Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JULÍ1981
Rætt við Luxemborg-
ara um almanna-
tryggingasamning
Samninfraviðræður standa yfir
um þessar mundir i Reykjavik
miili embættismanna frá Lux-
emhurK »K íslandi um Kerð al-
menns samnings milli landanna
um almannatryggingar.
Jón Sæmundur Sigurjónsson,
deildarstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu, einn íslenzku samningar-
mannanna, sagði í samtali við
Mbl., að þessar viðræður ættu sér
mjög langan aðdraganda, en til
þessa hefðu ekki verið neinir
gagnkvæmir samningar um þessi
mál við önnur lönd en Norðurlönd.
„Við byrjuðum að ræða við
Breta fyrir mánuði síðan og ég
reikna með, að þær viðræður haldi
áfram með haustinu. Sömuleiðis
geri ég mér vonir til þess, að
viðræðurnar við Luxemborgara
haldi áfram þannig að lausn fáist
á þessum málum. Það ber hins
vegar að taka skýrt fram, að þær
eru á algjöru byrjunarstigi," sagði
Jón Sæmundur ennfremur. Jón
Sæmundur sagði einnig, að þessar
viðræður við Luxemborgara, og
reyndar Breta líka, væri til komn-
ar m.a. vegna þrýstings frá íslend-
ingum búsettum í þessum löndum.
í dag er ástandið t.d. þannig, að
flytjist íslendingar heim eftir
langa dvöl erlendis, þá geta þeir
ekki flutt með sér lífeyrisgreiðslur
og þar með réttindi til lífeyris-
greiðslna.
Stórhýsi hverfur úr
miðbæ Reykjavíkur
Sænska frystihúsið, eitt
stærsta hús á íslandi um
áratugaskeið, og eitt
þeirra húsa er hefur lengi
verið hluti af umhverfi
miðborgar Reykjavíkur,
hefur nú runnið skeið sitt
á enda. Myndin hér að
ofan sýnir hversu áfram
miðar að rýma til fyrir
musteri Mammons, stór-
hýsi Seðlabankans, og
brátt mun Sænska frysti-
húsið tilheyra fortíðinni
eins og svo margar bygg-
ingar er áður settu svip
sinn á miðbæ Reykjavík-
ur.
Geðdeild
Landspítalans
Tilboð óskast í einangrun, múrverk innanhúss og
lagnir fyrir 1., 2. og 3. hæö A-álmu Geödeildar
Landspítalans viö Eiríksgötu í Reykjavík.
Húsiö er aö flatarmáli 3X735 fm.
Einangrun útveggja skal lokiö 1. nóvember 1981, en
verkinu aö fullu lokiö 1. maí 1982.
Otboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7 í Reykjavík gegn 1.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboö veröa opnuð á sama staö þriöjudaginn, 25.
ágúst 1981, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
9 AS- v > u 1
1 n pWÍlk í Wm
1 N v ■mTm
L iM* J ðHl
% jm hrÍ 1
Úr flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavikurflugvelli. Tölvuskjáirnir sem sjá um skeytadreifingu eru fyrir
framan hvern flugumferðarstjóra. Ljósm. Mbi. RAX.
Nýr áfangi í tæknivæðingu
flugstjórnarmiðstöðvarinnar
EMBÆTTI flugmálastjóra boðaði blaðamenn til fundar i gær þar sem
kynntur var nýr áfangi i tæknivæðingu flugöryggisþjónustu
Flugmálastjórnar og flugstjórnarmiðstöðvarinnar, eins og Haukur
Hauksson framkvæmdastjóri flugöryggisþjónustunnar komst að orði.
Tekið hefur verið í notkun tölvukerfi til skeytadreifingar í
flugstjórnarmiðstöðinni, en skeytin hafa hingað til borist eftir
fjarritalinum frá fjarskiptastöðinni i Gufunesi, og verið handdreift i
prentuðu formi i flugstjórnarmiðstöðinni.
Hafist var handa í ársbyrjun
1979 við þróun tölvukerfisins, og
var það alveg á vegum Flugmála-
stjórnar, sem réð menn til verks-
ins. Þróun skeytadreifikerfisins
hefur því staðið yfir í rúm tvö ár,
en það var formlega tekið í notkun
3. júlí sl. Kostnaður við kerfið
mun nema 1,7 milljónum króna á
núverandi verðlagi, en hann verð-
ur að fullu greiddur af Alþjóða-
flugmálastofnuninni (ICAO), enda
þjónar tölvukerfið eingöngu milli-
landaflugi.
Með tilkomu tölvukerfisins, sem
nú hefur verið tekið í notkun, eru
skeytin send á sjálfvirkan hátt á
tölvuskerm flugumferðarstjórans,
sem stjórnar viðkomandi flugi.
