Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Ast er... ... aö gera hvem regndropa aÖ sólar- geisla. TM Rog U S Pat Oft all rights reserved ® 1979 Los Angetes Times Syndicate I»ú hefAir sko gefist upp eftir 10 daxa, hefðir þú verið fyrsta Það má ekki tæpara standa, eiidnkona fyrsta eÍKÍnmanns læknir; maðurinn minn er með míns, skal ég segja þér! háan sótthita! HÖGNI HREKKVÍSI /SffAÍA/ /*JÖ6 A7Á£. . * Ábending til blaðamanna: Barnabókaf réttir fyrir bömin - en ekki fullorðna Til Velvakanda. Sigríður Hallgrímsdóttir skrifar: Það er svolítið sem mig langar til að benda blaða- mönnum á. Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu og upp á síðkastið hefur verið sagt þar frá bókum sem eiga að koma út í haust, og er það vel. Barnabækur eru ekki undanskildar í þessu efni. En fyrir hverja eru þessar frétt- ir skrifaðar? Hverjum dettur í hug að börn nenni að stafa sig fram úr þessum fréttum, sem að meginhluta til segja frá væntanlegri útkomu fræði- bóka, æviminninga, ljóða- bóka og skáldsagna fyrir fullorðna. Svo í lokin er oft bætt inn í einni línu ein- hverju um nafn væntanlegr- ar barnabókar og höfund hennar. Mér finnst þetta algert virðingarleysi gagnvart barnabókum og jafnast á við yfirborðsmennsku. Auðvitað eiga börnin sína uppáhalds- höfunda og uppáhaldsbóka- flokka, og eru sízt minna spennt en fullorðnir fyrir væntanlegri útgáfu bóka. Já, blaðamenn góðir — hugsið þetta mál. Barna- bókafréttir fyrir börnin — en ekki fullorðna! Það er ekki sanngjarnt að gert sé svo lítið úr útgáfu barnabóka, sérstaklega þegar þaulreynd- ir og áhugaverðir höfundar eiga í hlut. Svo er öðrum fullorðinsbókahöfundum og bókum þeirra gerð góð skil, með eina eða tvær bækur að baki eða jafnvel enga. Vin- samlegast breytið þessu hug- arfari! Sigriður Ilallgrímsdóttir Velvakandi kemur þessum ábendingum hér með á fram- færi við blaðamenn á Morg- unblaðinu og kollega þeirra á öðrum dagblöðum. Vissulega virðist ekki nema sanngjarnt að barna- og unglingabókum sé gert jafn hátt undir höfði og bókum þeim er einkum má ætla að höfði til fulltíða fólks. Frábær liðleg- heit og þjónnsta hjá Brunabóta- félagi Islands í Keflavík Velvakandi. Ég má til með að senda í dálk þinn nokkrar línur og tilefnið er; viðskipti mín við Brunabótafélag íslands sem ég hef haft um árabil í Reykjavík og hef ekki nema gott eitt um að segja. En Síðastliðin 2 ár hef ég hins vegar búið á Suðurnesjum og hef allan þann tíma rækt mín viðskipti við félagið í Keflavík. Og það er einmitt um þá stofnun sem ég ætla að hafa nokkur orð. Starfs- lið Brunabótafélagsins þar og sú þjónusta sem ég hef fengið er hreint til fyrirmyndar. Þarna er fólk, sem gefur sér tíma til að sinna og setja sig inn í mál viðskiptavinarins — fólk sem er kurteist og alúðlegt og virðist unna sínum starfa. Er það ekki einmitt þannig, sem gott trygg- ingafólk á að starfa, og reyndar allt starfsfólk á opinberum stöðum — að viðskiptavinurinn fari ánægður og sáttur með alla fyrirgreiðslu, og allt að því hlakki til að koma aftur — og jafnve! til að borga? 4460-2768 Þessir hringdu . . . 300 þúsund urðu óvart 1 milljón K. Jónsson hringdi. „Mig lang- ar til að koma nokkrum orðum að um þetta margfræga útitafl — og þá sérstaklega að spyrja hvernig í ósköpunum á því stendur að kostnaður við gerð þessa tafl- borðs verður rúmlega þrefalt dýrari en upphaflega var áætlað", sagði hann. „Það er einkennileg áætlun sem fer svo fjarri raun- veruleikanum og manni finnst að það hljóti að vera hálfgerður sauður sem áætlar svona hrapal- lega skakkt. Nema þetta sé bara einn anginn af þeirri óráðsíu sem virðist vera ríkjandi í fjármálum borgarinnar — sé svo er þetta aðeins hluti af stærra máli. En mér finnst að borgaryfirvöld ættu að vera skyldug til að gera okkur, sem greiðum stóran hluta tekna okkar í útsvar á hverju ári, betur grein fyrir hvernig á svona geysilegri hækkun á kostnaði við verkið stendur — vonandi hefur það að minnsta kosti verið kann- að að því marki að einhver, einhvers staðar geri sér einhverja grein fyrir því.“ íslenzkt mál: „end- emi“ — eindæmi“, gífurlegur: Eirikur á Álafossi hringdi og fjallaði um málvillur og ósmekk- legt málfar. Sagðist hann hafa rekist á undarlegan samsetning í Vísi á dögunum þar sem skrifað var um ferð frú Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta, norður í land. Segir þar um ferðina, að hún hafi tekist með endemum vel. Sagði Eiríkur að þarna hefði greinilega verið ruglað saman orðunum „endemi" og eindæma" — en á þeim væri töluverður merkingarmunur. Þá fann Eiríkur að því hversu orðið „gífurlegur" tröllriði nú íslenzkri tungu í fjölmiðlum. „Þetta orð klingir sí og æ í eyrum manns og hefur hreinlega yfir- tekið dagblöðin. Það er sama um hvað er verið að tala — allt er orðið gífurlegt. Ég vil benda á að íslenzkan er afar auðug af lýs- ingarorðum sem nota má í stað þess, að mér þykir, andstyggilega orðs“, sagði Eiríkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.