Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 25 á súráli ástæða iforkuverðs 1975 íslendinga og mótmælir enn samningsbroti þpssum árum og einnig hvað varðar útflutning frá Astralíu. Vitnar ráð- herrann þar til beiðnar Inga R. um sama efni á áðurnefndum fundi. * Frá þessum tíma er skýrslu Coopers og Lybrand beðið með eftirvæntingu hér heima. Fyrstu fréttir af henni birtast, er Mbl. spyr Inga R. Helga- son, sem skipaður hafði verið for- maður hérlends vinnuhóps, sem rannsakaði súrálsmálið sjálfstætt, hvort eitthvað væri að frétta af skýrslunni. Svar hans birtist í Mbl. 5. júní og segir hann þar að komin séu drög að henni, sem vinnuhópur- inn sé með í athugun. Hjörleifur Guttormsson segir aðspurður í sama blaði að hann hafi engar fréttir af skýrslunni en vænti hennar bráð- lega. Mbl. er kunnugt um, að full- trúar hérlenda vinnuhópsins voru ekki alls kostar ánægðir með þessi daMr-er þau bárust, enda segir í endanlegri skýrslu Coopers & Lybrand, að þeir hafi sýnt Alusuisse fyrri drög að skýrslunni en ekki endanlega niðurstöðu. Alusuisse hafi ekki samþykkt allt sem stóð í skýrslu þeirra (þ.e. C&L), og það hafi heldur ekki séð þær breytingar sem þeir hafi gert eftir viðræður við fulltrúa ráðuneytisins. Laugardaginn 11. júlí segir Mbl. fyrst- ur fjölmiðla frá því að súrálsskýrsl- an frá C&L sé komin. Hún sé dagsett 6. júlí og verði lögð fyrir.ríkisstjórn- arfund á mánudeginum. Ríkisstjórnin fjallar síðan um skýrsl- una mánudaginn 14. júlí. Skipuð er sérstök ráðherranefnd til að kanna málið fram að næsta ríkisstjórnar- fundi sem ákveðinn var fimmtudag- inn 17. júlí. Nefndin var skipuð þeim Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráð- herra, Friðjóni Þórðarsyni dóms- málaráðherra og Steingrími Her- mannssyni sjávarútvegsráðherra. Auk þess unnu með nefndinni einn sérfræðingur tilnefndur af hverjum þeirra. Ákveðið var á þessum ríkisstjórnarfundi að niðurstöður skýrslu C&L skyldu áfram vera trúnaðarmál, en þó tók inmhaldið fljótlega að „leka út“ og birtust fljótlega ýmsir þættir hennar í nokkrum fjölmiðlum. Sérstakur full- trúi ríkisstjórnarinnar hafði verið sendur utan á sunnudeginum fyrir ríkisstjórnarfundinn til að afhenda Alusuisse eintak af skýrslunni. óstaðfestar fréttir birtast næstu daga í fjölmiðlum um hverjar séu niður- stöður könnunarinnar. Iðnaðarráð- herra sendir frá sér fréttatilkynn- ingu og greinargerð um tilhögun rannsókna í súrálsmálinu og segir þar að niðurstöður skýrslu C&L fjalli annars vegar um „hækkun í hafi“ en hins vegar um verð milli óskyldra aðila. Þá upplýsir ráðu- neytið að jafnhliða athugun C&L hafi verið lögð megináhersla á að leita til „færustu sérfræðinga, sem völ er á í heiminum til að tryggja hlutlæga og trausta niðurstöðu þess- arar rannsóknar", eins og þar segir. Mbl. segir frá því í baksíðufrétt á miðvikudeginum að niðurstöður C&L um súrálsverðið séu að um 16 milljón dollara hærra verð miðað við óskylda aðila hafi verið að ræða á tímabilinu frá ársbyrjun 1975 fram á mitt ár 1980 og af þessum sökum séu ásakanir iðnaðarráðherra um of hátt verð á súráli réttlætanlegar, en vegna takmakaðs umboðs í erindis- bréfi iðnaðarráðuneytisins hafi þeir ekki getað kannað, hvort þessi mun- ur í viðskiptum milli ÍSAL og