Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
Aðlögunargjaldið
eftir Hauk
Eggertsson
Ellefu og hálft ár eru liðið frá
því, að Island gerðist aðili að
Fríverzlunarbandalagi Evrópu,
EFTA. Á sínum tíma gætti all-
mikillar andstöðu gagnvart þeirri
ákvörðun, bæði innan stjórnmála-
flokka og svo hagsmunasamtaka.
Það einkennilega átti sér þó stað,
að Félag íslenzkra iðnrekenda stóð
næstum því einhuga að því máli,
þótt nokkrar andstæðar raddir
heyrðust. Iðnrekendur áttu þó
mest á hættu vegna óheftrar
samkeppni við iðnvarning frá há-
þróuðum iðnaðarþjóðum, en flest-
ir aðrir höfðu allt að vinna.
Skilyrðin
Iðnrekendur mörkuðu ákveðna
stefnu í máli þessu. Þeir settu
fram sjónarmið sín á einfaldan og
glöggan hátt, en það var í megin-
atriðum, sem hér segir:
1. Að íslenzkur verksmiðjuiðnað-
ur skyldi verða látinn njóta
nákvæmlega sömu stöðu og
hinir aðalatvinnuvegirnir, sjáv-
arútvegur og landbúnaður,
hvað snerti fjármagnsfyrir-
greiðslu og lánskjör, svo og
skatta á hvaða sviði sem er.
2. Að íslenzkur verksmiðjuiðnað-
ur skyldi þó eigi njóta verri
stöðu í íslenzku efnahagslífi en
erlendir samkeppnisaðilar
njóta almennt í sínu heima-
landi — og erlendir aðilar
njóta á íslandi.
3. Að hinn 10 ára aðlögunartími,
sem um var samið, skyldi not-
aður á þann hátt, að íslenzkum
iðnfyrirtækjum gæfist kostur á
að byggja sig upp til að mæta
hinni óheftu samkeppni.
Efasemdirnar
Ég átti sæti í stjórn FÍI á
þessum tíma, og ég skal viður-
kenna, að hjá mér, og ég held
öllum í stjórn félagsins, hafi
komið fram nokkur vantrú um
efndir stjórnmálamannanna, og
jafnvel embættismannanna líka.
Sjónarmið félagsins voru þvi sett
fram skriflega, og þau voru upp á
skrifuð af viðkomandi valda-
„Iðnaðurinn er ekki
að biðja um sérrétt-
indi, hann biður að-
eins um sama rétt og
aðrir atvinnuvegir“
mönnum. Allt féll því í ljúfa löð,
nema að í undirvitundinni Ieynd-
ist alltaf einhver efi. Enda er nú
spurningin: Var staðið við loforð-
in?
„Svikin“
Það hefur ekki verið staðið við
loforðin! Um það hafa verið höfð
mismunandi orð, eftir því hve
heitt hefur verið í kolunum. Mein-
ingin: að standa ekki við gefin
loforð, vanefndir eða þá svik,
getur verið hin sama, þótt talsverð
blæbrigði séu þar á. Ég ætla að
láta liggja á milli hluta, hvað er
þar réttmætast og hverjir hafa
tileinkað sér þann munnsöfnuð.
Ráðuneytisstjórinn
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyt-
isstjóri í viðskiptaráðuneytinu
hefur upp á síðkastið dregizt
nokkuð inn í hinar hörðu umræð-
ur um mál þessi. Stöðu sinnar
vegna hefur hann fylgzt með
hverri hreyfingu málsins enda var
hann þegar orðinn ráðuneytis-
stjóri á tímum samninganna við
EFTA og einn af nánustu sam-
starfsmönnum þáverandi við-
skiptaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gísla-
sonar, sem var aðalhvatamaður
aðildarinnar, og tók þátt i öllum
samningum bæði við hina erlendu
og innlendu aðila. Síðan hefur það
orðið hlutverk Þórhallar, ásamt
fleirum, að halda uppi málstað
íslands á hinum erlenda vettvangi
samtakanna. Enginn efast um, að
þar vilji hann veg og heiður
Islands sem mestan. Við samning-
ana skal staðið!
