Morgunblaðið - 13.06.1981, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981
Minning:
Jóhannes Einarsson
frá Dynjanda
Fæddur 14. maí 1899.
Dáinn 6. júni 1981.
Jóhannes í Bæjum er látinn.
Hann var drengur góður í þess
orðs fyllstu merkingu.
Hann fæddist að Dynjanda í
Jökulfjörðum þann 14. maí 1899 og
ólst þar upp í stórum systkinahópi
með foreldrum sínum, Engilráði
Benediktsdóttur og Einari Bær-
ingssyni, hreppstjóra á Dynjanda.
Hann fór snemma að taka til
hendinni við bú föður síns, var
afburða fjármaður og verkmaður
góður. Einnig fór hann snemma að
stunda sjóinn, eða um og eftir
fermingu. Hann for formaður á
vélbát sem Alexander bróðir hans
átti í 18 ár. Margur unglingurinn
byrjaði sjómennsku sína með Jó-
hannesi og skólaðist vel.
Mikill gæfumaður var hann í
sinu einkalífi. Hann kvæntist Reb-
ekku Pálsdóttur frá Höfða í
Grunnavíkurhreppi, þann 22. nóv-
ember 1926, og var það mikið
gæfuspor beggja og sambúð þeirra
einstaklega góð. Þau voru mjög
samhent og báru ótakmarkað
traust, ást og virðingu hvort til
annars.
Þau hjón bjuggu fyrst með
föður Jóhannesar að Dynjanda
þar til hann lést árið 1930. Tóku
þeir þá við jörðinni, Jóhannes og
bróðir hans, Alexander, og bjuggu
þar í sambýli til 1948 að þeir
fluttu burt úr sveitinni. Grunna-
víkurhreppur var þá óðum að
eyðast af fólki sökum fiskleysis
innfjarða, samgönguleysis, auk
ýmissa annarra orsaka, en afkom-
an byggðist ekki síst á sjósókn
bæði vor og haust.
Jóhannes fluttist þá með konu
og börn að Bæjum á Snæfjalla-
strönd, fæðingarstað Rebekku, og
bjuggu þar góðu búi fram til 1960.
Seldu þau þá búið í hendur Páli
syni sínum og Önnu Magnúsdóttur
konu hans og bjuggu þau síðan i
skjóli þeirra og gengu að störfum
búsins eftir því sem kraftar og
heilsa leyfðu.
Jóhannes og Rebekka eignuðust
átta börn og komust sjö þeirra til
fullorðinsára, allt nýtir þjóðfé-
lagsþegnar. Elstu dóttur sína,
Jóhönnu, misstu þau 6 ára gamla
og varð hún þeim harmdauði. Hún
var fædd 1926. Næstur er Óskar,
skipstjóri á ísafirði, kvæntur
Lydíu Sigurlaugsdóttur, Páll,
bóndi í Bæjum, kvæntur Önnu
Magnúsdóttur, Rósa, búsett í
Reykjavík, Ingi, sjómaður á ísa-
firði, kvæntur Gunni Guðmunds-
dóttur, María, húsfreyja í Bolung-
arvík, gift Sigurvin Guðbjartssyni
hafnarverði, Felix, múrarameist-
ari í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu
Stefánsdóttur, Jóhanna, húsfreyja
á Reykhólum, gift Haraldi Sæ-
+
Móöir mín, tengdamóöir og amma,
ALEXÍA MARGRÉT RÚTSDÓTTIR,
Laugavegi 27 A, Reykjavík,
lést 5. júní. Jarðarförin hefur fariö fram.
Kristín Kristjénadóttir, Guömundur Pétursson,
Magnús Björgvin og Ingólfur Kristján.
+
Bróöir okkar,
EYVINDUR BJARNI ÓLAFSSON
fré Keldudal í Mýrdal,
síöar til heimilis aö Heiöarvegi 49,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. júní kl.
13.30.
Systkinin
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför systur
minnar,
SIGRÍÐAR SVEINBJARNARDÓTTUR,
Glaöheimum 26,
Guörún Sveinbjarnardóttir.
+
Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför
ÖNNU THORLACIUS,
Kérsnesbraut 108,
Egill Thorlacius,
Ragnhíldur Thorlacius, Gunnar Adolfsson,
Olafur Thorlacíus, Guörún Jónsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra sem heiöruöu minningu móöur okkar,
ÁSTU MARÍU EINARSDÓTTUR,
fyrrum húsfreyju Bjarnastöóum Ölfusi,
Helga Þóröardóttir, Unnur Þórðardóttir,
Klara Þórðardóttir, Soffía Þórðardóttir,
Hjalti Þóröarson, Pétur Þóröarson,
Axel Þórðarson og fjölskyldur.
mundssyni, bónda á Kletti í Gufu-
dalssveit, hann lést af slysförum
1974. Þau eignuðust 27 barnabörn
og 5 barnabarnabörn.
