Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
37
hann hlut að hinni myndarlegu
uppbyggingu á Selfossflugvelli.
En dauðinn gerir ekki boð á
undan sér, sem betur fer. Maður
getur þó ekki annað en spurt
hversvegna manni, geislandi áf
lífsorku, er svipt burt frá ástvin-
um sínum, kærri eiginkonu og
börnum. Sagt er að vegir Guðs séu
órannsakanlegir. En ég veit að
þau munu öll sameinast síðar á ný
í öðrum heimkynnum. Ég öðlaðist
þá trúarvissu á síðastliðnu vori,
þótt ég hefði ekki sérstaklega leitt
hugann að því fyrr.
Ég votta ástvinum hans öllum
innilega samúð mína, sérstaklega
þó Kristjönu og dætrunum þrem-
ur. Einnig foreldrum hans og
stjúpmóður. Og ekki síst tengda-
foreldrum hans, Sigmundi Bergi
Magnússyni og Margréti Guð-
mundsdóttur, sem ég fann að
Ingþór mat mjög mikils.
Guð blessi ykkur öll.
Tómas Jónsson
Þegar við í dag kveðjum félaga
okkar, Ingþór Jóhann Guðlaugs-
son, reikar hugurinn til liðinna
samverustunda.
I ekki stærri hóp manna, en hér
í lögregluliðinu, hljóta menn að
kynnast mjög náið og deila gleði
og sorg. Þetta höfum við gert með
Ingþóri í nærri heilan áratug og
eftir það vitum við allir, að hann
hafði góðan dreng að geyma.
Við eigum það öll eftir að deyja,
það er hið eina, sem er alveg víst í
framtíðinni. Samt erum við ekki
sátt við það, að maður í blóma
lífsins er svo snögglega í burtu
kallaður. Þetta verðum við samt
að sætta okkur við og geyma hinar
mörgu góðu minningar um góðan
vin og félaga.
Við þökkum Ingþóri fyrir góða
samveru og óskum honum heilla í
nýjum heimkynnum.
Ástvinum hans öllum vottum
við innilega samúð.
Lögreglumenn i Árnessýslu
Langholtsvegi 111. Sími 37010 og 37144
1 árs
31/7 ’80 - 31/7 ’81
©
Vörumarkaöur Kaupfélags Hafnfirðinga
ALLTAF í LEIÐINNI
c
Hagstœðustu innkaupin
Opið i dag fimmtudag 30/7 til kl. 10
Komir þú að sunnan.-komir þú at innati
trMiíwngur ileitinni. iri'i vörumarkaturinn
þarsem þú gerir hagsUvti islu innkiiupin
Gr-nA Vörukynning í
^ rjQp* fi«Q |/| \
hjötíónadarvörur 11 a
20
40%
kynningarafsl.
VERSLUNARMIÐSTÖÐ