Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jtt*r0itnblúíitíy Rjúkíuídi MORGUNKAFFI, ognýbokudbraud « ' frá kl.i FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Skattskrá Reykjanessumdæmis: Eignaskattar hækka að meðaltali um 80% og tekjuskattar um 66% MEÐALTALSHÆKKUN opinberra Kjalda einstaklinga i Reykjanes- umdæmi er 57,77% og greiða 34.874 gjatdendur 18 ára og eldri alls 505.087.117 krónur, en 2.005 gjald- endur eru undir 16 ára og greiða þeir alls 1.127.749 krónur. Tekju- skattur hækkar að meðaltali um 66,38% og eignaskattur um 80%. Alls greiða 19.200 einstaklingar 253.151.909 kr. í tekjuskatt og 9.234 greiða 15.889.353 kr. í eignaskatt, sem hækkar að meðaltali um 80% frá fyrra ári. Aðstöðugjald greiða 2.004 einstaklingar, alls 4.716.960 og hækkar það um 66,07% og útsvar er alls 197.449.160 kr. sem er 59,17% hækkun og greiða það 29.092. Barna- bætur fá 16.403 einstaklingar, alls 50.891.401 kr. Af öðrum gjöldum má nefna m.a. sjúkratryggingagjald, 9.003.838 kr. Auglýsendur Athygli skal vakin á því að Morgunblaðið kemur ekki út sunnudaginn 2. ágúst. Þeir, sem ætla að auglýsa í blaðinu, laugardaginn 1. ágúst, eru vinsamlegast beðnir að skila auglýsingum fyrir kl. 6 í dag. Morgunblaðið og lækkar það um 51,66%, kirkju- gjald er 4.088.240 kr., kirkjugarðs- gjald 3.556.199 kr., lífeyristrygg- ingargjald 3.380.814 og launaskattur 8.076.869. Norðurland eystra: Mest meðaltals- hækkun á eigna- skatti 87,5% LOKIÐ er álagningu á gjaldendur i Norðurlandsumdæmi eystra og er heildarálagning á einstaklinga. þ.e. born meðtalin. 198.112.671 króna, sem er 49,99% hækkun frá fyrra ári. Mest hækkar eignaskattur, um 87,5%. Fjöldi gjaldenda er 17.662. AIls greiddu 9.057 einstaklingar 93.292.189 kr. í tekjuskatt og hækkar hann að meðaltali um 57,1%. Eigna- skatt greiða 2.747, alls 3.591.051 kr. og hækkar hann um 87,5%. Útsvar hækkar að meðaltali um 54,5% og er það 88.288.840 kr. á 15.091 einstakl- ing og aðstöðugjald greiða 1.590 einstaklingar, alls 2.243.930, sem er 56,8% hækkun. Sjúkratrygginga- gjald lækkar að meðaltali um 63,77%. Leyft að veiða átta háhyrninga í haust LEYFT hefur verið að veiða 8 háhyrninga í haust og sagði Jón Gunnarsson i gær, að væntanlega yrði farið i slóð sildveiðibáta upp úr miðjum september. Þegar hefur verið samið um sölu á tveimur háhyrningum til safns i Kanada, en ætla má að fyrir hvern háhyrn- ing fáist um 60 þúsund dollarar að meðaltali eða um 440 þúsund kr. Takist að veiða þau átta dýr, sem veiði hefur verið leyfð á, gæti sala þeirra fært Sædýrasafninu um 3,5 milljónir króna eða sem nemur um 352 milljónum gamallla króna. Veiði á háhyrningum og sala hefur verið helzta tekjulind safnsins undanfar- in ár „og haldið safninu gangandi þó þetta lengi síðustu ár“ eins og Jón Gunnarsson orðaði það. í fyrrahaust hafði Sædýrasafnið leyfi til að veiða sex dýr, en veiðarnar gengu illa og r.