Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
39
félk í
fréttum
Fjáröflunarveisla
+ Kosningabarátta Edwards Kennedy kraföist mikilla
fjárútláta, svo mikilla aö honum gengur nú illa aö láta
enda ná saman. í fjáröflunarskyni hélt hann hóf eitt mikiö
fyrir vini sína og var aögangseyririnn um fjögur þúsund
krónur.
Jackie Kennedy, fyrrum eiginkona bróöur hans, John
F. Kennedy, forseta, mstti til veislunnar ásamt Maurice
Tempelman, 53 ára, sem stendur nú í skilnaöarmáli svo
aö hann geti gengiö aö eiga Jackie. Karolina Kennedy
kom einnig meö móöur sinni til veislunnar, en hún hefur
alltaf veriö í miklu uppáhaldi hjá Edward.
Prinsar haida upp á afmæii
+ Andrew prins átti nýlega 21 árs afmæli
og hélt upp á þaö meö veglegri veislu.
Hann bauö 600 gestum, meöal annarra
Elton John og hljómsveitinni Chance.
Filipus prins, faöir hans átti sextugsafmæli
um þetta leyti og tók þátt í veislunni ásamt
konu sinni, Elisabetu drottningu.
Veislugestum til mikillar skemmtunar
brugöu þau hjónin sér í dans undir
trumbuslætti Chance og var þaö hraöur
dans. Yngri veislugestir klöppuöu þeim lof
í lófa á eftir.
BARBRA
kaupir klett
+ Barbra Streisand býr í atórri víllu í
Kaliforníu ásamt manni sínum John
Peters. Þau hafa nú ákveóiö aö breyta til
°9 byggja sór nýtt hús. Barbra hefur alltaf
veriö hrifin af náttúrunni og til þess aö
vera í náinni snertingu viö hana aö
staðaldri hefur hún látiö panta stórt bjarg
úr Colorado-gljúfri, sem nýja húsiö verö-
ur byggt úr. Stórar steinblokkir eru nú
fluttar á vörubflum frá gljúfrinu og
byggingin rís.
mnmivn
gerir sumarið skemmtilegra .
Mamiya 135 AF
KR. 1.344.-
MAMIYA
SJÁLFSTILLING
Mamiya sjálfstilling tryggir
skýrann fókus hverju sinni.
Mamiya 135 EF
KR. 810.-
Aðgengileg myndavél. sem er
sáraeinföld í meðförum,
en gefurgóðan árangur.
1) Stillið á ASA 2) Setjið sjálf 3) . og
hraða filmunnar stillinguna á smellið af.
35 mm. myndavélar-á mjög góðu verði.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S: 20313
GLÆSIBÆR
S:82590
AUSTURVER
S: 36161
Umboðsmenn
um allt iand
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU