Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 37 Minning: Kristín Sigrún Sigurðardóttir frá Skógarnesi Fædd 21. október 1893. Dáin 7. júní 1981. Það hefur verið sagt að lífs- hlaup manna grundvallist á minn- ingum. Sumar þeirra líða hjá jafn óðum og þær eiga sér stað, aðrar renna hægar um hugskotin, en svo eru þær, sem markast í hugum okkar og ekkert fær afmáð þær. Við andlát Kristínar Sigrúnar Sigurðardóttur hrannast upp minningar æskuáranna þar sem hún og eiginmaður hennar Krist- ján Kristjánsson, eru miðdeplar þeirra. Heimili þeirra hjóna var að Syðra-Skógarnesi í Miklaholts- hreppi, Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu. Býli þetta er við Löngu- fjörur, sjávarjörð, þar sem allt er á iði, bæði mannlíf og annað líf. Jarðir sem þessar voru matarkist- ur fyrr á tímum og aldrei þurfti að kvíða matarskorti. Til þess að það gæti orðið þurfti að taka til hendinni. Mikil og vandasöm störf lágu að baki þessara matfanga. Ekki þarf að fjölyrða um það hér svo mjög sem um þennan þátt mannlífs á íslandi hefur verið rætt. Eitt langar mig rétt að skjóta hér inn í til þess að sýna hversu stutt er síðan að sjórekin matvæli voru mikilvægur þáttur í lífsbjörg manna. Það var á milli 1930—1940, að tungu af hval, sennilega af steypireyði, rak á fjörur í Skógarnesi. Þar sem að líffæri slíkra dýra geta orðið allt að 3 tonn á þyngd var fljótlega látið vita á næstu bæi, að tiltæk matvæli væru til reiðu. Ég minn- ist alltaf þess straums fólks, ýmist með trúss- eða vagnhesta, til þess að ná sér í björg í bú. Þannig var samhjálpin í þann tíð. í þá daga var samhygðin svo sjálfsögð, að það þótti lasti næst að krefjast fjármuna fyrir tilvik eins og að framan getur. Þegar þurfti að byggja hlöðu eða gera veg þótti sjálfsagt, að nágrannar kæmu og veittu aðstoð án fjárhagslegrar þóknunar. Það var ekki talað um það. í þessu andrúmslofti voru unglingar í Syðra-Skógarnesi al- dir upp. Ekki veit ég hvað margir þeirra hafa dvalist í Syðra-Skóg- arnesi sumarlangt. Þeir voru margir. Kristín Sigrún annaðist þá með þeim hætti að þeir urðu að betri einstaklingum og nutu þess- arar lífsreynslu alla ævi. Sá, sem þetta ritar getur sannarlega stað- fest þessa fullyrðingu. Þegar heim var komið eftir hvers konar svað- ilfarir, eins og t.d. þegar sóttir voru hestar um langa og blauta vegu. Alltaf var komið að hlýjum og mildum örmum hvernig sem á stóð, og ætíð með því viðmóti að ógerlegt er að gleyma. Aldamótakynslóð hefur reynt meira en nokkur önnur frá því á landnámsöld. Hvaða unglingur í dag getur gert sér í hugarlund við hvaða ástand var að etja, þegar Kristín Sigrún fæddist í þennan heim? Fyrir aldamót var tækni- þróun landsmanna varla komin nokkuð lengra en það sem gert var á söguöld. Þvílík gjörbylting fyrir þá, sem hafa reynt eða andað að sér andrúmslofti hins forna og svo annars vegar kjarnorku, tungl- lendingu, örtölvuvæðingu og þar fram eftir götum. Við, sem erum á miðjum aldri gerum okkur vissu- lega grein fyrir þessu. Astæðan er einfaldlega sú, að við erum á jöðrum þessara kapitula í sögu lands okkar og heimsins alls. Því minnist ég á þetta, að ég, sem drengur reyndi margt það er hafði lítið breyst allt frá land- námsöld. Bæjargöng, hlóðareld- hús, baðstofa svo að eitthvað sé nefnt. Þá er að minnast á stórþýfð tún, engjaslátt, heyflutninga á klifjahestum og ótal margt annað. Allt þetta hefur nú í blámóðu fjarlægðinnar tiltekið seiðmagn, og stundum hefur maður jafnvel óskað sér að tíminn hefði staðið í stað, þrátt fyrir sk. velsæld nútím- ans. Mikið var nú brallað og hent að mörgu gaman. Ekki þurfti til þess fjölmiðla eða hjálp annarra. Af nógu var að taka, af heimatilbún- um gleðskap og glensi. Kristín Sigrún í Skógarnesi átti mikinn þátt í því að gera tilveruna fjölbreytilega. Flest