Mistök Þórhallar
„Það er ekki hægt að svikja
gerða samninga, það megum við
ekki láta henda okkur,“ hefur
Þórhallur Ásgeirsson (feitletrað)
eftir Einari Ágústssyni fyrrver-
andi utanríkisráðherra, og gerir
að sínum orðum, í óvenjulega
harkalegri grein, er hann (Þór-
hallur) skrifar í Morgunblaðið 9.
júlí sl. Þetta er rétt. Það á ekki að
svíkja gerða samninga. En ég vil
spyrja ráðuneytisstjórann: Hefur
verið staðið við samningana
gagnvart íslenzkum iðnaði? Mér
er það ljóst, að það er ekki
hlutverk hans sem ráðuneytis-
stjóra að gæta hagsmuna ís-
lenzkra iðnrekenda gagnvart
ríkisvaldinu, en hann hefði ekkert
verið of góður til að láta þá
vitneskju sína í ljós, að við þá hlið
samningsins hefur ekki verið stað-
ið. Það eru fleiri en iðnrekendur
og Þórhallur Ásgeirsson, sem það
v>ta- Hvað segir Gylfi Þ. Gíslason
í erindi, sem hann flutti á ráð-
stefnu, sem haldin var á Þingvöll-
um 12. maí 1979, undir heitinu
„ísland, Fríverzlunarsamtökin í
Efnahagsbandalagið**? Gylfi hefur
verið þekktur fyrir annað en að
bera eingöngu hag atvinnurek-
enda fyrir brjósti á sínum langa
stjórnmálaferli. En hann hefur
þekkingu, einurð og drengskap til
að segja allan sannleikann um
þessi mál. Hann vill, að það sé
staðið við alla samningana, hvort
heldur það er við innlenda eða
erlenda aðila. Hann fullyrðir í
erindi sínu, að íslenzkur iðnaður
búi við langtum lakari kjör á
öllum sviðum, sem máli skipta, í
íslenzku athafnalífi en hinir at-
vinnuvegirnir. Hann segir, að það
hafi ekki verið staðið við samn-
ingana. En hvað segir dr. Jóhann-
es Nordal í erindi, er hann flutti
30. marz 1979? Lokaorðin eru
þessi: „öll rök hníga nú að því, að
fara eigi þveröfuga leið til þess að
jafna metin milli iðnaðar og
sjávarútvegs, en hún er sú að gera
þarf kerfisbundið átak til þess að
afnema hvers konar mismunun,
sem enn á sér stað milli sjávarút-
vegs og iðnaðar, hvort sem er í
skattamálum, opinberri fyrir-
greiðslu, lánskjörum eða aðgangi
að fjármagni. Þetta er eina leiðin,
sem ég sé liggja að raunverulegu
jafnræði þessara tveggja höfuð-
atvinnuvega þjóðarinnar." Þetta
veit Þórhallur allt, eins vel og
Gylfi, iðnrekendur og Jóhannes
Nordal. Hann hefur ekki verið að
segja neitt ósatt. En hann hefur
Haukur Eggertsson
aðeins sagt þann sannleika, sem
snýr að útlendingunum og lætur
eins og að hinn sé ekki til.
En hvers vegna EFTA?
Mér er ekki grunlaust, að það
velkist fyrir mörgum, hver hafi
verið tilgangurinn með Fríverzl-
unarsamtökunum og hvers vegna
íslendingar gerðust þar aðilar. Ég
held að hægt sé að segja það í
einni stuttri setningu: Það er til
þess að vara verði framleidd. þar
sem það er ódýrast, og að hún
verði þá ódýrust. Sé ódýrara að
framleiða einhverja vörutegund
úti í Evrópu en hér á landi, skal
framleiða hana þar og greiða með
annarri, sem er ódýrara að fram-
leiða hér. Eða þá að íslenzk
framleiðslufyrirtæki aðlagi sína
framleiðslu framleiðsluháttum
annarra, svo aö þau geti framleitt
sömu vöru á sambærilegu verði.
Þetta skildu íslenzkir iðnrekendur
og gengust undir þessa kvöð. En
þeir vissu, að til þess yrðu þeir að
fá að njóta sömu aðstöðu og
keppinautarnir. Það má heldur
ekki skapa þeim atvinnuvegi, sem
framleiðir meginhluta þess gjald-
eyris, sem hin erlenda vara er
keypt fyrir, betri skilyrði en iðn-
aðinum sjálfum. Þá verður gjald-
eyririnn of ódýr og hinn erlendi
samkeppnisaðili selur sína fram-
Sigurbjörg Unnur
Amadóttir - Minning
Fædd 9. júlí 1921.
Dáin 23. júlí 1981.
Hún fæddist hér í borg þann 9.
júlí 1921. Var hún kjördóttir
þeirra ágætu hjóna Árna Árna-
sonar fiskimatsmanns og Þóru
Þorkelsdóttur konu hans. Voru
þau þá búsett í Viðey.
Aðeins 9 ára gömul missir hún
móður sína, og flyzt þá ásamt
föður sínum á heimili Árnbjargar
systur sinnar og Kristjáns heitins
Þorgrímssonar frá Laugarnesi,
manns hennar.
Árið 1943 giftist hún Kjartani
Ingimarssyni, hópferðabifreiða-
stjóra frá Laugarási, syni þeirra
ágætu hjóna Ingimars Kjartans-
sonar og Sólveigar Jónsdóttur.
