Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 + Konan mín og móöir okkar, ÁSTA HÓLMKELSDÓTTIR, Mévabraut 2, Keflavik, lést í Borgarsjúkrahúsinu 28. júlí. Gunnar Guðmundsson, Áatróóur Gunnarsson, Hólmkell Gunnarsson. Hundrað ára minning: Elín Steinþörsdótt- ir Briem^ Oddgeirs- hólum Arnessýslu Móöir okkar, RANNVEIG E. HERMANNSDOTTIR, Kleppsvegi 134, lést í Landakotsspítala aö morgni 29. júlí. Kristín Jónsdóttir, Elín Jónsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Gunnþórunn Jónsdóttir. Í INGIBJÖRG SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Njálsgötu 4b, lést aö öldrunardeildinni í Hátúni mánudaginn 27. júlí. Vandamenn. Móöir okkar, h ÁSTRÍÐUR GUDRUN EGGERTSDÓTTIR, lést aö morgni 29. júlí. Grímur Þórarinsson, Eggert Þórarinsson, Árni Þórarinsson, Sveinn Þórarinsson. 19. júlí, komu börn og vensla- fólk Elínar Steindórsdóttur Briem saman að Oddgeirshólum, til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hennar. Mættu fyrst allir við messu í Hraungerð- iskirkju, sem var sóknarkirkja Elínar. Skírð var lítil stúlka, dóttir hjónanna Margrétar Ein- arsdóttur og Magnúsar Guð- mundssonar, en hann er sonarson- ur Elínar. Litla stúlkan hlaut nafn langömmu sinnar og er þar aftur komin Elín í Oddgeirshólum. Presturinn, séra Sigurður Sigurð- arson, minntist Elínar hlýjum orðum og bað nöfnu hennar bless- unar. Það má segja að vegir mannsins séu órannsakanlegir, það sannast þegar ég hugsa um hvernig leiðir okkar fósturmóður minnar lágu saman. — Árið 1936 var mér komið fyrir á barnaheimilinu Sil- ungapolli, og dag einn, er Guðný Jónsdóttir hjúkrunarkona kom þar til yfirlits og er að fara út úr hliðinu, kom lítil stúlka til hennar og segir: „Vilt þú eiga mig.“ Síðar sagði hún mér undirritaðri að sér hefði víst orðið svarafátt, en þetta hefði óneitanlega leitað á hugann. Næsta dag fer hún aftur að Silungapolli, kemur þá sú litla og segir: „Ertu komin að sækja mig?“ Þar sem Guðný þekkti til í Oddgeirshólum, hafði átt sín börn þar í sumardvöl við gott atlæti, kom henni í hug að leita þangað og pantaði Elínu í síma að Hraun- gerði. Þá var ekki sími á hverjum bæ og ekki talinn eftir klukku- stundar gangur, ekki voru heldur bílar á hverju hlaði eins og nú. Elín mun ekki hafa svarað með eftirtölum um ferðina, en spurt því frekar um ástæður barnsins og að því heyrðu lá svarið laust á vörum: „Láttu barnið koma, það verða einhver ráð.“ (Síðar auðnað- ist mér að hjúkra Guðnýju síðustu ævistundirnar.) — Þó stóð þannig á árið 1936 er ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast góða fóst- urmóður og gott heimili, að þann 10. maí hafði fósturmóðir mín orðið fyrir þeirri miklu raun og þungu sorg að missa mann sinn, Árna Árnason, löngu fyrir aldur fram, innan við sextugt. Þau eignuðust níu börn. Tvö þeirra dóu í frumbernsku og Steindór, næstelstur, dó sumarið eftir að ég kom að Oddgeirshólum, 28 ára. Elst er Kamilla Sigríður, gift Guðmundi Kristjánssyni, bónda að Arnarbæli, Grímsnesi, þau eiga fjögur börn, Katrín, gift Steinari Pálssyni, bónda í Hlíð í Gnúpverjahreppi, þau eiga þrjú börn, Ólöf Elísabet, gift Jóni Ólafssyni, bankastjóra við útib. Samvinnubankans í Vík, Mýrdal, þau eiga fimm börn. Þrír bræð- urnir eru bændur í Oddgeirshól- um, Ólafur, giftur