Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.06.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 41 fclk í fréttum Hjólreiða- æðið er ekki bara hér + Á þessari mynd sjáum við hvar mæðginin Nancy og Ron Reagan hjóla á einu hjóli í nágrenni við heimili sitt. Ron er eins og flestir vita ballettdansari og dansar um þessar mundir við Joffrey-ballettinn í New York. Ford gagn- rýndur vestra + Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti, sá er tók viö stjórnartaumunum í Hvíta húsinu í sambandi viö Watergatemál Nixons forseta hér á árunum, hefur sætt gagnrýni fyrir það að misnota aöstööu sína, sem fyrrum forseti þjóðarinnar. Hann er mjög starfsamur maöur og hefur gefiö sig aö störfum tengdum viöskiptalífinu. T.d. tekiö aö sér aö vera ráöunautur fyrirtækja á viöskiptasvið- inu, tekiö aö sér aö flytja ræöur og fyrirlestra, en allt hefur þetta gefiö honum góöar tekjur í aöra hönd, ofaná veruleg eftirlaun sem forseti. Ford situr nú t.d. í stjórnum 7 stórfyrirtækja og eignaraöild á hann aö ýmiskonar fyrirtækjum, þ.á m. nokkrum útvarpsstöövum. Einn af forstjór- um fyrirtækjanna, sem hann á sæti í og njóta ráögjafar hans, sagði viö blaðamenn, aö fyrirtæk- inu væri mikill styrkur af því aö nafn hans (Fords) tengdist fyrirtækinu. Auk þess væri Ford mjög klár ráögjafi varðandi viöskiptamál. Tímaritið Newsweek segir, aö tekjur Fords sóu a.m.k. 900.000 dollarar á ári um þessar mundir. Sjálfur hefur hann vísaö þessari gagnrýni á bug. Telur sig lausan allra mála viö kerfiö, vera frjálsan mann, hann stundi ekki annaö en heiöarlega atvinnu. Slíkt geti ekki talist ámælisvert og því óviðkom- andi aö hann hafi í eina tíö veriö forseti. Kona Fords fyrrum forseta, frú Betty, er mjög starfsöm viö aö afla fjár til afvötnunarstöövar fyrir fyrrum áfengis- og fíkniefnasjúklinga í heimabæ hjónanna, sem er Palm Springs í Kaliforníu. HJARTA OG LUNGNAÞEGAR + Hér eru tveir hjarta- oj{ lunKnaþeKar á blaöamanna- I þrituKur. f texta með myndinni. sem AP-fréttastofan fundi i þeim fraxa háskólaspítala Stanford Medical I sendi. seKÍr að þetta fólk muni vera einu manneskjurn- Center vestur í Kaliforniu. Konan heitir Mary D. I ar. sem enn hafi lifað af hjarta- ok lunKnaflutninK. Gohlke ok cr 45 ára. maðurinn. Charles Walker, er I Eldridansaklúbburinn Elding Almennur félagsfundur veröur haldinn aö beiöni nokkra félagsmanna í Hreyfilshúsinu fimmtudag- inn 18. júní kl. 20.30. Sljórnin. Ath: Sýniö félagsskírteini viö innganginn. Dagskra 44. Sjómannadagsins i Reykjavík 14. juni 1981 Kl. 08:00 Fánar dregnir aö hún á skipum í Reykjavík- urhöfn. Kl. 10:00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjó- mannalög viö Hrafnistu, Reykjavík, stjórn- andi Oddur Björnsson. Kl. 11:00 Minningarguösþjónusta í Dómkirkjunni, dómprófasturinn, séra Ólafur Skúlason prédikar og minnist drukknaöra sjómanna. Séra Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friörikssonar, einsöngvari Sig- uröur Björnsson. ÚTIHÁTÍÐARHÖLDIN í NAUTHÓLSVÍK Kl. 13:30 Lúörasveit Reykjavíkur leikur sjómannalög, stjórnandi Oddur Björnsson. Kl. 14:00 Samkoman sett og kynnt, þulur og kynnir er Guömundur Hallvarösson. Ávörp: A. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegsráöherra. B. Fulltrúi útgeröarmanna, Kristinn Pálsson, formaöur Utvegsbændafélags Vestmanna- eyja. ^ C. Fulltrúi sjómanna, Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri S.V.F.Í. D. Pétur Sigurösson, formaöur Sjómanna- dagsráös heiðrar aldraöa sjómenn meö heiöursmerki Sjómannadagsins og af- hendir afreksbjörgunarverölaun. ki. 15:00 Skemmtiatriöi dagsins: Kappsigling á seglbátum, unglingar úr æskulýösklúbbum Reykjavíkur og ná- grannasveitarfélaganna ásamt félögum úr Siglingasambandi íslands keppa. Kappróöur fer fram á Nauthólsvík, Margar sveitir keppa. Koddaslagur fer fram á milli atriöa. Stakkasund. Merki Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaöiö, ásamt veitingum veröa til sölu á hátíöarsvæðinu í Nauthólsvík. Strætisvagnaferöir veröa frá Lækjargötu og Hlemm- torgi frá kl. 13:00 og veröa á 15 mín. fresti. Þeim sem koma á eigin bílum er sérstaklega bent á aö koma tímanlega til aö foröast umferöaröngþveiti. Hringakstur er um Nauthólsvík og yfir Öskjuhlíö. Á sunnudagskvöld verður Sjómannadagsskemmtun á Hótel Sögu og hefst meö borðhaldi kl. 19:30. Skemmtiatriði veröa undir boröhaldi. Siguröur Björnsson, óperusöngvari syngur, Ragnar og Bessi skemmta meö gamanþáttum. Miðasala veröur í anddyri Hótel Sögu föstudag og laugardag kl. 17—19 og sunnudag kl. 16—17. HRAFNISTUHEIMILIÐ í HAFNARFIRÐI Sýning og sala á handavinnu vistfólks veröur frá kl. 14:30—17:00. Á sama tíma er kaffisala og rennur allur ágóöi í skemmti- og ferðasjóð vistmanna heimilisins. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.