Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
Útvegsbanki íslands:
Iimlánsaukmng nam
67,2% árið 1980
Ársskýrsla Útvegsbanka íslands fyrir árið 1980 er nýkomin
út. Niðurstöðutölur á efnahagsreikningi voru 88.459 milljónir
gamalla króna í árslok 1980 og höfðu hækkað um 33.121 millj.
á árinu. Innlán jukust í heild um 15.528 milljónir króna en
útlán á móti um 12.374 milljónir. Nettóskuld bankans við
Seðlabankann, að frádreginni endursölu, nam í árslok 2.539
milljónum og hafði lækkað um 2.998 milljónir á árinu. Nettó
inneign í erlendum bönkum var í árslok 3.507 milljónir króna.
millj. kr. í 2.122 millj. kr., eða
í skýrslunni er að finna eftir-
farandi upplýsingar um starf-
semi bankans á liðnu ári. Tekið
skal fram, að allar upphæðir eru
í gömlum krónum.
Innlán
Innlán viðskiptabankanna í
heild á árinu 1980 jukust um
128.378 millj. kr., sem er 67,2%.
Heildarinnlán Útvegsbankans
hækkuðu um 15.528 millj. kr. á
árinu 1980, eða úr 23.031 millj.
kr. í 38.559 millj. kr., sem er
67,4% aukning eða nánast sama
hlutfallsaukning og varð hjá
bönkunum í heild. Veltiinnlán
voru í árslok 1980 8.773 millj.
kr., og höfðu aukist um 3.696
millj. kr., eða um 72,8%. Spari-
innlán jukust hlutfallslega
minna, eða úr 16.989 millj. kr. í
27.664 millj. kr., sem er 62,8%
aukning. Innlán á gjaldeyris-
reikningum hækkuðu úr 965
um 119,9%.
Af einstökum tegundum
spariinnlána, hafa innstæður á
þriggja mánaða vaxtaauka-
reikningum aukist tiltölulega
mest, eða um 112,9%, en þá eru
ekki talin með vísitölubundin
innlán, sem voru tekin upp í júlí
1980.
Útlán
í upphafi ársins 1980 lagði
Seðlabankinn áherslu á, að
viðskiptabankarnir bættu lausa-
fjárstöðu sína í samræmi við
markmið lánsfjáráætlunar rík-
isstjórnarinnar. Áður hafði tíð-
kast að marka stefnu um þak-
lánahækkun í byrjun hvers árs.
Þegar líða tók á sumarið kom
í ljós, að lausafjárstaða við-
skiptabankanna hafði versnað
mjög á árinu, og gerði Seðla-
bankinn því ráðstafanir í sept-
ember um herta skilmála um
fyrirgreiðslu viðskiptabankanna
í Seðlabanka. Jafnframt því
gerðu viðskiptabankarnir sam-
komulag sín á milli um útlána-
takmarkanir. Batnaði lausafjár-
staða bankanna mjög á síðustu
þremur mánuðum ársins.
í heild hækkuðu þaklán við-
skiptabankanna um 56,4% á
árinu 1980, en árið áður nam
þaklánahækkunin 63,0%.
Heildarútlán Útvegsbankans
jukust um 12.358 millj. kr. á
árinu 1980, eða úr 27.524 millj.
kr. í 39.882 millj. kr., sem er
45,0% hækkun. Þaklán jukust
um 8.373 millj. kr., eða um
44,3%, og voru í árslok 1980
27.271 millj. kr. Útlánaaukning
Útvegsbankans varð því minni
en viðskiptabankanna í heild. Á
árinu 1979 hækkuðu heildarút-
lán Útvegsbankans um 52,9% og
þaklánin um 53,7%.
Á meðfylgjandi töflu sést
skipting og hækkun útlána
bankáns eftir atvinnugreinum í
árslok 1980. Stærstur hluti út-
lána fór til sjávarútvegs, eða
59,5% miðað við 59,2% árið
áður. Útlán til sjávarútvegs
hækkuðu um 7.416 millj. kr. á
Góður^
félagi
GF-8989H/E
Stereo Portable Radio Cassette
Glæsilegt feröatæki
Kr. 3.800.-
Soft-Touch Operation
GAPSS
I y 11 OOLBY SYSTEM | Aul° P'Oqram Search Svslem
Stereo ferðatæki frá kr. 1.900,-
Feröa- og kassettutæki meö 4 útvarpsbylgjum, FM stereó,
stuttbylgju, miðbylgju og langbylgju. 2x5,5 wött RMS. „2-way“
hátalarar, 2 innbyggöir míkrófónar. Óvenjulega góöir upptökueig-
inleikar.