allt var heimatilbúið og einfaldleikinn var ráðandi. Ef til vill var það, sem varðaði mestu. Það var metið sem gert var. Allir voru þátttakendur. Kristín Sigrún var oftast með í leiknum. Eins og fyrr var sagt þá hrann- ast minningarnar saman í iðul- ausan straum, en upp úr stendur Stína Sigrún, eins og hún var oftast nefnd, sem ás þess lífs, er hrærðist í Syðra-Skógarnesi, hvernig sem á stóð. Ég veit ekki af neinum, sem gæddur var þeim eiginleika að sinna málefnum ann- arra með eins mikilli einlægni og hún Stína Sigrún. Einhvers staðar segir að eilífð- arverur séu á Snæfellsnesi. Ef slíkar verur eru til, þá hefur hún Stína Sigrún í Syðra-Skógarnesi vissulega verið ein af þeim. Arni Waag Iljálmarsson Kristín fæddist að Syðra Skóg- arnesi í Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi. Þar bjuggu þá foreldrar hennar, Guðríður Magnúsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Kristín var yngst fimm barna þeirra Skógarnesshjóna, sem upp kom- ust, og síðust þeirra hverfur hún nú héðan. Æskuheimili Kristínar stóð föstum fótum á bjargi gamallar bændamenningar með opnar dyr fyrir úrræðum þeirrar samtíðar sem var að rísa frá örbirgð til bjargálna. Þó að foreldrar Krist- ínar yrðu aldrei auðug þá gerðust þau nógu rík til þess að verða veitul og líknsöm þeim er hjá þeim þurftu að fá skjól. Á mannmörgu heimili í þjóðbraut hefur yngsta barnið á bænum áreiðanlega átt marga ljúfa stund á bernskuárun- um þó að þar félli snemma á skuggi slyss er leiddi til þess að telpu á fjórða ári hvarf sjón á öðru auga. En af öllum æskuminning- um held ég að Kristínu hafi verið einna hugljúfastar þær unaðs- stundir sem hún átti í fjölbreyti- leik fjörunnar því að þangað beindi hún oft síðar för okkar unglinganna og hlustaði jafnan hugfangin á frásagnir okkar af ferðalögum niður á Dyrasand, suður að Þórishamri, ævintýra- ferðir út í Tjaldurseyjar eða aðrar fjarlægar slóðir á leikvelli ungra og forvitinna gistivina í Skógar- nesi. Tvítug hóf Kristín nám í Hvít- árbakkaskóla og lauk því tveim árum síðar með lofsamlegum vitn- isburði. Minntist hún jafnan skólastjórans, Sigurðar Þórólfs- sonar, með mikilli aðdáun og þakklæti. Að lokinni dvöl á Hvít- árbakka var Kristín einn vetur við störf í Reykjavík. Tvo vetur ann- aðist hún barnakennslu í Eyja- hreppi við ágætan orðstír. Árið 1918 kom ungur og efni- legur maður til starfa á búinu í Skógarnesi. Það var Kristján son- ur Elínar Jónsdóttur og Kristjáns Þórðarsonar frá Rauðkollsstöðum. Þau Kristín og Kristján felldu hugi saman og gengu í hjónaband hinn 29. ágúst 1922. Að móður Kristínar, Guðríði, látinni varð það að ráði að ungu hjónin tækju við búsforráðum í Skógarnesi vor- ið 1923, en Sigurður, faðir Kristín- ar, bjó þar hjá þeim þangað til hann andaðist árið 1933. Einkabarn þeirra Kristínar og Kristjáns, Guðríður, fæddist árið 1933. Rúmum tveimur áratugum síðar er kominn að Skógarnesi eiginmaður Guðríðar, Trausti Skúlason. Þá hófst sambýli ungu og eldri hjónanna í Skógarnesi sem stóð í rúma tvo áratugi. Á því árabili var haldið af kappi áfram við margvíslegar framkvæmdir og jörðin keypt. Komst hún þannig aftur í eigu þeirrar sömu ættar sem sennilega hefur búið í Skóg- arnesi nær samfellt allt frá land- námsöld. Eldri hjónin í Skógarnesi nutu . þess að sjá fjögur mannvænleg börn Guðríðar og Trausta vaxa úr grasi og fylgjast síðar með þroska fjögurra barna elstu systkinanna tveggja sem eru nú búin að stofna eigin heimili. Árið 1978 hafði heilsufari þeirra Kristínar og Kristjáns hrakað svo að þeim var orðin þörf meiri umönnunar en þeirrar sem unnt var að veita á fámennu sveita- heimili. Þess vegna var ákveðið að útvega þeim vist á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þau fluttu þangað í maímánuði 1978 og hafa bæði