Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
47
A glataði 2 marka forystu
BREIÐABLIK sýndi mikla seiglu
er liðið vann upp tveggja marka
forystu ÍA á Skaganum i gær-
kvoldi og tryggði sér annað
stigið í miklum markaleik. Loka-
tölur leiksins urðu 3—3, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 1 — 1.
Blikarnir eru þvi enn með i
slagnum um efsta sætið og
Skagamenn eiga raunar enn sina
möguleika. Tap hefði verið miður
gott fyrir hvort liðið sem er.
Blikarnir sóttu gegn sterkum
vindi í fyrri hálfleik, en sóttu þó
talsvert meira framan af. Mark
Skagamanna á 15. mínútunni kom
því gegn gangi leiksins. Árni
Sveinsson átti þá þrumuskot að
marki UBK sem Guðmundur
markvörður Ásgeirsson varði vel.
Hann hélt knettinum hins vegar
ekki og Gunnar Jónsson, sem fylgt
hafði vel á eftir, skallaði örugg-
lega í tómt markið, 1—0 fyrir IA.
Þá var komið að ÍA að sækja
meira, en þá var eins og við
manninn mælt. UBK skoraði. Sig-
urður Grétarsson og Jón Einars-
Sigurlás lék
KR-inga grátt
SIGURLÁS Þorleifsson. miðherj-
inn snjalli úr Eyjum, lagði i
gærkvöldi grunn að öruggum
sigri Eyjamanna yfir KR-ingum í
Laugardal, 1—3. Sigurlás skor-
aði tvö af mörkum Eyjamanna og
lagði hið þriðja upp. Hann er nú
markhæstur leikmanna 1. deildar
með 10 mörk. Þar af hefur hann
skorað 7 i þremur siðustu leikj-
um ÍBV í 1. deild. Varnarmenn
KR réðu ekkert við Sigurlás; með
leikni sinni og hraða gerði hann
Sigurlás skoraði tvivegis í gær-
kvöldi og er nú markahæstur í 1.
deild.
oft mikinn usla í vörn KR og
snjallar sendingar hans sköpuðu
iðulega hættu.
Falídraugurinn færist nú sífellt
meir yfir KR. Af leik þeirra í
gærkvöldi var fátt sem benti til að
vesturbæjarliðið væri að rétta úr
kútnum. Þvert á móti; liðinu
virðist fara aftur með hverjum
leik. Vonleysi virðist hafa heltekið
leikmenn; uppgjöf.
Sigurlás skoraði fyrsta mark
sitt á 11. mínútu. Jóhann Georgs-
son átti þrumuskot frá vítateig.
KR:ÍBV 1:3
Stefán Jóhannsson, markvörður
KR varði, en hélt ekki knettinum
og Sigurlás fylgdi vel eftir og
skoraði af öryggi. Á 32. mínútu
var Sigurlás aftur á ferðinni. Fékk
langa sendingu fram, sá að Stefán
hafði hætt sér of framarlega og
vippaði knettinum yfir hann úr
vítateigshorninu og í netmöskvun-
um hafnaði knötturinn, laglega
gert hjá Sigurlási.
Á 43. mínútu fékk Sigurlás
sendingu upp vinstri kantinn. Lék
á Gísla Felix Bjarnason eins og
hann hreinlega væri ekki til; ekki
eina skiptið í leiknum, lék síðan
upp að endamörkum og gaf góða
sendingu út á vítateigslínuna á
Viðar Elíasson, sem skoraði með
föstu skoti undir Stefán Jóhanns-
son, 0—3 og öruggur sigur ÍBV í
höfn.
KR tókst að minnka muninn á
31. mínútu síðari hálfleiks. Þá
skoraði Börkur Ingvason með
skalla eftir að þrír KR-ingar
höfðu snúið á rangstöðutaktík
Eyjamanna. En sigri Eyjamanna
varð ekki ógnað. Þeir voru nær að
bæta við mörkum en KR að skora.
Bæði Sigurlás og bróðir hans,
Kári áttu góðar tilraunir.
Sanngjarn sigur ÍBV í höfn;
Eyjamenn sigla nú lygnan sjó í 1.
deild og geta einbeitt sér að
bikarkeppni KSÍ, þar sem þeir eru
í undanúrslitum. KR á hins vegar
fyrir höndum erfiða fallbaráttu og
sannast sagna virðast KR-ingar
hvorki hafa mannskap né þann
baráttuanda, sem þarf til að
forðast fall í 2. deild. Dómari í
Laugardalnum var Magnús Pét-
ursson. Hann og Sigurlás voru
beztu menn vallarins; enda Magn-
ús einn albesti dómarinn okkar.
H.Halls.
Framarar heppnir
FRAM sigraði Þór i 1. deild
íslandsmótsins i knattspyrnu á
Akureyri i gærkvöldi. Sigur-
ganga Fram heldur þvi áfram, en
jafntefli hefðu verið sanngjörn-
ustu úrslitin miðað við þau tæki-
færi sem liðin fengu. Lokatölur
urðu 2—1, en staðan í hálfleik
var 1—0 fyrir Fram.
Pétur Ormsiev skoraði bæði
mörk Fram en þau komu á 20.
mínútu eftir hrikaleg varnarmis-
tök Þórsara, og á 57. mínútu, er
Pétur skoraði með þrumuskoti.
Guðjón Guðmundsson skoraði
mark Þórs eftir slæm varnarmis-
tök Framara á 68. mínútu og eftir
það sóttu Þórsarar látlaust. Á
síðustu mínútunum varði Guð-
mundur markvörður tvívegis á
ævintýralegan hátt hörkuskot
Guðmundar Skarphéðinssonar,
ÍA:UBK 3:3
son spiundruðu þá saman vörn ÍA
og það kom í hlut Jóns að skora
með föstu skoti frá markteig.
