Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Áður Boeing 747 en nú tveggja manna Stearman Rætt við John Schoonhoven íyrrum flugstjóra BOEING 747 er náttúrulega það fullkomnasta sem til er i flugheiminum, því vart finnst oruKKari flugvél og hrein unun er að stjórna þeirri þotu, en hins vegar er eina raunveruleifa flugið það að sitja við stýri i gömlum Stearman, eins og ég á heima i Colorado, segir John Schoonhoven fluKstjóri i samtali við Mhl„ en hann annaðist þjálfun nokkurra fyrstu flugmanna Arnarflugs eftir að félagið tók til starfa fyrir rúmum 5 árum. John Schoonhoven hefur starfað að flugmálum allt sitt Iíf, byrjaði árið 1935 og hefur ekki hugsað sér að hætta því þótt hann sé nú hátt á sjötugsaldri. — Ég byrjaði hjá United og var þar í 35 ár eða þar til ég varð að hætta sextugur að aldri samkvæmt reglum bandarisku flugmálastjórn- arinnar. Var ég síðustu 15 árin eftirlitsflugmaður og sá um að þjálfa flugmenn. Hjá United var ég fyrsti flugmaðurinn, sem fékk rétt- indi á Boeing 747 og sá um þjálfun áhafna á hana þar til ég hætti árið 1974. En hvernig var að þurfa allt í einu að hætta störfum hjá United? — Vissulega voru það viðbrigði og mörgum flugmönnum finnst þetta erfið tímamót. En ég hafði búið mig undir þetta og meira en ári áður en ég hætti hóf ég að kanna hvort möguleiki væri á öðru starfi í landi þar sem ekki væru sömu aldurstakmörk. Hafði ég því um nokkur tilboð að velja þegar ég hætti hjá United og það varð úr að ég settist að í Belgíu. Starfaði ég þar í 16 mánuði og um tíma starfaði ég einnig fyrir flugfélag í Thai- landi. Ég starfaði hjá Delta Air Transport í Belgíu, sem keypti Boeing 720-vélar og fylgdi ég með vélunum og þjálfaði flugmenn. John Schoonhoven kvaðst hafa John Schoonhoven flugstjóri. Ljósm. Emilia. kunnað vel við sig í Belgíu, hann væri Hollendingur að uppruna og hafi lengi viljað prófa að búa í Evrópu. En hvernig komst hann í kynni við Arnarflugsmenn? — í Belgíu kynntist ég nokkuð starfsemi Air Viking og síðar einn- ig Arngrími Jóhannssyni, og þegar Arnarflug hóf starfsemi sína hafði hann samband við mig og ég tók að mér að starfa fyrir félagið. Bjó ég hérna í Hraunbænum og konan með mér og var í fullu starfi bæði við að fljúga og þjálfa menn, fara með þá í fluglíkan til þjálfunar og í prófin. Einnig var ég eitthvað með í ráðum þegar Arnarflug keypti Boeing 720-vélarnar frá Western. En með Arnarflugsmönnum vann ég í nærri þrjú ár í allt. Og hvernig var svo að vinna á íslandi? — Það var gott að vera hér og höfum við kynnst mörgu ágætis- fólki. Sumir hafa heimsótt okkur á búgarðinn í Bandaríkjunum og við höfum eignast vini hér. Þeir Arnar- flugsmenn sýndu okkur líka þann höfðingsskap að bjóða okkur hingað í viku til að eyða sumarleyfinu og hafa þeir farið með okkur víða. Hér er auðvitað of mikil verðbólga, en ég hef iðulega sýnt kunningjum mínum skuggamyndir og sagt þeim frá íslandi og verða þeir aldeilis hlessa þegar þeir sjá hvað þetta er sérstakt land. En þeir urðu margir hissa þegar ég sagðist vera að fara til íslands að vinna. Varla hættirðu að fljúga eftir að þú fórst héðan? — Nei, ég fór t.d. um tíma til Pakistan og vann hjá Pakistan Airlines í Karachi, sem þá var að taka 707-vélar í notkun og var ég þar til aðstoðar varðandi þjálfun- armál, en þar má segja að hafi verið nokkuð erfiðar aðstæður. En síðan hefur þetta smám saman minnkað og nú hef ég sífellt meira varið tíma mínum til að huga að gömlum flugvélum. Ekki verður farið ítarlega út í þá sálma hér, en Schoonhoven er forseti flugklúbbs í Colorado, sem starfar að varðveizlu og endurbygg- ingu gamalla flugvéla og kvaðst