verið þar síðan allt til þess er Kristín andaðist þar að kvöldi sl. hvítasunnudags. Eigi verður þess- um minningarorðum lokið án þess að færa öllu starfsfólki dvalar- heimilisins innilegar þakkir fyrir þá frábæru ástúð og umhyggju sem Skógarnesshjónin nutu á heimilinu. Þau voru einnig svo gæfusöm að eignast marga ágæta vini í hópi vistfólksins, en allt þetta, að ógleymdum tíðum heim- sóknum ættingja og fjölmargra vina, olli því að síðustu æviárin gleymdust Kristínu oft þær þján- ingar sem hinn hrjáði líkami hennar olli og lifið varð á ný ljúft og unaðslegt í upprifjun gamals fróðleiks og góðra ævintýra. Það er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að gera grein fyrir látnum samferðarmanni með því að rifja upp nokkra helstu áfanga á ævi- ferli hans. En þegar til þeirra er horft, sem hér hafa verið nefndir, og hugsað til Stínu Sigrúnar, eins og hún var oft kölluð, þá er augljóst að eyktamörkin ein segja enga þá sögu sem við viljum nú muna og vert er að geyma í þakklátri endurminning og til góðs fordæmis. Þar er að mínu viti eitt sem ber langhæst yfir alla þá fjölmörgu eðliskosti sem Kristín var gædd. Það er hin einstæða hjartahlýja hennar og góðleikur sem var svo frábær að vegna hans átti jafnvel hún það til að verða ekki nægjanlega óvilhöll ef hún var látin ein til vitnisburðar. Þess voru sem sé mörg dæmi, að ef réttilega var fundið að ávirðingum manna þá var óbrigðult að þá skyldi hún alltaf koma auga á eitthvað sem færa mátti til máls- bóta. Þess vegna voru mannlýs- ingar hennar einar saman oft vilhallar, en alltaf á einn og sama veginn. Eitthvað gott skyldi fyrst uppi haft áður en hins væri leitað — jafnvel þar sem horft var til hins spaugilega. En þar olli því rík kímnigáfa, að þá átti Kristín stundum mjög í vök að verjast og lét það þá eftir sér að grípa hönd fyrir auga og hlæja af hjartans lyst. En svo gerðist hún aftur alvörugefin og fann blessuðum slysamanninum einhverja afböt- un, eitthvað gott í hans fari. Og á þetta góða og jákvæða í öllum mönnum var hún ótrúlega fund- vís, l.vgilega nösk, og reyndist þá vitanlega bæði sannorð og réttsýn. Og það lætur að líkum að kona sem búin er þessum óvenjulegu eðliskostum, leitar alltaf fyrst hins góða, hún laðar aldrei fram annað en það sem gott er í fari samferðarmanna sinna. Þess vegna var Kristín elskuð af öllum sem af henni höfðu einhver kynni. Allar götur frá fyrstu búskapar- árunum og allt til þeirra síðustu var alltaf fullt hús af sumárbörn- um hjá Kristínu í Skógarnesi, raunar einnig tökubörnum, sem voru þar langdvölum. Og öll bera þau henni áreiðanlega eina og sömu söguna. I vitund þeirra verður hún ekki einungis hin sístarfandi og veitula húsmóður. Hún verður þeim fyrst og fremst ímynd hins algera góðleika. En það táknaði vitanlega ekki uppgjöf andspænis því illa. Þvert á móti. Hún kenndi unglingunum sínum sannarlega að þekkja mun góðs og ills. En hún gerði það alltaf með þeim góðleik sem er andhverfa hins illa. Þess vegna verður hún þeim — og öllum öðrum — ógleymanleg. En vitanlega verður Kristín einnig mörgum minnisstæð vegna þess hver hafsjór hún var af fróðleik um menn og málefni, stálgreind og stálminnug allt fram í andlátið. Það var sannar- lega ekki eintómt gustukaverk að fá að heimsækja þau Skógarnes- hjónin á dvalarheimilið í Borgar- nesi. Nei. Það var fyrst og fremst mikill munaður að mega eiga þess kost að blanda þar geði við þau. Þess vegna var oft gestkvæmt í litlu stofunni þeirra. í dag verður hinn þreytti líkami Kristínar frá Skógarnesi lagður til hvíldar í ættbyggð hennar milli Ljósufjalla og Dyrasands þar sem forfeður hennar erjuðu, unnust og dóu í ellefu aldir. Megi nú Guð gefa henni góða heimkomu um alla eilífð. Sig. Magnússon Hafliði Guðmundsson kennari — Minning Fanidur 24. febrúar 1921. Dáinn 16. maí 1981. «AA hryxKjast »K Kloðjast hér um fáa da«a. aA heilsast ok kvedjast þaA er lifsins sa«a.