Unnur var fríð kona og gjörvi-
leg, fylgdi henni bæði reisn og
þokki og sú hlýja og bjarta
gestrisni, sem vinir og nágrannar
aldrei gleyma.
Þau hjón voru sérlega samhent,
ekki sízt í þeirri viðleitni að gjöra
heimili sitt að þeim griðastað, þar
sem bæði fjölskyldu og vinum
mætti líða vel.
Þeim Kjartani og Unni varð
fimm barna auðið. Elzt þeirra er
Þóra, gift Gðmundi Karlssyni,
stýrimanni, eiga þau fjögur börn.
Næstur er Ingimar, bifreiðastjóri,
ógiftur og dvelur heima. Þá
Kristján, er einnig dvelur heúna
og Árni, sem vinnur við þunga-
vinnuvélar, kvæntur Guðrúnu
Ágústsdóttur. Eiga þau eitt barn.
Yngst systkinanna er svo Björg 16
ára.
Unnur gekk ekki heil til skógar
síðustu árin — en alltaf var svipur
hennar jafn rósamur og bjartur.
„Guð treysti ég — ég óttast eigi.“
Sú fullvissa, sem í þeim orðum
felst, var skjöldur hennar og skjól,
allt til enda.
Guð blessi og styrki ástvini
hennar alla í þeirra þungu sorg.
Garðar Svavarsson
Með fáum orðum viljum við
minnast Unnar, móðursystur
okkar, sem svo skyndilega var
hrifin burt í dagsins önn. Þó
Unnur hefði átt við vanheilsu að
stríða undanfarin ár, var hún
ávallt lífsglöð og kát og bar ekki
veikindi sín á torg. Kallið kom því
bæði snöggt og óvænt. Unnur var
mjög ósérhlífin kona og alla sína
lífstíð lifði hún fyrir aðra og var
ætíð boðin og búin að veita þeim
skjól og huggun, sem á þurftu að
halda.
Eftirlifandi eiginmanni sínum,
Kjartani Ingimarssyni, giftist hún
hinn 8. maí 1943 og eignuðust þau
fimm böm; Þóru,-Ingimar, Krist-
ján, Árna og Vigfúsínu Björgu.
Þau hafa allan sinn búskap búið
við Kirkjuteig í Reykjavík.
Ekki er það ætlun okkar að
rekja æviferil Unnar hér, heldur
færa henni beztu þakkir fyrir alla
þá hlýju og umhyggju, sem hún
hefur sýnt okkur og fjölskyldum
okkar. Hennar er saknað af öllum
þeim er þekktu hana. Við biðjum
góðan Guð að styrkja þig Kjartan
minn og börnin þín og þeirra
fjölskyldur og vitum að það er
huggun harmi gegn, að látinn lifir.
„Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi."
Þóra og Ásta.
Hún Unnur vinkona mín er dáin
og verður jarðsett frá Laugar-
neskirkju í dag. Af hverju Unnur
er dáin skiptir ekki máli. Þó
dettur mér í hug að það hafi verið
vegna þess að hún var alltof góð
við aðra. Þannig fólk vill Guð fá til
sín, þótt óskiljanlegt sé, því Unnur
hefði getað gert svo mikið gott hér
á jörðu niðri í mörg ár í viðbót.
Unnur hlífði sér aldrei, hún var
fjölskyldunni og vinum sínum allt.
Af miklum kjarki og myndar-
skap höfðu Kjartan og Unnur
nýlega keypt sér eigið hús, prests-
bústaðinn í Laugarnessókn. Bæði
lögðu sig fram um að gera allt
fyrir þetta hús, enda tókst það
með afbrigðum vel. Þetta er stórt
hús, en stórhugurinn hjá þeim
báðum réði þar ríkjum og þetta óx
þeim ekki í augum. Veit ég að þau
hafa í þessu tilfelli, sem öðrum,
verið að hugsa - unv ■ börnin og-
barnabörnin, fyrir utan það að
geta loks orðið sjálfstæð varðandi
húsnæði. Viðgerðir og endurbætur
þessa húss bera þeim glöggt vitni
og munu gera um ókomin ár.
Unnur hefði átt að geta notið
þessa frábæra árangurs lengur.
Hún átti einnig skilið að fá að
njóta Kjartans, barnanna og
barnabarnanna lengur. Þökk sé
Kjartani fyrir það hve góður hann
var Unni. Hún dáði Kjartan og
elskaði fyrir framtakssemi hans
og dugnað. Dugnaður var þeim
sameiginlegt hugtak.