hann einmitt í næstu viku hefja undirbúning að árlegu móti klúbbs- ins, þar sem menn safnast saman með hina ýmsu forngripi, sem enn er hægt að fljúga mörgum hverjum. — Margir í klúbbnum eiga sína vél, en aðrir eru með aðeins af áhuga og það er ótrúlegt hvað menn hafa lagt á sig mikla vinnu við að endurbyggja gamlar vélar og gera þær flughæfar. Það er nefnilega Fyrir verslunarmannahelgina Sértilboð til ferðalanga JI5 húsið kynnir nýju fatadeildina Aöur Nú Flauelisbuxur 199 149 Gallabuxur 199 99 Barnaflauelisbuxur 169 135 Unglingapeysur 129 79 Barnaskyrtur — langerma 129 85 Herraskyrtur — köflóttar 139 89 Sokkar 23 18 Háskólabolir 120 89 Dömup. — síðar m/munstri 249 189 Dömublússur — langerma 119 89 Dömublússur — stutterma 109 69 Peysur — ullarblanda 179 149 Náttkjólar 120 99 Dömufrottesloppar 299 239 Opiö: Fimmtudaga í öllum deíldum til kl. 22.00. Föstudaga í matvörumarkaði, fatadeild og raf- deild til kl. 22.00. Aörar deildir til kl. 19.00. Lokað laugardaga. Jón Loftsson hf., Hringbraut 121, sími 10600. Leikári LR lokið: Aldrei fleiri sýn- ingar á einu leikári LEIKÁRI Leikfélags Reykjavíkur lauk i júnílok, en sumarleik- ferð með leikritið Rommi lýkur um næstu mánaðamót. Sýningar á vegum félagsins urðu alls 315 á leikárinu og hafa aldrei orðið fleiri á einu leikári. Áhorfendafjöldinn var einnig meiri en áður, en alls sáu 71,100 manns sýningar L.R. í Iðnó, Áusturbæjarbíói, skólum og á leikferð um landið. Átta leikrit voru sýnd á leik- árinu, þar af tvö frá fyrra leikári, Ofvitinn eftir bórberg Þórðarson og Kjartan Ragn- arsson og Rommi eftir D. L. Coburn. Bæði þessi leikrit voru sýnd í allan vetur og fram á sumar, Ofvitinn 62 sinnum og Rommí 91 sinni, þar af 31 sinni á leikferð um Norðurland. Þau verða bæði sýnd áfram í Iðnó næsta haust. í vetur tók félagið til sýninga barnaleikrit í fyrsta skipti í nokkur ár. Það var finnska leikritið Hlynur og svanurinn á Heljarfljóti eftir Christina Andersson. Leikritið var sýnt 45 sinnum í grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu, og urðu áhorf- endur rúmlega sjö þúsund. Þá kynnti leikfélagið tvo erlenda nútímahöfunda fyrir íslenskum áhorfendum, þýska leikrita- skáldið Franz Xaver Kroetz með verkinu Að sjá til þín, maður! og bandaríska leikrita- höfundinn Sam Shepard með leikritinu Barn i garðinum. Hið siðarnefnda var sýnt 10 vinnum í vor fyrir fasta gesti leikhúss- ins, en í haust verður sýningum haldið áfram. Að sjá til þín, maður! var sýnt 28 sinnum fyrir rúmlega fimm þúsund manns. Jólasýning leikhússins var ótemjan eftir William Shake- speare í nýrri þýðingu Helga Hálfdanarsonar, en sú sýning var frumflutningur verksins á íslensku leiksviði. Sýningar á Ótemjunni urðu 21 og áhorfend- ur rúmlega fjögur þúsund. Tvö ný íslensk verk voru frumflutt á leikárinu, söngleikurinn Grettir eftir Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þórarin Eldjárn og revían Skornir skammtar eftir Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn. Söngleikurinn var sýndur í útibúi Leikfélagsins í Austurbæjarbíói, enda ein viða- mesta sýning, sem félagið hefur ráðist í um árabil, sýningar urðu 28 og áhorfendur 14.500. Revían var sýnd 30 sinnum í vor Reykjavíkurhöfn hefur nýverið fest kaup á ekjubrú frá Noregi til notkunar við losun og lestun ekjuskipa og Ro-Ro-skipa, en notkun þeirra fer nú sivaxandi. Verður hún staðsett í Sundahöfn. Ekjubrúin er 600 fermetrar að stærð, 20 metra breið og 30 metra löng. Heildarkostnaðurinn við smíði brúarinnar og flutningskostnaður er um 3,5 milljónir íslenskra króna. Ljéxmynd Mbi. ólk.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.