Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 15
MOfcGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 15 VESTMANNAEY JAR „Þjóðhátiðirí‘ Jack Elton verður meðal gesta Þjóðhátíðin í Vestmanna- eyjum verður haldin nú um verzlunarmannahelgina. A morgun klukkan 13.30 byrj- ar dagskráin með því að lúðrasveit Vestmannaeyja leikur, en siðan er hátíðin sett af Agústi Bergssyni. Þá verður hátíðarræða flutt, síðan helgistund og íþróttir en klukkan 16.30 verður brúðuleikhús. Klukkan 17.20 er barna- skemmtun og dansleikur þar sem Grýlurnar verða og Tóti trúður. Síðan hefst kvöld- vaka klukkan 20.15 þar sem Jack Elton „Presley" kemur m.a. fram svo og Brimkló og Þjóðhátiðarlag 1981 verður leikið. Síðan verður dans á pöllum til klukkan sex þar sem Brimkló og Presley, auk Grýlanna, sem koma í heim- sókn eftir miðnætti, leika. Á laugardaginn byrjar dagskráin klukkan 10 með léttri tónlist en síðan verða leikir og ýmislegt fyrir ungu kynslóðina auk söngs. A kvöldvökunni sem byrjar klukkan 20.15 verður m.a. Haukur Morthens og Brimkló. Síðan verður á mið- nætti flugeldasýning og dans til klukkan sex. Á sunnudag- inn byrjar dagskráin eins og á laugardaginn með léttri tónlist klukkan 10 en síðan kemur Presley og skemmtir áhorfendum. Varðeldur og brekkusöngur verður klukk- an 23.00, en einnig er dans á báðum pöllum til klukkan tvö. Brimkló Kynnir og dagskrárstjóri er Árni Johnsen. Strangt verður tekið á ölvun og hefur læknaþjónustan og hjálpar- sveitin aðsetur í gamla golfskálanum. Grýlurnar Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. ARNARSTAPISNÆFELLSNESI Jöklagleði ’81 MNGEYJARSÝSLA Laugahátíð „Laugahátið“ sem er í Þingeyj- arsýslu hefst á föstudaginn klukkan 18.00. Dansleikur verð- ur frá klukkan 22.00 og er það hljómsveitin Start sem leikur fyrir dansi öll kvöldin. Einnig verða kvikmyndasýningar alla dagana. Frá klukkan 14.00 laugar- dag og sunnudag er dagskrá í íþróttahöllinni þar sem fimleika- sýning verður og eftirhermur, búktal og hjólaskautasýning. Þá verður þjóðdansasýning frá Vestur-Þýskalandi og skák með lifandi taflmönnum. Þar tefla þeir Alexei Suetin og Jón L. Árnason. Tjaldstæði eru nóg og veitingar verða fyrir hendi. Kjörorð hátíð- arinnar mun verða „Skemmtun án áfengis er skemmtun fyrir alla“. Er þessi hátíð haldin til fjáröflun- ar endurbyggingar íþróttavallarins og til æskulýðs- starfs. BORGARFJÖRÐUR Upplyfting leikur fyrir dansi Nú um helgina verður svoköll- uð Borgarfjarðargleði þar sem dansleikur verður föstudag, laug- ardag og sunnudag i Logalandi. Hljómsveitin „Upplyfting" leik- ur fyrir dansi öll kvöldin. Tjald- stæði verða nóg og Tomma-ham- borgarar verða seldir fyrir og eftir dansleik. UM verslunarmannahelgina verð- ur haldin hátfð að Arnarstapa á Snæfellsnesi. bar verða m.a. haldn- ir þrir dansleikir, föstudag kl. 22—02, laugardag kl. 23—03 og sunnudag kl. 22—02. Á öllum dansleikjunum leikur hijómsveitin Tíbrá frá Akranesi, sem þekkt er fyrir líflega sviðs- framkomu og mikið fjör. Hljóm- sveitin leikur tónlist af ýmsu tagi, þó einkum og aðallega kraftmikið rokk. Kl. 4 á laugardag verður fótbolta- keppni milli hljómsveitar og úr- valsliðs mótsgesta. Kl. 22 á laugardagskvöld verður kveiktur varðeldur ef veður leyfir. Þar er meiningin að gestir hátíðar- innar safnist saman, syngi og skemmti sér. Þar mun mæta á svæðið söngkvintett sem kallar sig „Stripp-kvintettinn", og mun sjá um að allir skemmti sér. Leynigestur hátíðarinnar verður að þessu sinni enginn annar en tvífari tvífara Presleys nr. 7. Hundraðasti hver gestur hátíðar- innar fær ókeypis hársnyrtingu. Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er Arnarstapi eða Stapi einn af mark- verðustu stöðum á Snæfellsnesi, sakir náttúrufegurðar.. Þar rennur sérkennilegt hraun í sjó fram með hinum einkennilegu gatklettum sem brimið hefur sorfið. Þess má einnig geta að Arnarstapi er talinn einn af þremur stöðum á jörðinni sem segulmögnunar gætir í ríkum mæli. (Fréttatilkynning) FÉLAGSGARÐUR í KJÓS ,Jtokk- hdtíð“ „Rokkhátíð" verður haldin um Verzlunarmannahelg- ina í Félagsgarði í Kjós. Hljómsveitirnar Utangarðs- menn og Spilafífl munu leika fyrir dansi öll þrjú kvöldin frá klukkan 22.00. Á laugardag og sunnudag mun m.a. „Taugadeildin" leika ásamt fyrrgreindum hljómsveitum. Boðið verður upp á sérstaka miða er gilda eingöngu á dansleikina. Húsið við Aðalstræti 10, þar sem er verzlun