Alusuisse hafi verið jafnaður með einhverjum hætti. Þá segir Mbl. að meginniðurstaða Coopers og Lybrand sé sú, að rétt sé að teknir verði upp samningar milli iðnaðarráðuneytisins, Alusuisse og ÍSAL um endurskoðun á raforku- verði og breytta tilhögun á skatt- greiðslum vegna álversins. Þá er það einnig álit Coopers og Lybrand að súrál hafi á athuganartímabilinu hækkað um 22 til 25 milljónir dollara „í hafi“, en setja þar einnig fyrirvara. Það kemur í ljós á fimmtudeginum, þegar iðnaðarráðherra boðar til blaðamannafundar í lok ríkisstjórn- arfundar, að þessi frétt Mbl. var rétt hvað varður talnahlið málsins, og fyrirvara C&L en í fréttatilkynningu um meginniðurstöður sem dreift var á fundinum segir að Alusuisse hafi ekki staðið við samningslegar skuldbindingar sínar skv. aðstoðar- samningi og aðalsamningi frá 1966 og að Coopers og Lybrand telji ljóst að ÍSAL hafi greitt Alusuisse of hátt verð fyrir súrál á tímabílinu frá ársbyrjun 1975 tii miðs árs 1980 sem nemi samanlagt a.m.k. 16,2 milljón- um dollara miðað við verð í viðskipt- um óskyldra aðila. Þá segir að ríkisstjórnin áskilji sér allan rétt vegna ofangreindra málsatvika og vísar jafnframt til fyrri samþykktar frá 9. des. 1980 um að hið fyrsta verði teknar upp viðræður milli Alusuisse og íslands um endurskoð- un á núverandi samningum. Skýrsla C&L er ekki gerð opinber á fundin- um aðeins úrdráttur úr henni og ástæðan sögð sú að í henni séu viðskiptaleyndarmál sem ekki megi birta að beiðni Alusuisse. Það vakti athygli að nú er ekki — í fyrsta sinn — minnst einu orði á „hækkun í hafi“ hvað varðar meginniðurstöður. Iðnaðarráðherra lýsti því yfir á fund- inum að þessi athugun væri endan- leg og væri þar með málinu lokið af hendi ráðuneytisins. Fyrirspurnir komu um hvernig C&L hefðu fundið „arms length prices“ — við hvað væri miðað, sem talið hefur verið illframkvæmanlegt. Ekki fékkst neitt uppgefið um það og sagt að slíkt heyrði undir áðurnefnt við- skiptaleyndarmál. ★ Viðbrögð Alusuisse voru þau að fyrir- tækið benti á að það hefði greitt 26 milljón dollara í styrki og vegna sterkrar markaðsaðstöðu á sama tímabili. Þá dró Alusuisse í efa að ráðuneytið hefði í höndum mark- tækt heimsmarkaðsverð hvað varðar verð óskyldra aðila og sagði það venjulega sýnt sem hlutfall af gild- andi álverði. Þá kvaðst Alusuisse sem fyrr sýknt saka. Þingflokkur Alþýðuflokksins fjallaði um málið og lýsti samstöðu með ríkisstjórninni til að ná fram endur- skoðun samninga. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins kom einnig saman og lýsti yfir samstöðu um endur- skoðun samninganna og hvatti til að málið yrði athugað í heild sinni. Það vakti' athygli er þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins mættu þar allir til fundar. Þá hafði einn þingmaður flokksins það eftir Friðjóni Þórðarsyni eftir fundinn, að hann teldi (þ.e. Friðjón) að ályktun ríkisstjórnarinnar fæli ekki í sér mat á þessu máli og að forsætisráð- herra hefði tekið í sama streng. Hjörleifur Guttormsson lýsti því aftur á móti yfir í viðtali við Mbl. síðar, að samþykkt ríkisstjórnarinn- ar fæli ótvírætt í sér yfirlýsingu um að misferli hefði átt sér stað af _ hendi Alusuisse. Áðurnefndar yfirlýsingar ráðherr- anna stangast nokkuð á við yfirlýs- ingar