áðust ekki nema fimm háhyrningar. Þar af náðust fjórir þeirra á Reyðarfirði, en bezt hefur gefist að veiða dýrin innan um síldveiðibátana og í fyrra- haust hélt síldin sig einkum inni á fjörðum eystra. Háhyrningaveið- arnar verða stundaðar á vélbátnum Guðrúnu eins og undanfarin ár. Síðastliðin fimm ár hefur Sædýra- safnið flutt út 24 háhyrninga og eru þeir á söfnum víðs vegar um heim. Nú hefur verið samið við safn í Kanada um kaup á tveimur háhyrn- ingum. Er safn þetta skammt frá Niagara-fossum og hafa háhyrn- ingarnir verið mikið aðdráttarafl fyrir gesti safnsins. Síðustu mánuði hefur Sædýra- safnið verið lokað vegna fjárhags- erfiðleika, en viðræður hafa farið fram milli sjálfseignastofnunarinn- ar og þeirra sveitarfélaga, sem styrkt hafa rekstur safnsins. Félagsfundur Torfusamtakanna: Ekki stætt á að vera á móti útitaflinu TORFUSAMTÖKIN héldu félags- fund í gærkveldi, en i lok fundar- ins voru bornar fram tvær tillög- ur þess efnis, að samtökin lýstu andstöðu sinni við gerð útitafls við Bernhöftstorfu. og að félags- menn lýstu trausti á stjórn sam- takanna og hvettu stjórnvöld til þess að veita þeim aukinn fjár- hagsstuðning við upphyggingu húsanna á Bernhöftstorfu. Erna Ragnarsdóttir bar fram fyrri tillöguna og var hún felld með 15 atkvæðum gegn 4. Seinni tillagan var frá Sigurði Harðar- syni og var hún samþykkt með 20 samhljóða atkvæðum, eftir að Sig- urður hafði lýst því yfir að það jafngilti vantrausti á stjórn Torfu- samtakanna, að greiða atkvæði með tillögu Ernu. I inngangsræðu sinni á fundin- um sagði Þorsteinn Bergsson, formaður samtakanna, að miðað við fjárhagslega stöðu samtakanna gagnvart borgaryfirvöldum, teldi hann að Torfusamtökunum væri tæpast stætt á því að setja sig upp á móti framkvæmdum við útitafl- ið. Nokkrir þeirra sem til máls tóku á fundinum, bentu á að ekki færi á milli mála að samtökin hefðu verið beitt pólitískum þrýst- ingi á einhverju stigi þessa máls. Því var ekki mótmælt á fundinum. Nýtt grœnmeti að koma í verslanir Nú er nýtt islenskt, útiræktað grænmeti sem óðast að koma i verslanir. Er þar aðallega um að ræða hvitkál, blómkál. rófur og gulrætur og að því er Níels Marteinsson hjá Sölufélagi garðyrkju- manna tjáði Mbl. eru allar horfur á að uppskeran verði nokkuð góð i ár, þó að enn geti brugðið til beggja vona. Eftir þvi sem meira verður af grænmeti á markaðnum má búast við að verðið á þvi lækki frá þvi sem nú er. Enn er of snemmt að spá um hversu miklar þær lækkanir verða. Grænmetið kemur víða að; úr flreppunum, Mosfellssveitinni, Borgarfirðinum, Biskups- tungunum og fleiri stöðum. Ríkisstjórnin: Skar niður hækkanabeiðnir NOKKRAR hækkunarbeiðnir voru afgreiddar á rikisstjórnar- fundi í gær, samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Magnúsi Torfa ólafssyni blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar í gær. Á fundinum var samþykkt að Hitaveita Reykjavíkur fengi 7% hækkun, en sótt var um 35%. Landsvirkjun fékk 4%, en bað um 30,5%. Rafmagnsveita Reykjavík- ur fékk 9,5%, en bað um 35%. Strætisvagnar Reykjavíkur fengu 9%, en sóttu um 27,6%. Póstur og Sími fékk 8%, en bað um 20%. Sundstaðir í Reykjavík fengu 10%, en sóttu um 25%. Hætt kominn í leirbaði MAÐUR nokkur var hætt kominn í leirpottunum i Landmannalaug- um um síðustu hclgi vegna ölvun- ar, að sögn fréttaritara Mbl. á staðnum. Um atburðinn segir svo í frétt frá Landmannalaugum: „Maðurinn hafði verið alldrukk- inn þegar hann lagðist í pottinn og sveif á hann með þeim afleiðingum að hann „sofnaði". Þegar aðrir baðgestir komu að maraði hann í kafi og tókst að bjarga honum áður en skaði var skeður. Hlaut hann síðan aöhlynningu í skála Ferða- félagsins. Vaknaði hann ekki fyrr en undir morgun laugardags. Svip- ur mannsins varð skrýtinn er hann komst að því, að hann var allsnak- inn, vafinn í fjölda teppa, fyrir framan kolaeldavél! Vinur hans hafði lent í svipuðum ævintýrum, en þurfti þó ekki aðhlynningar við.