Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 13
MORfllTNRI.A r>ID I.AIlflARnAfíITR 13 .n'iNÍ 1<4«1 - i a Árni Reynisson gerði grein fyrir fólkvangshug- myndinni og framkvæmd hennar, en nefnd er að störfum til þess að koma fólkvangsfriðun á dalinn. Lauk hann máli sínu á að segja að hluti af lífskjörum okkar sé að hafa aðgang að slíkum svæðum. Að ganga á þau til að þjappa saman byggð sé að lækka útsvörin með því að rýra lífskjörin. Og hvort viljum við nú heldur greiða 1% meira til að halda í þessi gæði? Aöalsteinn Guðjohnsen veitti yfirlit yfir mannvirkjagerð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Blliðaár, sem hófst fyrir 60 árum og er Rafstöðin nú orðin að safni og það lifandi safni, „og við ætlum okkur að halda því“ sagði Aðal- steinn. En auk stíflanna tveggja og stöðvarhússins á rafmagnsveit- an helmingshlut í háspennulínun- um, sem eru nauðsynleg mann- virki til að koma vatni til borgar- innar. En nauðsyn er líka á miðlunarmannvirkjunum vegna flóða í ánni. „Við erum staðreynd hér í dalnum, viljum vera hér í samvinnu við fólkið og vinna Elliðaárdalnum sem mest gagn.“ Kom það mjög fram á ráðstefn- unni að umgengni Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal væri til fyrirmyndar fyrir aðra fram- kvæmdaaðila, og þá nefnd hita- veita og vatnsveita í því sambandi. Garðar Þórhallsson ræddi laxveiði- og umhverfismál. Hann sagði að Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefði verið stofnað árið 1939 af 48 áhugamönnum um stangaveiði í Elliðaánum, en í dag eru félagsmenn 1600. Ávallt hefði farið saman áhugi Rafmagnsveit- unnar og SVFR um viðhald laxa- stofnsins og hefði það verið fram- kvæmt samkvæmt bestu fræðum á hverjum tíma. íslenzk nöfn á veiðistöðum komu fljótlega í stað erlendra og nú munu vera um 60 slík örnefni í Elliðaánum. Jakob Hafstein yngri sagði frá fiskiræktinni við árnar og að nú færu fram yfir- gripsmiklar rannsóknir á straum- um, vatnsmagni og framleiðslu- möguleikum í ánum. En fyrstu tölur bentu til þess að seiðamagn væri of mikið. Ættu árnar að geta gefið fleiri laxa en nú er og er þá mikið sagt. Vilhjálmur Sigtryggsson lýsti skógi í Elliðaárdalnum, en Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf að planta trjáplöntum í Elliðaár- hólmana 1951 og byrjaði neðan við Kermóafoss. Fór hann yfir land- svæðið og lýsti landgæðum og sagði að þetta land byði upp á mikla möguleika til útivistar, en forsendan fyrir því að hægt verði að nota þetta að gagni til útivistar sé að þar verði komið upp götum og skjólskógi. Það verk sé hafið af talsverðum krafti, mest unnið af unglingum borgarinnar, því fólki sem á eftir að njóta þess mest. Sigríöur Einarsdóttir formaður náttúruverndarnefndar Kópavogs ræddi hugmyndir Kópa- vogsbúa um að hlúa að svæðinu, en Kópavogur á sem kunnugt er hluta af dalnum, sem næst er Elliðavatni. Lýsti hún sérstakri ánægju með samstarfið, sem tek- ist hefur milli áhugafólks í þess- um tveimur sveitarfélögum, Reykjavík og Kópavogi, um varð- veizlu útivistarsvæða. Elías Olafsson talaði um tengsl Elliðaárdals og byggðar í Breiðholti. Sagði kosti þess að búa í Breiðholti m.a. þá, að umhverfis Breiðholt og jafnvel innan þess eru svæði, þar sem náttúran er ósnortin og í sinni upprunalegu mynd. Eitt skemmti- legasta svæðið af þessu tagi sé Elliðaárdalurinn. Sagði hann mik- ilvægi þess að eiga kost á kynnum við óspillta náttúru við bæjar- dyrnar verða seint ofmetið, ekki síst fyrir börn, sem verja deginum fyrst og fremst í nágrenni heimila sinna. Kristján Guðmundsson talaði um þéttbýlið og hesta- mennskuna. Sagði hann hesta- mannafélagið Fák 60 ára og hesta- Árni Hjartarson jarðfræðingur, sem skýrði jarðsögu dalsins, og Árni Reynisson i náttúruverndarráði, sem skýrði hugmynd að fólkvangs- friðun. mennska í Reykjavík því engin ný bóla. í dag eru félagsmenn um 1300 og talið að á fóðrum séu um 3000 hestar. Nefndi hann að skv. könnun stundaði fimmti hver unglingur í Reykjavík hesta- mennsku og sagði athyglisvert að hlutfallslega virðist fleiri ungl- ingar sækja hestamennskuna úr þeim hverfum, sem vel liggja að hesthúsabyggðum, eins