLEGT: Kjúklingar ..................... 47.50.— Kjúklingar 10 stk............... 41.70.— LJnghænur ...................... 26.50.— Unghænur 10 stk................ 24.90.— Reykt folaldakjöt .............. 22.50.— Saltaö folaldakjöt ........... 16.50.— Nautabógsteik .................. 39.00.— Nautagrillsteik ................ 39.00.— Nautahamborgarar stk............. 4.70.— Svínakót ilettur ............. 107.50.— Svínasnitzel ................... 89.00,— Opnunartími í sumar Mánudaga — miövikudaga Opið 8—18. LoKaö í hádeginu <12.30—14.ÖO) Fimmludaga Opið 8—18 (opiö í hádeginu) Föstudaga Opið 8—19 (opiö í hádeginu) Laugardaga lokaö. A fh" 1 sumar verður opið í hádeginu AAIIla á fimmtudögum og föstudögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.