Helsti kostur tölvudreifingarinnar
er, að skeytið berst þegar í stað til
notandans að lokinni móttöku.
Auk þess eru öll skeytin geymd í
aðgengilegu formi í tölvunni og
má kalla þau fram á tölvuskerm-
inn eftir þörfum. Tölvudreifing
þessara skeyta hefur því í för með
sér betri þjónustu við notendur,
þ.e. flugfélögin, auk hagræðingar í
flugstjórnarmiðstöðinni.
Kerfissetning, hönnun og gerð
hugbúnaðar hefur að öllu leyti
verið unnin hérlendis, en undir-
búningur og stjórnun verkefnisins
hefur verið í höndum dr. Þorgeirs
Pálssonar verkfræðings. Fram-
kvæmd verksins fór fram í náinni
samvinnu við fulltrúa Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra, Braga
Ólafsson og Sveinbjörn Bárðar-
son, sem tóku virkan þátt í
hönnun kerfisins. Guðmundur
Matthíasson deildarstjóri flugum-
ferðardeildar, Þórarinn Guð-
mundsson deildarstjóri
garskiptadeildar og Valdimar
lafsson yfirflugumferðarstjóri
tóku einnig þátt í umsjón með
þróun kerfisins.
Ýmsir aðiljar hafa tekið þátt í
hönnun kerfisins og séð um hug-
búnaðargerð. Skeytadreifingar- og
notendaforrit hafa verið samin af
Birni R. Björnssyni hjá
Verkfræðistofnun Háskólans og
Maríusi Ólafssyni reiknifræðingi,
en Björn hefur jafnframt séð um
kerfisforritun. Ari Arnalds verk-
fræðingur og Friðrik Marteinsson
kerfisfræðingur hjá Verk- og kerf-
isfræðistofunni hafa haft með
höndum hönnun og gerð þess
hluta kerfisins, sem sér um mót-
töku og úrvinnslu flugsleyta. Þá
hafa tölvufræðingar frá Reikni-
stofnun Háskólans veitt aðstoð við
gerð einstakra kerfisþátta.
Telja má að þróunin á skeyta-
dreifikerfi Flugmálastjórnar sé
nýmæli, þar sem sérhæft tölvu-
kerfi af þessari gerð og stærð
hefur ekki verið hannað fyrr hér á
landi. Hugbúnaður flugstjórnar-
tölvukerfa er yfirleitt flókinn að
gerð og miklar kröfur eru gerðar
um rekstraröryggi slíkra kerfa.
Mikilvæg reynsla og þekking í
gerð slíkra kerfa hefur því fengist
með þróun skreytadreifikerfisins.
Auk skeytadreifingarinnar
verður unnið að því á næstunni að
koma á sendingum flugheimilda
frá flugstjórn til fjarskiptastöðv-
arinnar í Gufunesi gegnum tölvu-
kerfið. Flugheimildir, sem flytja
fyrirmæli um leyfilegar flugleiðir,
eru nú sendar símleiðis til Gufu-
ness, sem sér um að koma þeim
áfram til viðkomandi flugvélar.
Þessi aðferð hefur ýmsa ókosti,
sem hægt er að komast hjá með
sjálfvirkri skeytasendingu gegn-
um tölvukerfi flugstjórnar og
tölvukerfið í Gufunesi sem sér um
dreifingu flugheimilda til loft-
skeytamanna þar. Þá eru í athug-
un ýmsir framtíðarmöguleikar
varðandi frekari tölvunotkun í
flugumferðarstjórn. Kemur þá
einkum til greina að láta tövuna
vinna úr flugáætlun og prenta
flugræmur, sem flugumferðar-
stjórar nota við stjórn flugsins.
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
g <2«2«2«2«2«2«2 «2«2«2«2«2
Lokað vegna sumarleyfa
til 4. ágúst
39400
Til sölu
2ja herb. skemmtileg íbúð við Baldursgötu.
3ja herb. + 1 herb. f risi viö Njaröargötu.
Raðhúsagrunnur í Hverageröi. Timbur og teikningar fylgja. Skipti ó
bfl.
Höfum kaupendur aö:
3ja herb. íbúð í vesturbn eöa Þingholtunum.
3ja herb. í Hliöunum eöa Noröurmýri.
Gömlum húsum og íbúðum sem þarfnast viðgerðar.
lönaðarhúsnæöi ó jaröhæö, 600—800 fm.
í tilefni af óri fatlaöra renna 5% af sölulaunum f Styrktarsjóö
Sjólfsbjargar.
Nýja fasteignasalan,
Ármúla 40, sfmi 39400.