Þetta var á 35. mínútu.
Skagamenn komu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og skoruðu
strax á 49. mínútu með aðstoð
Guðmundar Ásgeirssonar í marki
UBK, sem missti undir sig fyrir-
gjöf Guðjóns Þórðarsonar frá
hægri. Gunnar Jónsson var aftur
réttur maður á réttum stað og í
netinu hafnaði knötturinn, 2—1.
Og Skagamenn komust í 3—1 á 67.
mínútu, er Guðbjörn Tryggvason
skoraði laglega eftir góða sóknar-
lotu Sigurðar Lárussonar og
Kristjáns Olgeirssonar.
Að svo komnu féllu Skagamenn
í þá gryfju að slaka á og gengu
Blikarnir umsvifalaust á lagið.
Sigurjón Kristjánsson minnkaði
muninn er hann skoraði úr þvögu
á 77. mínútu og tíu mínútum síðar,
eða þremur mínútum fyrir leiks-
lok, tókst Hákoni Gunnarssyni að
jafna með glæsilegu skallamarki
eftir hornspyrnu Sigurðar Grét-
arssonar.
Jón Alfreðsson og Sigurður Lár-
usson báru nokkuð af í liði ÍA,
einnig hinn markheppni Gunnar
Jónsson. Blikarnir voru jafnari, þó
virtust varnarmennirnir Ómar
Rafnsson og Valdemar Valde-
marsson sterkastir, ásamt Jóni
Einarssyni í framlínunni.
í stuttu máli;
íslandsmótið 1. deild: ÍA — UBK
3-3 (1—1)
Mörk ÍA; Gunnar Jónsson (2) og
Guðbjörn Tryggvason
Mörk UBK: Jón Elnarsson, Sigur-
jón Kristjánsson og Hákon Gunn-
arsson
Spjöld: Engin.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 850. HG./gg.
Þór: Framl;2
sem auk þess átti hörkuskot í
þverslá fyrr í leiknum. Guðmund-
ur ásamt Pétri Ormslev var yfir-
burðamaður í liði Fram, en Guð-
mundur Skarphéðinsson frískast-
ur í frísku liði Þórs. Að öðru leyti
var um skemmtilegan leik að ræða
í góðu veðri. EP./gg.
Margir leikir
MARGIR leikir eru á daKskrá á Islandsmót-
inu í knattspyrnu i kvóld. allir hefjast
klukkan 20.00. f 1. deild mætast Vlkin«ur ok
Valur á I>auKardalsvellinum. en FH ok KA á
Kaplakrika. í 2. deild eÍKast viA VölsunKar
ok IBK á Húsavik. Haukar ok Skalla-Grimur
á llvaleyrarholtsvelli. ÍBÍ ok I’rottur N. á
ísafirói ok loks Reynir ok Selfoss i Sand-
Kerði.
Bracey aftur
til Fram
Úrvalsdeildarlið Fram i
körfuknattleik hefur ráðið
Bandaríkjamanninn Val
Bracey til sin sem þjálfara og
leikmann fyrir komandi
keppnistimabil. Fram var i 1.
deild síðasta vetur og Bracey
gerði þá góða hluti með lið-
inu. Þótti hann með snjallari
Bandarikjamönnum sem hér
lék.
Guðsteinn hættir
Guðsteinn Ingimarsson,
körfuknattleiksmaðurinn
sterki úr Njarðvík, hefur til-
kynnt Einari Bollasyni Iands-
liðsþjálfara, að hann gefi ekki
kost á sér i landsliðið á
komandi keppnistimabili.
Reyndar mun enn á huldu
hvort hann svo mikið sem
leiki með Njarðvikurliðinu.
en það á eftir að skýrast.
Engin ur-
valsdeild?!
FRESTUR sá sem úrvals-
deildarfélögin i körfuknatt-
leik hafa tií að tilkynna þátt-
töku sina í næsta fslandsmót
rennur út á laugardaginn. t
gær var ekki ein einasta
umsókn farin að berast og ef
ekki rætist úr er ljóst að seta í
mótanefnd verður allt að þvi
sældarlif. Annars er þetta
ekki ný hóla, þvert á móti
mjög forn bóla. Áður en yfir
lýkur sjá félögin að sér og
tilkynna sig. Þó var einhver
vafi með Ármann, sem féll úr
úrvalsdeildinni siðasta vetur.
Einhver losarabragur er vist
kominn á hiutina þar og að
minnsta kosti einn af lykil-
mönnum liðsins hefur skipt
um félag, Kristján Rafnsson.
en hann gekk nýlega i KR.
Fúannmá
foróast
meó Aquaseal
Aquaseal býður margartegundirfúa-
varnarefna á tré.
„SUPER“ Alhliða viðarvörn sem
hentar mjög vel á illa loftræstum
stöðum, t. d. háaloftum og kjöllurum.
„CLEAR“ Vörn gegn fúa og skor-
dýrum.T. d. á sperrur, hurðir, burðar-
virki o. fl.
„GREEN“ Ver timbrið fúa og þurra-
fúa. Hentar vel á girðingar, garðhús,
útihús o. þ. h.
„EXTERIOR BROWN“ 2 brúnir litir,
Ijós og dökkur. Hefur náttúrulega
áferð. Smýgur vel inn í viðinn.
„RED CEDAR“ Frábær vatnsvörn.
Skerpir eilítið áferð viðarins.
Rétt ráð gcgn raka
olis
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.
HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK
SÍMI 24220