Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Skyndiverk- f öll í Póllandi Varsjá, 29. júli. AP. STRÆTISVAGNASTJÓRAR og starfsmenn stærstu spunaverksmiðju Varsjár gerðu í dag þriggja stunda verkfall til að undirstrika mótmæli sín vegna mikils skorts á matvælum og háu matvælaverði. Þá hafa deildir Samstöðu viða um Pólland boðað til mótmælaað- gerða og skyndiverkfalla í byrjun næsta mánaðar. í Lodz, næst stærstu borg Póllands, var í dag efnt til mótmælaaðgerða þriðja daginn í röð, og þar var meðal annars 56 vörubifreiðum ekið með miklum hornaþeytingi að skrifstofum borgarstjóra til að leggja áherzlu á óánægjuna með minnkandi kjötskammt, vöruskort í verzlun- um almennt, og mikla verðhækk- un á matvöru. Talsmenn Samstöðu segja, að nauðsynlegt sé að finna lausn á ríkjandi vandræðum, og ekki þýði nú að grípa til neinna skyndi- eða bráðabirgðaaðgerða, vandann verði að leysa. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja, að þá skorti fé til að auka vöruframboð eða flytja inn mat- væli í auknu magni. Efnahags- vandi Póllands er mikill. Heild- arframleiðslan hefur minnkað um 12,5%, og erlendar skuldir eru áætlaðar um 27 milljarðar dollara (rúmlega 200 milljarðar nýkróna). Blöð í Póllandi skýra frá því, að ekki megi búast við auknu framboði á svínakjöti þar í landi fyrr en undir árslok 1982, en svínakjöt er vinsælt mjög þar í landi. Framboð á nautakjöti, sem ekki er jafn vinsælt, ætti að lagast eftir um þrjú ár. Skortur hefur verið á gripafóðri, en uppskeruhorfur í ár eru góðar. Akureyri 16 skýjaó Amsterdam 20 heióskirt Aþena 30 heióskírt Barcelona 26 heióskírt Berlín 20 skýjaó BrUssel 23 heióskírt Chicago 19 heióskírt Denpasar 31 skýjaó Dublin 22 skýjað Feneyjar 23 lóttskýjaó Frankfurt 21 skýjaó Færeyjar vantar Genf 24 heióskírt Helsinki 23 heióskírt Hong Kong 31 heióskírt Jerúsalem 33 heióskírt Jóhannesarborg 16 heiðskirt Kairó 36 heióskírt Kaupmannahöfn 19 skýjaö Las Palmas 24 lóttskýjað London 26 heiðskírt Los Angeles 28 heióskirt Madrid 38 heióskírt Málaga 29 heióskírt Mallorka 27 lóttskýjaó Mexicoborg 22 heióskírt Miami 32 skýjaó Moskva 34 heióskírt Nýja Dehlí 29 rigning New York 26 rigning Osló 22 skýjað París 27 heióskírt Reykjavík 10 rigning og súld Götuvígi og benzín- sprengjur í Liverpool Liverpool, 29. júlí. AP. ENN KOM til mikilla óeirða í gærkvöldi og nótt i Tox- teth-hverfi í Liverpool. Segir talsmaður lögreglunnar þar, að 32 lögreglumenn hafi orð- ið fyrir sárum og meiðslum i átökum við um 200 hvíta og svarta unglinga, sem beittu benzínsprengjum, grjóti og öðru lauslegu gegn lögregl- unni, auk þess sem þeir báru eld að hjólbarðasölu og bif- reiðum, og hlóðu götuvigi úr bifreiðum og timbri, sem þeir tóku á byggingarlóð skammt frá átakastaðnum. Ekki gat lögreglan skýrt frá því hve margir unglingar hefðu orðið sárir í átökunum, en 23 ára maður lézt í sjúkrahúsi eftir að hafa kramizt milli húsveggjar og lög- reglubifreiðar, og hefur rannsókn verið fyrirskipuð í því máli. Þá voru 18 unglingar handteknir. Þetta var þriðja nóttin í röð, sem til átaka kom í Toxteth, en fyrr i mánuðinum urðu þar hvað eftir annað árekstrar, og einnig í blökkumannahverfum Lundúna og annarra stórborga Englands. Hafa alls um 3.000 unglingar ver- ið handteknir vegna þessara árekstra Lögregla og yfirvöld segja, að áframhald átakanna stafi af von- leysi unglinganna vegna gífurlegs atvinnuleysis í Bretlandi, en full- trúar borgaryfirvalda halda því hinsvegar fram, að orsökin sé ekki síður „ofsóknir" og harka lögregl- unnar. Picasso- myndum rænt New York. 29. júll. AP. VÖRUBÍL með 600 litógrafíum eftir Pablo Picasso, var rænt í dag er hann var á leiðinni frá Kennedy-flugvelli inn á Manhatt- an. Fjórir vopnaðir menn munu hafa staðið fyrir ráninu. Lista- verkin eru metin á 500 þúsund dollara. Brúðkaup Karls prins og lafði Díönu: Milljarður fylgdist með athöfninni í Lundúnum Við altarið; Karl prins og lafði Diana krjúpa fyrir framan erkibiskupinn af Kantaraborg. Elisabet drottning, Filipus drottningarmaður og Elisabet drottningarmóðir fylgjast með. Fyrir aftan má meðal annars sjá Margréti prinsessu og Andrés prins. Fremst má sjá baksvip Spencer jarls. Lundúnum. 29. júli. AP. Karl. erfingi brezku krúnunnar, og lafði Díana Spencer voru gefin saman i hjónaband i Sánkti Páls- dómkirkjunni f morgun. „Ég. Karl Filip Arthúr Georg, geng að eiga þig, Dfönu Frances ...“ hafði Karl Filip skýrri röddu eftir erkibiskupnum af Kantaraborg, Robert Runcie, og tók f hönd brúði sinni. Hann gleymdi að vísu „ver- aldlegur“ i orðasambandinu „ver- aldleg gæði“ og rödd lafði Diönu var eilftið hikandi og henni varð á i messunni þegar hún bar fram eið sinn: Hún hét að giftast Filip Karli. En athöfnin fór í hvívetna vel fram, þó brúðhjónunum yrði eilítið á í messunni. Þegar þau höfðu gengist að eiga hvort annað og Karl hafði dregið hring úr welsku gulli á fingur lafði Díönu kváðu við mikil fagnað- arlæti fyrir utan Sánkti Páls- dómkirkjuna. Athöfnin í dómkirkj- unni tók rétt um klukkustund. Lafði Díana kom til kirkjunnar í fylgd með föður sínum, Spencer jarli. Mannfjöldinn fagnaði þeim innilega er þau gengu upp kirkju- þrepin og í kirkjunni stóðu um 2500 gestir upp; allir litu inn eftir kirkju- skipinu, þeirra á meðal Elísabet drottning og Karl prins en ekkert bólaði á lafði Díönu. Gestir settust því aftur en skömmu síðar gekk lafði Díana inn kirkjuna ásamt föður sínum í kjölfar erkibiskupsins af Kantaraborg. Kirkjugestir risu úr sætum sínum. Glæsilegur brúðarkjóll lafði Díönu Lafði Díana þótti ákaflega glæsi- leg í brúðarkjól sinum; hann var úr beinhvitu silkitafti með gamaldags knipplingum. Að ofan féll hann þétt að líkama hennar og hálsmálið var sett pífum. Silkið í kjólinn var framleitt í silkiverksmiðju í Lull- ingstone í Dorset og höfuðdjásnið var úr skartgripasafni Spencer- fjölskyldunnar. Karl prins var klæddur í viðhafnarbúning sjóhers- ins, með rauðan borða um brjóst sér og heiðursmerki skrýddu svartan einkennisbúninginn. Lafði Díana gekk brosandi til Karls, sem rétti henni arm sinn og leiddi hana að altarinu. Til hægri handar sátu Elísabet drottning og Elísabet drottningar- móðir, 81 árs að aldri, Filipus drottningarmaður og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. í fyrsta sinn í sögunni tók róm- versk-kaþólskur klerkur þátt í gift- ingu innan brezku konungsfjölskyld- unnar. Basil Hume, kardináli kaþ- ólsku kirkjunnar á Englandi, las bæn „friðar og hamingju" brúðhjón- unum til handa. Þegar brúðhjónin höfðu verið gefin saman, var flutt tónlist, sem Karl prins og lafði Díana höfðu valið. t sjónvarpsviðtali 'Msm Karl prins og lafði Diana ganga niður tröppur Sánkti Páls-dómkirkjunn- ar. Simamyndir AP. í gær sagðist Karl allt eins búast við að tárfella undir tónlistinni. Svo varð þó ekki. Gullinn Mountbatten- blómvöndur Þegar brúðhjónin höfðu skrifað undir skjöl til staðfestingar eiði sínum, gengu þau fyrir drottningu. Bæði brostu breitt og lafði Díana, sem nú var orðin prinsessan af Wales, kraup djúpt fyrir drottningu úinni og tengdamóður. Hönd í hönd gengu brúðhjónin eftir kirkjuskipinu. í kjölfarið fylgdu brúðarmeyjar lafði Díönu. Þá komu drottningin í fylgd Spencers jarls og hertoginn af Edinborg fylgdi móður lafði Díönu, Frances Shand Kydd. Foreldrar lafði Díönu skildu árið 1969. Lafði Díana bar glæsi- legan blómvönd, gullnar Mount- batten-rósir til heiðurs Mountbatten jarli. Hann hefur Karl prins kallað „heiðursafa” sinn, en jarlinn var myrtur 1979. Milljarður fylgdist með brúðkaupinu Þegar brúðhjónin ungu komu út úr kirkjunni laust mannfjöldinn upp miklum fagnaðarópum. Veðrið var eins og bezt var á kosið; sólin brosti við öllum. Talið er að um ein milljón manns hafi verið við leiðina frá Sánkti Páls-dómkirkjunni til Buck- ingham-hallar, alls um þrjá kíló- metra. Margir höfðu beðið síðan á sunnudag til að ná sem ákjósan- legustum stað, sumir tjaldað. Hvar- vetna mátti sjá brezka fánann, blóm, borða, sem á voru letraðar ham- ingjuóskir. Um 750 milljónir fylgd- ust með athöfninni í sjónvarpi víðs vegar um heim og talið er að 250 milljónir hafi hlustað á beina hljóð- varpssendingu. Alls fylgdist því um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.