Silla og Valda, er eitt af húsum Innréttinganna og nú eitt af elztu húsum borgarinnar. Húsið nr. 12 við hliðina á teikningu Gísla Sigurðssonar brann 1977. Litla húsið er eitt af þeim húsum sem nú er beðið um að rífa. Beiðni um niður- rif gömlu húsanna við Aðalstræti í DAG mun bygginganefnd Reykjavikurborgar afgreiða beiðni eigenda húsanna númer 2, 4, 10 og 16 við Aðalstræti í Reykjavik um leyfi til að rifa húsin, en þau eru með elztu húsunum i borginni. Var þessi beiðni vegna Geysis- hússins nr. 2, hússins nr. 10 með verzlun Silla og Valda og nr. 16, kynnt í borgarráði á þriðjudag, en beiðni Tryggva Ófeigssonar vegna niðurrifs hússins nr. 4 þar sem Herrahúsið er, fór beint til bygg- inganefndar, sem samkvæmt nýju byggingarlögunum þarf að gefa leyfi til að rífa gömul hús. Ástæð- an fyrir því að eigendur vilja rífa þessi hús sín, er hið gífurlega háa mat á húseignum á þessum stað og þar af leiðandi svimandi há fast- eignagjöld og eignaskattur, sem hlaðast upp án þess að eignirnar geti gefið af sér tekjur til að standa undir því. Húsið nr. 10 er eitt af húsum Innréttinganna, byggt 1752 og eitt af elztu húsum borgarinnar, en Silli og Valdi keyptu það 1926. í umsögn sinni um húsin í Grjóta- þorpi segir borgarminjavörður: „Húsið er ómissandi vegna sögu sinnar, legu og gerðar. Það er eitt af elztu húsum í Reykjavík og það eina sem eftir er af þeirri húsaröð sem gaf Aðalstræti þá mynd sem það hafði fram yfir síðustu öld.“ Húsið við hliðina, nr. 12, brann 1977. Húsið nr. 16 er hornhúsið við Túngötu, byggt 1785 og var um tíma landfógetahús, og er um- sögnin um það sú sama: „Húsin eru ómissandi vegna legu sinnar og sögu.“ Þessi hús bæði erfði Sigríður Valdimarsdóttir. Ekki er sótt um niðurrif á Fjalakettinum nr. 8 að þessu sinni, sem er í eigu Þorkels Valdemarssonar, en fyrir nokkru var höfðað mál á borgina vegna þess, og áfrýjað til hæsta- réttar, og fékk Þorkell þá dæmdar nokkrar bætur. Húsið nr. 4 er eign Tryggva Ófeigssonar og þykir framhúsið við Aðalstræti ekki jafn dýrmætt og húsin á bak við, sem snúa að Fichersundi, enda er það yngra og af annarri gerð, skv. umsögn borgarminjavarðar. Hús- eignin nr. 2 er í eigu verzlunarinn- ar Geysis síðan 1948. Þar stóðu áður hús konungsverzlunarinnar, sem flutt voru í land úr Örfirisey 1780 og telur borgarminjavörður húsið jafn ómissandi og hin, vegna sögu sinnar, legu og gerðar, en á staðnum hefur einna lengst verið verzlað í Reykjavík. Varla er reiknað með að bygg- ingarnefnd telji sér fært að leyfa niðurrif þessara húsa, enda ekki verið gengið frá skipulagi í Grjótaþorpi. Og kemur þá boltinn eina ferðina enn til borgarstjórn- ar. Skipulag og friðunarhugmynd- ir um húsin í Grjótaþorpi hafa verið að velkjast fyrir borgar- stjórn Reykjavíkur í áratugi, og stendur svo enn. Af mælisrit Lúðvíks Kristjánssonar EINS OG skýrt var frá i vor, mun Sögufélag gefa út rit í tilefni sjötugsafmælis dr. Lúðvíks Krist- jánssonar hinn 2. sept. nk. Frest- ur til að láta skrá nafn sitt á heillaóskalista og gerast áskrif- andi að ritinu. rennur út hinn 5. ágúst nk. beir, sem vilja heiðra Lúðvík með þessum hætti, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það á afgreiðslu Sögufélags, Garðastræti 13B, opið virka daga kl. 14 — 18. Verð ritsins er kr. 200. í ritinu verður eftirfarandi efni: Á sjötugsafmæli Lúðvíks Krist- jánssonar eftir Einar Laxness, Heillaóskalisti (tabula gratulat- oria), Átján ritgerðir eftir Lúðvík Kristjánsson, sem bera þessi heiti: Konan, sem gaf mér reyrvisk, Af honum fóru engar sögur, Enn er Dritvíkurmöi fyrir dyrum fóstra, Upprifjanir á níræðisafmæli Jóns í Einarslóni, „Hún sveik aldrei saumstungan hennar Gróu“, Heimasæturnar í Akureyjum, Fylkingin vestra umhverfis Jón Sigurðsson, Bréf til Ingigerðar, Grænlenzki landnemaflotinn og breiðfirzki báturinn, Þorvaldur Jakobsson. prestur í Sauðlauksdal, „Þá eru komnir þrír í hlut“, Sjóslysaárin miklu, Þegar flytja átti íslendinga til Vestur-Indía, Jóladýrðin í Gullbringusýslu árið 1755, „Stúlka“ og höfundur hennar, Varðveizla Fjölnis á Snæfellsnesi og í Breiðafirði, Fjölnismenn og Þorsteinn J. Kúld, Dagbækur Finn- boga Bernódussonar, Skáldið Long- fellow og íslenzk þjóðfrelsisbar- átta. Auk þessa verður ritskrá Lúð- víks Kristjánssonar. Útgáfuna annast Einar Laxness og Berg- Steinn Jónsson. (Frétt fri SoKufolakíinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.