Morgunblaðið - 13.06.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
3
Stjórnarnefnd ríkisspítala um erfíðleika á sjúkrahúsum:
Frekari samdráttur ef
bið verður á samningum
Daglegu gæðaeftirliti hlýtur að hraka
„STJÓRNARNEFND verður að láta í Ijós þá skoðun. að daglegu
u;rðacftirliti á sjúkrahúsinu hlýtur að hraka og mjöK margar
rannsóknir verða lagðar niður, vegna þess að sérfræðinjíar eru ekki á
spitalanum til þess að fylttjast með þeirri starfsemi, sem þar fer
fram,“ segir m.a. í itreinarKerð stjórnarnefndar rikisspitalanna i >?ær
þar sem fjallað er um samdrátt á starfsemi spítalanna vei?na
uppsagna sérfræðinga og aðstoðarlækna.
Atriði úr leikritinu „Sterkari en Súperman “ sem Alþýðuleikhúsið
mun sýna atriði úr á útifundinum.
Sjálfsbjörg með útifund
á Lækjartorgi i dag
SJÁLFSBJÖRG. landssamhand fatlaðra. verður með útifund á La'kjar-
torgi í dait o>{ hefst hann kl. 13.30. en frá klukkan 13.00 mun Lúðrasveit
Árha'jar ok Breiðholts leika undir stjórn'Ólafs Kristjánssonar.
„Starfsemi ríkisspítalanna er
nú þegar mjög skert og það er
fyrirsjáanlegur frekari samdrátt-
ur ef bið verður á því að aðstoðar-
læknar og sérfræðingar spítal-
anna komi til eðlilegra starfa að
nýju, því óvenjulegt og óeðlilegt
vinnuálag hefur hlaðist á yfir-
lækna spítalans, sem þeir geta
aðeins sinnt mjög takmarkaðan
tíma,“ segir m.a. í greinargerð-
inni.
Greinargerð þessi var samin af
formanni stjórnarnefndar ríkis-
spítalanna, Páli Sigurðssyni, for-
stjóra spítalanna, Davíð Á. Gunn-
arssyni, og formanni læknaráðs
Landspítalans, Grétari Ólafssyni
yfirlækni. Er greinargerðin byggð
á upplýsingum yfirlækna spítal-
ans og birt til upplýsingar al-
menningi, þeim er njóta tíma-
bundinnar göngudeildarþjónustu
spítalanna og hins vegar þeim er
bíða eftir rými á spítalanum til
rannsókna eða aðgerða.
Þá segir í greinargerðinni, að
vegna takmörkunar á þjónustu
Læknaþjónustunnar sf., hafi eng-
in starfsemi getað farið fram frá
því sl. þriðjudag önnur en tak-
mörkuð vaktþjónusta, nema það
sem einstakir yfirlæknar hafi get-
að leyst. Hefur innköllun allra
sjúklinga af biðlistum verið hætt.
„Þá eru nú aðeins innlögð þau
bráðatilfelli, sem ekki þola neina
bið, þ.e. annars vegar bráð tilvik,
sem teljast lífshættuleg að dómi
innlagningarlæknis og þess lækn-
is, sem starfar og tekur á móti
sjúklingum á spítalanum hverju
sinni og hefur verið tekin sú
afstaða, að til þessa hóps teljist
einnig þau tilvik þar sem grunur
leikur á að um illkynja, sjúkdóm
geti verið að ræða. Sérstaklega
skal tekið fram, að hjúkrun og
umönnun inniliggjandi sjúklinga
er óbreytt, en læknisfræðileg um-
önnun þeirra getur að sjálfsögðu
verið takmörkuð með vísun til
þess sem fyrr segir," segir í
greinargerðinni.
Göngudeildum sjúkrahússins
hefur verið lokað nema þeim er
starfa á eftirtöldum sviðum: með-
ferð illkynja sjúkdóma, eftirliti
sykursjúkra, eftirliti með blóð-
þynningu, blóðsíunarstarfsemi,
eftirliti áhættuhópa í mæðra-
vernd, sérstökum hópum gigtar-
sjúklinga, bráðatilvikum geðsjúkl-
inga og sérstökum áhættuhópum
barnalækninga.
Stjórnarnefndin bendir einnig á
að hætt sé við að þeim læknum
fækki stöðugt, sem hægt verði að
kalla til starfa vegna bráðra
tilvika, þar sem þeir hverfi til
starfa annars staðar og er sér-
staklega bent á þann vanda sem
augljóst sé að svæfinga- og gjör-
gæzludeild spítalans búi við af
þessum sökum. Að lokum er þeim
tilmælum beint til samninga-
nefnda, að þær leggi sig allar fram
við lausn málsins, því þjónustu-
skerðingin bitni fyrst og fremst á
sjúku fólki sem ekki eigi neinna
kosta völ um að leita sér lækninga.
Ástandið á ríkisspítölum sé svipað
og á öðrum sjúkrahúsum borgar-
innar og sjúkrahús utan Reykja-
víkur geti að jafnaði ekki veitt
sömu þjónustu og sjúkrahúsin í
borginni.
Ávörp flytja Björn Þórhallsson,
varaforseti ASÍ, Hulda Steinsdóttir
og Sigursveinn D. Kristinsson.
Þá mun Alþýðuleikhúsið flytja
atriði úr nýju leikriti sem nefnist
„Sterkari en Súperman" og er það
eftir breska höfundinn Roy Klift.
Leikritið sem fjallar um vandamál
fatlaðra og ófatlaðra verður sýnt
síðan óstytt á næsta leikári Alþýðu-
leikhússins.
Fundarstjóri verður Theódór A.
Jónsson, formaður Sjálfsbjargar,
landssambands lamaðra og fatl-
aðra.
Landsambandið vill hvetja fatl-
aða og stuðningsmenn þeirra að
sýna samstöðu og fjölmenna á
fundinn.
Fólki er bent á að útvega sér
aðstoðarmenn og athuga um flutn-
ing til og frá fundi. Ferðaþjónusta
og aðstoð verður veitt í tengslum
við fundinn, ef þess er þörf. Geta
þeir sem aðstoð þurfa haft samband
við skrifstofu Sjálfsbjargar.
Þess má að lokum geta að fundur-
inn verður túlkaður á táknmáli
fyrir heyrnarlausa og er það í
fyrsta skipti sem það er gert hér á
iandi.
Jæja strákar
Þá erum viö búnir aö malbika og bjóöum alla kaupendur og
seljendur bíla velkomna á nýja ryklausa svæöiö okkar, þar sem
bílarnir njóta sín virkilega vel í fögru umhverfi.
Komdu og skoöaöu góöan bíl á
Bílasölu Guöfinns
m ..
. • M «c