Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 44

Morgunblaðið - 13.06.1981, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981 EF þú VILT FÁ HANM þRlFINN AP '' INMAN, SKALTU 0ARA SKRÓFA RÚDORMAR NI-DUR." Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Langspilið - þriggja strengja Islandsfiðlan Anna I»órhallsdóttir skrifar 12. júní: „Mér varð eðlilega starsýnt á feitletraðar fyrirsagnir í Helgar- blaði Vísis þ. 23. maí sl. og nú í Morgunblaðinu þ. 11. júní, í Helgar- blaðinu svohljóðandi: íslenska langspilið rannsakað. í Morgun- blaðinu, Langspil til tónlistar- kennslu. Bandarískur prófessor frá há- skóla í Iowa er kominn til landsins, styrktur af Fulbright-stofnuninni til tveggja mánaðar dvalar vegna rannsóknar á íslenska langspilinu. Hann hefir nú kvatt sér til aðstoðar fimm tslendinga. Það er auðséð að mikið stendur til. Tónlistarmaður- inn, dr. David Woods, hefir í hyggju, ef rannsóknin tekst vel, að láta nemendur sína í háskólanum smíða sér langspil og nota það sem kennslutæki. Það er alveg sérstök ástæða fyrir mig að bjóða þennan góða gest velkominn, ef hann og aðstoðarmenn hans geta hrist slen- ið af landsmönnum viðvíkjandi þetta alþýðuhljóðfæri þeirra. Ilorfið af sjónarsviðinu um síðastliðin aldamót Langspilið var látið liggja ónotað í hálfa öld eða þar um. Enginn kunni lengur að leika á það. Arið 1961 tókst mér að koma því aftur til lífs, eftir harða baráttu. Danskur sérfræðingur, Svend Jensen fiðlu- smiður, fékk leyfi hjá stóru hljóð- færasafni í Kaupmannahöfn til að smíða eftir íslensku langspili sem hafði varðveist í dönskum söfnum frá árinu 1770. Þetta er talin vera fullkomnasta gerð langspila og var ekki til í íslenskum söfnum árið 1961. Síðan fór ég að æfa mig á langspil. Ég kynnti mér smárit, Leiðarvísi til að læra að leika á langspil, eftir Ara Sæmundsen, útgefið á Akureyri árið 1855. Þessi pési er mjög merkur meðal annars af þvi að í formála stendur að hann sé útgefinn vegna þess að langspils- leikur sé að leggjast niður sökum kunnáttuleysis að leika á hljóðfær- ið. Bjarni Þorsteinsson tónskáld segir að langspilið hafi verið horfið af sjónarsviðinu um sl. aldamót, eftir það orðið safnmunur. Anna Þórhallsdóttir með langspil. „Annars verður hljóðfærið að liggja á borði þegar á það er leikið,“ sagði greinarhöfundur. Ilefi reynt að vekja athygli á hljóðfærinu Þegar ég hafði rannsakað hljóð- færið og æft mig á því í hálft ár kom ég fyrst fram í Óslóar- útvarpinu með það. Þar þótti mér gott að spila og syngja gömul íslensk þjóðlög. Móttökur voru ógleymanlegar. Því næst fór ég aftur til Kaup- mannahafnar og söng með langspil- inu, eitt hundrað gömul íslensk lög, þjóðlög og sátma, en sú tónlist er eins og sköpuð fyrir hljóðfærið. Upptaka á segulband var gerð í upptökusal His Masters Voice. Ég kom heim til íslands 19. júli 1961 með þennan kjörgrip. Hér heima heyrðist fyrst í langspilinu, eftir þyrnirósarsvefninn, i Ríkisútvarp- inu þ. 15. nóvember sama ár. Nú eru liðin tuttugu ár og margt hefir gerst á þessu tímabili. Þegar tæki- færi hefur gefist hefi ég reynt að vekja athygli á hljóðfærinu og hvatt fólk til að smíða sér langspil til heimilisnotkunar