“ Tvöföldun í skreiðarframleiðslu: Verðmæti rúmur einn milljaröur ÁBYGGILEGAR framleiðslu- og birgðatölur eru ekki til um skreiðarverkun á þessu ári, en ekki er fjarri lagi að áætla, að skreiðarframleiðslan sé um 20 þúsund tonn og að af hausum hafi verið framleidd um 8 þúsund tonn. Sé þessi framleiðsla reikn- uð yfir i verðmæti og miðað við það verð, sem fengi/t hefur fyrir afurðirnar undanfarið má ætla, að útflutningsverðmæti alirar skreiðar- og hausaframleiðslu ársins sé um 1,1 milljarður króna eða sem nemur 112 milljörðum gkróna. Að magni til hefur fram- leiðslan tvöfaldast i ár, en miðað við verðmæti er um fjórföldun að ræða i islenzkum krónum. Verð fyrir hvern pakka af a-skreið er 300—310 dollarar um þessar mundir. Framundan eru miklar afskipanir á skreið tii Níg- eríu, en langmestur hluti skreiðar- innar er seldur þangað. Á vegum sjávarafurðardeildar Sambandsins og Skreiðarsamlagsins byrjar Hvalvíkin lestun næsta föstudag og fara um 35 þúsund pakkar í skipið. Næsta skip þar á eftir á vegum þessara aðila byrjar væntanlega lestun 14. ágúst og tekur það a.m.k. 25 þúsund pakka. Þegar hafa tvö skip farið til Nígeríu á vegum fyrirtækjanna. Framleiðsla á skreið hefur verið I neytenda á næstu vikum. í septem- mjög mikil hérlendis og í Noregi í ár bermánuði má búast við svörun frá og mikið af skreiðinni berst til I markaðnum hvað verð áhrærir. Sjálfetæðisflokkur- inn heldur sínu — segir Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi - SKOÐANAKÖNNUN þessari ber að taka með varúð og ég tel hana vart marktæka, enda er hér aðeins úrtak 0,6% kjosenda en ekki 6,6% eins og Akureyrarblaðið segir, sagði Sigurður J. Sigurðsson bæj- arfulltrúi Sjálfstæðismanna á Ak- ureyri, er hann var spurður álits á niðurstöðum skoðanakönnunarinn- ar, sem er m.a. sú að kvennalisti myndi fá 6 bæjarfulltrúa af 11 ef hann byði fram. — Gleðiefnið er náttúrlega að Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda sínu, en aðrir flokkar missa fylgi til kvennalistans, en ég tel að leiðin að þessu markmiði kvennana sé að koma konum á örugg sæti á lista flokkanna fremur en efna til sér- staks framboðs, sagöi Sigurður ennfremur. Tryggvi Gíslason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins sagðist ekki hafa séð þessa skoðanakönnun og taldi óvíst að konur næðu svo langt, en sagði mikla umræðu nyrðra um stöðu konunnar og sagði ekki vafa leika á því að kvennalisti tæki atkvæði frá öðrum flokkum. Tryggvi kvaðst hafa boðist til að víkja úr sæti fyrir konu og stæði það boð hans enn, hann vildi að konur fengju að njóta sín á sem flestum sviðum og karlar gætu þá tekið meiri þátt í heimilisstörfunum. Soffía Guðmundsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði skoðanakönnun þessa sýna að kvennalisti hafi hljómgrunn þótt hún tæki tölunum með fyrirvara. Sagði hún þetta ekki spretta uppúr engu, heldur heföi gerjast nokkuð lengi og hreyfing kvenna væri ein þeirra hreyfinga sem færi framhjá stjórnmálaflokkum til að ná málum sínum fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.