Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Það er ekki langt síðan Guð- mundur Björgvinsson sýndi á Kjarvalsstöðum, og var það nokkuð stór sýning. Myndfjöldi mikill og sýndar voru líkams- hreyfingar jafnframt, sem tengdar voru málverkum Guð- mundar. Nú hefur Guðmundur efnt til miklu minni sýningar í Gallerí Djúpinu, og samt er myndfjöldi nokkuð mikill, eða 50 myndir. Að þessu sinni eru það eðlilega minni verk, er Guð- mundur sýnir, og getur þar að líta bæði svart/hvítar myndir og litaðar myndir undir gleri. Ef ég veit rétt, munu það vera prent- litir, sem Guðmundur notar, en ekki veit ég frekari deili á þessum li-tum. örfá olíumálverk eru á þessari sýningu, og gefur húsnæðið í Djúpinu vart tæki- færi til að sýna litsterk og stór verk í svo takmörkuðu húsnæði. En þegar hlutunum er stillt í hóf, fara þeir yfirleitt vel í þessu snotra galleríi. Guðmundur „Kona að stökkva út um glugga" Björgvinsson í Djúpinu Engar miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Guðmundi, síðan hann lét frá sér heyra síðast. Nema hvað ég persónulega kann miklu betur við þær fáu olíu- myndir, er hann sýnir að sinni en þau verk, sem hann gerði af glímumönnum eða hvað þær líkamshreyfingar voru kallaðar, sem hann sýndi á Kjarvals- stöðum seinast. Það verk, sem mér fannst bezt á þessari sýn- ingu, var olíumálverk Guðmund- ar no. 50, sem hann kallar „Kona að stökkva út um glugga". Einn- ig fannst mér ein af litmyndum hans undir gleri bera nokkuð af. Það var no. 34, en þar nær Guðmundur ágætum tökum á litameðferð að mínum dómi. Annars fannst mér ekki skemmtilegur tónn í mörgum myndum Guðmundar, og fyrst og fremst eru það dálítið hryss- ingslegir tónar, sem verka frá- hrindandi á mig. Sum þessara Annars fannst mér ekki skemmtilegur tónn í mörgum mynd- um Guðmundar, og fyrst og fremst eru það dálítið hryssingslegir tónar, sem verka frá- hrindandi á migíí verka hafa stundum nokkuð sterkan súrrealískan blæ, og sérstaklega fannst mér þetta áberandi í verkum eins og nr. 43 og 44. Vissulega má finna sterk áhrif í þessum verkum Guðmundar frá fleirum en einum samtíð- armanni. Það er í sjálfu sér ágætt og sýnir, að ungt fólk kann að líta í kringum sig. Ekki vil ég spá neinu um framtíð manns eins og Guðmundar, hann er of leitandi, til að það sé gerandi, og hann er enn ekki mótaður að neinu ráði sem myndlistarmaður. Það mætti segja mér, að hugur hans stæði í nokkuð margar áttir og að fylling tímans muni ein úr því skera, hvort Guðmundur helgar sig myndlist eða fæst við annað á komandi árum. Mér finnst ætíð skemmtilegt að líta niður í Djúpið, þar er alltaf eitthvað að ske, og það er sannarlega ágæt tilhögun að. sameina myndverk og jass. Það eru ágætir hlutir, sem eiga vel saman, og það lífgar þær ánægjustundir, sem fólk eignast í gamla miðbænum, áður en búið verður að gera hann að eins konar Verdun, sundurtættum skotgröfum, gerðum í hreinum fíflagangi. Vefnaður í Listmunahúsinu Það er ekki á hverjum degi, að íslendingar færa brúði sína heim til Islands og sækja hana allan veg austur til Japans. En ekki mun það einsdæmi, því að íslenzkir karlmenn virðast ganga út eins og heitar bollur, eins og nafntogaður prestur komst að orði um dætur sínar. Það er einmitt ein af þessum konum, sem sýnir vefnað og myndverk í hinum ágæta sýn- ingarsal Listvinahússins við Lækjargötu. Hún heitir Taeko Mori og er fyrsta flokks vefari, sem vandar mjög til verka sinna, en það virðist nú orðið heldur sjaldséð dyggð, ef tekið er mið af mörgu því sem okkur er boðið, hér á landi. Það er bezt að vinda sér þegar að efninu: Þessi sýning Taeko Mori er sérlega aðlaðandi og hefur afar næmt yfirbragð. Hver einasti hlutur er vandaður og gerður af fágætri tilfinningu fyrir því efni, er listakonan vinnur úr og hvergi þrengt að efni eða hugmynd. Það mætti ef til vill orða þetta á þann veg, að Taeko Mori fari varfærnislegum höndum um efniviðinn og leggi aðaláherzlu á, að verkin lifi sínu eigin lífi. Litirnir eru afar lát- lausir, og ég held, að finna megi meiri franskan tón í þeim en austrænan. Það eru þarna verk, ^Þessi sýning Taeko Mori er sérlega aðlað- andi og hefur afar næm t yfirbragð. sem óneitanlega væru óhugs- andi, nema hafandi uppruna sinn í frönsku umhverfi. Þegar á aðstæður er litið, er þetta ekki óskiljanlegt. Listakonan er menntuð að miklu leyti í Frakk- landi, og Parísar-skólinn á vissu- lega sinn þátt í, að þessi vefnað- ur er eins hugnæmur og raun ber vitni. Persónulega hafði ég mikla ánægju af að kynnast þessum teppum Taeko Mori, og ég er afar ánægður yfir, að slíkur vefari skuli íhuga að setjast hér að. Veri hún velkom- in. Myndverkin á þessari sýningu eru afar ljúf í innsta eðli sínu og bera vitni um viðkvæmni