Morgunblaðið - 13.06.1981, Page 26

Morgunblaðið - 13.06.1981, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981 Sjálfstæðismenn í Fella- og Hólahverfí: Skoðunarferð að Hrauneyjafossi FÉLAG sjálfstæðismanna í Fella- ojí Hólahverfi í Breið- holti efnir til skoðunar- og skemmtiferðar að Ifrauncyja- fossvirkjun, lauj'ardaj'inn 20. júní nk. og verður laj<t af stað klukkan 8.30 um morjjuninn. Mannvirkin við Hrauneyja- foss verða skoðuð og þar verður einnig snæddur hádegisverður. Ráðstefna um atvinnu - streitu og sjúkdóma Á SÍÐUSTU árum hefur athygli manna beinst i ríkari mæli að víxlverkandi áhrifum vinnu- umhverfis. strcitu og sjúkdóma og hafa fyrirbyggjandi aðgerðir gegn strcitu meðal vinnandi fólks því orðið æ umfangsmeiri þáttur vinnuverndar víða um heim. Vinnueftirlit ríkisins og land- læknisembættið hafa boðið hingað til lands prófessorunum Töres Theorell frá Karolinsku stofnun- Sjávarút- vegsrit Heimdallar komið út ÚT ER komið Sjávarútvegsrit Heimdallar. Útgefandi er Heim- dallur. samtök ungra sjálfstæð- ismanna i Reykjavík. Ritstjóri er Jónas Egilsson. Meðal efnis í ritinu má nefna: Matthías Bjarnason alþingis- maður og Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra fjalla um stefnuna í sjávarút- vegsmálum. Fjallað er um útflutningsfyr- irkomulag sjávarafurða og í því sambandi rætt við Friðrik Páls- son framkvæmdastjóra SÍF, Óttar Yngvason framkvæmda- stjóra íslensku útflutnings- miðstöðvarinnar og Guðmund H. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. I ritinu er fjallað.um ýmiskon- ar nýjungar er tengjast sjávar- útveginum. Má þar nefna viðtal við Gísla Erlingsson hjá Rekstr- artækni sf., um tölvunotkun við rekstur, nýjungar varðandi véla- vinnu- og stillingar, botnhreins- un skipa og margt fleira. Þá er rætt við Hauk Þorvalds- son hjá LÍN um aðstöðu til þróunar veiðarfærabúnaðar hér- lendis, og Jón S. Kristjánsson um hið nýja línuveiðakerfi frá Nor- egi, sem stöðugt fleiri nýta nú á skip sín. Ritinu verður dreift ókeypis til fólks er starfar við sjávarútveg- inn. (Frrttatilkynninx.) inni í Stokkhólmi og Robert Kar- asek frá Kólumbíuháskóia í New York, en þeir hafa unnið braut- ryðjendastarf við rannsóknir á tengslum streitu og sjúkdóma í ýmsum atvinnugreinum í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndum. Jafnframt gangast Vinnueftir- litið og landlæknir fyrir tveimur fundum um efnið: „Atvinna — streita — sjúkdómar". Efni fund- anna verður á þá leið, að forstjóri Vinnueftirlits ríkisins kynnir vinnuverndarlöggjöf og fram- kvæmd vinnueftirlits, prófessor Theorell fjallar um streitu í starfi með tilliti til hjarta- og æðasjúk- dóma en prófessor Karasek tekur fyrir þann þátt í streitu í starfi er snýr að þreytu og þunglyndi. Landlæknir mun skýa frá niður- stöðum rannsókna Hjartaverndar á streitu, vinnutíma og sjúkdóm- um meðal íslenskra atvinnustétta, en rannsóknirnar ná m.a. til kennara, háskólamanna, atvinnu- rekenda, vörubílstjóra, leigubíl- stjóra, ófaglærðra verkamanna, verksmiðjufólks, sjómanna, iðn- aðarmanna og skrifstofumanna. Pallborðsumræður verða í lo’< fundanna. Fyrri fundurinn verður haldinn mánudaginn 15. júní nk. kl. 15.00 í Domus Medica og er til hans boðið m.a. fulltrúum stéttarfélaga, sam- taka atvinnurekenda og fjölmiðla. Hann er einnig opinn