Lengd 510 mm. Hæð 284 mm. Breidd 134 mm.
LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999
Útsölustaöir: Karnabaer Laugavegi 66 —
Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík —
Portið Akranesi — Patróna Patreksfiröi —
Epliö isafiröi — Álfhóll Siglufiröl — Cesar
Akureyri — Radíóver Húsavík — Hornabær
Hornafiröi — M.M. hf. Selfossi —
Vestmannaeyjum.
Eyjabær
HUJTWLLSLEG SKIFTING
ÚTL4NK ÚIVEGSBANKK ÍSLNNDS
31. DES. 1980
//W
I
SJÁVARÚTVEGUR 59.5%
VERSLUN OG OLÍUFÉLOG 13.2%:
IONAÐUR 8.4%
BYGGINGAR OG MANNVIRKJAGERÐ 6.4%
LÁN TIL EINSTAKLINGA OG FL. 6.5%:
SAMGÖNGUR 3.0%:
OPINBERIR AOILAR 3.0%i
árinu, en þar af hækkuðu endur-
seld lán um 3.868 millj. kr.
Af öðrum útlánum hækkuðu
lán til einstaklinga hlutfallslega
mest, eða um 56,8%.
Rekstrarafkoma
Tekjuafgangur Útvegsbank-
ans fyrir afskriftir varð röskar
78 millj. kr. á árinu 1980 saman-
borið við 25 millj. kr. árið 1979.
Rekstrarkostnaður reyndist
3.761 millj. kr. á árinu og
hækkaði um 50,7% frá árinu
áður. Launakostnaður hækkaði
um 49,4%, en annar rekstrar-
kostnaður um 51,0%. Bankinn
greiddi 517 millj. kr. í skatt
vegna gjaldeyrisviðskipta og
rúmar 18 millj. kr. í landsút-
svar.
Af hagnaði bankans 1980 var
20 millj. kr. ráðstafað til vara-
sjóðs, 20 millj. kr. til afskrifta-
reiknings og 36 millj. kr. til
Eftirlaunasjóðs starfsmanna
Útvegsbankans. Bókfært eigið fé
bankans nam í árslok 3.812
millj. kr. og hækkaði um 1.356
millj. kr. á árinu, en þar af voru
1.321 millj. kr. vegna endurmats
fasteigna miðað við fasteigna-
mat.
Klamhrahleðsla á hlöðuvegg.
Ætla að kenna
strengja- og
klambrahleðslu
ÁHUGAFÓLK um grjót og vegg-
hleðslu hefur tekið sig til og
fengið Svein Einarsson þekktan
vegghleðslumann frá Egils-
stöðum til að koma suður til
Reykjavíkur og halda námskeið i
þessari fornu hleðsluaðferð.
Námskeiðið, sem er öllum opið
verður haldið upp á Kjalarnesi í
landi sem heita Strýtuhólar.
Kennt verður að tyrfa og hlaða
úr grjóti og torfi bæði strengja-
hleðslu og klambrahleðslu. Einnig
verður kennd torfrista og veggja-
gerð með mismunandi samsetn-
ingum af ofangreindum efnum.
Hlaðinn verður hringlaga veggur,
við kennsiuna, sem nota má síðar
til ýmissa hluta.
Einn forráðamanna námskeiðs-
ins, sagði að þessi kennsla í
vegghleðslu færi nú fram til þess
að hin forna hleðsluaðferð
gleymdist ekki heldur varðveittist
með kynslóðunum.
Sögðust þeir líta á vegghleðslu,
sem listgrein því líkja mætti
henni við listvefnað þar sem torfið
og grjótið mynda eins konar
mynstur.
Öll verkfærin, sem notuð verða
við kennsiuna fengust gefins hjá
vesluninni Ellingsen og sögðust
forráðamennirnir vera afar þakk-