og látleysi. Þau eru ekki eins merkileg í mínum huga og vefn- aður Taeko Mori, en það er auðvitað nokkuð annað mál. Bandið og ullin eru einhvern veginn miklu tamari þessum vefara en myndverkin. Það er eins og myndverkin séu fremur frummyndir að vefnaðinum. Af þessari skoðun minni má sjá, að ég hef miklu meiri ánægju af vefnaðinum. Það er líka skemmtilegt, að sjá vefstól lista- konunnar þarna á sýningunni, og verkar hann eins og eitt listaverkið til, enda forkunnar vel gerður. Þessi sýning er Listvinahúsinu til hins mesta sóma, og satt að segja hélt ég, að starfsemi þess hefði orðið fyrir afturkipp, gott að svo er ekki. Ég vonast til, að fleiri en ég hafi haft gagn og gaman að þessari sýningu, og ég er ófeiminn við að hvetja fólk til að kynnast þeim ágætu verkum, sem hin japanska listakona kem- ur með í heimanmund, ef svo mætti að orði komast. Hér er á ferð listakona, sem miklar vonir verða við bundnar á komandi tímum, þegar hún hefur búsett sig hér á landi. Að komast burt Franska skáldið René Char (f. 1907) orti ljóð um landa sinn Arthur Rimbaud (1854—1891) og komst þannig að orði að það hefði verið rétt ákvörðun hjá honum að fara burt, yfirgefa Parísarlífið með illgjörnum skáldbræðrum og drykkjustofum, foreldra sem voru að buga hann og annað sem lamar andann. Arthur Rimbaud var um tvítugt þegar hann sneri baki við skáld- skapnum og hélt til Afríku á vit ævintýra, nýs lífs, að sögn kunn- ugra mun hann hafa stundað verslun, jafnvel þrælasölu. En áður en Rimbaud fór frá Frakk- landi hafði hann ásamt öðrum lagt drög að því sem kallast nútímaljóðlist með bókum eins og Árstíð í víti og Uppljómunum. í bók Sigfúsar Daðasonar: Fá ein ljóð (1977) er prósaljóð sem nefnist Að komast burt. Einkunn- arorð Ijóðsins eru sótt til fyrr- nefnds ljóðs René Char: Tu as bien fait de partir, Arthur Rimbaud. Ljóð Sigfúsar er í raun útlegging á ljóði Char, en styttra og ekki lengra en það að rétt er að birta það í heild: Svo mörgum bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að komast burt. Að kom- ast burt úr foraðinu, og loftleys- ^Hjá Sigfúsi Daða- syni eins og René Char verður dæmi Rimbauds eins konar svar við samtíð skáldanna, upp- gjör þeirra við „forað- ið“, hið þrúgandi and- rúmsloft hversdagsins og ekki síst bók- menntalífið og það sem því fylgir.M inu, og sjálfsánægjunni, hroka smádjöflanna, siðferðisdýrð þrjótanna; burt frá hinni sælu- ríku fylgispekt og hinu dáða uppburðaleysi og hinni guðdóm- iegu hræsni; burt írá allsleysi andans og doða lifsins. — Hvað sem það kostaði, einveru, útskúf- un, annarlegar kvöldstundir, eld, járn, og sundurhöggna rót: að komast burt. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Sigfús Daðason. Teikning Sverris Haraldssonar. Hjá Sigfúsi Daðasyni eins og René Char verður dæmi Rimbauds eins konar svar við samtíð skáld- anna, uppgjör þeirra við „foraðið", hið þrúgandi andrúmsloft hvers- dagsins og ekki síst bókmenntalíf- mm WiS, Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Baglandet eftir Vibeke Grönfeldt Vibeke Grönfeldt er danskur höfundur og hefur sent frá sér þrjár bækur, allt skáldsögur: Din tavshed er min skrift paa væggen, Sommerens döde og Den förste sne. Þessar bækur hafa hlotið góðan hljómgrunn, þótt allrar athygli verðar, magnaðar og dulúðgar í senn. Nú reynir Vibeke Grönfeldt sig við annað form, þar sem smásögurnar eru og í Baglandet eru tíu smásögur. Enda þótt ég hafi ekki lesið skáldsögur Vibeke Gröndfeldt, geri ég ráð fyrir því að svipaðs tóns gæti í þeim eins og smásögunum: mystik og óhugnað- ur er nokkuð ríkjandi, sömuleiðis er eitthvað ruglað eða sjúkt við flestar persónur hennar, viðbrögð þeirra annarleg og standast ekki virkileikann. I fyrstu sögunni, Balance, eru upphafsorðin: „Ég varð svo glöð, þegar maðurinn minn dó. Allt í einu sá égjætta í öðru ljósi og nýjum litum. Eg varð manneskja aftur,“ vísbending um það sem koma skal í þessari sögu. Þó eru tök Vibeke Grönfeldt á því efni sem hún velur sér ótvíræð, en af ýmsum sögunum í bókinni má álykta sem svo, að henni henti þó öllu betur að skrifa skáldsögur, því að það er engu líkara en henni gangi stundum erfiðlega að tak- |f& marka sig. Enda er það ekki nema á fárra færi að skrifa hnitmiðaðar smásögur. Það er mikil listgrein út af fyrir sig. Það getur verið að gaman væri að glugga í skáldsög- ur Vibeke Grönfeldt, þrátt fyrir að ekki sé endilega þar með sagt að maður væri öldungis dús við efnismeðferð hennar. Það er ekki endilega málið. Og þótt smásög- urnar séu snyrtilegar og út af fyrir sig ekki ástæða til að hvorki æsa sig yfir þeim né prísa þær um of, héldu þær a.m.k. ekki áhuga mínum nema að vissu marki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.