~ í þessum ljóðlínum Páls Jóns- sonar Árdals eru fólgin alkunn sannindi, er ófáir upplifa með angurværð og trega. Og nú eigi alls fyrir löngu var dóttursonur hans, Hafliði Guðmundsson, kenn- ari á Siglufirði, kvaddur hinstu kveðju. Vissulega hafði þess verið vænst, að menn fengju notið samvista við hann fleiri daga. Um það sem orðið er tjóar þó ekki að tala og það hefði hann enda eigi sjálfur viljað, að vinir sínir hefðu uppi harmatölur. En víst er, að margir sakna hans, hins glaða, góða drengs, er svo gjöfull var á marga grein. Hann var Siglfirðingur að ætt og uppruna, sonur hjónanna Guð- mundar Hafliðasonar, hafnar- stjóra og konu hans Theódóru Pálsdóttur Árdal. Faðir Hafliða og afi voru kunnir borgarar í Siglufirði, er settu svip á bæinn, móðir hans var frá Akureyri, vel gefin kona, sem hún átti kyn til, glaðvær og gestrisin. Átti Hafliði góða æsku í skjóli ástríkra foreldra, félagsskap mannvænlegra systkina og góðra granna. Fjölskyldan naut al- mennra vinsælda í bænum og virðingar. Kom þar hvortveggja til, mannkostir feðranna og ágæti niðjanna. Góður hugur er gulls ígildi og í Siglufirði var löngum hlýr andblær í lofti, notalegur bæjarbragur, þótt veðráttan gæti verið harðhnjóskuleg og vetur langir. I þessu umhverfi óx Hafliði Guðmundsson úr grasi, bjartleitur sveinn, brosmildur og hlýr, karl- mannlegur og heill. Hugur hans stóð til mennta — hann lagði leið sína til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá MA liðlega tvítugur að aldri. Að því loknu hóf hann nám í lyfjafræði, en hvarf frá því, hélt aftur heim til Siglufjarðar og átti þar heima allar götur síðan að kalla. Er óhætt að staðhæfa, að hann auðg- aði heimabæ sinn á margan hátt, svo fjölþættar sem gáfur hans voru, svo greiðvikinn sem hann var og veitull í öllum skilningi. Höfuðstarf hans var kennsla við gagnfræðaskólann. Naut hann sín þar vel, átti vinsældum að fagna af hendi samkennara sinna og nemenda. Af honum stóð ylur og birta, alúðin var óþvinguð og eðlileg, hann var eins við alla. Hann kunni vel þau fræði, sem hann kenndi og átti auðvelt með að miðla öðrum af þekkingu sinni, svo skýr sem hugur hans var, svo vel sem honum lét að tjá sig, hvort heldur var í töluðu máli, eða með táknum töflunnar. Á yngri árum gegndi Hafliði löngum löggæslustörfum á sumr- in. Var það víst ekki alltaf heigl- um hent á Siglufirði síldaráranna. En þar reyndist hann farsæll í starfi sem annars staðar, enda var hann vaskleikamaður, í senn lipurmenni og fastur fyrir, átti óvenju auðvelt með að umgangast alls konar fólk og laða hið besta fram hjá náunganum. í einkalífi sínu var Hafliði hamingjumaður, kvæntist ungur eftirlifandi eiginkonu sinni, Þuríði Helgadóttur frá ísafirði. Einka- sonur þeirra er Guðmundur, tann- læknir í Reykjavík, kona hans er Auður Yngvadóttir, sellóleikari. Hér var áður að því vikið, hvernig Hafliði svaraði kröfum daganna, þar sem hann gekk að störfum, en heima var best — hvergi naut hann sín betur en þar, hvort heldur hann sinnti hugðar- efnum. í einrúmi eða fagnaði gestum, sem hann kunni flestum betur. Á góðra vina fundi var hann hrókur alls fagnaðar og hélt gleði hátt á loft. Með Hafliða Guðmundssyni er góður drengur genginn, er margt var til lista lagt. I sambandi við hann er margs að minnast og mikið að þakka, þótt hér verði eigi frekar rakið. Við vorum samkenn- arar einn vetur á kirkjuloftinu í Siglufirði og hittumst ekki oft eftir það, en vel minnugur þeirra löngu liðnu daga, vildi ég gjarna leggja lítið blað á leiði hans. Ástvinum hans sendi ég samúð- arkveðjur. Sjálfur er hann Guðs náðarorði falinn. Þorbergur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.