Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 23 Þyrlan til vinstri á myndinni, sem var tekin í Nicaraqua 3. júní sl., er talin vera rússnesk aí MI-8-gerð. Bandaríkjamenn hafa að undanförnu fullyrt, að Rússar eigi í vopnaflutningum til Nicaragua. Moskva: Sjö fórust í eldsvoða Moskvu. 12. júni. AI\ AÐ MINNSTA kosti sjö manns létu lífið í eldsvoða í neðanjarðarbrautarstöð skömmu eítir mesta anna- tímann á miðvikudags- kvöld, að sögn vestrænna heimilda. Slysið er hið al- varlegasta er orðið hefur í neðanjarðarbraut Moskvu- borgar. Vestrænir aðilar urðu vitni að því er fjölmargir sjukrabílar óku til og frá stöðinni, og er það talið til marks um að margir hafi slasast í brunanum. Mikill reykur myndaðist, og sögðu sovézkar heimildir, að „mikill fjöldi" lestarfarþega hefði fengið reyk- eitrun. Formælendur heilbrigðisyfir- valda, og talsmenn neðanjarðar- brautarinnar hafa forðast að láta nokkuð eftir sér hafa um mann- tjón og slys í eldsvoðanum. Ekki hefur heldur verið látið uppi hvað olli brunanum, en líklegast er talið, að kviknað hafi í út frá rafmagni. Eldsvoðinn var í stöðinni Oktyabrskaya í suðurhluta Moskvuborgar, þar sem tvær neð- anjarðarbrautir mætast. Einkaverksmiðjur vitt og breitt um Sovétríkin Tvö á báti NELSON’S DOCKYARD: Hjónin Curtis og Kathleen Saville urðu fyrstu hjónin til að róa yfir Atlantshaf í dag þegar þau komu til eyjunnar Antigua á Karíbahafi. Þau fóru frá Casablanca, Marokkó, 18. marz í fimm og hálfs metra löngum árabát. (AP) Hraði jarðar- innar eykst WASHINGTON: Það er ekki eintóm ímyndun að hraði lífs- ins sé að aukast. í fyrsta skipti í hálfa öld hefur snúnings- hraði jarðarinnar aukizt að sögn vísindamanna. En hver dagur er um einni klukku- stund lengri en á dögum risa- eðlanna. (AP) Now York. 12. júni. AP. ÚTLÆGUR sovézkur lögfræð- ingur skýrði frá því í dag að þótt einkafyrirta'ki væru bönn- uð í Sovétríkjunum og þungar refsingar iægju við starfrækslu þeirra. væru verksmiðjur vítt og breitt um landið er stjórnað væri af cinkaaðilum. Hann sagði að í verksmiðjun- um væri framleiddur ýmiskonar varningur að verðmæti milljóna, ef ekki milljarða, rúblna. Lögfræðingurinn, Konstantin Simis, segir í grein í tímaritinu Fortune, að í þau 17 ár sem hann starfaði við lögfræðistörf í heimalandi sínu, hafi hann verið verjandi margra tuga manna rétti, er tengdust „neðanjarðar- fyrirtækjum". Simis yfirgaf Sov- étríkin 1977 eftir að honum var hótuð vinnubúðavist. Simis nefndi, að hann hefði verið verjandi verkstjóra í renni- lása- og næluverksmiðju, ef haft hefði 160 rúblur á mánuði í opinberri verksmiðju. Verkstjóri þessi, Isaak Bach, var síðan forstjóri einkafyrirtækis er átti og rak að minnsta kosti 12 verksmiðjur, er framleiddu m.a. nærfatnað minjagripi. Hringur þessi rak einnig verzlunarkeðju í öllum lýðveldum Sovétríkjanna. Samkvæmt skýrslum saksóknara voru eignir Bach metnar á 87 milljónir rúblna. Þá sagði Simir frá tveimur frændum er hann hefði aðstoðað fyrir rétti. Þeir hefðu rekið neðanjarðarverksmiðju í áratug er sovézka leyniþjónustan KGB, hafði hendur í hári þeirra. Fram- leiðsluvörurnar voru gerðar upp- tækar og verðmæti þeirra nam samtals 175 milljónum rúblna. Simis segir eigendur einka- verksmiðjanna misjafnlega heppna. Sumir enduðu í þrælk- unarbúðum vegna hæfileika sinna, en aðrir kæmust undan og söfnuðu miklum auði. „En þar sem alltaf er verið að reyna að hafa hendur í hári einkafyrirtækja og eigendum þeirra, verða eigendurnir að grafa auðæfi sín í jörð, eða múra þau inn í húsveggi," sagði Simis. Hann áætlaði, að í fjárhirzlum af þessu tagi, væru falin meiri auðæfi en áætlað væri að sokkið hefðu í sæ með kaupskipum í Karíbahafi. Norsk herferð. gegn hundaæði Osló. 12. júnl. AP. NORÐMENN hófu í dag mestu herferð sina gegn hundaæði til þessa í von um að koma í veg fyrir að skemmtiferðamenn komi með hunda sína, ketti og önnur gæludýr til landsins. Noregur er citt átta landa sem hafa sloppið við hunda- æði. Bann við innflutningi gæludýra hefur verið í gildi síðan 1954 og ef innflutningsleyfi fæst verða dýr að vera í nokkurra mánaða sóttkví. Sektir við banninu nema að minnsta kosti 6.000 norskum krónum. Mikil upplýsingaherferð hefur verið í gangi síðan 1977 til að koma í veg fyrir að ferðamenn komi með gæludýr til Noregs í sumarleyfi. Nú verður eftirlitið hert og sektir hækkaðar. Ríkisábyrgð fyrir Burmeister og Wain Kaupmannahöfn. 