Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 14
HKfl a HB 6EBHST1 VHiZlUIUIIMIIUIHILfilU?
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
HESTAMÓT A VINDHEIMAMELUM:
Afkvœmi undan þekkt-
um hryssum á uppboði
Um verslunarmannahclKÍna
halda hestamannafélöKÍn i
SkaKafirði sitt árlega hestamót.
Daitskrá verður með hefð-
bundnum hætti þ.e. KæðinKa-
keppni, unKlinKakeppni ok
kappreiðar. Mótið stendur yfir i
tvo daKa, hefst á lauKardeKÍ
með KæðinKadómum ok undan-
rásum kappreiða. Á lauKar-
daK-skvöldið verður siðan haldið
uppboð á handvönum trippum
ok folöldum.
Það eru einkum kappreiðarnar
sem augu manna beinast að, en
segja má að kappreiðar á Vind-
heimamelum séu þær vinsælustu
á undanförnum árum. Skagfirð-
ingar hafa aldrei skorið verð-
launin við nögl og hafa þeir
yfirleitt veitt hæstu peninga-
verðlaun sem veitt eru á félags-
móti. Völlurinn er einn sá besti á
landinu og er þetta sá völlur sem
skilað hefur hvað flestum ís-
landsmetum. Er skemmst að
minnast mótsins 1979 en þá voru
sett hvorki meira né minna enn
sex ný Islandsmet og standa
þrjú þeirra enn. Að venju verða
þarna fremstu hlaupahross og
má þar nefna Skjóna sem verið
hefur ósigrandi í 250 m skeiði í
sumar og er það stóra spurning-
in hvort honum takist að slá
metið sem hann á sjálfur. Besti
tími Skjóna í sumar er 22,5 sek
en metið er 21,6 sek. í 250 m
stökki verða meðal keppenda
Mannsi og Túrbína sem eru hvað
fljótust um þessar mundir, á
þessari vegalengd. Einnig verða
þarna Litbrá og Hvinur sem er í
mikilli framför. í 350 m stökki
verða bæði Tvistur og Stormur á
meðal keppenda auk annarra
kunnra hlaupahesta.
í fyrra gerðu nokkrir hrossa-
bændur í Skagafirði tilraun með
hrossauppboð í tengslum við
mótið og þótti það takast vel, og
er meiningin að hafa annað slíkt
nú. Verða á boðstólum folöld og
trippi undan kunnum hryssum
og má þar nefna folald undan
Hrafnkötlu sem Sveinn á Sauð-
árkróki á og er talin ein besta
hryssan úr stóði Sveins. Einnig
verða boðin upp trippi og folöld
frá Flugumýri, og munu þau
verða undan sýndum hryssum og
nafnkunnum. Að endingu er vert
að minnast á gæðingakeppnina,
en Skagfirðingar eru þekktir
fyrir að vera ávallt með nýja
hesta á hverju ári.
VK.
Sumarhátíð UÍA
Svokölluð „Sumarhátíð" verður í Atlavík nú um helgina á vegum UÍA.
Hljómsveitin Friðryk og Pálmi Gunnarsson munu leika fyrir dansi á
kvöldin og halda tónleika. Hljómsveitin Mannakorn kemur einnig við
sögu á hátíðinni svo og Guðmundur Ingólfsson sem mun spila með hluta
úr hljómsveitinni Friðryk. íþróttir verða einhverjar og verður fólk
eindregið hvatt til að taka þátt í þeim. Dansleikir munu verða
föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tjaldstæði eru nóg og mun
Slysavarnafélagið sjá um veitingar.
Þórs-
kabarett
Sumargleðin verður á ferðinni um Norðurland nú um verzlunarmannahelgina. í kvöld eru þeir með skemmtun á
Dalvík en á morgun í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Á laugardagskvöldið ætlar Sumargleðin að vera með skemmtun og
dansleik í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Á sunnudaginn verður hún í nýju samkomuhúsi að Ydölum í Aðaldal með
skemmtun og dansleik. Sumargleðin endar svo í Skúlagarði, Kelduhverfi með skemmtun og dansleik á
sunnudagskvöldið.
Frá kappreiðum á Vindheimamelum.
„Sumargleðin“ á Norðurlandi nú um helgirm
Þórskabarett verður á
Siglufirði á föstudags-
kvöldið, en síðan á sunnu-
dag og sunnudagskvöld í
Galtalæk. Á þriðjudaginn
halda þeir félagar síðan til
Mallorca og Ibiza.
Hljómsveitin Chaplin
leikur fyrir dansi
í Árnesi byrjar hátíð með
dansleik á föstudagskvöldið þar
sem hljómsveitin „Chaplin“ leik-
ur fyrir dansi.öll kvöldin.
Ýmis skemmtiatriði verða á
hátíðinni, s.s. teygjutvistkeppni,
miðahappdrætti o.fl. Á laugar-
daginn er knattspyrna klukkan
16.00 þar sem skemmtikraftar og
kvennalið keppa. Síðan er kar-
ate-flokkurinn með eitthvað og
teygjutvistkeppnin heldur áfram.
Sveinn Eiðsson úr „Óðali feðr-
anna“ og leynibandið Sveitamenn
verða á staðnum auk uppboðs og
miðahappdrættisins sem heldur
áfram. Síðan verður dansleikur
til 2. Klukkan 19.00 á sunnudag-
inn verður útisamkoma þar sem
margt verður sér til gamans gert,
en að henni lokinni er dansleikur
til tvö.
Tjaldstæði með hreinlætisað-
stöðu eru fyrir hendi-
GALTALÆKUR
Tívolí
fyrir
yngra
fólkið
í Galtalæk verður að venju
hátið nú um helgina. Svæðið
verður opnað á föstudaginn og
diskodans verður þá um kvöldið
i tjaldi til klukkan eitt.
Á laugardaginn klukkan 16.00
byrjar dagskráin með ökuleikn-
iskeppni sem er haidin á vegum
bindindisfélags ökumanna.
Klukkan 20.00 kemur söngkór
frá Hvítasunnusöfnuðinum sem
mun flytja nokkur lög. Klukkan
21.00 hefst mótið með mótsetn-
ingu sem Stefán Halldórsson
annast. Eftir mótsetninguna
hefst dansleikur þar sem
Galdrakarlar leika á palli til
klukkan þrjú, en diskódans verð-
ur einnig í tjaldinu. Á miðnætti
verður varðeldur tendraður og
flugeldasýning. Á laugardags-
kvöldið verður einnig tívoli fyrir
yngri kynslóðina sem heldur svo
áfram eftir hádegi á sunnudag.
Klukkan 14.00 á sunnudag verð-
ur guðsþjónusta og klukkan
15.00 barnaskemmtun í umsjá
Galdrakarlanna og Þórskabar-
etts. Barnadansleikur verður
síðan kiukkan 16.00.
Klukkan 20.00 um kvöldið
verður hátíðarræða sem Árni
Einarsson flytur. Kvöldvaka
Þórskabaretts hefst síðan að
lokinni hátíðarræðu. Þegar líða
tekur á kvöldið eru Galdrakarl-
arnir með dansleik og diskóið
heldur áfram í tjaldinu.
NORÐURLAND
m
ARNES
SIGLUFJÖRÐUR