þeim er áhuga hafa á málefninu. Sá síðari verður hins vegar haldinn með læknum og öðrum heilbrigðis- stéttum þriðjudaginn 16. júní og hefst hann kl. 15.30. (Frrttatilkynninx.) ^ HEIMDALLAR Ráðstefna um at- vinnumál höfuð- borgarsvæðisins RÁÐSTEFNA um atvinnumál höf- málm- og skipasmiðja, ræðir að- Þaðan verður ekið að Þórisvatni. Fargjaldið í ferðina er 95 krónur, en formaður félagsins, Kristján Guðbjartsson gefur nánari upplýsingar. uðborgarsva'ðisins hefst í dag á Hótel Loftleiðum klukkan 13 og lýkur klukkan 18. Markús Örn Antonsson. horgarfulltrúi, setur ráðstefnuna. en fundarstjóri verð- ur Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi. Flutt verða erindi. 11 að tölu, sem fjalla munu um atvinnuþróun höfuðborgar- svæðisins, núverandi ástand, fram- tíóarhorfur og hugsanlegar að- gerðir sveitarfélaga og ríkis. Að lokinni setningarræðu Mark- úsar Arnar, flytur dr. Ingjaldur Hannibalsson, forstöðumaður tæknideildar Félags íslenzkra iðn- rekenda, ræðu um þróun atvinnu- rekstrar og fyrirtækja á höfuðborg- arsvæðinu, afstöðu og áhrif ríkisins og sveitarfélaga og stöðu atvinnu- rekstrar í dag. Þá flytur Oddur Ólafsson, fyrrum alþingismaður, ræðu um launþega á höfuðborgar- svæðinu, afstöðu þeirra til vinnu, um erfiðleika ákveðinna hópa, fatl- aðra og hreyfihamlaðra og áhrif skipulags á jafna stöðu karla og kvenna til atvinnu o.fl. Eggert Jónsson, borgarhagfræð- ingur, ræðir um fræðilega þróun atvinnulífs á svæðinu, tekjuþróun og þróun atvinnutækifæra í sveit- arfélögum. Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands bygg- ingamanna, ræðir um þróun og stöðu iðngreina á svæðinu, Júlíus Sólnes, formaður framkvæmda- stjórnar Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins, fjallar um nauðsyn þess að taka á atvinnumálum svæð- isins í heild. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgarskipulags, ræðir atvinnumál í Reykjavík og Guðmundur J. Guðmundsson ræðir afstöðu verkafólks, öryggi á vinnu- markaðnum o.fl. Valdimar K. Jónsson, prófessor, ræðir um höfuðborgarsvæðið sem miðstöð sérþekkingar og þjónustu, Ágúst Flygering, framkvæmda- stjóri, ræðir sjávarútveg og vinnslu afla á svæðinu og Guðjón Tómas- son, framkvæmdastjóri Sambands gerðir ríkis- og sveitarfélaga frá sjónarmiði atvinnurekenda. Þá fjallar Sigurður Guðmunds- son, skipulagsfræðingur Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, um höf- uðborgarsvæðið sem miðstöð sam- gangna og þjónustu fyrir landið allt, Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður atvinnumálanefndar Reykjavíkur, ræðir aðgerðir sveit- arfélaga til eflingar atvinnulífi og Salome Þorkelsdóttir, alþingismað- ur, fjallar um höfuðborgarsvæðið sem samfellt atvinnusvæði, sér- vandamál í atvinnulífi smærri sveitarfélaga. Að ræðum loknum verða umræð- ur ráðstefnugesta. f DAG á Karl ó. Jónsson. Bárugötu 37. Reykjavík. sjötíu og fimm ára afmæli. Karl er fæddur Vesturbæingur. Hann var í mörg ár í hópi þekktustu togaraskipstjóra landsins og síðast var hann á togaranum Aski. Karl var kvæntur Þóru Ágústs- dóttur, en hún lézt fyrir fjórum árum. Þau áttu fjögur börn. í dag verður Karl á heimili Ingigerðar dóttur sinnar að Ægissíðu 74 og tekur þar á móti vinum sínum. Dagskrá 17. júní í Hafnarfirði Kl. 8.00 Fánar dregnir að húni. Kl. 10.00 Kaplakriki. 