þeirra ráðherra, sem ekki hafa kosið að þegja um málið, um að full eining sé um súrálsmálið í ríkis- stjórn. í þessu sambandi má minna á að Tómas Árnason viðskiptaráð- herra deildi í desember sl. á máls- meðferð iðnaðarráðherra og segir m.a. í Tímanum 17. des.: „I fyrsta lagi er það spurningin um málsmeð- ferð, hvernig fara skuli með svona mál, en þegar þungar sakir eru á einhvern aðila bornar verður hann að fá tækifæri til að skýra sín mál. í öðru lagi tel ég að loks þá er báðir aðilar hafa skýrt sín sjónarmið sé kominn tími til að fella dóm.“ Tómas virðist nú kjósa, eins og raunar fleiri ráðherrar, að láta ekkert til sín heyra um málið. Stöðugar skeytasendingar urðu síðan um málið milli Alusuisse og ráð- herra. Af skeytasendingum þessum má merkja að báðir aðilar hafa, eftir því sem fram líður, sýnt nokkurn sveigjanleika og lyktaði þeim við- skiptum með því að ákveðinn hefur verið viðræðufundur milli aðila 5. ágúst nk. Þess má geta að starfs- menn ÍSAL áttu hlut að máli. Gengu trúnaðarmenn þeirra á fund ráð- herra og höfðu einnig samband við fulltrúa Alusuisse. Þá er og talið að fleiri aðilar hafi gengið í milli, en mikil stífni og ósveigjanleiki var óneitanlega kominn í málið í upp- hafi. Einn liður í því sem í millum ráðherra og Alusuisse fór í skeytasendingun- um var ósk ráðherra um að fá að birta niðurstöður C&L. Ráðherra fór fram á að fá birtar ákveðnar blað- síður í skýrslunni um „hækkun í hafi“ og einnig ákveðnar tilteknar í skýrslunni um verð óskyldra aðila. Alusuisse heimilaði þessa birtingu, fyrir sitt leyti, að undanskyldum nokkrum liðum þar sem tilgreind er verðlagning og Alusuisse segir vera viðskiptaleyndarmál. Alusuisse bið- ur einnig um að ákveðnir aðrir þættir í skýrslunni verði einnig birtir til viðbótar því sem ráðherra fór fram á. Ráðherra sendir síðan frá sér þann hluta skýrslunnar, sem hann hafði beðið um heimild til að birta og fengið, og tiltók i leiðinni Alusuisse gæti birt það sem það hefði áhuga á að birta. Alusuisse hefur síðan sent frá sér þann hlut. Skýrsla þessi er yfirgripsmikil og fjallar um ýmsa þætti „hækkunar í hafi“ og verð milli óskyldra aðila. C&L ítreka það sem áður hefur komið fram frá þeim um þessi mál, og benda á takmörkun umboðs síns, en segja að samkvæmt þeim viðmiðunum sem þeir hafi fundið megi álíta að um of hátt súrálsverð hafi verið að ræða áður- nefnt tímabil. Sá hluti sem Alu- suisse birtir, fjallar um útskýringar fyrirtækisins til C&L, samanburð vissra inn- og útflutningstöðu- skýrslna o.fl. Of lang mál yrði að rekja innihald þessara skýrslu hér og engan veginn einhlítt að taka einn þátt hennar fram yfir annan án þess að slíta úr samhengi. ★ Hækkun raforkuverðs, lagfæring skatta og bygging rafskautaverk- smiðju eru meðal þeirra þátta sem ríkisstjórnin hyggst leggja áherslu á í viðræðum við Alusuisse. Alusuisse hefur enn ekki fallist á umræðu um að samningarnir verði endurskoðað- ir, fundarefnið 5. ágúst er niðurstaða rannsóknanna á súrálsverðinu, en það mál er eingöngu skattamál hvað varðar hagsmuni okkar. Mbl. er kunnugt um að niðurstaða þess máls þ.e. skattamálsins, ef gert yrði upp samkvæmt niðurstöðum C&L, yrði að skattainneign Alu- suisse hjá ríkissjóði, sem nemur nú um 6 millj. dollara, myndi