og úr Fossvogshverfi, Árbæjarhverfi og Breiðholti. Þess vegna sé nauðsyn- legt að hesthúsabyggðin í Reykja- vík tengist vel samgöngukerfinu. Sagði hann uppbyggingu á fram- tíðarsvæði reykvískra hesta- manna ekki nærri lokið. Megi líkja svæðinu við borg með litlu meira en íbúðarbyggingum. Hingað til hafi þetta ekki komið svo mjög að sök, þar sem frelsið og víðáttan fast við svæðið hafi að nokkru bætt upp annan skort. En nú séu ýmsar blikur ljótar á lofti, t.d. aukin byggð og Ofanbyggðavegur. En góðar reiðleiðir séu forsenda þess að unnt sé að stunda hesta- mennsku í Reykjavík framtíðar- innar. Steinn Halldórsson talaði um íþróttamannvirki í Ár- bæjar- og Seláshverfum, en íþróttasvæðið er hugsað sem hluti af fólkvanginum í Elliðaárdal. Taldi hann aðstöðu til íþrótta- iðkana í þessum hverfum ekki góða og vantaði mikið á. En ef byggðin á að stækka mikið, þá yrði öll íþróttaaðstaða að batna og stækka til að taka við öllum nýjum íbúum hverfisins. Kvartaði hann undan því að hestamenn riðu yfir íþróttavöllinn, án þess að hirða um hvernig þeir færu með hann. Nanna Hermannsson ræddi um safnsvæðið við Elliða- árnar og lýsti því og verkefnum þess. Ræddi hún m.a. um hug- myndir um að þarna yrði útivist- arsvæði og um leið safnasvæði fyrir nokkur söfn, þar sem átt er við landsbyggðasafn, húsdýrasafn og tæknisafn, enda óhagræði að því að dreifa slíkum söfnum. Einnig talaði hún um hugmyndir um starfsskóla, en tilvalinn staður fyrir hann væri býlið Ártún. í sambandi við íbúðabyggðina á holtinu, sagði Nanna, að á miklu riði fyrir safnið að útlit þessarar nýju byggðar verði þannig að það rjúfi ekki þau hughrif, sem safn- inu er ætlað að skapa. Ef háhýsi risi á holtinu myndi það gersam- lega yfirgnæfa safnið og gera að engu þá mynd af fortíðinni, sem reynt er að draga upp. Elín Pálmadóttir talaði um umhverfisvernd og kvað það tímaskekkju nú á tímum, með örtölvubyltingu framundan og breyttum lífsháttum. Meiri þörf væri og yrði fyrir útivistarsvæði í nánd við heimilin með styttri vinnutíma og auknum frístundum, svo sem þegar sæjust merki. Væri hér á landi verið að skerða frátek- in útivistarsvæði — jafnvel Ell- iðaárdalinn. En það hefði enn verið gcrt með samþykkt að nýju aðalskipulagi á Austursvæðum fyrir fáum vikum, þar sem m.a. hafði verið ætlunin að Ártúns- svæðið að Suðurlandsvegi yrði útivistarsvæði <»g létti álagi á dalnum, þar aem hann er við- kvæmastur, þagar byggðin eykst og þéttist í kring, eins og hún er að gera nú. Og víðar væri »feð þessu aukið álag á dalinn, sem hún kvaðst hrædd við. Páll Líndal rakti þær jarðir sem átt hefðu ítök og veiðirétt í Elliðaánum, en þær voru dengi í eigu Viðeyjarklaust- urs og síðar konungs. Einnig talaði hann um síðari tíma eigend- ur sem voru margir og hin kostu- legu málaferli, Elliðamál, sem Páll sagði frá af mikilli list. Reynir Vilhjálmsson sýndi í máli og myndum hve mikið Elliðaárdalurinn er þegar nýttur í þágu mannlífsins, svo að menn fengju meiri skilning á því hvílík verðmæti þeir hafa undir höndum, eins og hann orðaði það. „Við verðum að vernda dalinn og koma í veg fyrir árekstra þeirra hópa sem þangað sækja," sagði Reynir. Minnti hann m.a. á skipulagshug- myndir frá 1965 um grænt sam- hangandi svæði út úr borginni, frá miðbæ og gegn um Elliðaárdalinn, alla leið í Heiðmörk. Var Framfarafélagi Seláss og Árbæjarhverfis þakkað framtakið að efna til þessarar ráðstefnu. HALTI IIMIM OPNAR AFTIIR Höfum opnað aftur eftir nokkrar litlar, en skemmtilegar breytingar. Það fer nú betur um gestina, umhverfió er notalegra og við höfum ekki gleymt yngstu gestunum — þeir hafa leikstofu út af fyrir sig með fiskabúri, krítartöflum á veggjum, liti, pappír og kubba. Nú geta foreldramir notið máltíðarinnar í næði meðan fullt fjör er í leikstofunni hjá smáfólkinu. Og maturinn? — Halti haninn býður fjölbreyttan grillmatseðil meö daglegum „uppákomum** sem við köllum rétti dagsins — og við höfum alfarið dottið í pepsíið, höllum okkur að Pepsi Cola. Hversvegna ekki að kíkja inn? HALTI ILININN LAUGAVEGi 178 SÍMI 34780

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.