17. júní- mót. Kl. 10.00 Við Lækjarskóla. Bátaleiga Þytsfélaga. Kl. 13.45 Safnast saman til skrúðgöngu við gatnamót Reykja- víkurvegar og Norðurbrautar. Gengið að Hellisgerði. Skátar ganga með fánaborg. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta í Valkostir í skipulags- málum og áætlanagerð - umræðuefni á þingi norrænna félagsfræðinga ELLEFTA ráðstefna norrænna félagsfra'ðinga verður haldin í Reykjavik dagana 14. —19. júni nk. Ráðstefnuna sækja um tvö hundruð þjóðfélagsfræðingar frá öllum Norðurlöndunum. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, opnar ráðstefnuna við hátíðlega athöfn í hátíðarsal há- skólans mánudaginn 15. júní kl. 10.45 f.h. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Valkostir í áætlanagerð og skipu- lagsmálum". Fluttir verða fjórir megin fyrirlestrar, en auk þess verða flutt framsöguerindi í um- ræðuhópum þar sem m.a. verður gerð sérstök grein fyrir félags- fræðilegum rannsóknum á íslandi. Tíu vinnuhópar verða starfandi á ráðstefnunni. Þar verður fjallað um eftirfarandi málaflokka: Fé- lagslega og hagræna áætlanagerð, fiskveiðisamfélög, nútímaleg verkaskipting, þróun iðnaðarþjóð- félagsins, kreppu og atvinnuleysi á Norðurlöndum, lýðræði og skipu- lagningu, lífskjör og þjóðfélags- þróun, rannsóknir á stöðu kvenna, valkostir i skipulagi heilbrigðis- mála og tækni og skipulag vinnu- staða. I tengslum við ráðstefnuna fara hinir erlendu gestir í kynnisferðir á vinnustaði á höfuðborgarsvæð- inu. Auk þess kynna þeir sér sveitastjórnarmál og heimsækja útgerðarbæ. Ráðstefna norrænna félagsfræð- inga er haldin annað hvert ár á einhverju Norðurlandanna og er þetta í fyrsta skipti sem hún er haldin hérlendis. Samtök norrænna félagsfræð- inga hafa undirbúið ráðstefnuna, en félag íslenskra þjóðfélagsfræð- inga er aðili að þeim. íslenskum þátttakendum er bent á að koma til skráningar í Félagsstofnun Stúdenta við Hringbraut mánu- daginn 15. júní kl. 9.00 f.h. (FrttUtilkynnlnx.) Hellisgerði. Séra Sigurður Guð- mundsson prédikar. kl. 14.45 Skrúðganga frá Hellis- gerði. Gengið verður niður Reykjavíkurveg, inn Strandgötu og upp Lækjargötu að Lækjar- skóla. Kl. 15.00 Hátíðarsamkoma við Lækjarskóla. 1) Hátíðin sett. Torfi Kristinn Kristinsson. 2) Hátíðar- ræða, Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ. 3.) Ávarp Fjallkonunnar, Jóhanna Linnet. 4) Skemmtiatriði, Halli, Laddi og Jörundur skemmta. Eiríkur Fjalar kemur i heimsókn. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur í upphafi og á milli atriða. Kl. 17.00 Handknattleikur. Meistaraflokkar Hauka og FH keppa um 17. júni bikarinn. Kvikmyndasýning. Teikni- myndasýning í Bæjarbíói, 2 sýn- ingar kl. 17.00 og 18.00. Aðgangur ókeypis. Kl. 20.15 Kvöldskemmtun við Lækjarskóla. 1) Lúðrasveit Hafn- arfjarðar leikur undir stjórn Hans Ploder. 2) Ávarp nýstúdents, Lúther Sigurðsson. 3) Einsöngur, Inga María Eyjólfsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. 4) Skemmtiatriði, Ómar Ragnarsson fer með gamanmál. 5) Hljómsveitin Dansbandið leikur fyrir dansi til kl. 1.00 eftir mið- nætti. Vcitingasala verður á hátíðar- svæðinu við Lækjarskóla og verði slagveður verða hátíðar; og kvöld- dagskrá færðar inn í íþróttahús Hafnarfjarðar. Þjóðhátiðarnefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.