Ættir Unnar nenni ég ekki að
tala um í þessum fátæklegu Iínum
mínum. Bæði voru þau Unnur og
Kjartan úr Laugarnesinu, — það
er ég líka. E.t.v. er það þess vegna
sem ég- átti því Láni að fagna að
leiðsluvöru á lægra verði á ís-
lenzkum markaði, þótt fram-
leiðslukostnaður hennar sé í raun
ekki lægri. Það verður engum til
góðs og þá er búið að brjóta
lögmál fríverzlunarinnar.
Hvers vegna
aðlögunargjald?
Aðlögunartíminn að EFTA
rann út 31. des. 1979. Vegna
skammsýni og þrekleysis stjórn-
málamannanna (og kannski emb-
ættismannanna) var 10 ára aðlög-
unartíminn ekki notaður sem
skyldi. Þess vegna var og er
iðnaðurinn ekki reiðubúinn til að
takast á við samkeppnina í þeim
mæli, sem hann væri annars.
Þetta fékkst að nokkru viðurkennt
árið 1979, og þess vegna var
3%-aðIögunargjaldið lagt á fyrir
árið 1980. Þetta mætti fullum
skilningi EFTA og EBE, en tím-
ann skyldi nota til endurbóta hér
heima. Það var ekki gert og er
staðan því enn nákvæmlega hin
sama fyrir iðnaðinn. „Bang,
bang,“ segir ráðuneytisstjórinn.
Það skal staðið við samningana!
„Svik“ útlendinganna
Við viljum vera heiðarlegir og
standa við gerða samninga, en
gera allir útlendingarnir það?
Hvað er oft búið að sýna fram á
það í ræðu og riti, að flestar ef
ekki allar þjóðirnar innan EFTA
og EBE sniðganga að meira eða
minna leyti grundvallarhugsjónir
samtakanna og samningana með
alls konar beinum eða óbeinum
styrkjum. Eru þetta „svik“ eða er
það að standa við gerða samn-
inga?
Ferðin til EFTA og EBE
Eins og frægt er orðið fór hópur
iðnrekenda og nokkrir aðrir aðil-
ar, þ.á m. embættismenn, í heim-
sókn til aðalstöðva EFTÁ í Genf
og EBE í Brússel. Ég var í þeirri
för og veit því, hvað þar fór fram.
Þótt ferðin hafi fyrst og fremst
verið ætluð til kynningar á starfs
emi samtakanna, fór ekki hjá því,
að til umræðu komu nokkur „krít-
isk“ málefni. í umræðunum við
fulltrúa EFTA komu brátt fram
úr okkar hópi raddir gagnrýni á
þær styrkjaaðgerðir, sem sumar
aðildarþjóðirnar reka, sérstaklega
Norðmenn og Svíar. Þeirra eigin
fulltrúar voru til svara, en þeir
reyndu lítt að bera í bætifláka
fyrir sínar þjóðir. Þá kom fram
bein spurning um gagnaðgerðir af
hálfu samtakanna og hvaða valdi
þau gætu beitt til að koma fram
hafa þekkt þau bæði og fylgst með
framgangi þeirra og dugnaði.
Unni hefi ég þekkt frá því að ég
man eftir mér, fyrst af Laugarnes-
veginum og síðan af Kirkjuteign-
um. Árin á Kirkjuteignum eru
mér þó minnisstæðust. Ég man
eftir því, þegar þeir bræður Kjart-
an og Ingimar fengu sína fyrstu
rútu, — ég veit hvað þau voru
stolt, — ég var það líka. Þetta var
mikil framtakssemi á þeim tíma.
Fylgst var með öllum nýjungum á
þessum sviðum. Ég man eftir því,
meðan ég lifi, þegar þeir bræður
komu til Svíþjóðar á námsárum
mínum, eingöngu til þess að fylgj-
ast með framförum á þessu sviði
og kaupa snjóbíl. Þessi heimsókn
var okkur hjónum mikið ánægju-
efni. Ekki veit ég betur en að þeir
bræður hafi verið fyrstir til þess
að fá fyrstu rútuna, sem var á
tveimur flötum. Átti ég þess kost
að vera með í þeirri fyrstu ferð á
þeim bíl. Ferðirnar urðu fleiri og
fleiri.
Stundum held ég að Unnur hafi
verið áhyggjufull af framtakssemi
Kjartans, en aldrei lét hún á því
bera. Hún hafði ekki skap til þess,
hún var alltaf glaðlynd, létt í
skapi og geislandi af brosi. Þetta
kunni Kjartan að meta og varð
honum til góðs.
Stundum hefir leitað á mig
þunglyndi og skapið ekki alltaf
jafngott. Ávallt var það þannig,
undir slíkum kringumstæðum, að
ég fór til Unnar og Kjartans. Þótt
dvölin hafi ekki alltaf verið löng
fór ég þaðan alltaf í góðu skapi, —
- sneri glaður,h«im.