Auk barna þeirra og barna-
barna dvöldu alltaf mörg börn í
sveit hjá þeim hjónum á sumrin
og eiga mörg þeirra skuld að
gjalda fyrir gott atlæti, holl ráð,
og uppeldi.
Það var alltaf gestkvæmt hjá
þeim hjónum, ekki síst í Bæjum. Á
sumrin voru stundum um og yfir
30 manns í heimili um lengri eða
skemmri tíma.
Elli kerling var farin að herja á
Jóhannes, en hann stóð meðan
stætt var. Hann sló með orfi og ljá
sl. sumar og fór í fjósið fram eftir
vetri. Hann var rúmfastur á
Sjúkrahúsi ísafjarðar síðustu tvo
mánuðina sem hann lifði.
Við biðjum Guð að styrkja
aldraða eiginkonu hans, sem sat
við sjúkrabeð hans, þótt hún sjálf
væri farin af kröftum og heilsu.
Þau báru sérstaka umhyggju
hvort fyrir öðru til hins síðasta, og
trúðu á endurfundi.
„Háa skilur hncttl himinxclmur
blart skilur bakka ok ckk.
en anda sem unnast
íær enKÍnn art eilifu aAskilið.“
an.)
Við viljum kveðja og þakka
frænda og vini allt það sem hann
og þau bæði voru okkur í gegnum
árin. Samúðarkveðjur sendum við
börnum og ættingjum.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Haf þú þökk fyrir allt og allt.“
saman eins og áður segir til vors
1948.
Við börn Jónu Bjarnadóttur og
Alexanders vorum níu og erum
átta á lúífi þannig að fólkið vai
margt í litlu húsi en sambúðin og
samkomulagið var frábært.
Á hinum helmingi Dynjanda
bjuggu hjónin Kristín Benedikts-
dóttir og Hallgrímur Jónsson með
álíka fjölda barna og hvor hinna.
Var því ungmennahópurinn stór á
Dynjanda og vinátta mikil milli
bæja, sem síðan leiddi til nánara
sambands sumra okkar þegar árin
liðu.
Árið 1948 hættu þeir bræður
búskap á Dynjanda. Jóhannes og
Rebekka héldu áfram búskap og
fluttu að Bæjum á Snæfjalla-
strönd. Þar bjuggu þau góðu búi
meðan heilsa entist. Síðustu árin
hafa þau hjón dvalið í skjóli Páls
sonar síns og Önnu Magnúsdóttur
tengdadóttur, ættaðri frá Ólafs-
firði.
Foreldrar mínir fluttu á ísa-
fjörð. Það var viðkvæm stund sem
ég ræði ekki hér, en indælt var að
koma að Bæjum og dvelja þar hjá
öðrum foreldrum eins og maður
hafði alltaf áður gert.
Fyrir allt þetta og allar okkar
samverustundir í blíðu og stríðu, á
sjó og á landi vil ég nú þakka Jóa
frænda mínum og ég leyfi mér
fyrir hönd okkar systkinanna
allra að þakka honum fyrir allt
sem hann var okkur. Ég trúi að við
hittumst heil síðar. Ég bið al-
mættis hönd að styrkja Bekku
mína og börnin hennar í sorginni.
Við hjónin sendum þeim innilegar
samúðarkveðjur.
Minningin lifir um góðan mann
sem barðist af dugnaði fyrir
velferð allra sinna. Fari hann í
friði.
Einar J. Alexandersson
frá Dynjanda.
Arnbjörg Sigurðar-
dóttir — Minning
Steinunn Guðmundsdóttir,
Kristbjörn H. Eydal.
Jóhannes föðurbróðir minn er
látinn. Ég sest niður og læt
hugann reika til fyrri tíma. Ég
minnist eins þrautseigasta erfiðis-
vinnumanns sem ég hef kynnst
um dagana. Ég minnist sambýlis
Jóhannesar og fjölskyldu hans við
bróður sinn og fjölskyldu hans á
árunum 1925—1948. Sú sambúð
var með slíkum ágætum að þess
munu fá dæmi. Ég minnist
mannsins sem bar alltaf um-
hyggju fyrir hag barna bróður
síns eins og sinna eigin barna til
hinstu stundar.
Jóhannes Einarsson var fæddur
að Dynjanda í Jökulfjörðum 14.
maí 1899, sonur hjónanna Engil-
ráðar Benediktsdóttur og Einars
Bæringssonar. Hann ólst þar upp
með átta systkinum og vann í
foreldrahúsum þar til hann giftist
sinni ágætu konu, Rebekku Páls-
dóttur frá Höfða. Eignuðust þau
átta börn og eru sjö þeirra á lífi.