Guðmundu Jó- hannsdóttur, þau eiga eina dóttur, Guðmundur, giftur Ilse Wall- mann, þau eiga fjögur börn, og Jóhann Kristján Briem, ógiftur. Mamma, en það kallaði ég fósturmóður mína ætíð, sagði mér, + Utför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, MARÍU GUDMUNDSDÓTTUR húafreyju, Dufþaksholti, Hvolhreppi, er lést 22. júlí sl., fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Jón Bjarnason. + Útför FRIDJÓNS VIGFÚSSONAR frá Siglufirði, er lézt á Hrafnistu hinn 25. júlí al„ veröur gerö »rá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. ágúst kl. 3 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín, BERGÞÓRA GUOMUNDSDÓTTIR, Einilundi 8d, Akureyri, andaöist í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. júlí. Jaröarförin fer fram frá Akureyrarklrkju þriöjudaglnn 4. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Georg Karlsson. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURBJÖRG UNNUR ARNADOTTIR, Kirkjuteigi 9, veröur jarösungin frá Laugarneskirkju ídag, fimmtudag 30. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag Tjaldanesheimilisins. Kjartan Ingimarsson, bóra Kjartansdóttir, Guömundur H. Karlsson, Ingímar Kjartansson, Kristján Kjartansson, Árni Kjartansson, Guórún Ágústsdóttir, Björk Vigfúsína Kjartansdóttir og barnabarnabörn. Erlendur Þorsteins- son - Minningarorð Föstudaginn 17. þ.m. fór fram að viðstöddu fjölmenni útför manns, sem var mér kærari og nærstæðari en stopular og tilvilj- unarkenndar samverustundir gátu bent til. „Ég man þá tíð, í minni hún æ mér er ... “ þegar Erlendur Þor- steinsson frá Fáskrúðsfirði með fyrirmennsku sinni og atgerfi setti svip á mannlíf í öðrum firði: Siglufirði. Þá brá birtu gáfna, góðvildar og glæsileiks af bæjar- fógetafulltrúanum unga, sem í gegnum dagleg embættisstörf sín kom svo víða við í jagandi önn athafnalifs, sem varla er spursmál um, hvort riokkurn tíma nokkurs staðar á íslandi hefur átt sinn líka að þrótti og fjöri. Þeir, sem lifðu þar og störfuðu þau ár meðan mest gekk á, gleyma þeim aldrei. Okkur, ungum og áhugasömum krötum þeirrar tíðar á þeim stað, þótti því ekki lítill hvaireki, þegar svo réðist, að Erlendur. hlaðinn + Móöir okkar, GUÐFINNA GUNNLAUGSDÓTTIR, sem andaöist á Hrafnistu 20. júl( sl., veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. júlí kl. 15.00. Kristinn Guóbjörnsson, Helga Guöbjörnsdóttir, Jóhann Guöbjörnsson. + Útför mannsins míns og fööur okkar, SIGVALDA JÓNSSONAR, Sogavegi 102, Raykjavik, veröur gerö frá Dómkirkjunni hinn 31. júlí. kl. 10.30. Ragnhildur Dagbjartsdóttir, Guöbjörg Sigvaldadóttir, Garðar Sigvaldason, Þórey Sigvaldadóttir, Jón Sigvaldason. Bróöir okkar, EINAR BRYNJÓLFSSON bifreióarstjóri, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. júlí kl. 10.30. Hanna Brynjólfsdóttir, Elín Brynjólfsdóttir, Bragi Brynjólfsson. að eitt sinn hefði hún fengið bréf frá ungri konu, sem taldi sig ekki eiga langt eftir ólifað og bað hana að taka annað barn sitt, sem aðeins var þriggja mánaða, það myndi frekar verða ráð að koma því eldra fyrir. Þessi drengur hét Haukur Magnússon, sonur hálf- bróður Árna manns hennar. Barn- ið var sótt og alið upp í ástríki sem önnur börn er hún tók að sér. Að þau börn nytu náms sem eigin börn var þar líka sjálfsagt, og er Haukur hafði lokið verkfræðinámi í Danmörku, kominn hér til starfa og lífið virtist brosa við honum, veiktist hann og dó, 32ja ára. í tölu þeirra barna, sem kölluðu Elínu mömmu og ömmu, eru börnin mín tvö og bætum við þeim við blóðskylda, komast niðjarnir í töluna 36. Mín kæra fósturmóðir, Elín, var fædd að Hruna, Árnessýslu, 20. júlí 1881, dóttir hjónanna Kamillu Sigríðar, fædd Hall, og Steindórs Briem, prests að Hruna, Jóhanns- sonar Briem, prófasts í Hruna. Amma fósturmóður minnar var Sigríður Stefánsdóttir, bónda Pálssonar að Oddgeirshólum. Elín fósturmóðir mín ólst upp á stóru og góðu heimili foreldra sinna og átti því bjarta æsku og margar gleðiríkar minningar frá bernsku- árum sínum. Bræður hennar voru á svipuðu reki og hún, Jóhann f. 1882, lengi prestur að Melstað í Miðfirði, og Jón f. 1884, fyrst bóndi að Galtastöðum í Flóa, en fluttist síðar til Reykjavíkur og starfaði lengst sem umsjónarmað- ur við Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Aldrei sá ég fósturmóður mína skipta skapi. Eitt lítið en glöggt dæmi um það jafnvægi hefur mér aldrei gleymst. Eitt sinn sem oftar er gest bar að garði, fór hún niður í kjallara að sækja rjóma í kaffið, er ég kom hlaupandi í fang hennar í stiganum og dembdi öllum rjóm- anum niður. Það sem hún sagði þá, stelpa litla!, fannst mér krafti og hæfileikum, fór að taka þátt í flokksstarfi siglfirzkra jafn- aðarmanna og brátt forystu. Sú varð líka raunin, að uppfrá því varð Erlendur árum saman mik- ilsmetinn og hæfur stjórnmála- maður, bæði sem bæjarfulltrúi og síðar alþingismaður. Við hann voru í upphafi bundnar miklar vonir, og æ betur rökstuddar af viðhorfi hans og verkum; að hann í framtíðinni yrði merkur stjórn- málamaður og foringi. Slíkar vonir bundnar Erlendi Þorsteinssyni rættust þó ekki eins og bæði mér og mörgum öðrum fannst efni standa til. — stjórn- málaferli hans lauk fyrr en vonað var. Kom margt til, ekki sízt á tímabili sívaxandi og aðkallandi þátttaka svo reynds og hæfs manns í stjórnun atvinnumála tengdra síldveiðum, síldarvinnslu og síldarafurðasölu, meðan sá sæli atvinnuvegur var og hét á sínum áhrifamestu árum í þjóðlífinu. Auk þess kom fleira til, sem drap á dreif kröftum og úthaldi þessa mikilhæfa manns, bæði í einkalífi og opinberum afskiptum. Við erum víst margir, sem í einhverjum tilvikum lífsins meg- um taka undir með Bólu-Hjálmari utanúr ölduróti lífsins: „Sálarskip mitt fer hallt á hlið ...“ Kemur þar jafnan fleira til en frá megi segja. Erlendur gat ekki frekar en aðrir unnið bug á öllu, sem andstætt var, né heldur „borið til blómanna í birtu og yl“ allt það, sem hann þó þráði að vernda og verja. Það er svo margt, sem grípur inní fyrir mönnum, bæði sjálfrátt og eins utan viðráðan- legra lífsatvika. Ég ætla mér ekki hér að rekja í einstökum dráttum margþættan æviferil Erlends Þorsteinssonar, þessa hugljúfa og hlýja hæfileika- manns. Það hefur þegar verið gert opinberlega — m.a. hér í blaðinu á útfarardegi hans í ágætum minn- ingargreinum síðustu samstarfs- manna. En ég get ekki stillt mig um, þótt dregizt hafi, að minnast þess, að um margra ára skeið á okkar yngri árum átti ég Erlend

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.