Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
Elliðaárdalur
Velkomin í dalinn, sagði fundarstjórinn,
Þorvaldur S. Þorvaldsson, í upphafi ráðstefnu
um Elliðaárdalinn í glampandi sólskini í
Rafveituheimilinu sl. laugardag. — „Hér við
gluggann fossar áin á hrauninu meö skóg-
ræktina í hólmunum, virkjunina og Árbæjar-
safnið á báðar hendur,“ sagði hann. „Við
viljum varðveita, en hvað og hvernig? Við
viljum búa í þægilegri borg og helst byggja
bestu og fegurstu staði, en getum við ekki
sameinast um aö eiga fleyg af náttúru innan
um byggðina, eins og þennan dal frá firöi til
fjalls. Hvað geymir þessi dalur, sem er okkur
svo mikils virði? Er aðstandendum Ijóst
hverjar eru þarfir og óskir hinna ýmsu hópa og
stofnana, sem þegar tengjast dalnum? Hér er
skotið fram nokkrum af þeim spurningum,
sem viö erum að vona að fái umfjöllun og e.t.v.
einhver svör.“
-
Fólkvangsfriðun gæti verndað og hlíft
Formaður Framfarafélags Sel-
áss og Árbæjarhverfis, Asmundur
J. Jóhannsson, lýsti tildrögum
ráðstefnunnar, sem spratt upp af
umræðum stjórnar um framtíð
dalsins og tengsl byggðarinnar við
hann, svo og hvort frekari mann-
virkjagerð en örðin er á þessu
svæði myndi eyðileggja það lífríki
svæðisins, sem þekkist í dag,
þannig að framtíðaríbúar Reykja-
víkur fengju ekki að njóta þeirrar
margbreytilegu nátturu, sem þeir
hefðu verið svo lánsamir að fá að
kynnast þar. Þetta þróaðist síðan í
ráðstefnu, þar sem tekið skyldi til
umræðu Elliðaársvæðið frá ósi
upp í Heiðmörk. Fékkst um þetta
samstarf 10 félaga og stofnana
tengdra Elliðaársvæðinu og þeirri
starfsemi, sem þar fer fram; Þau
eru: Árbæjarsafn, Framfarafélag
Breiðholts III, Hestamannafélagið
Fákur, Náttúruverndarnefnd
Kópavogs, Náttúruverndarráð,
Rafmagnsveita Reykjavíkur,
Skógræktarfélag Reykjavíkur,
Stangaveiðifélag Reykjavíkur,
Umhverfismálaráð Reykjavíkur,
Veiði- og fiskræktarráð Reykja-
víkurborgar, og borgarráð veitti
fyrirgreiðslu.
Þessir aðilar og einstakir fræði-
menn lögðu til 14 undirstöðuerindi
um ýmsa þætti, er varða Elliðaár-
dalinn, og var erindaflutningur
fram undir kl. 4 með matarhléi,
þegar fundarmenn settust út á
árbakkann í sólskininu. Þá stýrði
Þórir Einarsson, prófessor, pall-
borðsumræðum um efnið. I þeim
tóku þátt Sigríður Einarsdóttir,
formaður náttúruverndarnefndar
Kópavogs, Lena Rist, formaður
Framfarafélags Breiðholts, Álf-
heiður Ingadóttir, formaður Um-
hverfismálaráðs, Reynir Vil-
hjálmsson, landslagsarkitekt,
Árni Reynisson, framkvæmdast.
Náttúruverndarráðs og Einar
Þorsteinsson, stjórnarmaður í Ár-
bæjarfélaginu. Urðu líflegar um-
ræður. Voru menn sammála um að
náttúruvernd væri hluti af lífs-
kjörum, sem ekki mætti fremur
skerða í þéttbýli en strjálbýli.
Almennar umræður urðu um hve
viðkvæmur dalurinn væri, t.d. að
gróðri og fuglaiífi, og veltu því
fyrir sér hvað mundi gerast ef
allir hópar halda áfram að ganga
á dalinn, hvort sem sá ágangur er
af einstökum áhugahópum eða
þrengingu skipulags. Urðu m.a.
umræður um nýja skipulagið, og
komu fram raddir um að helsta
hætta stafaði af tæknimönnum og
stjórnmálamönnum. Var ræddur
sambúðarvandi og sambúðarregl-
ur í dalnum og voru menn sam-
mála um að fyrirhuguð friðun skv.
náttúruverndarlögum á dalnum
sem fólkvangi gæti e.t.v. leyst
vandann, þannig að dalurinn verði
betur verndaður fyrir ágangi og
reglum komið á sambúð allra
þeirra hópa sem í dalinn sækja,
svo allir megi njóta og vel við una.