Jóhannes og Alexander bróðir
hans bjuggu síðan með foreldrum
sinum á hálfri jörðinni Dynjanda
á meðan þau lifðu (kunnugir
beðnir velvirðingar, þó ég skýri
það ekki nánar) og eftir það
Fædd 29. september 1887.
Dáin 21. mai 1981.
Það fólk sem fæddist í þessa
veröld á öldinni sem leið, er nú
óðum að kveðja. Ein þeirra er
tengdamóðir mín, Arnbjörg Sig-
urðardóttir. Útför hennar var gerð
frá Keflavíkurkirkju þann 29. maí
sl.
Hún fæddist á Arnarstapa á
Snæfellsnesi 29. sept. 1887, en
fluttist ung vestur í Dali með
foreldrum sínum. Þar kynntist
hún sínum lífsförunaut, Hannesi
Einarssyni. Eins og margt fátækt
fólk á þeirri tíð voru þau í
vinnumennsku með fyrstu börnin,
en síðan lá leiðin úr sveitinni í
sjávarþorpið. Keflavík var fá-
mennur staður þegar þau Arn-
björg og Hannes byggðu sér þar
lítinn bæ, en þau sáu staðinn vaxa
og lögðu fram sinn skerf til að
fjölga íbúunum, því börn þeirra
urðu alls 13 og afkomendur þeirra
eru nú um 250.
Þau hjónin voru samhent að
koma upp sínum stóra barnahóp.
Efnin voru að vísu af skornum
skammti en dugnaður þeirra hjón-
anna þeim mun meiri. Allt var
nýtt sem hægt var að nýta. Sprett
var upp gömlum flíkum, þeim
snúið við og saumaðar nýjar. Allt
lék í höndum Arnbjargar, enda
bar heimilið þess glöggt vitni.
Þegar erfiðleikar steðja að er gott
að eiga sterka trú, en hana átti
Arnbjörg í ríkum mæli.
Fjögur bðrn missti hún í
bernsku, eiginmanninn 1947 og
son í blóma lífsins árið 1963. I
öllum þessum raunum var trúar-
styrkur hennar ljósið í myrkrinu.
Á slíkum stundum fletti hún upp í
biblíunni og fann þar alltaf hugg-
unarorð, bæði fyrir sig sjálfa og
þá sem næstir henni stóðu.
Ég man vel þegar ég kom fyrst í
Hannesarbæ, á þetta snyrtilega
heimili sem Arnbjörg hafði mót-
að. Þessi brosmilda geðþekka kona
tók tengdadóttur sinni einkar vel
og aldrei var hægt að finna annað
en hún sætti sig við þau hlut-
verkaskipti sem þá urðu í lífi
hennar.
Fyrir þau fimm ár sem við
vorum þarna undir sama þaki og
allar samverustundirnar síðar, vil
ég þakka af heilum hug. Arnbjörg
var glaðlynd kona og gestrisin.
Ollum sem að garði bar var vel
fagnað en athygli vakti hversu
annt hún lét sér um þá sem minna
máttu sín og hvað hún lagði sig
fram við að veita þeim þá hjálp
sem geta hennar leyfði.
Þrátt fyrir margs konar erfið-
leika, var Arnbjörg gæfumann-
eskja. Hún átti barnaláni að fagna
og hjá börnum sínum átti hún gott
atlæti á efri árum. Síðustu sex
árin daldi hún að mestu á sjúkra-
húsinu í Keflavík. Hún fylgdist
furðu vel með því sem var að
gerast, en likamsþrekið var horfið
og hvíldin því kærkomin. Langri
vegferð er nú lokið, góð kona hefur
verið kvödd.
Blessuð sé minning hennar.
María Jónsdóttir
+
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
MAGNEA G. JÓNSDÓTTIR,
Torfufelli 24,
verður jarösungin fró Fossvogskirkju, mánudaginn 15. júní kl.
15.00,
Baldur Guömundsaon,
Hafliöi Baldursson, Hildur Þorléksdóttir,
Brynja Baldursdóttir, Guömundur Jónsson,
Guómundur Ó. Baldursson, Helga K. Stefénsdóttir,
Halldóra Baldursdóttir, Hílmar Sigurjónsson,
Jón Baldursson
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur, fósturfööur, tengdafööur og afa,
JÚLÍUSAR EVERT,
Kaplaskjólsvegi 11.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks, Hátúni 10 B, sem annaöist
hann í langvarandi veikindum,
Þorbjörg Vigfúsdóttir,
Ólafur Júlíusson, Jette Júlíusson,
Hanne Júlíusson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir,
Erna Vigfúsdóttir, Arnbjörn Ólafsson
og barnabörn.