og læra að leika á það eftir þeirri fyrirsögn sem ég lærði að leika á það. Þá kennslu hefi ég látið í té í fjölmiðl- um. Sjálfsnám er hollt hverjum manni og hæfileg einbeiting hugans lengir lífið. Þrátt fyrir viðleitni mína eru enn til menn á Islandi sem spyrja: Langspil, hvað er það? Þessi spurn- ing var lögð fyrir mig árið 1961. Allir sem vilja kynnast sögu þjóð- arinnar rekast á sögusagnir um langspilið í bókum vorum, fornum og nýjum. Neitunarbréíið þótti mér sárt að fá Fljótlega eftir heimkomuna frá Danmörku, vildi ég kynna hljóðfær- ið í barnaskólum höfuðborgarinnar, og leitaði til fræðslufulltrúa Reykjavíkurborgar. Hann vísaði á skólastjóra Barnamúsikskólans, sem þurfti að ráðfæra sig við Söngkennarafélagið. Skólastjórinn boðaði synjun á þeim forsendum, að enginn tími væri laus í skólanum til kynningar á svona verkfæri. Hefir skólastjórinn sem er einn af aðstoð- armönnunum breytt um skoðun á gildi langspilsins? Nokkrum árum síðar fór ég fram á styrk frá menntamálaráðunrytinu til að gefa út litla kennslubók í langspils- leik. Það sýndi sig að bók Ara Sæmundsen er ekki alveg aðgengi- leg og mikilsverð atriði var ekki þar að finna. Einnig ætlaði ég að rekja sögu langspilsins og þýðingu þess fyrir þjóðfélagið á þeim tíma þegar fá eða engin hljóðfæri voru til í landinu og lítið hægt að gera sér til skemmtunar. Ég hafði í hyggju að láta gera fagteikningu af þessu fullkomna hljóðfæri mínu sem ég hafði þurft að sækja til annars lands. Ekki var þarna „Albjartan" styrk að finna. Neitunarbréfið þótti Fyrirspurn til vegamálastjóra Hestamaður úr Reykjavik Ekki um annað að skrifar: ræða en snúa við „Um hvítasunnuna fórum við ríðandi nokkrir saman austur í sveitir. Ekki man ég hversu oft við höfum leitt saman hesta okkar í þessu skyni, en það hefur alltaf verið fastur liður í þeim ferðum að æja í Ölfusrétt í Hveragerði, til að hvíla menn og skepnur. Og okkur hefur þótt vænt um þessa hefð. 1 umrætt skipti var öðruvísi tekið á móti okkur en vant hefur verið. Við riðum niður gamla Kamba- veginn, því að hestamenn mega ekki vera á þjóðbrautum, og héld- um sem leið lá eftir gamla þjóð- veginum í áttina að Ölfusrétt. Nú er þess að geta að komnar eru íbúðarhúsabyggingar báðum meg- in við þennan vegarkafla og ná ióðirnar út að veginum. Þegar við vorum komnir langleiðina að rétt- inni, varð girðing fyrir okkur og lá þvert yfir veginn á milli áður- nefndra lóða. Var því ekki um annað að ræða en snúa við og finna aðra leið að réttinni. í réttina komumst við Þegar halda skyldi af stað strunsaði í átt til okkar maður nokkur, sem sýnilega hefur álitið sig eiga nokkuð undir sér, því að hann þóttist hafa efni á að hella yfir okkur úr skálum reiði sinnar, sagðist búa þarna við veginn, þetta væri engin hrossagata, það gætum við bókað. Og hann fylgdi okkur duglega eftir með skömmum. Þarna bar síðan að almennileg- heitamann sem benti okkur á að taka lykkju á leiðina út í ógreið- fært hraunið aðeins sunnar og vestar og í réttina komumst við. Með vitund og sam- þykki vegamálastjóra? En nú loksins kemur þá fyrir- spurn sú, sem mig langar að biðja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.