Ágripum af erindum, var safnað í
hefti, sem fundarmenn fengu og
þar má finna mikinn fróðleik um
Elliðaárdalinn.
Árni
Hjartarson
jarðfræðingur talaði um jarðfræði
og jarðsögu dalsins og benti með
myndum á ýmsa staði, þar sem sjá
má jarðlögin. Hann ræddi einnig
um Elliðavatn sem hluta af jarð-
fræði dalsins, og sagði m.a.:
„Vatnið er sigdæld í A-enda mikils
sprungusveims, sem kenndur hef-
ur verið við Trölladyngju á
Reykjanesskaga. Aldur vatnsins
er því tengdur aldri sprungu-
sveimsins og gosvirkni á honum
og sögu þess virðist mega rekja
a.m.k. aftur á síðasta hlýskeið
ísaldar. Jarðfræðilega séð tilheyr-
ir Elliðavatn sama flokki vatna og
Þingvallavatn og Mývatn og er þar
ekki leiðum að líkjast. 011 eru
þessi vötn á hraunsvæðum og í
þau öll hafa runnið hraun. Við þau
eru miklar uppsprettur, svo og er
náttúrulegt frárennsli þeirra mun
meira en innrennslið. í þeim eru
þykk kísilgúrlög. Öll eru þau
notuð sem miðlunarlón fyrir
virkjunir. En mikilvægasta sam-
einkennið er þó að öll teljast þau
til svonefndra sigdældavatna og
eru mynduð í sigdal á sprungu-
sveimi. Þar með er Elliðavatn líka
komið í slekti með Dauðahafinu og
vötnunum miklu í Afríku,
Viktoríuvatni og fleirum, þótt ekki
teljist það laukurinn í þeirri ætt.“
Eyþór
Einarsson
grasafræðingur fræddi um gróð-
urinn í Elliðaárdal, sem hann
sagði lítt kannaðan af grasafræð-
ingum. Hann hafði gengið þar um
fyrir fáum dögum og fundið 70
tegundir villtra háplantna. Sagði
hann eftir að hafa lýst gróðri, að
mosa- og lyngflákarnir á hinum
grunna jarðvegi ofan á hrauninu
þoli átroðning verst og vilji troð-
ast alveg af þar sem umferðin er
mest. Yrði við skipulagningu dals-
ins sem útivistarsvæði að láta
fara fram rannsókn á gróðri.
Gróðurfar sé þar fjölbreytilegt og
verðskuldaði að vera haldið við.
Þótt umferðaræð sé komin yfir
dalinn, þá teldi hann að hægt ætti
Útsýni úr ráðstefnusalnum út
yfir Elliðaárhólmana og Elliða-
árnar.
Mörg kort og myndir héngu uppi
i húsi Rafveitunnar á ráðstefnu
um Elliðaárnar. Hér er eitt, sem
sýnir helstu veiðistaði i ánum.
að vera að varðveita hann með
aðgát í upprunalegri mynd.
Árni
Waag
fræddi um fuglalífið við Elliða-
árnar. Sagði hann að þrátt fyrir
áfallið við uppfyllinguna í ósum
Elliðaáa hefði fuglalíf ekki horfið
með öllu og hann lýsti þeim
fuglategundum sem eru í dalnum.
Fólkvangur Elliðaárdalsins og
önnur svæði, sem friðlýst eru í
þéttbýli, eru yfirleitt viðkvæm.
Ástæðan er fyrst og fremst sú, að
fjölmennið er svo mikið að hætta
verður á örtröð og röskun á
jafnvægi í lífríki viðkomandi stað-
ar, því verður að móta viðteknar
reglur til að hægt sé að ganga
sómasamlega um. í því skyni þarf
að ráða þjálfað fólk til að kenna
hvernig eigi að umgangast móður
náttúru. Bæjarfélag eins og
Reykjavík ætti skilyrðislaust að
ráða í sína þjónustu menn, sem
hefðu þessa fræðslu á hendi. Laun
þeirra mundu vera fljót að skila
sér í bættu mannlífi.
Hluti ráðstefnugesta. Fremst sitja hestamennirnir Kristján Guð-
mundsson, Gisli B. Björnsson og Lena Rist, sem lika er formaður
Framfarafélags Breiðholts. Ljósm. Emilía
r~~-
Breiðholtsbúinn Elias ólafsson i ræðustól. Fundarstjóri Þorvaldur S. Þorvaldsson, Ásmundur J.
Jóhannsson, formaður Framfarafélags Seláss og Árbæjar, og ritari Jóhannes Einarsson.