lækka sem svaraði um 2 milljónum dollara. Hækkun raforkuverðs og lagfæring skatta svo einungis séu tekin þau tvö atriði, hljóta að vega þyngra, en einhliða uppgjör súrálsmálsins og hugsanlegs máls sem myndi skapast vegna verðlagningar rafskauta, sem Alusuisse selur ISAL nú frá Hol- landi, en það mál er í athugun að sögn iðnaðarráðherra. Með þessari viðmiðun er einungis litið til fjár- hagslegrar hliðar málsins. í umræðunni um súrálsmálið hefur einnig komið til tals, að hugsanlega mætti semja um stækkun álversins í Straumsvík og hefur iðnaðarráð- herra lýst því yfir í viðtali við Mbl. að hann sjái því ekkert til fyrirstöðu að svo geti orðið, ef um íslenzka eign yrði að ræða hvað varðar stækkun- ina. Það hefur komið fram, að til að afkoma álvers sem þessa sé nokkurn veginn trygg, þurfi stærðargráða þess að vera upp undir 200 þúsund tonn hvað varðar árs framleiðslu. Metal Bulletin frá 24. júlí getur þess að árframleiðsla ÍSALs sé hin sama fyrir árið 1979 og 1980, eða 74000 tonn af áli, en fyrirtækið hefði getað framleitt 5000 tonnum meira ef rafmagnsskömtun hefði ekki háð starfsemi þess. (Þess má geta að kórvilla var í Metal Bulletin þegar það sagði frá skýrslu Coopers & Lybrant en þá héldu þeir því fram að íslenska ríkisstjórnin hefði haldið því fram að ÍSAL hefði brotið samningana allt frá 1966 en í samtali við Mbl. sagði talsmaður þessa alþjólega sérrits að hér hefði verið um mistök og villur að ræða sem kannaðar yrðu.) Einnig hefur komið fram, að raf- skautaverksmiðja, sem veitt gæti um 60 manns atvinnu, sé vart starfrækjanleg nema við verksmiðju að þeirri stærðargráðu. Afkoma ÍSAL hefur ekki verið eins góð og menn reiknuðu með í upphafi. Á ráðstefnunni „Norrænir áldagar", sem haldin var hérlendis nýverið ríkti bjartsýni um framtíð áliðnað- arins. Spár fram yfir aldamót reikna með þreföldun álnotkunar í heimin- um. Vangaveltur voru þó þar uppi um hvort álvinnsluaðferðin sjálf myndi breytast hvað varðar það að farið yrði út í að nota í ríkari mæli aluminiumklóríð í stað aluminium- oxíð, eins og nú er gert, en það myndi kalla á aðra tegund verk- smiðja. Ekki er þó talin ástæða til að óttast slíka breytingu. Ekki er á þessu stigi ljóst hver framvinda málsins verður. Það er staðreynd, sem ekki hefur verið mótmælt, að við harða viðskiptaað- ila er að semja þar sem Alusuisse er annars vegar og að þeir gefa ekkert nema fá eitthvað í staðinn. Fáir efast einnig um að íslenzkir hags- munir verði hafðir á oddinum, hverj- ir svo sem ganga til samningavið- ræðnanna fyrir okkar hönd og hafa stjórnarliðar jafnt sem stjórnarand- stæðingar lýst sig reiðubúna til samstöðu um það, þótt mismunandi skoðanir um umgjörð og hvernig haldið hefur verið á málum hingað til hafi leitt til hvassra orðaskipta. Framtíð þessarar iðngreinar og hags- munir okkar þar að lútandi eru í höndum stjórnvalda. Hjörleifur Guttormsson sagði í viðtali við Mbl. laugardaginn 17. janúar í tilefni súrálsmálsins: „í mínum huga er endurskoðunin tvíþætt: Annars veg- ar endurskoðun fortíðarinnar og hins vegar skipulagning framtíðar- innar." Rétt vægi milli þessara þátta í viðræðum við Alusuisse gæti að sögn reynds samningsaðila ráðið úrslitum. F.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.