10. júni. AP. DANSKA ríkisstjórnin hefur gengið i ábyrgð fyir skipasmiða- stöðina Burmeister og Wain til að forða fyrirtækinu gjaldþroti. Það mun gera fyrirtækinu kleift að Ijúka við 14 stór flutningaskip, sem það hefur i smíðum. Þar á meðal eru fjögur skip, scm Kín- verjar höfðu pantað og eiga að verða fyrsta skrefið í átt að miklum viðskiptum milli Dan- merkur og Kínverja. Iðnaðarráðherra Danmerkur hafði áður neitað ríkisábyrgð fyrir fyrirtækið, en nýir samningar, sem náðust við verkamenn um helgina, þóttu lofa góðu, svo ráðherrann sneri við blaðinu. Utanríkisráðu- neytið hafði einnig bent á, að gjaldþrot fyrirtækisins gæti haft alvarleg áhrif á utanríkisviðskipti Danmerkur. Kínversk sendinefnd var nýlega í heimsókn í Kaup- mannahöfn og hafði þá verið áhyggjufull yfir vandræðum skipa- smíðastöðvarinnar. Frá slysstað þar sem járnbrautarlestin fór út af teinunum og hafnaði út í Bagmati-ánni i Bihar-fylki á Indlandi. Einn vagnanna marar í kafi. Hætta leit í lestinni Nýju Delhí. 12. júní. AP. Liðsforingi í indverska hernum sagði í dag. að björg- unaraðgerðum vegna lest- arslyssins mikla væri senn lokið, þar sem fundist hefðu svo til öll lík þeirra er fórust. Ongþveiti á Heathrow vegna verkf alls f lugumferðarstjóra Londun. 12. ]úni. AP. MIKIÐ öngþveiti varð á tveimur helstu flugvöllum London i dag. Ileathrow og Gatwick, er hundr- uð flugvéla urðu fyrir töfum vegna verkfallsaðgerða flugum- ferðarstjóra. Flugumferðarstjórar, sem stjórna ferðum yfir mestum hluta Suður-Englands og Wales, fóru í 7 klukkustunda verkfall sem hófst kl. 6.30 í morgun. Er það liður í reglulegum verkfallsaðgerðum opinberra starfsmanna í Bretlandi til að knýja fram launakröfur. Um 800 flugvélar fara um Heathrow á hverjum degi og varð um helming- ur þeirra fyrir töfum í dag. Flugvélar á leið til og frá öðrum Evrópulöndum urðu fyrir mestum töfum. Búist var við enn frekari töfum síðla dags vegna nýs verkfalls eftir vaktaskipti flugumferðar- stjóranna. Ilann sagði. að froskmonn hofðu náð 232 líkum úr hinum oinstöku vognum lost- arinnar og vorið væri að royna að ná fleirum sem hofðu fundist. Embættismenn hafa skýrt svo frá, að um 500 lík hafi fundist í lestarvögnunum, sem sumir hverj- ir væru mjög illa farnir. Hundruð farþega voru í lestinni er hún fór út af brautarteinum og hafnaði út í á síðastliðinn laugardag. Ljóst er þó, að aldrei verður hægt að segja með nákvæmni hversu margir fórust með lestinni, því mikill fjöldi líka hefur borist niður straumþunga ána. Aðeins 88 komust af er lestin fór út af teinunum og hafnaði út í ánni Bagmati í Bihar-fylki. Aldrei hafa jafnmargir farist í járn- brautarslysi á Indlandi. Árið 1956 fórust 154 manns í Ariyalur-fylki. Feit börn gáfaðri Minncapolis. 10. júní. AP. RANNSÓKNIR á yfir 20.000 börnum í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós. að feitir krakkar hafa gjarnan hærri greindarvísitölu en grönn og meðalþung börn. Vísinda- menn sögðu þó. að ekki myndi þýða að troða mat í börn til að gera þau gáfaðri. Samband offitu og gáfna kom óvænt í ljós við könnun, sem átti að skýra ástæður fyrir heilarýrnun. Vísinda- menn sáu, að þyngstu 10% úr hópnum skildu betur það, sem við þau var sagt, og voru betur máli farin en meðalþung og létt börn fram að 8 ára aldri. Vísindamennirnir kunnu enga skýringu á uppgötvun- inni. Þeir neituðu, að þung börn myndu eyða meiri tíma við lestur og grúsk en létt börn, af því að þau fengju ekki að vera með í leikjum annarra krakka. Börnunum var skipt í flokka samkvæmt kyni, kyn- þáttum og félagslegri stöðu foreldra, en þessir þættir höfðu engin áhrif á niðurstöð- ur rannsóknanna. Glasabarnaíræð- ingur deyr NASHVILLE: Pierre Soupart, fyrsti vísindamaðurinn er birti vísindaleg gögn um getn- aði i tilraunaglasi, er látinn, 58 ára að aldri. (AP)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.